Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 29 ígað neyslu sterks áfengis og skal honum varið til þjálfunar starfsmanna heilsu- gæslunnar. Standi til að ijölga áfengisútsölum þar sem áfengisút- sala er þegar leyfð, skal það háð samþykki heilbrigðisráðherra. Skyldur vínveitingahúsa hertar og ef út af verði brugðið, varði það við missi leyfís til áfengissölu. Eftir- lit hins opinbera verði hert og kostað af vínveitingahúsum sam- kvæmt sérstakri gjaldskrá, sem ráðherra setur. Tryggt verði að sterkt áfengi verði aldrei selt á vínveitingahúsum fyrr en kl. 18.00 og létt áfengi aldrei fyrr en kl. 12.00. Nefndin leggur til að ríkisstjóm og sveitastjómir veiti aðeins létt vín í boðum sínum. Sölutími áfengis- verslana verði takmarkaður við ákveðinn stundafjölda á dag. Sett verði hnitmiðuð ákvæði um bann gegn auglýsingum er taki til hvers konar auglýsinga á áfengi og áfengisvörum. Viðvaranamerkingar um ölvunarakstur skulu settar upp f áfengisverslunum og á vínveit- ingahúsum og skrá skal aðvömn um skaðsemi áfengis á umbúðir hennar. Nefndin telur ekki ástæðu til að breyta almennum refsiákvæð- um gildandi laga, en leggur til að stórhert verði viðurlög gegn ólög- legri áfengisútsölu, sérstaklega vegna leynivínsölu og sölu til ófull- veðja fólks. I tillögum nefndarinnar segir að forvömum á sviði áfengismála skuli skipt í tvo flokka: Aðgerðir sem miðist að því að takmarka aðgang að áfengi og á hinn bóginn aðgerð- ir sem miðist að því að draga úr eftirspum eftir áfengi. Bent er á að fræðsla um áfengismál á öllum stigum skólakerfisins sé nauðsjm- leg. Þá er áhersla lögð á að samræma beri aðgerðir um áfengis- og vímuefnamál. Meðferðarheimili em nauðsynleg og þjónusta við misnotendur áfeng- is og aðstandenda þeirra, segir í tiilögunum, og er nauðsynlegt að í þjóðfélaginu séu til staðar bæði göngudeildir og vemdaðir vinnu- staðir. Rými til afeitmnar og meðferðar í framhaldi af henni inni á meðferðarstofnunum er fullnægj- andi, a.m.k. á höfuðborgarsvæðinu, sé miðað við núverandi ástand í vímuefnamálum. Hins vegar er lagt til að sú starfsemi, sem fyrir er, verði efld. Brýnt er að sem fyrst verði komið á laggimar sérstakri geðdeild fyrir unglinga og leggur nefndin til að meðferðarstofnun fyrir áfengissjúka verði komið upp á Eyjafjarðarsvæðinu, bæði vegna mannQölda þar og legu svæðisins gagnvart Reykjavík. Leggja verður áherslu á að aukin verði og bætt þjónusta við böm og aðra aðstandendur áfengissjúkl- inga. Þá segir að skapa þurfí aðstöðu til að veita vímuefnasjúkl- ingum hjúkmn og meðferð. Nefndin telur brýnt að heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið beiti sér þegar fyrir því að koma á verkaskiptingu og samstjóm meðferðarstofnana á þessu sviði í samráði við stjómir þeirra. Óperutónleikar í Gamla bíói á sunnudag ANDREAS Schmidt barítón- söngvari og Thomas Palm píanóleikari, sem komu fram á Ijóðatónleikum f Gamla bíói sl. mánudagskvöld, halda aðra tón- leika á sama stað nk. sunnudag kl. 15.00. Þá munu þeir flytja ópemaríur úr ópemnum Cosi fan tutte, Don Giovanni og Brúðkaup Fígarós eftir Mozart, Fi'delíó eftir Beethoven, Tannháuser eftir Wagner, Faust eftir Gounod, Carmen eftir Biset og Don Carlos og Macbeth eftir Verdi. Allt em þetta þekktar ópemr og aríumar mjög ólíkar, þannig að efnisskráin gefur Qölbreytta mynd af hlutverki barítónsöngvarans á ópemsviðinu. Nefna má t.d. aríu greifans úr Brúðkaupi Fígarós, sönginn til kvöldstjömunnar úr Tannháuser og aríu Escamillo úr Carmen. Á ljóðatónleikunum á mánudag- inn komust færri að en vildu. Miðasala fer fram hjá ístóni Freyju- götu og í fslensku óperanni í Gamla bíói. ekki var innistæða fyrir í greiðslu- bankanum. Var ákæmefnið að tékkamir vom geymdir í sjóði um óhæfílega langan tíma og látið hjá líða að framvísa þeim í banka svo viðhaldið væri tékkarétti. Hæsti- réttur féllst hins vegar ekki á að bæjarfógetinn hefði unnið til refs- ingar samkvæmt 139. grein með drætti þessum og var hann sýknað- ur af sakarefnum samkvæmt 2. kafla ákæm. Lokakafli ákærannar flallaði um vömafhendingar án lögboðinnar tollameðferðar. Hæstiréttur stað- festi þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að bæjarfógetinn hafí í þremur tilfellum heimilað slíkt og með því brotið gegn 139. grein hegningarlaganna. Hæstiréttur tók þó fram að hafa bæri í huga að aðflutningsgjöld hefðu síðar verið greidd að fullu. Meirihluti Hæstaréttar, eða dóm- aramir Bjami K. Bjamason, Guðmundur Jónsson og Halldór Þorbjömsson, kváðu upp dóm þenn- an. Tveir dómenda, Jónatan Þórmundsson prófessor og Magnús Thoroddsen hæstaréttardómari, skiluðu sératkvæðum. Var Jónatan ósammála meirihlutanum hvað varðaði ákæm fyrir brot á 158. grein hegningarlaganna um rang- færslu skjala. Taldi Jónatan að ákærða hefði ekki getað dulist að færslur í bókhaldi hafi verið til þess fallnar að blekkja þá sem endur- skoðuðu bókhald embættisins. Fannst prófessomum þó ekki rétt að vísa til 138. greinar hegningar- laganna í þessu sambandi, en hún §allar um þyngingu refsingar ef opinber starfsmaður á í hlut. Kvað Jónatan refsingu hæfílega ákveðna þriggja mánaða fangelsi, skilorðs- bundið til tveggja ára, með hliðsjón af þeim ríku ábyrgðarkröfum, sem gera mátti til ákærða sem sérstaks trúnaðarmanns ríkisins og almenn- ings. I sératkvæði Magnúsar Thor- oddsen segir að bæjarfógetinn, sem innheimtumaður ríkissjóðstekna í Vestmannaeyjum, hafi afhent vörar án tollameðferðar í greiðaskyni við ákveðinn mann. Hann hafí þannig tekið á sig persónulega ábyrgð á því að ríkissjóður yrði ekki fyrir tjóni. Viðtakandi vömnnar hafí hins vegar greitt aðflutningsgjöld síðar auk dráttarvaxta og ekki haft ávinning af, heldur hagræði. Sjálfiir hafí bæjarfógeti ekki haft ávinning af þessu. Ríkissjóður hafí ekki orð- ið fyrir tjóni og því ekki rétt að refsa ákærða fyrir brot á 139. grein hvað þetta varðar. Taldi Magnús refsingu hæfílega ákveðna 30 þús- und króna sekt í ríkissjóð og að málskostnaður yrði greiddur að ein- um þriðja af ákærða. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir KARL BLÖNDAL Deng Xaoping, leiðtogi Kína. Kína: Zhao Ziyang, forsætisráðherra Rætast og aðalritari kinverska kom- Peng? múnistaflokksins. glæstir draumar Valdabarátta um for- sætísráðherraembættíð ÁRUM saman hefur Deng Xiaoping, leiðtogi Kína, búið í haginn fyrir arftaka sína til þess að geta sest í helgan stein. Fyrir mánuði síðan var allri skipulagningu Dengs kollvarpað og aftur- haldsöfl í Kina hafa rutt sér til rúms á nýjan leik eftir að Hu Yaobang var vikið úr embætti aðalritara kínverska kommúnista- flokksins. Nú er öldungis óvist hver kemur í stað Dengs, sem er 82 ára gamall og finnst án efa nóg um hversu hratt hlutirn- ir ganga fyrir sig. Deng yrði þvi likast til fegnastur að jafnaldrar hans væru að sama skapi reiðubúnir til að draga sig í hlé og hann. Um þessar mundir er sá kall- aður kommúnisti í Kína, sem vill að tíminn standi í stað, eða jafnvel snúa blaðinu við og fara nokkur ár aftur í tímann, og spymir fótum við tilraunum til að auka frelsi á sviði efnahags- og sljómmála. Þróun efnahagsmála Kaupsýslumenn em þó margir hverjir ánægðir með þróun mála í Kína. Samkvæmt heimildum þess ráðuneytis í Bretlandi, sem fer með erlend efnahagsmál og viðskipti, minnkaði streymi er- lends flármagns til Kína um 47 prósent í fyrra. Breskir verslunar- menn segja að kenna megi takmarkalausri græðgi kínver- skra framkvæmdasljóra og spillt- um embættismönnum um þennan samdrátt. Klnverskir embættismenn, undir foiystu Zhao Ziyang, sem er bæði forsætisráðherra og arf- taki Hu í embætti aðalritara flokksins, halda því fram að ekki verði vikið frá endurbótastefnunni í efnahagsmálum. En sú er ekki ætlun afturhaldsaflanna og þau em farin að grafa undan hom- steinum stefnu endurbóta- sinnanna, sem hingað til hafa verið yfir1 gagniýni hafnir hvað hugmyndafræði snertir. Þjóðþingið í Kína var eitt sinn griðastaður gagniýnenda Dengs, sem vildu draga sig í hlé. Höfuð- stöðvar andstæðinga endurbóta em nú í þinginu. Á fundi þingsins fyrir skömmu kröfðust virtir bylt- ingarmenn þess að aftur yrði snúið til rétttrúnaðar og tryggðar við kommúnismann. Ýmsir kröfð- ust þess að afskipti flokksins af stjómun og skipulagningu yrðu aukin. Sú krafa gengur þvert á grundvallarhugmyndir endur- bótasinna um að efnahagurinn geti þá og því aðeins blómstrað ef hann er leystur úr viðjum um- sjár flokksins. Aðrir fhaldsmenn mæltu viðvömnarorð og sögðu að vænta mætti óreiðu og ringulréið- ar í þjóðfélaginu vegna þess að bændur vildu síður rækta kom, sem bundið em föstu verði, og gæti það leitt til matarskorts. Valdagræðgi Hu Yaobang Heimildarmenn segja að Deng hafi komist að þeirri niðurstöðu fyrir nokkram mánuðum að Hu Yaobang hefði safnað til sín völd- um og aukið áhrif sín af full mikilli ákefð. Að þeirra sögn hafði Hu komið mörgum sinna stuðn- ingsmanna og skjólstæðinga í valdamikil embætti án þess að ráðfæra sig við aðra leiðtoga. Þá hefur því einnig verið haldið fram að Hu hafí gert afdrifarík mistök þegar hann gerði ekki ráð fyrir áhrifamiklum hagsmunahóp- um f áætlunum sfnum, þar á meðal yfírmönnum hersins og íhalds-. sömum hugmyndafræðingum flokksins. Hu var hlynntur brejrt- ingum, sem að hyggju afturhalds- aflanna hefðu dregið úr völdum flokksins og áhrifum bæði í sljóm- un og iðnaði. Hann vildi hlúa að opinni pólitískri umræðu og leyfa menntamönnum að selja fram hugmyndir gegn stjóm fíokksins á þjóðfélaginu og efnahagslffínu. Ýmsir segja að svo virðist sem íhaldsmennimir hafí kvartað und- an Hu við Deng og þrýstingur frá þeim hafí ráðið úrslitum um að hann snerist gegn Hu. Deng virðist kjósa að viðhalda valdajafnvægi meðal æðstu ráða- manna og vilja stjóma og miðla málum f miðri hringiðu skoðana og hugmynda. Fréttaskýrendur segja að Deng reyni nú að koma á jafnvægi að nýju þar sem hags- munir allra eigi fulltrúa. Spum- ingin, sem brennur á vömm flestra, er hver taki við forsætis- ráðherraembættinu af Zhao Ziyang. Margir eru kallaðir . . . Stjómarerindrekar segja að Deng hafí í upphafí viljað fá ung- an mann í sæti forsætisráðherra og sjónir hans hafí beinst að Li Ruihuan, sem er 52 ára. Li er borgarsljóri Tianjin og hefur enga reynslu af stjómsýslu í efstu þrep- um stjómarinnar. Hann þyrfti því frekari þjálfun til að fá embættið. Af þeim sökum koma aðrir til greina og Lá Peng aðstoðarforsæt- isráðherra þykir sennilegur kostur. Hann nam verkfæði í Sov- étríkjunum og hefur haft umsjón með kjaraorkuáætlun Kínveija. Li Peng er skjólstæðingur Chen Yun, sem er á nfræðisaldri eins og ýmsir andstæðingar Dengs. Chen er varfæmastur hinna var- fæmu. Hann óttast helst að bændur muni sækjast eftir skjót- fengnum gróða ef beislinu verði sleppt fram af markaðsöflunum og vanrækja komrækt á kostnað ábatavænlegri ræktunar. Tian Jiyun, sem einnig er að- stoðarforsætisráðherra, kemur einnig til álita í embætti forsætis- ráðherra. Tian er sérfræðingur í efnahagsmálum og viðskiptum. En hann er skjólstæðingur Zhao og vilji Deng halda jafnvægi í dreifingu valdsins er ósennilegt að hann leyfí svo miklu valdi að safnast á hönd Zhao. í október verður háldið flokks- þing og þá verður tekin ákvörðun um hver sest í stól forsætisráð- herra. Sagt er að Deng treysti Li Ruihuan ekki fullkomlega en borgarstjórinn f Tianjin getur sýnt fram á hæfni sína og náð forskoti í baráttunni um embættið. Li Ruihuan komst í sjónvarpið fyrir skömmu og þótti óvenjulegt. Og í dagblaðinu Guangming- var hon- um hælt á hvert reipi fyrir framgöngu sína í Tianjin. Vitaskuld hefur Deng mest að segja um forsætisráðuneytið, en næstur honum kemur Zhao. Hann hefur bæði áhrif og völd til að kippa í spotta og fá sínu fram- gengt. Sérfræðingar munu á næstunni fylgjast grannt með framvindu mála og þefa uppi allar vísbendingar um skoðanir Zhao og styrkleika. Heímildir: The Economist, Washington Post, Los Angeles Times og Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.