Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 56
Fróðleikur og
skemmtun
fyrir háa sem lága!
FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR.
Tvö fiskiskip
seldu erlendis
TVÖ islenzk fiskiskip seldu bol-
fisk erlendis & fimmtudag. Þau
fengu bæði þokkalegt verð fyrir
hann.
Vigri RE seldi 226,5 lestir, mest
karfa og þorsk, í Bremerhaven.
Heildarverð var 12,5 miHjónir
króna, meðalverð 66,71. Björgúlfur
EIA seidi 193 iestir, mest þorsk, f
Hull. Heildarverð var 10,9 miHjónir
króna, meðalverð 56,37.
Reykjavík og
Hafnarfj örður:
Samvinna
fimm fyrir-
tækja í loðnu-
frystíngu
FIMM fyrirtæki í Reykjavík og
Hafnarfirði hafa nú tekið sig
saman um heilfrystingu & loðnu
fyrir Japansmarkað. Vegna
þessa hefur verið samið við þtjú
skip um löndun loðnu og reiknað
er með að þessi fyrirtæki frysti
Kum 3.000 lestir alls.
Þessi fyrirtæki eru Grandi, Hrað-
fryBtistöðin, Kirkjusandur, Hvaleyri
og Sjólastöðin. Gullberg VE, Kap
II VE og GIbíí Árni RE munu sjá
þeim fyrir hráefni. Ennfremur hafa
Grandi og Hraðfrystistöðin tekið sig
saman um hrognafrystingu og
munu þau fá loðnu af Júpíter RE
og Sigurði RE.
Þessi fyrirtæki hafa af og til
síðustu ár verið í loðnu- og hrogna-
frystingu, en ekki f samvinnu eins
og nú. Með þessu mun vinna hefy
ast að nýju í Hraðfrystistöðinni eftir
nokkurra mánaða hié. Reiknað er
með að Hraðfrystistöðin og Grandi
fcysti í allt um 1.000 lestir af hrogn-
um. Reiknað er með að loðnufryst-
ing geti hafizt f næstu viku.
Söltuð gota
hækkar um
40 prósent
SÖLUSAMBAND islenzkra físk-
framleiðenda hefur í samvinnu
við útflyijendur náð samkomu-
lagi við sænska hrognakaupend-
ur um verð á söltuðum hrognum,
gotu, á yfírstandandi vertíð.
Verðhækkun milli ára er 40 til
50% eftir því hvort talið er I
sænskum eða fslenzkum krónum.
Hækkunin fyrir gotuna f sænskum
krónum talið er um 40% að meðal-
tali, en 50% f fslenzkum krónum.
Þorskgotan er í tveimur verðflokkum
og ufsagota f einum. Verðhækkunin
er meiri fyrir þorskgotuna en ufsa-
gotuna. Ekki var samið um ákveðið
magn, en á sfðasta ári voru fluttar
utan til Svíþjóðar um 14.000 tunnur.
Gotan er einnig flutt utan til Grikk-
lands, en ekki hefur verið gengið frá
samningum vegna sölu þangað.
Stmamynd/Þorkell
Starfsmenn Skipalyftunnar hf. I Vestmannaeyjum sýna Þorsteini Pálssyni nýja gerð af öryggisþjálmum
I gær, en hann heimsótti fyrirtæki f Eyjum fyrir fundinn f gærkvöldi.
Þorsteinn Pálsson á stjórnmálafundi í Vestmannaeyjum:
Skattahlutfallið fer
ekki yfir 35 prósent
Allar almennar launatekjur í ár verða látnar afskiptalausar
Vestmamiaeyjar. Fri Agnesi BragadAttir blaAamanni Morgunblaðaina.
SAMEIGILEGT skattahlutfaU
tekjuskatts og útsvars verður
ekki yfir 35% og skattleysismörk
samkvæmt nýja staðgreiðslu-
frumvarpinu um skatta verða
ekki undir 30.000 krónum á mán-
uði. Þetta kom fram í máli
Þorsteins Pálssonar fjármála-
ráðherra og formanns Sjálfstæð-
isflokksins á fjölmennum opnum
stjóramálafundi hér i Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi. Auk
þess kom fram f máli hans að
allar almennar launatebjur laun-
þegans í ár verða látnar afskipta-
lausar og koma ekki til
Dagsbrún reyndi að miðla málum:
Farmannadeilan er
í ískyggilegum hnút
segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar
GUÐMUNDUR J. Guðmundsson,
formaður verkamannafélagsins
Dagsbrúnar, segir að staða Sjó-
mannafélags Reykjavíkur i
farmannadeilunni sé mjög
tvfeggjuð og það þurfí að athuga
sinn gang, eftir að slitnaði upp
úr samningaviðræðum milli SFR
og VSÍ í gærdag eftir næturlang-
an fund, sem forysta Dagsbrúnar
hafði milligöngu um. Sagði Guð-
mundur deiluna vera i fskyggi-
legum hnút, sem yrði torleystur,
og það kæmi sér ekki á óvart
"*þótt verkfallið stæði f tvær til
þijár vikur til viðbótar. Þórarinn
V. Þórarinsson, framkvæmda-
stjóri VSÍ, segist ekki sjá neina
leið í deilunni nú, en Guðmundur
Hallvarðsson, formaður SFR,
segist ekki trúa öðru en að ieið
til lausnar fínnist.
Fundur SFR og VSÍ, en hann
sátu einnig Guðmundur J. Guð-
mundsson, formaður Dagsbrúnar
og Þröstur ólafsson, framkvæmda-
stjóri félagsins, hófst kl. 10 í
fyrrakvöld og stóð linnulítið til ki.
þrjú í gær, er upp úr slitnaði. Guð-
mundur J. Guðmundsson, vildi ekki
tjá sig um gang samningaviðræðn-
anna. Um væri að ræða flókna
samningagerð, en farið hefði verið
vandlega yfir kröfur og tillögur og
mikii vinna lögð f það, enda fundur-
inn staðið f nær tuttugu klukku-
stundir.
„Mér sýnist málið standa þannig
að flestar leiðir hafi verið reyndar
til þrautar, en ég mun hafa sam-
band f fyrramálið við báða deiluaðila
áður en ég tek ákvörðun um hvað
ég geri næst f málinu," sagði Guð-
laugur Þorvaldsson, ríkissáttasemj-
ari, eftir að upp úr slitnaði í gær.
Hann sagðist ekki vera skyldugur
til þess að boða deiluaðila á fund
næstu 14 daga, ef hvorugur aðili
óskaði eftir því.
Sjá viðtöl við Þórarinn V. Þór-
arinsson og Guðmund Hall-
varðsson bls. 31.
skattlagningar.
Þorsteinn ræddi í grófum drátt-
um stjómarsamstarfíð undanfarin
Qögur ár og lýsti í megindráttum
ánægju sinni með samstarfíð við
Framsókn. Hann sagði að mikil
árangur hefði náðst í stjómarsam-
starfinu.
Ljóst var að mikil) áhugi var fyr-
ir staðgreiðslukerfí skatta auk þess
sem menn sýndu skattleysi þessa
árs mikinn áhuga. Jafhfram kom
fram áhugi á þeirri uppstokkun sem
fyrirhuguð er í bankakerfinu.
f máli fjármálaráðherra kom
meðal annars fram að tekjur ríkis-
sjóðs munu heldur minnka þegar
staðgreiðslukerfí skatta er komið
á, en þó verður þar ekki um vem-
lega tekjulækkun að ræða. Orðrétt
sagði ráðherra: „Samkvæmt frum-
varpi okkar verður skattahiutfali
tekjuskatts og útsvare ekki yfír 35%
og skattleysismörk verða ekki und-
ir 30.000 krónur á mánuði."
Fjármálaráðherra sagði að sér-
staks aðhalds yrði gætt varðandi
þá sem geta ákveðið sér sínar eigin
telg'ur. Þetta sagði hann vegna
spumingar um skattleysis áreins f
ár. Hins vegar sagði hann: „Allar
almennar launtekjur launþega í ár
verða látnar afskiptalausar og
koma ekki til skattlagningar."
Uppselt á
Aiduút
febrúar
UPPSELT er & allar auglýst-
ar sýningar íslensku óperunn-
ar á Aidu I febrúar.
Ákveðið hefur verið að bæta
við tveimur aukasýningum í
næstu viku, þriðjudaginn 10.
febrúar og miðvikudaginn 11.
febrúar.
Sigríður Ella Magnúsdóttir
mun syngja hlutverk Amneris
til og með 21. febrúar, en eftir
það tekur Anna Júlfana Sveins-
dóttir við hlutverki hennar.
Að sögn Guðrúnar er búið að
skipuleggja sýningar út apríl-
mánuð og verið er að fhuga
fleiri aukasýningar í febrúar.
Fjármálaráðherra um farmannadeiluna:
„Það verða engin lög sett“
Vestmannaeyjmn, frá Agnesi Bragadóttur, blaðamanni Morgfunblaðsina.
„AFSTAÐÁ ríkisstjóraarinnar er
óbreytt. Það verða engin lög sett.
Það hefur verið og er afstaða
ríkisstjórnarinnar að deiluaðilar
eigi að leysa þessa deilu sjálfir,**
sagði Þorsteinn Pálsson fjár-
málaráðherra er hann var
spurður hveraig ríkisstjórain
hygðist bregðast við þvi að slitn-
aði upp úr sanmingaviðræðum í
farmannadeilunni í gær.
Fjármálaráðherra sagðist telja
það einkennilegt ef menn lýstu því
nú yfír að þeir gætu ekki samið.
Hann sagði að það hefðu alltof oft
verið sett lög á farmenn og útgerð-
armenn kaupskipa á liðnum ámm.
„Ef aðilar em svona sammála
um það að þeir geti ekki leyst deil-
una sjálfír þá geta þeir alveg eins
samið um gerðardóm sín á milli,“
sagði Þoreteinn Pálsson.