Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 Kirkja og brunnur miðdepill virkisins. Kona að plægja fyrir utan virkið. A söguslóðum Bandaríkianna eftir Sigurborgu Ragnarsdó ttur Vorið er ein fallegasta árstíð í höfuðborginni. Þegar kirsuberjatrén og annar gróður skartar sínu fegursta, verður allt umhverfið eins og nokkurs konar ævintýraland. Á einum slíkum vordegi lá leið okkar til Williamsborgar í Virg- iníufyiki. Þetta var ekki fyrsta ferð á vinsælan stað, því tvisvar áður ókum við þangað suður eftir og í bæði skiptin með íslenska gesti er hér voru á ferð. Hvað gerir Vilhjálmsborg að eftirsóttum ferðamannastað kann einhver að spyrja og er ætlunin að lýsa því í þessari grein. Drög lögð að sjálf- stæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna Fyrir u.þ.b. 200 árum bjuggu á þessum slóðum menn með háleitar hugmyndir, menn sem höfðu þau áhrif að lýst var yfir sjálfstæði amerískra nýlendna og myndað nýtt ríki. Það var hér á þessum stað sem George Washington, Thomas Jefferson, Patrick Henry og George Mason öðluðugt fullan pólitískan þroska. Og það var hér sem þeir ásamt leiðtogum Virginíu- fylkis lögðu drögin að sjálfstæðis- yfirlýsingu Bandaríkjanna. í dag er hægt að komast í snert- ingu við löngu liðna tíma, því Vilhjálmsborg hefur að mestu verið gerð upp. Árið 1926 fór prestur að nafni Goodwin þess á leit við John D. Rockefeller yngri að gengist yrði fyrir því að varðveita og endur- byggja þennan 18. aldar bæ. Rockefeller tók þeirri málaleitan vel, svo vel að hann fórnaði öllum sínum krafti að láta þennan draum rætast eða allt fram í andlátið í maí 1960. Það tekur u.þ.b. 3 klst. að aka frá höfuðborginni suður til Vil- hjálmsborgar. Þegar nær dregur sögustaðnum er engin hætta á að villast, því góð skilti í nýlendustíl vísa leiðina inn á svæðið. Ekki er hægt að álasa Bandaríkjamönnum fyrir skort á skipulagshæfni, svo vel tekst þeim til á sögusvæðinu. Fyrsta verk ferðamannsins er að heimsækja upplýsingamiðstöð stað- arins. í þessari þriðju heimsókn okkar, urðum við vör við að mið- stöðin hefur verið stækkuð all verulega og alltaf virðist samt nóg að gera. Fljótt komumst við að raun um að ferðamannastraumurinn minnkar ekkert, því þegar við ætl- uðum að hafa vaðið fyrir neðan okkur og byija á því að panta borð á einum af þremur aðalmatsölustöð- um sögusvæðisins, var allt upppant- að. Það kom hins vegar ekkert í veg fyrir áhuga okkar að borða í anda 18. aldar og var því ákveðið að borða utan svæðis fram á sunnu- dag en þá var loks hægt að fá borð á Christiana Campbell-kránni. Næsta skref var að velja aðgöngu- miða inn á svæðið. Það eru tvær gerðir af aðgöngumiðum sem hægt er að kaupa til að komast þangað. Annars vegar passi sem veitir við- komandi ótakmarkaðan aðgang og gildir í eitt ár. Hins vegar er að- göngumiði er veitir aðgang inn á 13 sýningarstaði. Verðmunur er nokkur, en gott að hafa ársmiða ef fólk getur komið aftur og vill fá að sjá allt svæðið. Einkabílar strang- lega bannaðir Upplýsingamiðstöðin veitir ýmiss konar aðra þjónustu, t.d. er kynn- ingarmjmdin „Vilhjálmsborg — Saga föðurlandsvinar" sýnd á 35. mín. fresti. Lýsir hún hvemig plan- tekmeigandi í Virginíu brýst áfram til baráttu fyrir sjálfstæði Banda- ríkjanna. Hún sýnir einnig þátttöku Thomas Jefferson, Patrick Henry o.fl., um leið og hún rekur orsakir og afleiðingar Amerísku byltingar- innar (The American Revolution). Til að auka enn frekar á 18. ald- ar blæ staðarins er bannað að aka einkabílum inn á sögusvæðið á sýn- ingartíma. í staðinn ganga vagnar (sem eru því miður engan veginn í anda nýlendutímans) stöðugt frá upplýsingamiðstöð að og frá sýn- ingarsvæðinu. Einungis þarf að sýna passann og er þá hægt að fara inn og út úr vögnunum að vild. Eins og allt annað er vel skipulagt, hefði mátt velja eitthvað annað en grámyglulega álstrætisvagna til að aka um svæðið. Það er erfítt að gleyma 20. öldinni, þar sem þeir aka með tilheyrandi skrölti og mengun um svæðið. Eina lausnin er að velja göngugötur þar sem þeir ekki aka. Hárkollumeistarar, silfursmiðir og aðrir listamenn Sögusvæði Vilhjálmsborgar þek- ur 173 ekrur af upphaflegum bæ og enn er notast við gatnaskipulag frá 1699. Svæðið sem er ein mfla að lengd, takmarkast af háskóla Vilhjálms og Maríu að vestanverðu og þinghúsinu (The Capitol) að austan. Meðalbreidd svæðisins er ein og hálf mfla er umlykur bygg- ingar við þrjár aðalgötur staðarins — Duke of Gloucester-götu og Francis- og Nicholson-stræti. Á þessu svæði standa 88 af uppruna- legum byggingum Vilhjálmsborgar, sem ýmist hafa verið híbýli manna eða búðir, krár eða aðrar opinberar byggingar. Fimmtíu aðrar bygging- ar hafa verið reistar á upprunaleg- um stöðum til að gera bæinn eins líkan því sem hann var í upphafí. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir inni á hóteli, tókum við strætisvagn við upplýsingamiðstöð- ina er ók okkur inn á svæðið. Aðeins örfáar mínútur tekur að aka þangað. Engu að síður tekst rödd í hátalarakerfí vagnsins að bjóða gesti velkomna og útskýra hvem stað áður en þangað er komið. Það er möguleiki að skoða u.þ.b. 40 sýningarstaði á milli 9 og 5 dag- lega. Starfsfólkið þama sem flest býr og vinnur í Vilhjálmsborg gefur staðnum sérstakan blæ þar sem það gengur til verka að hætti og með klæöaburði 18. aldar. Af mörgu er að taka og ef fólk vill njóta til fulls þess er staðurinn hefur upp á að bjóða þarf a.m.k. vikudvöl til að gera öllu skil. í stuttri helgarheim- sókn er ekki um annað að ræða en velja og hafna. Það sem gerir heimsókn á stað sem þennan sérstakan, er að sjá alvöru handverksmenn við vinnu sína og ekki virðast þeir af lakara taginu. Á sögusvæðinu eru 20 list- iðnaðarbúðir, þar sem sögulega klæddir listamenn vinna með 18. aldar verkfæri og framleiða kjör- gripi svipaða þeim er smíðaðir voru hér fyrir 200 ámm. Það er auðvelt að gleyma amstri og stríði 20. ald- ar þegar horft er á nákvæmnis- og rólegheitavinnubrögð þessara lista- manna. Við sáum hárkollumeistara, apótekara, byssusmiði, bókbindara, silfursmiði og marga fleiri við vinnu sína. Vörumar er hægt að fá keypt- ar í smáverslunum við Gloucester- götu. Hnetusmjörssúpa að hætti 18. aldar Beinin urðu fljótt lúin á rambi um staðinn og því var gott að setj- ast inn á vinalegan stað og fá sér hressingu. Flestir er leggja leið sína til Vil- hjálmsborgar vilja komast 200 ár aftur í tímann, einnig í mat og drykk. Á sögusvæðinu eru þrír veit- ingastaðir eða krár, þar sem boðið er upp á mat með 18. aldar yfír- bragði. Ein af fínni kránum á 18. öld var King Arms við aðalgötu bæjarins. Matseðillinn býður upp á hefð- bundna Virginíurétti s.s. hnetu- smjörssúpu, svína- og kjúklinga- bijóst að hætti fylkisins. Við fórum Starfsmaður af írsku bergi brotinn. Virkið í baksýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.