Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 SigurðurL. Þorgeirs- son — Kveðjuorð Fæddur 15. ágúst 1941 Dáinn 24. desember 1986 Jólin voru að ganga í garð með sinni ljósadýrð og gleði, þegar myrkrið lagðist yfir, magnandi óvissa, kveljandi stundir. Stórt og mikið skip, ms. Suðurland, á leið til Rússlands, verður fyrir áfalli langt norður í höfum og ferst. Sex menn farast af ellefu manna áhöfn, hinir komast naumlega af. Ailir standa orðlausir og ráðþrota og spyija hvemig þetta geti gerst og hvers vegna. A þvílíkum stund- um gerir maður sér grein fyrir hvað lífið getur verið miskunnarlaust og erfitt, eins og það getur verið gott og skemmtilegt. Hann Siggi frændi minn var í sínum sfðasta túr, ákveðinn í að hætta þegar heim væri komið, og ljúka þar með farsælum og gifturík- um sjómannsferli sem stýrimaður og skipstjóri um margra ára skeið, fá sér vinnu í landi og lifa venju- legu íjölskyldulífi sér og sínum til gleði og ánægju, en síðustu árin höfðu fjarvistir frá heimilinu verið allt of miklar og flarvistir frá konu og bömum em eitt af því erfiðasta við sjómennskuna og verður alltaf. Ég og Lúlli, eins og ég kallaði hann frænda minn oft, lékum okkur saman við hvert tækifæri sem gafst frá því ég man eftir mér. Þegar ég var á Hringbrautinni hjá afa og ömmu og þá nýkominn úr sveit- inni, kom Siggi frændi strax og lóðsaði mig um borgina og kenndi mér ýmsa hluti sem maður kynntist ekki í stijálbýlinu. Einnig var hann í sveit á Stóra-Saurbæ í Ölfusi og var þá stutt á milli, kom hann þá alltaf þegar tími vannst til í heim- sókn til frændfólksins í Hvammi og var þá gjaman farið í útreiðartúr og eitt og annað gert sér til skemmtunar. Þegar Siggi var 12 ára gamall missti hann föður sinn, Þorgeir Amórsson, og hefur það verið gífur- legt áfall fyrir hann, móður hans og bróður. Siggi fór til sjós aðeins 14 ára gamall á bv. Skúla Magnússyni og hefur það verið harður skóli fyrir óharðnaðan ungling. Þá varð hver að vinna eins og orka leyfði. Ég minnist þess þegar ég hitti hann eftir fyrstu tvo túrana á togara og spurði þá um allt sem að sjómennsk- unni lýtur, og hann svaraði eins og hann gat og hægt er að gera eftir svo stuttan tíma. Hvomgum okkar hafði dottið í hug þá að við yrðum báðir við þetta starf stóran hluta ævinnar. Siggi útskrifaðist úr far- mannadeild Sjómannaskólans 1962, þá aðeins 21 árs að aldri, en áður en hann fór í Sjómannaskólann sigldi hann á fraktskipum og varð- skipum til að ná sér í tilskilda siglingartíma fyrir formennskuna. Siggi fór eftir að skólanum lauk Karl Þorsteins ræðismaður og forstjóri heildverslunarinnar Eddu hf. andaðist á heimili sínu þann 21. janúar síðastliðinn á 86. aldursári. Daginn áður hafði hann mætt í vinnu á skrifstofu sinni og farið heim á venjulegum tíma, hress og kátur. Þetta minnir oss á hve oft er mjótt á milli lífs og dauða, og hvað mikið er lagt á nánustu að- stahdendur. Jarðarför hans fór fram þann 30. janúar frá Neskirkju að viðstöddu miklu fjölmenni, enda maðurinn mjög vinsæll og dreng- skaparmaður hinn mesti og tel ég hann einn af þeim bestu mönnum sem ég hef kynnst á lífsleiðinni. Kynni okkar hófust í marsmán- uði árið 1938 þegar ég var ráðinn í Eddu hf. til reynslu sem sölumað- ur í einn mánuð. Sem betur fór fyrir mig urðu það mörg ár. Það var ánægjulegt að vinna undir hans stjóm, og við starfsmennimir gát- um alltaf leitað til hans ef við beint í siglingar, fyrst sem stýri- maður en fljótlega sem skipstjóri, og var af öllum sem með honum unnu ákaflega vel liðinn, ákveðinn en rólegur og yfirvegaður i fram- komu, aldrei með fum og handapat. Af þessum eiginleikum öfundaði ég hann alltaf og hef reynt að venja mig á þá og tekist misjafnlega. 1970 hættir Siggi til sjós í nokkur ár, flytur til Akureyrar og giftist eftirlifandi konu sinni, Kristínu H. Harðardóttur. Siggi var tvíkvæntur og í fyrra hjónabandi eignaðist hann dótturina Þorgerði sem hann hélt alltaf góðu sambandi við og var honum mjög kær. A Akureyri vann hann hjá Flug- félaginu og Brunabótafélagi íslands og einnig ýmis önnur störf, en hann átti mjög gott með að læra og fljót- ur að komast inn í og tiieinka sér hin ólíklegustu störf sem er mikill kostur, ekki hvað síst fyrir sjómenn sem alltaf eiga það á hættu að fest- ast svo í sjómennskunni að ekki verði út úr henni komist nema þá á eftirlaunum. Siggi frændi var hæfíleikamaður á margan hátt, frá- bær félagi og vinur, sem gott var að treysta. Eg minnist þess þegar þurftum á aðstoð að halda. Oftast tók hann sjálfur þátt í að undirbúa söluferðimar, sérstaklega með verðlagningu á þeim vörum sem áttu að seljast beint. Strandferða- skipin fóm oft úr höfn á miðnætti og dróst oft fram eftir kvöldi að ganga frá ýmsu en oftast passaði hann að tími væri til þess að bjóða í mat á Hótel íslandi áður en mað- ur hélt til skips. Oft voru margir sölumenn í sömu ferðinni og man ég að sumir urðu að skrifa nákvæm- an lista yfir ferðakostnaðinn. Ég gerði þetta fyrst en þegar ég sýndi Karli listann, leit hann varla á hann og sagði, þú skrifar bara eina upp- hæð á reikning, frá deginum sem þú fórst og komst. Fyrir íslending sem leggur fyrir sig verslunarstörf, er þekking á erlendum tungumálum gífurlega mikilvæg og þar var Karl alveg sérstakur og naut ég aðstoðar hans oft síðar er við hittumst á erlendri t Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURBJÖRN JÓNSSON, fyrrum skipstjóri, Ásabraut 1, Sandgerði, verður jarðsunginn fró Akraneskirkju laugardaginn 7. febrúar kl. 11.30. Guðlaug Helgadóttir og börn hins látna. t Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og jaröarför, VIGLUNDAR J. GUÐMUNDSSONAR, bilstjóra. Sérstaklega þökkum við yfiriækni og hjúkrunarfólki Öldrunardeilar Borgarspítalans frábæra umönnun, er hann naut þar, alúð og alla hjálp. Margrót Grfmsdóttir, Bergþóra Vfglundsdóttir, Sigrún Víglundsdóttir, Ásgair Eyjólfsson, Bryndfs Vfglundsdóttir, Jón Víglundsson, Stelnunn Jónsdóttir, Björgvin Vfglundsson, Guðrún Guðmundsdóttir. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfund- ar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afinælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + BJÖRGVIN JÓNSSON, Breiðabólsstað, verður jarðsunginn fró Breiðabólsstaðakirkju í Fljótshlíð laugar- daginn 7. febrúar kl. 14.00. Fyrir hönd frændfólks og vina. Þóröur Rafn Guðjónsson, Jóna Sigurðardóttir, Sváfnir Sveínbjarnarson, Ingibjörg Haildórsdóttir. + Eiginkona mín, GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 7. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minningarsjóö kvennfélagsins Hlífar á Akureyri. Stafán Reykjalfn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinóttu við andlát óg jarðarför móöur okkar, DAGRÚNARJÓNSDÓTTUR. Aðalbjörg V. Karlsdóttir, Gunnar S. Karlsson, Georg J. Karlsson. ‘IZ'r>- Kveðjuorð: Karl Þorsteins ræðismaður ____________________________43 við báðir unnum eins og möguleikar voru þá, annar á fraktskipum og hinn á fiskiskipum, að þá sá afí heitinn á Hringbrautinni um það að við vissum allt sem máli skipti um hvom annan og passaði vel upp á að okkar góða samband rofnaði aldrei og er ég honum og ömmu afar þakklátur fyrir það og margt fleira. Ég og fjölskylda mín höfum átt margar gleðistundir á heimili Stínu, Sigga og krakkanna á undanföm- um árum, en það var alltaf okkar viðkomustaður ef komið var á Norð- urlandið og það er á varla að maður trúi því að ekki sé hægt að hringja í Sigga frænda og spjalla og spekúl- era um alla hluti eins og við vomm vanir að gera nokkuð reglulega. Elsku Stína mín. Við Helga, bömin og fjölskyldan í Hvammi, sendum þér og bömunum okkar innilegustu samúðarkveðju og von- um að þið öðlist þann kraft og mátt sem til þarf til þess að kom- ast yfir þetta áfall. Einnig sendum við foreldrum, bræðmm og ættingj- um öilum, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Einar Sigurðsson gmnd. Hann mun hafa haft vald á 5—6 tungumálum fyrir utan norð- urlandamálin, og minnist ég þess er verið var að kappkosta við að koma pósti í skip, er átti að fara til útlanda, sem þá vom einu sam- göngutækin við umheiminn og Teitur ritari hans hafði lokið við að skrifa hin almennu verslunarbréf og Karl að lesa þau yfir til undir- skriftar, að maður heyrði hann segja við Teit: Settu ítalskan bréf- haus í ritvélina og spánskan í hina. Síðan gekk hann á milli og vélrit- aði bréfín á sinn sérstaka hátt. Á þessum ámm var Edda hf. ein af stærstu ef ekki stærsti innflytj- andi á vefnaðarvömm til landsins og oft átti hún frá tveimur upp í fióra viðskiptavini á hveijum stað úti á landi og varð þá að reyna að skipta tegundunum á milli þeirra svo að sem fæstir væra með sömu vöm. Ég minnist sérstaklega í eitt skipti þegar ég var að koma úr söluferð að kvöldi dags með Lagar- fossi rétt fyrir jól og ég hringdi heim til Karls til að láta hann vita að ég væri kominn. Hann sagði mér að koma upp á skrifstofu Eddu hf. kl. 11 um kvöldið, ekki til að tala um hvemig salan hefði gengið heldur til að gefa mér jólagjöf frá fyrirtækinu og borga mér desem- berlaunin. Slík var hans framkoma. Ég vil og geta þess að þegar við Teitur Finnbogason ákváðum að hætta hjá Eddu hf. og stofna okkar eigið fyrirtæki, Hólm hf., gerðust báðir framkvæmdastjóramir Bjami og Karl hluthafar og ábyrgðust yfírdráttarheimild fyrir okkur í banka. Ég held að það eigi sér ekki margar hliðstæður. Þótt mestur harmur sé kveðinn að eiginkonu og hans nánustu fjöl- skyldumeðlimum, en lífsins lögmáli verða allir að hlýta, hefur þjóðin öll og þá sérstaklega verslunarstétt- in séð á bak einum af sínum færastcr- fulltrúa á erlendri gmnd, sem og hér heima. Að lokum votta ég eiginkonu hans og öðmm aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur og megi hugsunin um góðan dreng létta þeim sorgina. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.