Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Lækning fund- in á skallanum? Brussel, Reuter. FJÖLÞJÓÐA lyfjafyrirtæki greindi í gær frá því að fundið væri læknisráð við skalla. Sagði að lækningin hefði verið vísinda- iega sönnuð. Upjohn-fyrirtækið, sem aðsetur hefur í Bandaríkjunum, sagði að lyfíð „Regaine Topical Solution" Gengi gjaldmiðla London, AP. GENGI Bandaríkjadals hækkaði gagnvart ölium helstu Evrópu- gjaldmiðlum. Gullverð féll niður fyrir 400 dali únsan og er þetta í fyrsta skipti sem það gerist undanfarinn mánuð. Sérfræðingar sögðu að orðrómur um, að fundur fímm helstu iðnríkja Vesturlanda til að koma á stöðug- leika í gengi gjaldmiðla, verði senn haldinn hafí orsakað hækkun dals- ins. Þá kunna jákvæðar hagtölur frá Bandaríkjunum að hafa haft nokkur áhrif. Auk þess er búist við vextir verði senn lækkaðir í Japan. í gær var einnig orðrómur á kreiki um að Bandaríkjamenn hefðu ráðist inn í Líbanon og hækkaði dalurinn af þeim sökum. í London kostaði Sterlingpundið 1,5810 dali (1,5285) þegar gjald- eyrisviðskiptum lauk í gær. Gengi Bandaríkjadals var annars þannig að fyrir hann fengust: 1,8350 vestur-þýsk mörk (1,8185), 1,5460 svissneskir frankar (1,5355), 6,1155 franskir frankar (6,0625), 2,0705 hollensk gyllini (2,0525), 1.305,00 ítalskar lírur (1.293.25) , 1,3300 kanadískir dalir (1,3265) og 153,40 jen (152,28). Gullúnsan kostaði 399 dali (403.25) síðdegis í London. væri byggt á lyfi, sem notað hefur verið við háúm blóðþrýstingi. Lyfíð myndi vinna bót á skalla og ýta undir hárvöxt á tveimur tveimur af hveijum fímm mönnum, sem það yrði reynt á. Aftur á móti færu áhrif lyfsins eftir því hversu mikið hár menn hefðu misst, aldri þeirra og hvað langt væru um liðið síðan hárlosið hófst. „Ef þú lítur út eins og Yul Brynn- er skaltu ekki gera þér vonir um að fá hárið aftur," sagði talsmaður fyrirtækisins. Dr. Richard De Villez, rannsókn- arstjóri Upjohns, sagði á blaða- mannafundi að núa þyrfti lyfinu í skallann tvisvar á dag og ekki mætti búast við nýju hári fyrr en eftir fjóra mánuði. Þá þyrfti að halda áfram að nota lyfíð ef hár- vöxturinn ætti ekki að hætta á nýjan leik. Belgísk yfírvöld hafa leyft sölu á lyfínu. Reuter Glaðbeittir geimfarar Þeir Yury Romanenko (t.h.) og Alexander Laveikin munu í dag halda á fund stjarnanna í Soyuz-geimfari sem skotið verður á loft frá Baikonaur geimstöðinni í Asíuhluta Sovétríkjanna. í gær gafst þeim tími tii afþreyingar og slökunar fyrir ferðina. Laveikin þreif þá gítarinn á loft og skemmtu þeir féiagarnir sér við söng og hljóðfæraslátt fram eftir degi. Ekki verður annað séð en að Laveikin hefði átt vísan frama við hljóðfæra- leik á árshátíðum og þorrablótum eystra hefði hann ekki valið sér skynsamlegri starfa og gerst geimfari. Alltént myndar hann E-dúrinn af festu og öryggi líkt og sannur atvinnumaður! Danmörk: Danskur augnlæknir sker upp við nærsýni Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. DANSKUR augnlæknir er farinn að skera upp við nærsýni. Fram að þessu hafa um 25.000 manns gengist undir slíka aðgerð í Sov- étríkjunum og um 250.000 í Bandaríkjunum. Danski læknirinn Niels Ehlers, prófessor á augnlækningadeild borg- arspítalans í Árósum, hefur nú skorið 30 manns upp við þessum algenga sjóngalla, og hafa þeir allir fengið umtalsverða bót. Aðgerðin tekur aðeins um stundar- fjórðung. Læknirinn sker snið í homhimnuna á átta stöðum, svo að hún líkist teinóttu hjóli. Það hefur í för með sér að augað verður flatara í miðju og við það dregur úr nærsýn- Iranar skjóta flugskeyti á Bagdað og vara íbúa við Bahrain, Reuter. ÍRANAR skutu í gær flugskeyti á Bagdað, höfuðborg íraks, nokkrum klukkustundum eftir að írakar gerðu loftárás á fjóra íranska bæi. íranar hafa nú skotið níu flug- skeytum á Bagdað á þessu ári í „styijöldinni í borgunum", sem hófst á nýjan leik þegar íranar hleyptu af stokkunum áhlaupi inn í írank 9. janúar. íbúar í Bagdað sögðu að reykský hefðu svifíð til himins eftir spreng- inguna og hús hefðu skolfíð í nokkurra km fjarlægð. Drunumar af sprengingunni hefðu heyrst um alla borgina. Fyrr í gær gerðu íraskar orrustu- þotur árás á fjóra bæri í íran til að hefna fyrir „árásagimi frana og Noregnr: Þrændur vilja bætur vegna selaplágunnar Þrándheimi. Frá Magnúsi Magnússyni, fréttaritara Morgunblaðsins. GRÆNLANDSSELUR hefur komið í stórum vöðum upp að ströndum Þrændalaga að undanförnu. Eru sjómenn þar að vonum óhressir mjög, þar sem selategund þessi hrekur síld og annan fisk út úr fjörð- unum og veldur að auki miklu tjóni á netum. I Imsfirði tíndu sjómenn 31 sel úr 12 netalögnum. Selaplága eins og nú heijar hér með ströndum fram er heldur sjald- gæf og hefur ekki verið neitt viðlíka síðan veturinn 1903-4. Grænlands- selurinn veldur sjómönnum í Norður-Noregi einhveiju tjóni á ári hveiju og fá þeir sem svarar um 2000 ísl. kr. í bætur fyrir hvem sel, sem þeir koma með að landi. Nú vilja sjómenn við strendur fraus laxinn í hel og missti stöðin þá 16.000 stóriaxa og 30.000 seiði. Er tjónið metið á sem svarar um 15 milljónum ísl. kr. sprengjuárásir á borgir", að því er talsmaður hersins sagði. Á miðvikudagskvöld gerðu írak- ar loftárásir á borgimar Esfahan, Tabriz og Qom í Iran og í gær á Shuster, Bushehr, Dezful ogQom. Útvarpið í Teheran sagði um árásina á Bagdað að hún hefði ve- rið gerð til að svara fyrir árásir íraka á íbúðarhverfí almennra borgara og hefði skeytinu verið miðað á „mikilvægar höfuðstöðvar hersins í miðborg Bagdað". Styijaldarupplýsingamiðstöðin í Teheran gaf fyrr í gær út yfírlýs- ingu þar sem íbúar í Bagdað, sem eru fjórar og hálf milljón, ættu að flýja borgina þegar. Að sögn írana hafa þijú þúsund manns látið lífíð og níu þúsund og þijú hundruð særst í loftárásum Iraka síðan íranar hófu sókn sína inn í suðurhluta íraks 9. janúar. írakar segja að 250 manns hafí beðið bana og eitt þúsund særst í sprengjuárásum írana á bæi í írak á sama tíma. Tala fallina í Bagdað hefur ekki verið gefin upp og er þar ekki með talin. Enn fremur ekki ekki greint frá því hvar írönsk flugskeyti falla til jarðar í höfuð- borginni af öryggisástæðum. í dagblaðinu Kayhan, sem hlynnt er íransstjóm, var sagt að íranar hefðu gert þungar gagnárásir við Basra, næst stærstu borg í írak, og stökkt þremur íröskum hersveit- um á flóta. Hefðu írakar misst a.m.k. ellefu skriðdreka og liðs- flutningabifreiðir. Þrændalaga einnig fá bætur vegna þess tjóns, sem selurinn veldur þeim. Laxeldisstöðvar lengi átt í erfið- leikum vegna svokallaðrar Hitm- veiki í laxaseiðum. Laxeldisstöð á eynni Fröya (norður af Hitm) hefur þó verið laus við þennan sjúkdóm, en í kuldakastinu hér um daginn Filippseyjar: Bladburóarfólk óskast! AUSTURBÆR KÓPAVOGUR Þingholtsstræti o.fI. Nýbýlavegur frá 5-36 VESTURBÆR HávegurogTraðir Aragata o.fl. Sunnubraut Dalbrekka Ágreiningnr um vopnahlé Manilu, Reuter. Rafael Ileto, varnarmálaráð- herra Filippseyja, kvaðst i gær vera andvígur þvi að vopnahlé stjómarinnar og skæruliða yrði framlengt án þess að haldið yrði áfram friðarviðræðum. Vopna- hléið rennur út á sunnudag. Ileto lét þessi orð falla eftir að hafa setið fund með Corazon Aqu- ino, forseta Filippseyja. Fyrr í gærdag kvaðst Aquino vilja að 60 daga vopnahléið yrði framlengt þó svo að skæmliðar hefðu ekki heitið áframhaldandi friðarviðræðum. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja friðinn," sagði Aquino. Skæmliðar slitu viðræðum við stjómina í síðasta mánuði eftir að hermenn skutu 15 bændur til bana við forsetahöllina í Manila. Ueto sagði vopnahléið vera gagnslaust ef viðræðum yrði ekki fram haldið. Hann kvað unnt að halda vopnahléið á ákveðnum svæð- um en annars staðar kynni að reynast nauðsynlegt að beita skæmliða hörðu. Dönsk rannsókn: Skilnaðar- börn án sam- bands við ann- að foreldra Kaupmannahöfn. Frá Níls Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMKVÆMT niðurstöðum rann- sóknar, sem fram fór í Dan- mörku nýlega, missa þijú af hverjum fjórum skilnaðarböm- um samband sitt við annað foreldranna innan fjögurra ára frá því að skilnaðurinn átti sér stað. Algengast er, að um sé að ræða föður barnanna, og oft kostar skilnaðurinn ennfremur, að tengsl þeirra við afa og ömmu í föðurætt slitna. Þetta kom fram í rannsókn, sem Danska félagsfræðistofnunin lét gera. Stjómandi rannsóknarinnar, Inger Koch Nielsen, segir í viðtali við Berlingske Tidende, að örlög danskra skilnaðarbama séu miklu nöturlegri en hún hafi haldið fyrir. Það er þungbært hlutskipti að missa helming ættarrótanna, segir hú’ Grikkland: Stjórnin stokkuð upp Aþenu, Reuter. ANDREAS Papandreou, forsæt- isráðherra Grikklands, stokkaði í gær upp í stjórn sinni og skip- aði sjö nýja ráðherra. Papandre- ou hefur nú gert breytingar á stjórninni tvisvar á þremur mán- uðum. Papandreou sagði að þrír ráð- herranna, sem vikið var úr starfí og allir eru róttækir vinstri menn, myndu taka við trúnaðarstörfum innan sósíalistaflokksins Pasok. Vinstri menn hafa að undanfömu þrýst á Papandreou um að láta af aðhaldsaðgerðum sínum, sem meðal annars em fólgnar í launafrystingu, en hann heldur því statt og stöðugt fram að þær séu nauðsynlegar til að bæta óstyrkan efnahag Griklqa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.