Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 06.02.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1987 45 dætur, Önnu og Karenu, og einn son, Agnar, sem dó ungur og var foreldrunum mikill harmdauði. Ég sá hann aldrei, en stór mynd var af þessum fallega dreng í stofu sýsiumanns. Sýslumannsfrúin kembdi ekki hærumar. Hún andað- ist 30. janúar 1902 og var þá sár harmur kveðinn að manni og dætr- um. En oft er hjálpin næst þegar neyðin er stærst. Systir Klemensar, Guðrún Borgfjörð, brá við er hún frétti hvemig komið var, tók að sér heimili bróður síns og annaðist það af þeirri alúð og skyldurækni, sem til fyrirmyndar var. Guðrún var stórkostlegur persónuleiki, sem öll- um þótti vænt um og bám virðingu fyrir er kynntust. Þar var nú engin hálfvelgja. Vinum sínum var hún traustur vinur. Æviminningar Guð- rúnar Borgfjörð eru merkileg bók, enda þótt hún væri komin yfir sjö- tugt er hún hóf að rita hana. Er sú bók mjög merkileg og holl lesn- ing. Bróðursonur hennar, Agnar Kl. Jónsson, bjó hana til prentunar. Móðir mín tók miklu ástfóstri við Önnu, ekki síst eftir að hún missti móður sína, og Anna virtist mjög hænd að mömmu þegar þær voru saman á Möðruvöllum. Faðir minn og Klemens voru góðir vinir og áttu mörg sameiginleg áhugamál heima í héraði. Hann var atkvæðamikið yfirvald. Hans var mjög saknað þegar honum var veitt landritara- starfið og hann flutti með fjölskyldu sína til Reykjavíkur árið 1904. Á Möðruvöllum voru felld mörg tár þegar fréttist að nú kæmu sýslu- mannsdætumar ekki aftur til sumardvalar. Anna var vel gefin stúlka, naut hún menntunar eftir þvi sem þá var völ á. Hún var ákaflega geðþekk og góð var hún mér, sem var nokkr- um árum yngri. Þegar farið var í kaupstaðinn var farið af baki við sýslumannshúsið og farið úr reið- fötunum. Ætíð var okkur vel fagnað og vorum við þar oft um nætursakir. Guðrún Borgfjörð var ætíð við mig eins og hún ætti í mér hvert bein og mér þótti vænt um hana. Þann 16. okt. 1908 giftist Klem- ens seinni konu sinni, Önnu Schiöth, dóttur Hinriks Schiöths bankagjald- kera á Akureyri, yndislegri konu. Það var ekki nóg með það að hún væri falleg kona heldur og mann- kostakona. Þær mágkonumar voru svo lánsamar að verða strax vinir, svo ekki mátti á milli sjá hver var húsmóðir á heimilinu, svo náið var samstarfíð. Ekki var síður gaman að koma í Klemensarhús eftir að Anna Schiöth kom til skjalanna. Hún var tíður og kærkominn gestur á Möðravöllum þegar ég var barn og mér afar kær. Árið 1913 giftist Anna Klemens- dóttir sr. Tiyggva Þórhallssyni Bjamarsyni biskups, sem þá var prestur á Hesti f Borgarfírði. Var jafnt á komið með þeim hjónum: Bæði vora þau glæsileg og mann- kostafólk eins og þau áttu kyn til. Þau bjuggu skamma hríð á Hesti, en fluttu til Reykjavíkur og gerðist sr. Tryggvi ritstjóri Tímans. Eftir það tók hann mikinn þátt í stjómmálum og varð forsætisráð- herra 1927-32. Sómdi frú Anna sér vel í stöðu forsætisráðherrafrúar. Anna var íslendingur í húð og hár. Þótti okkur konunum úti á lands- byggðinni jafnan sómi að henni, þegar hún klæddist hátíðarbúningi sínum á hátíðarstundum og þegar hún átti að koma fram sem falltrúi íslenskra kvenna og íslendinga. — Daglega klæddist hún peysufötum. Þau hjón áttu bamaláni að fagna, eignuðust 7 böm, sem öll lifa og era landskunn. Þó oft næddi um forsætisráðherrann var hann gæfu- maður, hann átti traust heimili þar sem ávallt var öraggt skjól og hann umvafinn kærleika. En skjótt getur sól bragðið sumri. Árið 1935 lést Tryggvi aðeins 46 ára gamall. Má nærri geta hvílíkt áfall það var fyr- ir konu með sjö böm. Þá sýndi Anna best hvem mann hún hafði að geyma. Hún kom upp öllum bamahópnum og bömin reyndust henni fádæma vel, ekki síst þegar elli sótti á og kraftamir þverrandi. Það var fagurt fordæmi. Ég kveð þessa gömlu vinkonu mína með virðingu og þökk fyrir órofa tryggð í heila öid og minnist margra gleði- og sólskinsstunda með þessu góða fólki úr sýslu- mannshúsinu á Akureyri. Ástvinum frú Önnu Klemens- dóttur í Laufási sendi ég innilegar samúðarkveðjur. í Guðs friði. _ Hulda Á. Stefánsdóttir Tímaskeiðið frá 1890 til 1987, sem era ævimörk frú Önnu Guð- rúnar Klemensdóttur, er eitt hið umbrotamesta í sögu mannsandans. Þá eiga sér stað önnur og þriðja iðnbyltingin, orkunotkun rafmagns og atómsundranar, eftir að gufuafl hafði verið uppgötvað. Menn, sem svo lengi hafa lifað, muna því tímana þrenna og fema: tímabil mótekju, olíulampalýsingar, gasnotkunar, rafmagnsvæðingar (að ógleymdri válegri kjamorku). En gegn um allt breytinganna um- rót verður manneskjan sjálf, innst inni, söm við sig. Eiginleikastofnar haldast óbreyttir. Aldursskeið taka við hvert af öðra og hvert skeið á sér eigin tilgang og þroskavaxandi innihald, þar til náð er hámarki þroskastigs elli. Þannig er góð, gömul kona hjarta hússins, lætur fólk sitt vinna, kallar það saman. Hún er ljós, kyndill og spegill, keðja í vefnum og mæli- snúra hlutanna. Þegar nú Anna Klemensdóttir endar sína löngu ævibraut, skýrist þetta hlutverk hennar. Vissulega var hún miðdepill sinnar stóra fjöl- skyldu í gamla biskupshúsinu, Laufási við Laufásveg. Hún gætti þess af sinni röggsamlegu stjóm- semi, að nám og starf væra skyldu- samlegA af hendi leyst. Hún var lýsandi blysberi ættfólks síns, þar sem endurspeglaðist ljómi dyggð- anna. Hún var sterkasti hlekkurinn í niðjanna stórhópi og mannkost- anna óforgengileg viðmiðun. Skin og skuggi skiptast á í sköp- um manna. Þó má fullyrða, að sólarbjarmi hafí gefíð Önnu fleiri ævistundir en forsælan. í bemsku naut hún kennslu skáldsins Páls Jónssonar Árdal, var ein af yngstu vinkonum Matthíasar Jochumsson- ar, og sem þroskuð yngismær varð hún aðnjótandi þeirrar miklu for- frömunar að verða einsöngsnem- andi danska stórsöngvarans heimsfræga, Vilhelms Herold í Kaupmannahöfn. Sú námsdvöl hennar bar þann glæsilega árangur, að hún annaðist einsöngs-hlutverkið í tónsmíð Sig- fúsar Einarssonar fyrir sópran-sóló, blandaðan kór og orgel, „Pétur Guðjohnsen", er það á aldarafmæli fyrsta organista íslands var frum- flutt í Dómkirkjunni 1912 undir stjóm höfundar. Síðan liggur þetta tónverk hálfa öld í þagnargildi, þar til það er flutt öðra sinni á 150 ára afmæli Péturs Guðjohnsen 1962 af Páli ísólfssyni, Þuríði Pálsdóttur og Dómkómum. Anna hafði fæðzt í Kaupmanna- höfn en ól bemskualdur sinn á Akureyri, dóttir þess mæta manns, Klemensar Jónssonar sýslumanns, síðar landritara og ráðherra, en all- ir, sem hann þekktu, vora sammála um mikla mannkosti hans, sóma- kæmi og ósérplægni. Sem eftirlæt- isbam var hún umlukin mikilli umhyggju og kærleika, þótt hún ung hefði misst móður sína, Þor- björgu Stefánsdóttur sýslumanns í Gerðiskoti hjá Kaldaðamesi. Eftir það annaðist föðursystir hennar, Guðrún Borgfjörð, að öllu leyti upp- eldi hennar. Ári eftir fyrmefnda framupp- færslu giftist Anna Tryggva Þórhallssyni, síðar forsætisráð- herra. Varð farsælt þeirra skamm- ært hjónaband, því að hún er orðin ekkja aðeins 45 ára gömul, með sinn sjö bama hóp. Orð er á því gerandi, hve heimil- islíf þeirra var hrein fyrirmynd. Bæði hjónin spiluðu og sungu. Fað- irinn orti vísur um bömin; og sjaldan leið sá dagur, að faðirinn ekki Iéti bömin syngja, er hann sjálfur sat við píanóið og söng með. Þannig lærðust ljóð og lög í fagnað- arríkum heimilissögn. í minnum er haft, hve mikið mæddi á þessari stjómsömu konu við þann stóratburð, sem Alþingis- hátíðin 1930 var, þá einu allsheijar- hátíð íslenzkrar þjóðar, þegar hvarvetna ríkti samhugur og ein- drægni, einskonar endurfæðingar- hátíð allra landsbúa, enda minnast allir þeir, sem hana upplifðu, í mik- illátri gieði. Við óhjákvæmileg veizluhöld í forsætisráðherrabústað sýndi hún þá, svo að af bar, stór- kostlega stjómunarhæfileika sína við allan undirbúning og skipulagn- ingu. Hún var þá æðsta húsfreyja landsins. En svo dýrðlegir sem dagar þjóð- hátíðar höfðu verið, svo nöturlegir vora dagar þingrofsins alkunna ári síðar, 1931. Eftir veglega Alþingis- hátíð rísa nú upp ofsóknir pólitískra andstæðinga. Bústaður Önnu og Tryggva varð bókstaflega umsetinn af borgaralegum æsinga-mann- safnaði, sem ekki kinokaði sér við að ausa auri hús þeirra, bijóta rúð- ur með gijótkasti og hafa í hótunum við húsráðendur um að varpa þeim í Tjömina eða skírskota til fallaxar frönsku stjómarbyltingarinnar. Engum getur nú dulizt, að þor og þrek þurfti til þess að standast þá allar atlögur. En Anna gekk til verka sinna, æðralaus og traust í fasi og framgöngu, svo sem hennar var vandi. Hins vegar bitnaði meira á bömunum óvina umsátur, sem risti þeim í unga sál djúp ör, þau er seint munu hverfa. Rás atvikanna snerist þó loks til betra vegar. Við lók kosninga kom í ljós, að rætzt höfðu síðustu orð tengdaföður Önnu, Þórhalls biskups Bjamarsonar, á banabeði: „Guð gefí góðu málefni sigur", því að Framsóknarflokkurinn, sem var við stjóm, vann stórfelldan kosninga- sigur. Eftir lát manns síns 1935 lifði Anna sem ekkja með börnum sínum í Laufási, var þeim umhyggjurík móðir og átti því láni að fagna, að öll urðu þau dugandi samfélags- þegnar, gædd sterkri ábyrgðartil- finningu, sem vakti trúnaðartraust allra þeirra, sem af þeim höfðu kynni. Þá var og samheldni þeirra og tillitssemi gagnvart einstæðri móður frábær; þess vegna uppskar Anna mikið og sérlega sjaldgæft bamalán. Anna Klemensdóttir lauk þannig lífi sínu sem þakklátur sigurvegari; en þakklætistilfinning er undirstaða allrar hamingju í okkar jarðneska lífi. — Latneskt máltæki segir: De mortuis nihil nisi bene, aðeins gott eitt verður sagt um þá látnu. í þessu tilviki vega kostir svo þungt, að smágallar verða léttvægir, svo sem fullmikil tilætlunarsemi og stjóm- löngun gagnvart fullvaxta börnum. En undir slíkum viðbrögðum bjó í rauninni þörf til umönnunar. Hún vildi hag bama sinna sem beztan. Persónuleg reisn og rausn við góða gesti einkenndu Önnu í öllu hennar dagfari. Stjómlist var henni í blóð borin, samfara sönnum höfð- ingsskap. Þannig var hún mikil merkiskona. Nú getur hún stolt og þakksamleg troðið konungsbraut, via regia, náttúrannar að upprana sínum í skauti sköpunarverksins. Dr. Hallgrímur Helgason Anna Klemensdóttir í Laufási er látin. Með henni er horfín af sjónar- sviðinu svipmikill persónuleiki sem ekki gleymist þeim er þekktu hana. Hún var alin upp á yfirstéttarvísu, en kynntist ung andstreymi. Innan fermingaraldurs hafði hún séð á bak móður sinni, ungum bróður og séð æskuheimilið brenna til granna. Sú reynsla hefír óefað markað sín spor á viðkvæmum aldri. Fullorðinsárin færðu henni marg- ar sólskinsstundir en að öðram þræði sára sorg. Hún eignaðist ástríkan eiginmann, sem hún dáði vegna mannkosta hans, en hann var kallaður burt frá henni og sjö bömum, aðeins 46 ára gamall. Þá höfðu þau að baki kreppuna miklu, og höfðu farið í gegnum einhveija mestu umbrotatíma íslenskra stjómmáia, þar sem maður hennar kom við sögu, og hún stóð við hlið hans. Þessir tímar mörkuðu óefað einn- ig djúp spor, ekki síst öll árin, sem eiginmaður hennar barðist hljóðri baráttu við sjúkdóminn, sem sigraði hann að lokum. Þá stóð Anna í Laufási uppi, ein með hópinn sinn. Eftir var að koma honum til mennta og manns af litlum efnum. En ekkj- an, eftirlætisbamið frá Akureyri, axlaði þessa ábyrgð. Hún bar reyndar í sér til leiðarloka arf síns uppeldis, sem gerði henni ýmist erfíðara fyrir, eða lagði henni þann kraft sem þurfti til að gefast ekki upp. Hún hafði frábæra hæfíleika til að skipuleggja, svo hlutverk stjóm- andans lét henni vel. Bömum sínum var hún fyrirmynd í nákvæmni og heiðarleika og ætlaðist til sama af þeim. Frá upphafi hjúskapar, þar til sjónin ekki leyfði lengur, færði hún inn í bækur öll útgjöld heimilisins, smá og stór, allt varð að koma heim og saman. Á síðari hluta æfínnar naut hún þess með þakklát- um huga, að þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af þröngum efna- hag. Oft mátti heyra hana minnast þeirra mörgu vinnandi kvenna, sem hjálpuðu henni við heimilisstörfin gegnum árin og allt til hins síðasta. Einnig minntist hún oft annarra vina, sem hún hafði eignast á langri leið en það var stór hópur, sem smáþynntist eftir því sem árin liðu, þar til hún var orðin hartnær ein eftir af sinni kynslóð. Hún var ekki allra vinur. Og þegar henni þótti ekki rétt að stað- ið mátti merkja þunga undiröldu, en tryggð hennar og vinfesti var viðbrugðið. Þegar myndabók minninganna er flett, þá koma fram í hugann ótal myndir af þessari sérstæðu og mikilúðugu konu. Umgerð hennar var lengst af Laufás v. Laufásveg, þetta gamla seiðmagnaða hús. Þar naut hún sín best á fyrri áram í hlutverki ættmóðurinnar, umkringd glöðum hópi fjölskyldu sinnar, þar sem hún gat fylgst með öllum og umhyggja hennar og kærleikur umvafði aila, sem henni vora kær- ir, yngri sem eldri. Yngri kynslóðin mat „ömmu í Laufási" mikils og naut þess að heyra hana riíja upp atburði fyrri tíma, ekki síst er hún brá fyrir sig kímnigáfu, sem hún átti í ríkum mæli, og naut sín vel í frásögn hennar. Sumum virtist hún ströng, en hún átti skilning á brekum hinna ungu og hafði umburðarlyndi með nýjum tíma. Hún gleymdi aldrei því sem hún fékk að vita, en líkt og skynjaði það sem henni var ekki sagt. Síðustu mánuðina var hún hætt að taka framkvæði í samræðu. Hún var horfin á vit eigin hugsana. Það var að losna um jarðnesku böndin. Nú þegar landfestar hafa veríð leystar til fulls, þá er þakklætið efst í huga. Þakklæti til kærrar tengdamóður fyrir nær fjöratíu ára kynni, fyrir umhyggju og kærleiks- þel, sem aldrei brást. Guð geymi hana og blessi minn- ingu hennar. Hildur Þorbjarnardóttir í dag kveðjum við elskulega ömmu okkar í Laufási, sem var okkur sem besta ættmóðir. *- Margs er að minnast hjá svo stór- brotinni og mætri konu. Minningar úr Laufási leita sterkt á okkur nú. Ofáar stundir áttum við þar. Amma sat þá oft í gamla homstólnum sínum og miðlaði okkur af minning- um frá viðburðaríkri ævi. Hún var einstaklega minnug alla sína ævi- daga og hafði yfírsýn yfír lengra tímabil en almennt gerist. í Laufási var miðstöð fjölskyld- unnar. Árleg jólaboð vora tilhlökk- unarefni, þegar allir söfnuðust saman, borðuðu góðan mat og tóku í spil. Amma var sérstaklega næm og fann á sér, ef eitthvað amaði að innan fjölskyldunnar. Umhyggja hennar fyrir öllum hópnum var ein- stök og alltaf fylgdist hún glöggt með og tók ríkulega þátt í því, sem hver og einn tók sér fyrir hendur. Hún var hrein og bein og sagði óhikað frá því, sem henni lá á hjarta. Hún var ótrúlega fijálslynd af svo fullorðinni konu að vera og kannski þess vegna náði hún svo vel til okkar bamabamanna. Við þökkum fyrir það að okkur skyldi auðnast að fá að hafa ömmu hjá okkur svo lengi og að bömin okkar skuli mörg hafa fengið tæki- færi til að muna eftir langömmu. Við kveðjum hana full saknaðar og þakklætis fyrir það sem hún var okkur og biðjum góðan guð að geyma hana. Bamabömin t Móðir okkar, SALBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Vörðustfg 7, Hafnarfirði, lóst þriðjudaginn 3. febrúar. Katrín Kristjánsdóttir, Andrés Krlstjánsson, Bergljót Kristjánsdóttir, Marfa Kristjánsdóttir og Logi Kristjánsson. t Móðir okkar, SOFFÍA BJARNADÓTTIR, Öldugötu 53, Raykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 9. febrúar kl. 13.30. Agnar Egilsson, Sjöfn Egilsdóttir, Sigurbjörn Egflsson, Egill Egilsson, Bjarni Egilsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og út- för eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, BJÖRNS J. BLÖNDAL, rithöfundar, Laugarholti, Andakflshreppi, Jórunn S. Blöndal, Sveinbjörn B. Blöndal, Borghildur Garðarsdóttir, Jón Blöndal, Steinunn Eiðsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.