Morgunblaðið - 06.02.1987, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987
i
zu
Opið bréf til Þorsteins Páls-
sonar fjármálaráðherra
eftirHeimi Pálsson
Sæll vert þú, Þorsteinn.
Fyrirgefðu þetta einfalda ávarp
en lítil og heldur þægileg kynni mín
af þér segja mér að þú sért enginn
fordildarmaður.
Forláttu líka að ég skuli leyfa
mér að skrifa þér til sisvona, vitandi
að þú átt í miklum önnum. En ég
hef áhyggjur af málum sem ég ætla
að þú látir þig miklu varða. Þess
vegna fer ég fram á að þú eyðir
ofurlitlum tíma í viðræður af þessu
tagi.
Nýgerðir
kjarasamningar
Eins og þú veist öðrum betur er
búið að ganga frá mikilvægum
kjarasamningum stóru verkalýðs-
félaganna við atvinnurekendur.
Þetta voru merkilegir samningar og
ég veit að við erum sammála um
það — þótt við lítum ekki sömu aug-
um á alla þætti tilverunnar. Kannski
þykir mér líka aðrir þættir samning-
anna merkilegri en þér. Það sem
gerir kjarasamningana í vetur að
tímamótasamnjngum í mínum aug-
um er að ASÍ og VSÍ gerðu þar
menntunar-samninga á skýrari hátt
en áður. Auðvitað hafði áður verið
tekið tillit til menntunar í kjarasamn-
ingum þessara aðila en aldrei eins
og nú með því að semja um tvenns-
konar lágmarkslaun: önnur fyrir
ófaglærða, hin fyrir faglærða. Það
var m.ö.o. samið um að þeir sem
hafa 40 menntunarstig samkvæmt
mati menntamálaráðuneytisins
skyldu fá 26.500 króna lágmarks-
laun en þeir sem hefðu 82 menntun-
arstig (iðnaðarmenn) skyldu fá
35.000 króna lágmarkslaun. Ég veit
vel að menntunarstigin voru ekki
nefnd í samningunum, en þau voru
þarna.
Nú er ljóst að maður með þína
menntun og þekkingu á samfélaginu
og þróun þess á síðustu árum gerir
sér fulla grein fyrir mikilvægi
menntunar. Eg veit að þú getur tek-
ið undir með þeim skólamönnum um
víða veröld (einkum hér í Vestur-
Evrópu og Bandaríkjum N-Ameríku)
sem segja að menntunin ein geti
orðið haidkvæmt vopn í baráttu
framtíðarinnar fyrir lífi á jörðinni.
Þekkingarleysið og menntunarskort-
urinn muni leiða beint til glötunar.
Þess vegna veit ég að þú getur tek-
ið undir þegar ég segi að það sé
gleðileg áhersla sem samningamenn
ASÍ-VSÍ lögðu á þátt menntunarinn-
ar.
Viðbrögð samninga-
nefndar ríkisins
En þá kemur að áhyggjuefni mínu
— og það er því miður ekki nýtt.
Ég hef lýst svipuðum áhyggjum
áður, gefst bara sérstök ástæða til
að viðra þær við þig einmitt núna.
Þú veist að félög innan Bandalags
háskólamannaí ríkisþjónustu
(BHMR) stefndu að samfloti í iq'ara-
samningum — líkt og BSRB eða
ASÍ. Samninganefnd BHMR, sem
þar með er samninganefnd flestra
framhaldsskólakennara og margra
Heimir Pálsson
*
„Eg neita að trúa því
að þú hafir skipað
þínum mönnum að
bjóða háskólamenntuð-
um kennurum lægri
byrjunarlaun en lág-
markslaun iðnaðar-
manna, svo dæmi sé
tekið. Þetta gerði
sámninganefnd ríkis-
ins. Hún bauð kjarabæt-
ur sem hefðu gefið
ungum kennara ríflega
34.000 krónur í mánað-
arlaun í árslok 1987.“
grunnskólakennara, lagði fram
kjarakröfur aðildarfélaganna fyrir
nokkrum vikum. Þú hlýtur líka að
vita að starfsmenn þínir, samninga-
nefnd ríkisins, sátu á nokkrum
viðræðufundum við samninganefnd
okkar. Hins vegar trúi ég ekki að
svörin sem við fengum hafí verið
þau sem þú ætlaðist til. Ég neita
að trúa því að þú hafir skipað þínum
mönnum að bjóða háskólamenntuð-
um kennurum lægri byijunarlaun
en lágmarkslaun iðnaðarmanna,
svo dæmi sé tekið. Þetta gerði samn-
inganefnd ríkisins. Hún bauð kjara-
bætur sem hefðu gefið ungum
kennara ríflega 34.000 krónur í
mánaðarlaun í árslok 1987.
Auðvitað eru iðnaðarmenn alls
góðs maklegir. En finnst þér ekki
eins og mér að kennarinn sem við
treystum til að ala bömin okkar upp
sé líka mikils virði? Finnst þér eðli-
legt að kennari bókagerðamema
hafi lægri laun en nemendur hans
fá þegar þeir ganga frá prófborðinu?
Finnst þér náttúrlegt að stúdentar
í tölvufræðum róti upp mánaðar-
launum prófessoranna sinna í
tómstundum? — Ég veit að þetta er
ekki fallega spurt. En hvaða álykt-
anir eigum við eiginlega að draga
af tilboðum samninganefndar ríkis-
ins?
Eitt lítið dæmi
Fyrirgefðu að ég dreg upp einfalt
dæmi. Ofaglærður verkamaður fær
lágmarkslaunin 26.500. Hann hefur
40 menntunarstig. Iðnaðarmaður
fær lágmarkslaunin 35.000. Sá hef-
ur 82 menntunarstig. Munurinn er
42 stig og 8.500 krónur. Þar með
er auðvelt að reikna verð á hveiju
menntunarstigi. 8.500 deilt með 42
eru 202 krónur rúmar. Kennari með
BA-próf og full kennsluréttindi sam-
kvæmt lögum, sem ég þakka þér
fyrir að hafa átt þátt í að setja, telst
hafa 168 menntunarstig á sama
skala og áður er notaður. Hann hef-
ur því 128 stigum meira en hinn
ófaglærði og ætti samkvæmt þessu
að hafa 25.856 krónum meira í lág-
markslaun eða 52.356 krónur á
mánuði. Og taktu eftir því, Þor-
steinn, að þetta er ekki launakrafa
okkar — þetta er einfaldur fram-
reikningur á samningum ASÍ-VSÍ
og staðfestist af samningum bóka-
gerðarmanna.
Krafa okkar fyrir þennan mann
var mun lægri. Hún gekk út frá
45.500 króna lágmarkslaunum fyrir
mann með gilt háskólapróf. Með því
vildum við sýna að ekki er sjálfsagt
að menntunarstigin vegi jafnþungt
allstaðar á skalanum — og að við
teljum sjálfsagt að hafa hliðsjón af
launum á almennum markaði.
Nú hlýt ég að spyrja þig persónu-
legrar spumingar. Ef þú telur eðli-
legt að greiða nýútskrifuðum
iðnaðarmanni 35.000 krónur í mán-
aðarlaun, hvað telurðu eðlileg laun
fyrir kennara bama þinna? Eg veit
að þetta er andstyggileg spuming,
en þú verður að geta svarað henni
— a.m.k. fyrir sjálfan þig.
Ég veit að ráðgjafar þínir verða
fljótir að benda á að ríkisstarfs-
menn, þ.á m. kennarar, hafi miklu
hærri meðallaun en þetta. Það er
rét.t, enda veistu jafnvel og ég að
enginn framfleytir sér og sínum af
daglaunum ríkisstarfsmanna. Til
þess þarf allskonar aukagetu eða
gífurlega yfírvinnu. Og þá veit ég
líka að ráðgjafamir segja: „Það
vinna allir yfirvinnu í þessu landi.
Kennumm er ekki vandara um en
öðmm.“
Höfum við efni á því?
Það er þetta sem ég hef þyngstu
áhyggjumar af. Fyrir fáeinum miss-
emm skipaði Ragnhildur Helgadótt-
• TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING # TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA BÍLASÝNING • TOYOTA E
\lð blásum tffl leiks
um helgina
Hi'C
- • - • “ «
en þá verður hulunni svipt af splunkunýja
TOYOTA CAMRY íjölskyldusportbílnum 1 nýjum
sýningarsal að Nýbýlavegi 8
Til leiks við ykkur mætir lipurt starfslið Toyota sem sýnir alla
nýja tæknigaldra TOYOTA CAMRY t. d. hvemig íjölskyldubíllinn getur
búið yfir afli sportbílsins en jaínframt verið sparneytinn! „Toyotan
hans afa“, sú fyrsta á íslandi, TOYOTA CORONA árg. 1966, mætir
í sparifötunum. AðrarToyotategundirverðaauðvitað © — *
einnig við höndina, kíkiðbara út í port eða^ % — *
inn á verkstæði. Léttsveit —•
Ásgeirs Steingrímssonar.
blæs lífi í danstaugam- •
ar* á meðan sötrað er I
kaffi, Coke, Hi-C og .
noritnA í CiviíllC-
/
nartað í Síríus
súkkulaði.
\
•s
T
Takið dansskóna með
\.
h