Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 VEÐUR sagt að samhliða þessu eigi að vinna áfram að því að taka viðskipti Landsbankans og Bunaðarbankans til endurskoðunar og það hlýtur að þýða að það eigi að jafna viðskiptum milli bankanna og sennilega gera einhvem skurk í útibúakerfmu," sagði Halldór. Halldór sagði aðspurður að ekk- ert lægi enn fyrir um hvaða breyt- ingar yrðu á rekstri Útvegsbankans við hlutafélagsstofnunina. Þo væri ljóst að ýmis sjónarmið breyttust vegna eignafyrirkomulagsins, með- al annars gagnvart áhættu, og það þýði að miklu harðar verði gengið eftir að bankinn minnki við sig út- lánsviðskipi, sérstaklega viðskipti sem hafa verið honum erfið og þau hlýtu að koma til kasta annara banka. Þannig yrðu vissar áherslubreyt- ingar á rekstrinum en ekkert lægi nánar fyrir um framtíðina, eftir væri að undirbúa frumvarp að nýj- um lögum um bankann og eins að kanna hvort áhugi sé á því meðal félaga og einstaklinga úti í þjóð- félaginu að koma inn sem hluthafar í bankanum. Það ætti því eftir að koma í ljós hvað verður úr þessu fyrirtæki, en Halldór sagðist hafa heyrt að talsverður áhugi væri hjá aðilum innan sjávarútvegsins og eins einstaklingum að gerast hlut- hafar í bankanum. Morgunblaðið bar þessa fyrir- huguðu hlutafélagsstofnun um Útvegsbankann einnig undir stjóm- endur þeirra einkabanka sem undanfarið hafa verið í viðræðum um að sameina rekstur þeirra rekstri Útvegsbankans, svo og bankastjóra hinna ríkisbankanna en enginn þeirra vildi tjá sig um málið. Fagna því að ákvörðun hefur verið tekin - en: Hlutafélag um Utvegsbanka var ekki heppilegasta leiðin - segir Halldór Guðbjarnason bankastjóri Útvegsbankans ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa l'slands á veðurspá kl. 16.15 i gaer) BANKASTJÓRI Útvegsbankans, Halldór Guðbjamason, segist ef- ast um að stofnun hlutafélags um Útvegsbankann sé heppileg- asta leiðin sem ríkið átti um að velja til að rétta þá skekkju sem nú sé á bankakerfinu, heldur hefði verið betra að sameina Útvegsbankann og Búnaðarban- kann. Hinsvegar segir banka- stjórinn að stjórn og starfsfólk bankans sé ánægt með að tekin hafi verið ákvörðun um framtíð bankans og hann segist hafa trú á að sú leið sem valin hafi verið geti orðið mikil lyftistöng fyrir lltvegsbankann sjálfan. „Ef talað er fyrir hönd okkar allra hér innandyra, erum við á- nægðust með að eigandinn skuli loksins vera búinn að taka afstöðu til þess hvað á að gera í þessu máli. Og menn vona að fljótlega verði hægt að hefja vinnu við fram- tíðarmál og framkvæma það sem kannski hefur orðið að bíða hátt á annað ár,“ sagði Halldór Guð- bjamason bankastjóri Útvegsbank- ans þegar Morgunblaðið spurði hann álits á þeirri niðurstöðu ríkis- stjómarinnar að stofnað verði hlutafélag um Útvegsbankann, og hann endurreistur á þann hátt. Halldór sagði að andinn hjá starfsfólkinu hefði verið góður þennan tíma þótt fólk hefði margt verið kvíðafullt innst inni, sérstak- lega það sem hefur unnið lengi í bankanum. Neikvæð skrif í sumum fjölmiðlum hefði einnig þjappað fólkinu saman.„Starfsfólkið er held ég ánægt með að eigandinn skuli hafa ákveðið að blása nýju lífi í bankann, því þrátt fyrir breytt rekstrarform verður starfsfólkið það sama og breytingar verða hæg- ar. Og ef haldið er vel á málum gæti þetta orðið mikil lyftistöng fyrir bankann. Það þýðir samt ekki endilega að þau vandamál sem verið hafa mest knýjandi í bankakerfinu undanfarið leysist með þessu og menn í þessum banka voru fullir raunsæis um hvað þyrfti að gera í bankamálunum. Að mínu mati er þetta ekki sú leið sem helst hefði þurft að fara til að rétta þá skekkju sem er á banka- kerfinu í dag. Þar hefði verið heppilegra fyrir ríkisvaldið sem eig- anda þriggja ríkisrekinna viðskipta- banka, að sameina Útvegsbankann og Búnaðarbankann. Og ur því að menn gátu ekki sameinast um að eignaformið yrði hlutafélag fyrst í stað hefðu menn átt að sættast á að sameinaða fyrirtækið yrði rekið undir formerkjum ríkisbanka fyrst í stað. Síðar hefði mátt ræða breytt rekstrarform og athuga hvort ekki næðist'þá samstaða um að breyta þeim rekstri í hlutafélag, bæði með tilliti til þess að losa þessi ríkisbönd af bönkunum, ef menn eru sam- mála um að það sé rétt stefna, og eins hefði það verið nauðsynlegt ef taka átti inn erlenda aðila," sagði Halldór. — Ertu með þessu að segja að sú lausn sem nú hefur fundist sé ekki til frambúðar? „Málið leystist ekki á þann hátt sem best gat orðið fyrir ríkið en hinsvegar hefur viðskiptaraðherra (Byggt I/EÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegl í gser: Yfir noröur-Grænlandi er 1022 millibara hæð en hægfara 978 millibara lægö við strönd Grænlands vestur af Vestfjörðum. Milli (slands og Noregs er 980 millibara lægð sem fjarlægist. Vægt frost verður norðanlands en hiti um eða yfir frost- marki sunnanlands. SPÁ: Breytileg átt, víðast gola og skúrir eða slydduél um sunnan- vert landið, en austan- og norðaustan gola og dálítil él um landið norðanvert. Hiti verður um eða yfir frostmarki sunnanlands en vægt frost norðanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: LAUGARDAGUR OG SUNNUDAGUR: Austan- og suðaustanátt og víðast hvar frostlaust. Rigning eða slydda um sunnanvert landið, en dálítil slydda eða snjókoma á víð og dreif um landið norðanvert. TÁKN: Heiftskírt ims Léttskýjaft Hálfskýjaft A m Skýjað Alskýjað s, Norftan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / •* # * * * * * Snjókoma * * * •jQ° Hitastig: 10 gráftur á Celsíus Skúrír * V El — Þoka = Þokumófta ’, ’ Súld CO Mistur —|- Skafrenningur Þrumuveftur ’Wj m w \ 4 V T' *. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hlti veöur Akureyri -2 alskýjað Reykjavík 3 alskýjað Bergen S þokumóða Heliinki 1 alskýjað Jan Mayen -2 snjóél Kaupmannah. 2 þoka Narssarssuaq -16 léttskýjað Nuuk -19 úrk.fgr. Osló 3 alskýjað Stokkhólmur 3 alskýjað Þórshöfn 7 skúr Aigarve vantar Amsterdam 4 þoka Aþena 12 skýjað Barcolona 14 iéttskýjað Bertfn 2 þokumóða Chicago -4 þokumóða Glasgow 9 skúr Feneyjar vantar Frankfurt 3 mlstur Hamborg 3 þokumóða Las Palmas 19 skýjað London 8 alskýjað LosAngeles 9 léttskýjað Lúxemborg 2 þoka Madríd 9 haiðsklrt Malaga 17 helðskfrt Mallorca 14 skýjað Miaml 22 háifskýjað Montreal -18 heiðskfrt NewYork -4 léttskýjað Parfs 1 þokumóða Róm 14 þokumóða Vín -8 þokuruðn. Washington -1 léttskýjað Wlnnlpeg -8 léttskýjað Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Skúmur GK 22 í Slippnum i Njarðvík í gær og eru skemmdir á honum minni en menn ætluðu. Skúmur í slipp STARFSMENN Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur vinna nú af kappi að viðgerð á vélbátnum Skúmi GK 22 frá Grindavík, sem strandaði í innsiglingunni við Grindavíkurhöfn á þriðju- dagsmorgun — og er reiknað með að bráðabirgðaviðgerð taki vikutíma. Að sögn Stefáns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Skipasmíða- stöðvar Njarðvíkur, er báturinn tiltölulega lítið skemmdur og hafi slingurbrettin tekið af honum mesta veltinginn í fjörunni. Plötur yrðu settar fyrir dældir á byrgðing til bráðabirgða en taka yrði bátinn upp síðar til fullnaðarviðgerðar. Stefán sagði að alvarlegast hefði tjónið orðið á stýrisútbúnað- inum og væri verið að taka hann í sundur. „Við miðum við að við- gerð taki viku og ef í ljós kemur að tjónið sé meira verður unnið í samræmi við það,“ sagði Stefán ennfremur. Fleiri handteknir í fíkniefnamálum Einn maður var í gær úrskurð- aður f 15 daga gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og dreifingu á fíkniefnum. Fjórir menn höfðu áður hlotið slfkan úrskurð vegna sama máls. Enn veijast starfsmenn flkni- efnadeildar lögreglunnar allra frétta af málinu. Fjöldi fólks hefur verið handtekinn vegna þessa, en öllum sleppt að loknum yfírheyrs- um, utan þeim fímm sem áður er getið. Þá handtók fíkniefnalögreglan fjóra menn í fyrradag vegna annars máls. Þrír þeirra voru látnir lausir aftur, en í gær var farið fram á 15 daga gæsluvarðhald yfír þeim fjórða. Á heimili hans höfðu fundist ýmsar tegundir fíkniefna, en ekki fengust nánari upplýsingar um teg- undir eða magn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.