Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 41 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Hæ! Ég er stelpa fædd 6.2. 1974 kl. 1 í Reykjavík. Getur þú gert fyrir mig stjömukort og frætt mig um kosti mína og galla og hvað ætti best við mig. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna. Vatnsberi." Svar: Þú hefur Sól og Júpíter sam- an í Vatnsbera, Tungl og Miðhimin saman í Ljóni, Merkúr í Fiskum, Venus í Steingeit, Mars í Nauti og Úranus og Vog Rísandi. Heimsóknir Kortið þitt segir mér að þú sért félagslynd og viljir hafa mikið af fólki í kringum þig. Þú hefur einnig gaman af því að ferðast og því er líklegt að þú viljir alltaf vera í heimsóknum og þess hátt- ar. Hugsuður Þú hefur sterkt ímyndunar- afl og hefur greinilega gaman af því að finna upp á ýmsu, ert hugmyndarík og frumleg. Það mætti kannski kalla þig hugsuð. Hlý Tungl í Ljóni táknar að þú ert tilfinningalega hlý og hress og vilt vera í miðju og láta taka eftir þér. Þú vilt fást við lifandi, skemmtileg og skapandi mál, þ.e. búa sjálf til og finna upp á ýmsu skemmtilegu. Róleg Hvað varðar galla má segja að Mars í Nauti tákni að þú getur stundum verið heldur sein að taka til hendinni og t.d. lengi að gera það sem mamma þín biður þig um. Þú getur kannski átt til að vera þijósk. Listrœn Svo getur Merkúr í Fiskum táknað að þú ert stundum svolítið utan við þig og gleymin, ert bara að hugsa þegar þú átt að vera að læra og svoleiðis. Hins vegar táknar það sama að þú ert listræn og hefur hæfíleika til að teikna og búa til sögur. Viðkœm Tungl í Ljóni getur líka tákn- að að þú ert svolítið viðkvæm fyrir sjálfri þér. Þegar full- orðnir ætla að kenna þér heldur þú kannski að þeir séu að skamma þig, þó þeir vilji þér bara vel. FerÖamál Þar sem þú hefur sterkan Júpíter á örugglega vel við þig að vinna að ferðamálum. Þú gætir t.d. lært að vera flugmaður eða flugfreyja, eða unnið á ferðskrifstofu. Ef þú vilt það þarft þú að læra landafræðina þína og tungumálin. Fólk Þar sem þú ert félagslynd á einnig vel við þig að vinna með fólki og vegna þess að þú ert listræn gæti samstarf á listrænum sviðum átt vel við. Þú gætir t.d. hannað búninga í leikhúsi eða teikn- að auglýsingar á auglýsinga- stofu. Það sem er aðalatriði er að þú vilt hafa mikið af fólki í kringum þig og nóg að gerast, annars er hætt við að þér leiðist. Dugleg stelpa Kort þitt sýnir greinilega að þú ert dugleg stelpa. Þú þarft bara að passa þig á að borða ekki of mikið af nammi og muna að borða hollan mat, t.d. hafragrautinn á morgnana, taka lýsi og vera dugleg að læra. Ef þú gerir það verður allt svo skemmti- legt. Og að lokum, til hamingju með afmælið. GARPUR Honurnar þurýa Oln nokkufn túna zV að 1/úÁzt Ses7£h'f#r S/nn/ fr/A/00//-íyju. mþó&rnivvfyfirr' — 'A þE/ftRA... á>vo V/Rf>/$r '--f/Sffátt/j? ÉK/Ú !/&?/&/ V£&GC'K./ GRETTIR »iiiiniiim»i!i»r;iiiMniin.i.mnHimniwniii:.:i.nt;;’.;;i:! ■ .. ■■■ ■ ■ ... .. SMÁFÓLK Þá er ég enn á ferð aftan á hjólinu hjá mömmu... Mér finnst nýi lyálmurinn Mamma er komin með ör- Bam á lyóli. minn ágætur. yggismálin á heilann ... BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson í gær sáum við hvemig Edgar Kaplan, ritstjóri The Bridge World, vann fjóra spaða með snotri blekkispilamennsku. Nú er það makker Kaplans um ára- tuga skeið, Norman Kay, sem heldur um stjómvölinn í sama samningi, og sýnir síst' minni tilþrif: Norður ♦ 1062 ¥K8 ♦ ÁK854 ♦ K84 Suður ♦ ÁKDG85 ♦ 1074 ♦ 732 ♦ 5 Vestur Norður Austur Suður Vestur Norður Austur Suður — 1 tígull 3 lauf 2spaðar Pass Pass 4 spaðar Pass Pass Vestur spilar út laufníu. Hvemig viltu spila? Kay vann spilið í fyrstu tveim- ur slögunum: Hann lagði fyrst kónginn á níuna til að koma í veg fyrir að vestur gæti spilað hjarta í gegnum kóng blinds. Austur drap á ásinn og spilaði drottningunni. Kay henti rólega tígli í þann slag! Vestur ♦ 93 ♦ G96532 ♦ DG9 ♦ 97 Norður ♦ 1062 ♦ K8 ♦ ÁK854 ♦ K84 Austur ♦ 74 ♦ ÁD ♦ 106 ♦ ÁDG10 Suður 632 ♦ ÁKDG85 ♦ 1074 ♦ 732 ♦ 5 Eftirleikurinn var auðveldur. Kay trompaði þriðja laufið hátt, tók ÁK í tígli og stakk tígul. Spilaði svo þrisvar trompi og endaði í blindum þar sem hann gat tekið tvo fríslagi á tígul og fleygt tveimur hjörtum heima. Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlega mótinu í Wijk aan Zee sem lauk um helgina, kom þessi staða upp í skák stór- meistaranna Hulak, Júgóslaviu og Nogueiras, Kúbu, sem hafði svart og átti leik. Hvítur lék síðast 37. Kg3 - f3? 37. - Rxf4!, 38. Kxf4 - Bxe5*! (Svartur vinnur nú tvö peð, því 39. Kxe5 gengur ekki vegna 39. - Rg6 mát) 39. Kf3 - Bxd4 og hvítur gafst skömmu síðar upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.