Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987
RÁNKA
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
í húsakynnum Nýlistasafnsins
sýnir um þessar mundir ung
listakona, Ragnheiður Hrafn-
kelsdóttir að nafni, 82 mynd-
verk.
Ragnheiður hlaut myndlistar-
menntun sína í Kaupmannahöfn
og Amsterdam á árunum
1978—84 og er þetta hennar
fyrsta einkasýning en áður hefur
hún sýnt í húsakynnum Nýlista-
safnsins á móti stöllu sinni, Piu
Rakel Sverrisdóttur.
Ragnheiður, eða Ránka eins
og að hún nefnir sig, var í heil
Qögur ár við textílnám við Lis-
tiðnaðarskólann í Kaupmanna-
höfn en söðlaði yfír í málaralist
þegar hún fluttist til Hollands,
þar sem hún nam við Gerrit Riet-
veld Academie í Amsterdam.
Þetta er mikilvægt að hafa í
huga við skoðun sýningarinnar
því að það skýrir þá miklu efnis-
kennd sem kemur fram í mynd-
verkum listakonunnar hvort
heldur sem hún vinnur
með litum á dúk eða
pappír eða formar hug-
myndir sínar í rúmtaki.
Það eru fuglar, sem
eiga hug gerandans í
bak og fyrir þessa
stundina og kemur það
fram í öllum tegundum
mynda hans. Honum
nægir ekki að teikna,
mála eða móta við-
fangsefnið heldur
fylgja fjaðrir og strá
með í leiknum, eins og
til að gera allt raun-
verulegra. Fuglana
sjálfa mótar Ránka
með tuskum á léreftið
líkast til að gera fyrir-
ferðina nálægari
skoðandanum og við
það fá myndimar svip
af lágmyndum.
Þessi aðferð er eng-
an veginn ný af nálinni
og hefur verið notuð í
margs konar tilbrigð-
um svo að frumleg
telst hún ekki í sjálfu
vera, að Ránka er sér meðvitað
eða ómeðvitað að leitast við að
samræma textfla og málverk
annars vegar og textfla og
skúlptúr hins vegar. Er mjög
eðlilegt að hið langa nám lista-
konunnar í textfl sitji enn í henni
og að verkin dragi dám af því.
Litaspilið í myndum Rönku
byggist og mest á jarðlitum, er
einfalt og fábrotið og þannig eru
hinir upprunalegu efnislitir
textíla ekki langt undan.
í heild virkar sýningin nokkuð
einhæf ásamt því að töluvert er
um endurtekningar forma að
ræða en þetta gerir sýninguna
jafnframt í senn heilsteypta og
samstæða.
Þó efast ég um að Ránka
hafí fundið sinn endanlega liststfl
og að breytinga sé að vænta í
náinni framtíð. Þó mundi maður
óska sér þess, að hún þrengdi
sér að innri lífæðum þess sem
hún er að gera núna, því við-
fangsefnið er hvergi nærri
þurrausið. En ýmis myndverk á
sýningunni lofa góðu svo sem
„Einreið" (1), „Alög“ (76) og
„Eining" (81).
sér. En augljóst má Ránka við skúlptúrinn.
Ský og landslag.
„Ský og landslag“
Það er alveg rétt, sem Brian
Pilkington heldur fram, að skýja-
far á Islandi sé svo frábrugðið
því, sem þekkist víða annars stað-
ar. „Tætt, stórbrotið, margbreyti-
legt, meiri alvarleiki yfír þeim,
meiri dramatík."
Ástæðan er í senn einföld og
nærtæk, og hún er hin tíðu og
snöggu veðrabrigði hér á landi svo
sem allir þekkja, er hér búa eða
dveljast í lengri eða skemmri tíma.
Fyrir vikið getur að líta mikið
sjónarspil í háloftunum alla þá
daga, er þoka og blautviðri byrgir
ekki sýn, og má augað lengi una
sér við.
Pilkington kemur frá landi
hinna miklu skýjamálara John
Constable og William Tumer, er
mikil áhrif höfðu á málara megin-
landsins og hinn síðamefndi
jafnvel á Kjarval og vísast fleiri
íslenzka málara. Það er því nær-
tækt og eðlilegt, að hann hafí
tilfinningu fyrir fiirðulegu skýja-
fari og að það yrði einhvem
tímann að myndefni í höndum
hans, jafii víða og hann kemur
við í myndmenntum. Annars er
Pilkington þekktari sem auglýs-
ingahönnuður og fyrir lýsingar
sínar í bamabókum en hreina
myndlist þótt hann hafí upphaf-
lega hneigst að landsiagsmynd-
um.
Á sýningu Brians Pilkington í
Gallerí Borg kynnir hann 50 olíu-
pastelmyndir, sem hann hefur
gert á sl. tveim ámm, og hér er
viðfangsefnið einmitt ský og
landslag.
Þetta em myndir, sem Pilking-
ton hefur rissað upp á ferðum
sínum um landið og í Wales svo
og í umhverfi höfuðborgarinnar.
Eiginlega mætti skipta sýning-
unni í tvennt — annars vegar nær
hreinar skýjamyndir og hins vegar
hvomtveggja landslags- og skýja-
myndir.
Ef við göngum út frá slíkri
skiptingu hugnaðist mér fyrri
flokkurinn öllu betur, því að í
þeim myndum er meiri birta og
ljósflæði. Þær virka mun óþving-
aðri, liturinn efniskenndari og
safaríkari, ásamt því að í þeim
er dýpri lifun í viðfangsefnið. Hér
vil ég nefna máli mínu til árétting-
ar myndir svo sem nr. 4 „Skýjafar
II“, „Sumar" (8), „Við hafíð“ (26),
„Snjómugga" (32) og „Vetrar-
birta" (48).
Brian Pilkington.
Allar þessar myndir stinga
mjög í stúf við það, sem ég hef
áður séð frá hendi Brians Pilking-
ton, fyrir frjálsleg og óþvinguð
vinnubrögð.
Dragi ég hér fram eitthvað
aðfínnsluvert, væri það helst, að
litimir em á mörkum þess að
vera sætir og væmnir á köflum,
en þó ekki svo að bein lýti séu að.
Allt annar handleggur er svo,
að sennilega lesa íslendingar allt
annað úr skýjum sfnum en að-
komumenn frá útlöndum.
í heild er þetta hin þekkileg-
asta sýning, en ekki átakamikil.
Flýgnr yfir bjarg1
Bókmenntlr
Þórarinn Guðnason
Flýgur yfir bjarg.
Ljóð.
Vaka-Helgafell 1986
Þeim sem komnir em til ára
sinna er í fersku minni hvemig
íslendingar skiptust í harðvítugar
fylkingar vegna nýrra strauma í
listum fyrr á öldinni. Atómljóð,
abstraktmyndir og nútímatónlist
hristu rækilega upp í því fólki sem
var öðm vant, fólki sem oft og
einatt var nývaknað til meðvitund-
ar um listnautn og listfegurð af
hefðbundnum toga. Var að furða?
Bitið var í skjaldarrendur, ómildir
dómar vora daglegt brauð og
framtíð allrar menningar þótti
undir því komin að vel tækist til
um úrslit þessara átaka.
En nú fór eins og stundum áður
þegar hart hefur verið barist með-
an orastan stendur sem hæst að
menn þreytast á hemaði þegar til
lengdar lætur og telja hyggilegast
að slíðra sverðin og leyfa friðsam-
legri þróun að ráða ferðinni. André
Maurois, sá vitri maður og mikli
húmanisti, sagði einhvem tíma á
dögum kalda stríðsins að menn
skyldu leiða hugann að því sem
gerðist í trúarbragðastyijöldum
17. aldar. Það var ekki fyrr en
flestum varð ljóst að kaþólskir og
mótmælendur yrðu að læra að lifa
í sömu veröld sem friður komst
á. Ætli ekki eitthvað hliðstætt
hafí átt sér stað þegar deilum um
atómkveðskapinn loksins slotaði?
En fleira kom til. Upp sprattu
ný skáld sem fundu nýjar leiðir,
eins konar meðalveg milli þess
unga og aldna — og náðu eyrum
ljóðamanna. Önnur skáld gerðust
jafnvíg á nýjan stfl og gamlan og
verður ekki séð að þau eða aðrir
hafí beðið tjón á sálu sinni við það.
í þennan síðasttalda flokk hefur
Gunnar Gunnlaugsson skipað sér.
Hann er læknir að mennt og at-
vinnu og sendir fyrstu ljóðabók
sína á markaðinn miðaldra maður
í starfí sem krefst mikils, bæði
tíma og einbeitingar. En tóm-
stundagaman er hollt hveijum
manni og ekki er það lakara ef
fleiri fá notið en einn. Og ég er
illa svikinn ef sú verður ekki raun-
in hér.
„Heimsókn" er fyrsta kvæði
bókarinnar og ijallar um Ijóðið.
Það kemur til skáldsins siglandi
fyrir oddann í líki hins svanhvíta
báts sem líður upp í ijöruna.
ég hljóp niður
í flæðarmálið
og bar það i land
það varð
fagnaðarfundur
við lékum saman
liðlangan daginn
„Morgunn" heitir stutt kvæði,
reyndar eitt erindi, og gefur bók-
inni nafn:
Flýgur yfir bjarg fugl.
Speglar sig í dögg blóm.
Sofðu, heitt ann ég þér.
Slær vef kónguló knátt.
Raknar.
Slaknar.
Slátturelgumorgunn.
Og unnusti minn vaknar.
Dæmi um gamaldags ljóð er
„Dagur". Hér er fyrsta erindið:
Nýfæddum hélt þér árgyðjan á armi
og allar vonir manna til þín beindust;
einnig sú er ljúfust, dýpst og leyndust
lá í hinum smæsta, þögla barmi.
Og litla, hversdagslega kvæðið
sem heitir „Vorhugur":
Sástu,vinur, vorið koma?
Varð þér ekki glatt i sinni
þegar ljúfa lóukliðinn
lagði um glugga á stofu þinni?
Gunnar Gunnlaugsson
Ef til vill er krían káta
komin eftir langan vetur.
Niður að Tjöm við trítla þyrftum
til að skoða þetta betur.
Nýja, gljáða göngustafinn
gæti ég tekið með í bæinn,
þennan sem mín sonardóttir
sendi mér að gjöf um daginn.
Nokkur þýdd ljóð koma svo í
bókarlok. Mörg af okkar ágætustu
skáldum fyrr og síðar hafa stundað
þýðingar meðfram, og önnur gert
þær að sérgrein sinni. Góðir þýð-
endur draga dijúgan skerf í búið
og fámennri þjóð sem lengi var ein-
angmð og er raunar enn, ef litið
er til tungumálsins, er ómetanlegt
að geta notið heimsbókmennta á
eigin tungu: Stóð ég úti í tungls-
ljósi, Ég veit ekki af hvers konar
völdum, Við fátækt mikla fom og
grár, Þau héldu til skógar sem skilj-
anlegt er o.s.frv. o.s.frv. Gunnar
þýðir m.a. ljóð eftir Byron, Strind-
berg, Tennyson og Gullberg og
ræðst að lokum til atlögu við
„Hrafninn" eftir Poe. Þetta langa
og kynngimagnaða kvæði hafa önn-
ur skáld og þekktari áður þýtt á
íslensku. Hér verður ekki farið út
í samanburð þótt fróðlegt væri og
skemmtilegt. Lítum aðeins á sýnis-
hom, 7. erindi „Hrafnsins".
Luktum glugga upp ég ýti,
inn þá ryðst í miklum flýti
hrafn einn fom og flikkjum lfldr
flaksast svartir vængir tveir.
Þeygi er kurteis krummanefur,
krunk hann ekkert frá sér gefiir,
engar vöflur á þvi hefur -
upp hann skýst á mynd úr leir.
Pallas-bijóstrnynd er ég átti
ofan dyra úr hvítum leir.
Upp þar sest og ekkert meir.
Það er enginn viðvaningsbragður
á þessum ljóðum.