Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 23

Morgunblaðið - 06.02.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 23 Bókaútgáfa Menningarsjóðs: „Hvalveiðar við Is- land 1600-1939“ ÚT er komin hjá Bókaútgáfu Menningarsjóðs áttunda bindi í ritrSð- inni Sagnfrseðirannsóknir - Studia Historica, sem Sagnfræðistofnim Háskóla íslands og Menningarsjóður standa að. Nefnist bókin sem nú kemur út „Hvalveiðar við ísland 1600-1939“. Höfundur er Trausti Einarsson, en ritsljóri ritraðarinnar er nú Bergsteinn Jónsson. Á blaðamannafundi í gær kom fram, að Trausti hefði stuðst við norskar, danskar, breskar, banda- rískar, þýskar og franskar, heimild- ir, en hann dvaldist m.a. í bókasöfnum í London, París og Madrid meðan að á gagnasöfnun stóð og eru liðin fjögur ár síðan hann tók að huga að efninu^ „Hvalveiðar við ísland 1600-1939“ skiptist í sex megin kafla og eru fyrirsagnir þeirra: Hvalveiðar á nýöld, Hvalveiðar við ísland 1863-1915, Samskiptin við íslendinga, Nýr heimur, Umraeður um hvalveiðar við ísland og Árin milli stríða. Ennfremur flytur bókin ingang, niðurstöður, heimilda- og nafnaskrá. Þá fylgja myndir og skýringartöflur. í fréttatilkynningu segir að upp- haflega hafi verið um kandidatsrit- gerð í sagnfræði við Háskóla Islands að ræða sem höfundur vann undir handleiðslu Þórs Whitehead. Prófdómari var Heimir Þorleifsson. Útlendinga- eftirlitið: Talsverð fjölgun komufar- þega til Islands MUN fleiri farþegar komu til landsins í janúar á þessu ári, en á sama tíma í fyrra. Eru íslendingar rúmur helmingur allra komufarþega, en hlut- fall útlendinga sem til lands- ins koma hefur hækkað talsvert miðað við heildar- fjölda. í janúar 1986 komu alls 7.818 ferðamenn til landsins með skip- um og flugvélum, að því er kemur fram í mánaðaryfírliti útlendingaeftirlitsins. í janúar í ár er u ferðamen til landsins hins vegar 10.034. Þar af eru íslendingar alls 5.764, en voru á sama tíma í fyrra 4.512 og er því merkjanleg aukning á ferðalögum landsmanna. Þá fjölgar komum útlendinga til landsins um því sem næst 30% á milli ára, en þeir voru nú 4.270, en voru í janúar í fyrra 3.306. Þegar útgáfa bókarinnar komst á dagskrá rannsakaði höfyndur nánar ýmsa þætti efnisins. í bókinni er stuðst við bæði prentaðar og óprentaðar heimildir, og voru ýmsir þættir teknir til athugunar undir leiðsögn Jóns Guðnasonar. í bókinni segir frá veiðimönnum og veiðarfærum, skipðakosti, afla- brögðum, afurðum, vinnslu og markaði. Aðspurður sagði Trausti að það sem hefði helst vakið athygli hans á þessu verkefni hafi verið að greina menningar- og efnahagsleg áhrif útlenskra veiðimanna á íslenskt þjóðlíf. Bókin er 177 blaðsíður og er unnin í prentsmiðjunni Eddu. Morgunblaðið/Júllus Bergsteinn Jónsson, ritstjóri, ásamt Trausta Einarssyni, höfundi bókarinnar „Hvalveiðar við ísland 1600-1939.“ TOLUR A BLAÐI VERÐA AÐ PENINGUM STRAX Iholti TIMAMOT 1 REKSTRI FYRIRTÆKJA Tölur á blaði geta gefið upplýsingar um góða afkomu og trygga stöðu fyrirtækja, en þær koma að takmörkuðum notum sem rekstrarfjármagn. Vanskil, erfið innheimta o. fl. kostar bæði tíma og fé og geta skipt sköpum um afkomu fyrirtækjanna. Kröfukaupadeild KAUPÞINGS hf. kaupir og/eða innheimtir: — Reikninga — Víxla — Euro-Visa afborgunarsamninga — Euro-Visa sölunótur og greiðir handhafa skuldaviðurkenninga andvirðið samdægurs. m KYNNINGARÞJÓNUST AN w ► Nú hefur veríð dregíð 10 sinnum í Lottóinu. Hingað tíl hafa 89.406 vinníngar verið dregnir út. Heildarvinníngsupphæð er orðín kr. 43.011.829,- og hafa 25 fengið 1. vinning.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.