Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 53 VELVAKANDI SVARAR f SÍMA 691100 KL. 17-18 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS II-JYMl UJtn xy it Ekki mikið um góðar myndir Heiðraði Velvakandi. Mikið er ég sammála Jens í Kaldalóni á Ströndum með það sem hann segir um fjölmiðlana í Morg- unblaðinu 9. nóvember. Ég skil ekki hveijum þeir ætla hagræðingu af tilfærslu fréttatíma ríkisútvarps/sjónvarps. Annars vil ég segja það, hvað það er ánægju- Bravó fyrir íslenska sjónvarp- inu! Mánudagskvöldið 26. janúar komu síðbúin menningarjól inn í kofann minn. Hvílík veisla: Besti vinur ljóðsins var sem veðursæl Þorláksmessa. Þáttur um orku í iðrum jarðar var aðfangadagur þess sem koma skyldi: Leikritið eftir Harold Pinter var á við þijár messur á jóladag og á annan í jólum glóði skjárinn af djörfum litum og hjartaknúsandi formum eins og best gerist í kossafans §öl- skylduboða á annan dag jóla bemskunnar. Hvílíkt sálarkonfekt, hvílíkt andans balsam! Megi þeir sem stóðu að þessari mánudagshátíð 26. janúar sl. finna Rokktónleika í sjónvarpið Ég vil þakka sjónvarpinu fyrir þættina Poppkom og Smelli, sem mér finnast mjög góðir og vel unnir, sérstaklega Smellir. Tillög- ur um flytjendur í þáttinn eru: Talking Heads, Genesis, Simple Minds, Huey Lewis & the News, Michael Jackson og Bubbi. Það sem mér fínnst vanta í dagskrá sjónvarpsins eru rokktón- leikaupptökur, t.d. með Dire Straits, Bruce Springsteen eða Rolling Stones. Hví ekki að endur- sýna hina frábæru tónleika með Dire Straits sem voru á dagskrá fyrir einhveijum árum? Þeir eru áreiðanlega eitt það besta poppkyns sem sjónvarpið hefur nokkum tíma sýnt. Ég bið forráðamenn RÚV að taka þetta til alvarlegrar íhugun- ar, því fátt er skemmtilegra en vandaðir rokktónleikar. Poppari að norðan legt að losna algjörlega við stef þeirra og geta horft á, og hlustað á, oft betra og fjölbreyttara fjöl- miðlaefni á öldum útvarps og sjónvarps. Fréttir mega ekki vera fluttar frá mörgum stöðvum í einu, það er engin þjónusta. Ég er ekki ákaf- astur að heyra eða sjá fréttaþætti, fyrir gufustrókum minnar innstu Kröflu. Til guðs míns sendi ég heita bæn um að þetta hafi ekki verið einskær tilviijun heldur aðventa betri tíðar í framhaldi af þessum blíðu þorradægrum. Sjá hvað sjónvarp er margs megnugt ef því er aðeins gefið tækifæri. í guðs almáttugs bænum haldið áfram á þessari braut, góðu menn á sjónvarpi. Þökk fyrir, Hrafn. i Endursýnið Dagbók Dadda Kæri Velvakandi Ég vil beina þeim tilmælum til ríkissjónvarpsins að endursýna Dagbókina hans Dadda og eflaust eru margir sammála um það. Með fyrirfram þökk fyrir birtingu. Nonni Heiðraði Velvakandi. Mætti ég, sem einstaklingur, láta álit mitt í ljós, á hinu svokallaða bankasameiningarmáli. Til þess að Útvegsbankinn geti starfað áfram þarf auðvitað að koma honum á fjárhagslegan grundvöll og það hlýtur að vera verk ríkisins, hvort sem Útvegs- bankinn er hengdur á annan, einn eða fleiri banka, þá þarf ríkið að leggja fram aukið hlutafé, til að bankinn geti starfað. Ég get ekki séð að það sé á neinn en veit að fjöldinn vill hafa fréttir á góðum tíma og þá hef ég ráð fyrir ríkisútvarpið/sjónvarp, úr því þeir álpuðust til að breyta fréttatím- anum, en það er að færa fréttir á þann tíma þegar allir eru komnir í ró, en það er um níuleytið á kvöld- in. Fréttir eru margendurteknar svo mig skiptir ekki miklu hvenær þær eru en góðar myndir og skemmti- efni er mér meira virði. Það er svo sannarlega gott að geta skipt yfír á aðra stöð þegar troða á inná mann einhveiju óá- heyrilegu, eða lélegum myndum. Ekki er samt mikið um góðar mynd- ir, nóg er af spennumyndum svokölluðum, en aðrar myndir eru að verða með leiðinlegum blæ reykinga og vínneyslu. Ég ætla ekki að meta fjölmiðlaefni frekar nú, það kemur betur í ljós hvemig til tekst. Þorleifur Kr. Guðlaugsson Sverrir spurður Ingólfurspyr hæstvirtan menntamálaráðherra, Sverri Her- mannsson: Þar sem endanlega hefur verið gengið frá handrita- málinu svonefnda þar sem íslend- ingar og Danir voru málsaðilar, þykir þá ekki hæstvirtum mennta- málaráðherra og Alþingi kominn tími til að fá heim meginhluta íslenskra handrita í Svíþjóð? hátt heppilegra að sameina Útvegs- bankann öðrum bönkum og meg- inástæðan fyrir þessari skoðun minni er, að ég, vegna starfs míns áður fyrr, hef getað fylgst með fyr- irgreiðslu hans til hinna ýmsu þjónustufyrirtækja, fyrirtækja sem gera skipum mögulegt að afla meira á skemmri tíma en áður var mögu- legt (spamaður í rekstri). Ég held því fram að þama hafí verið vel staðið að verki. Einnig hafa myndast persónuleg sambönd milli lánveitanda og lán- þiggjenda, sem að mínum dómi em mikilsverð. Bankinn fær aukinn skilning á þörfum viðskiptavina. Mér er til efs að slíkur skilningur sé fyrir hendi hjá öðmm bönkum, en hann er mikilsverður fyrir báða aðila. Það hefur verið talað um spamað í rekstri með sameiningu! Þegár maður hugsar til hinna fjölmörgu útibúa í Reykjavík, þá verður manni á að brosa. Mætti þá ekki fækka þeim vemlega, ef þarf að spara. Nei. Endurreisið Útvegsbankann í sinni núverandi mynd og gerið það myndarlega, þá munu margir sem njóta fyrirgreiðslu hans þakka ykk- ur. Ef hinsvegar ekki, þá er spum- ingin. Hver vill kasta fyrsta steinin- um? Jón Eiríksson Hreinir kústar Kópavogsbúispyr vaktstjóra olíu- og bensínstöðva á höfuðborgar- svæðinu, þar sem aðstaða er til þess að þvo bíla, hvort ekki sé hægt að skipta oftar um þvottak- ústa eða þrífa úr þeim olíu og tjöm sem óneitanlega sest í þá. Lakk á bílum getur skemmst ef notaðir em óhreinir kústar til þess að þvo þá. HEILRÆÐI Vandið val björgunarvesta Björgunarvesti þurfa að vera þjál í notkun og hindra sem minnst störf manna. Þá þurfa þau að snúa þeim sem falla í vatn, þannig að öndun verði óhindmð. Öll vesti ættu að vera með endurskins- borðum, flautu og ljósi. Með réttri hegðun getur maður lengt líftíma sinn í vatni um allt að helming. Syntu aðeins að nálægu athvarfí. Eyrnanammi og augnagott Utvegsbankinn REYKJAVlK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.