Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 27 Vitnaði eins árs í Shake- speare West Boylston, Massachusetts, AP. ELLEFU ára gðmul stúlka, Alic- ia Witt, af mörgum kölluð undrabam, hefur nú ákveðið að takast á við nýtt verkefni og geta sér orð í skemmtanaiðnaðin- um til að fjármagna tónlistamám sitt. Hún leikur á hveiju kvöldi á virðulegum skemmtistað í heimabæ sínum og er jafnvig á sónötum Mozarts sem vinsæla Broadway-slagara. Alicia sagði sitt fyrsta orð mán- aðargömul. Þegar hún var eins árs hafði hún tilvitnanir úr verkum Shakespeares á hraðbergi. Sjö ára lék hún í kvikmyndinni „Dune“. Hún segir, að þótt sig dreymi um að skapa sér orð sem píanóleikari eigi hún sér þó fleiri áhugamál. Hún stefnir að því að fá að vinna í matvörubúð, fást við búskap og hana langar að eignast fjögur böm, þegar þar að kemur. Alicia hefur lært á píanó frá tveggja ára aldri og unnið hverja einustu píanó- keppni, sem hún hefur tekið þátt í frá því hún var þriggja ára. Móðir hennar segir að fjölskyldan hafí orðið þrumulostin þegar telpan byijaði að tala flögurra vikna. Fýrsta orðið sem hún sagði var „hæ". Hún fór að glugga í bækur nokkmm mánuðum síðar og til gamans fór faðir hennar að kenna henni stafína og er ekki að orð- lengja það að telpan var orðin fluglæs ársgömul. Tveggja ára að aldri vissi hún hvað allir ráðherram- ir í bandarísku ríkisstjóminni þá hétu. Síðan hefur hún verið óseðj- andi í að afla sér fróðleiks af öllu tagj, að sögn þeirra, sem hafa fylgzt með ótrúlegum þroska telpunnar. Sem stendur einbeitir hún sér að píanóleik og hefur hlotið forkunnar- góða dóma fyrir. Flugmaður sem flaug með vopna til Contra-skæruliða: North stjórnaði vopna- sendingum til Nicaragua WnaViínnrfrm Rpufpr Washington, Reuter. IAIN Crawford, flugmaður sem tók þátt í vopnaflutningum til skæruliða S Nicaragua, sagðist hafa staðið í þeirri trú að Oliver North, ofursti, hefði stjórnað flutningunum. Crawford sagði að North og Richard Secord, fyrmrn hershöfð- ingi í flughemum, hefðu keypt fímm flugvélar til vopnaflutning- anna og hefði hann setið fund með þeim í E1 Salvador viðvílqandi flug- vélakaupin. í fundinum, sem hald- inn var í Illapango-flugstöðinni í E1 Salvador hefðu auk Secord og North tekið þátt foringjar Contra- skæmliða og embættismenn frá E1 Salvador. Secord og North hafa báðir verið bendlaðir við vopnasöluna til írans. Þeir em einnig taldir hafa staðið á bak við að hluta andvirðis vopnanna var lagt inn á reikninga Contra í svissneskum bönkum. North er fyrrnrn ráðgjafí Johns Poindexter, öryggismálaráðgjafa Reagans Bandaríkjaforseta. Henry Hyde, fulltrúadeildarmað- ur repúblikana frá Illinois, sagði í gær að hugsanlega yrði sótt um undanþágu frá málssókn fyrir Poin- dexter og North á næstunni svo hægt yrði að spyija fá hann til að bera vitni hjá þingnefnd, sem ranns- akar vopnasölumálið. Nefndin væri nú að skoða hvort um meinsæri hafí verið að ræða þar sem fram- burður við vitnaleiðslur fyrir jól stangaðist á við ýms gögn málsins. w Keucer Reykmengun Bæjarstarfsmenn í MUnchen taka til aðvörunarmerki um reykmengun, sem þeir settu síðan upp viðs vegar um höfuðborg Bæjaralands. Vfða í Vestur-Þýzkalandi hefur bQaumferð verið bönnuð vegna reykmengunar, sem grúfið hefur yfir mörgum borgum. Mengunin er rakin til mikillar brún- kolabrennslu f Austur-Þýzkalandi. Kólombía: Eiturlyfjabarón fram- seldur Bandaríkj amönnum Bogfota, Tampa, Reuter. ' ' Sveitamaður tínir Kóka-blöð f Kólombfu. HINN illræmdi Carlos Lehder, sem talið er að ráði yfir stærsta kókaínsmyglarahring f heimi, kom f handjárnum til Banda- ríkjanna í gær. Stjórn Kólombíu framseldi Banda- ríkjamönnum Lehder og er það hluti af herferð stjómarinnar gegn eiturlyfjaviðskiptum. Lehder er 38 ára gamall og hefur verið á flótta í fímm ár. Hann hefur setið í öldungadeild Kólombíska þingsins. Lehder var flogið í bandarískri herflugvél frá Bogota til Tampa í Florida snemma í gær. Að sögn sjónar- votta biðu þrír útsendarar banda- rísku alríkislögreglunnar (FBI) biðu hans á flugvellinum vopnaðir vélbyssum. Nokkrum mínútum eftir lendingu var honum ekið á brott í bílalest. Dvalarstaður Leh- ders verður ekki látinn uppi, en hans verður vandlega gætt þar til réttarhöld hefjast í máli hans. Lehder var handtekinn á þriðju- dag eftir skotbardaga við lögregl- una í Kólombíu. Talið er að hann hafí töglin og hagldimar í „Me- dellin-bandalaginu", sem alríkis- lögreglan heldur fram að smygli fjórum kg af hveijum fímm, sem laumað er yfír landamærin til Bandaríkjanna. Lehder verður sakaður um ýmsa glæpi í Florida, þ. á m. eitur- lyflasmygl, að tefja fyrir fram- göngu réttvísinnar og þátttöku í samsæri, sem leiddi til þess að tveir menn voru myrtir. Verði hann sekdur fundinn á hann yfír höfði sér allt að lífstíðarfangelsi og sektir að upphæð rúmlega einnar milljónar dollara. Bandaríska fíkniefnalögreglan, sem heyrir undir FBI, segir að Lehder sé bendlaður við ofsóknir á hendur kólombískum dómurum, lögregluþjónum og blaðamönnum, sem eru andvígir kókaínsölu og -smygli. Nú er óttast að bandamenn Lehders í undirheimum eiturlyQ- anna láti til skarar skríða á bandarískri grundu til að hefna fyrir það að hann skyldi framseld- ur. „Við verðum að taka þá áhættu ef við ætlum að stöðva eiturlyfja- smyglið," sagði Ana Bamett, talsmaður saksóknaraembættis- ins í Miami. Að sögn Rafaels Samudio, vamarmálaráðherra Kólombiu, var Lehder handtekinn í norðaust- urhluta Antioquia-héraðs á þriðju- dagskvöld eftir að lögregla og hermenn gerðu áhlaup á bónda- býli í bænum Rio Negro, sem er um 30 km frá Medellin. Fimmtán menn vom inni í húsinu og særð- ist einn í stuttum skotbardaga. Að honum loknum var Lehder handtekinn ásamt lífvörðum Lehder, sem talinn er meðal þriggja valdamestu eiturlyfjabar- óna (einnig má nefna Pablo Escobar og Ochoa-klíkuna) í Kólombíu, hefur verið eftirlýstur af bandarískum yfírvöldum síðan kviðdómur í Jacksonville í Florida sakaði hann um kókaínsmygl árið 1981. í nóvember í fyrra stefndi kviðdómur í Miami honum og níu öðmm meintum foringjum Me- dellin-bandalagsins. Hinir gmn- uðu vom sakaðir um stórfellt misferli: að smygla eiturlyjum, myrða uppljóstrara, múta emb- ættismönnum og aðra glæpi. Lehder var þar nefndur sem aðilji að eiturlyQ amisferlinu, en hann var ekki sakaður um að hafa lagt á ráðin um morðin, eða myrt mennina tvo, sem nefndir em í stefnunni. Hinir Mið-Ameríkumennimir níu vom sakaðir um að stjóma umfangsmiklum smyglarahring, sem hefur flutt 58 tonn af kók- aíni til Bandaríkjanna með við- komu í Nicaragua á undanfömum fímm ámm. Andvirði þessa kók- aíns er um tíu milljarðar dollara (400 milljaraðar ísl.kr.) þegar það er selt á götunni. Árið 1984 sak- aði fíkniefnalögreglan í Miami Lehder um að hafa smyglað um 680 kg af kókaíni til Suður- Florida með viðkomu í Nicaragua. Saab 900 Turbo 1982 40 þ.km. Grásans. Rafm. i rúðum, álfelg- ur, sólluga o.m.fl. Verð 620 þús. Subaru 4x4 st. 1985 Grænsans., ekinn 34 þ.km., 5 gíra, afl- stýri, útvarp * segulband, 2 dekkjagangar. Verð 525 þús. Citroen CX 2000 Pallas 1983 Grásanseraður, 5 gíra, rafm. í rúðum o.fl. Gullfallegur bíll. Verð 485 þús. Í3iáamati:a?utlnn s!f*L * *&tMisgötu 12-18 Sýnishorn úr söluskrá M. Benz 280 SE 1982 Gullsans., 6 cyl., m/öllu. A.B.S. bremsu- kerfi o.fl. Bfll fyrir vandláta. Verö 1080 þús. Nissan Patrol Diesel 1984 Langur, 6 cyl., ekinn 93 þ.km. Ný dekk, ný ryövarinn o.fl. Verö 650 þús. Skipti á ödýrari. M. Benz 230E 1983 Maron-rauður, sjálfsk., sóllúga, rafm.læs- ingar o.fl. Ekinn 75 þ.km. Verð 750 þús. Skipti ód. Jaguar XI6 1980 Rauöur, ekinn 62 þ.km. Sjálfsk. m/öllu, leðurklæddur, rafm. i rúðum, splittað drif. Glæsilegur bill. Verð 780 þús Opið laugardag kl. 10-5 Volvo 240 GL 84 60 þ.km., 5 gíra, spotrf. o.fl. V. 460 þ. Mazda 323 5d 82 65 þ.km. Sjálfsk. V. 230 þ. Volvo 244 DL 77 150 þ.km. Beinsk. V. 150 þ. M. Benz 230 E 83 75 þ.km. Sjálfsk. m/öllu. V. 750 þ. Lada 1600 82 33 þ.km. Gott eintak. V. 115 þ. Saab 900i 85 32 þ.km. Bein innsp. o.fl. V. 550 þ. Renault 9 GTS 83 73 þ.km. 5 gíra m/framdr. V. 270 þ. Peugeot 504 7 manna 80 95 þ.km. Gott útlit. V. 230 þ. B.M.W. 730 79 Fallegur bfll. V. 460 þ. Cherokee 4x4 77 8 cyl. Sjálfsk. Gott eintak. V. 360 þ. Saab 99 GL 82 AÖeins 48 þ.km. V. 300 þ. Honda Prelude EX 85 28 þ.km. Sóll. A.B.S. o.fl. V. 630 þ. M.M.C Galant Turbo Diesel 86 30 þ.km. sjálfsk. m/öllu. V. 640 þ. M.M.C. Colt GLX 86 10 þ.km. 5 gira o.fl. V. 380 þ. Mazda 323 station 82 48 þ.km., 5 gíra. V. 240 þ. B.M.W. 316 82 47 þ.km. Miöið af aukahl. V. 350 þ. Volvo 244 DL 79 115 þ.km. Beinsk. V. 240 þ. Ath: Úrval bifreiða á 10- 20 mán. greiðslukjörum. Þú svalar lestrarþörf dagsins á síóum Moggans!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.