Morgunblaðið - 20.02.1987, Page 12

Morgunblaðið - 20.02.1987, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 2.400 manns atvinnu- lausir í janúar sl. 51.000 atvinnuleysisdagar voru skráðir á landinu öllu í janúar- mánuði síðastliðnum. Það jafn- gildir þvi, að 2.400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleys- isskrá í mánuðinum. Það svarar til 2,% af áætluðum mannafla á vinnumarkaðnum samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. Þetta er lægri tala en í janúar á síðasta ári en tvöfalt hærri en í desem- ber síðastliðnum. í frétt frá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins segir að fjölgun skráðra atvinnuleysisdaga frá því í desember megi rekja til verkfalls fískimanna fyrri hluta jan- úarmánaðar. Síðasta virkan dag mánaðarins hafí flöldi skráðra verið kominn niður fyrir 1.500 manns, þannig að atvinnulífíð hafí fljótt leitað jafnvægis eftir að veiðar hóf- ust að nýju. Þrátt fyrir stöðvun veiða í janúar síðastliðnum vegna verkfallsins hafí ijöldi skráðra atvinnuleysisdaga verið svo til hinn sami og í sama mánuði í fyrra. Skýringar á þessu sé vafalaust að leita í því, að vegna fastráðningarsamninga við físk- vinnslufólk, en gerð þeirra hafí hafízt síðast liðið haust, hafí orðið minna um uppsagnir í fískvinnsl- unni vegna verkfalls sjómanna, en vænta hefði mátt. Tölur um þá, sem hafí haldið launum í fískvinnslunni, þrátt fyrir hráefnisskort, liggi ekki fyrir ennþá, en miðað við fyrri reynslu megi gera ráð fyrir að sá fjöldi hafí getað numið 1.000 til 1.200 manns. Raðhús við Vogatungu sem Kópavogsbær byggir öryrkja. fyrir aldraða og Kópavogur: Raðhús fyrir aldraða og öryrkja FYRSTU leiguíbúðimar í rað- húsum, sem Kópavogsbær hefur látið byggja við Vogatungu og ætlaðar eru öldruðum og öryrkj- um, verða afhentar 6. til 9. mars næstkomandi. Þegar er fullskip- að í íbúðimar. Ólafur Jónsson formaður bygg- inganefndar sagði að fyrirhugað væri að byggja 28 leiguíbúðir í rað- húsum á vegum bæjarins í þessu hverfí. Fyrstu níu íbúðimar yrðu afhentar í mars en aðrar ellefu eru í byggingu og verða væntanlega afhentar á þessu áru. Að auki eru framkvæmdir við grann að átta síðustu húsunum þegar hafnar og er stefnt að því að þau verði tilbúin til afhendingar á næsta ári. Hver íbúð, sem er 70 fermetrar að stærð er ætluð tveimur íbúum og er sérstaklega hönnuð með tilliti til aldraðra og fatlaðra. íbúðimar eru afhentar full frágengnar með öllum innréttingum og fylgir lítil lóð hverju húsi. Að sögn óilafs er ekki gert ráð fyrir sérstakri þjónustu við íbúanna heldur munu þeir hafa aðgang að þjónustu aldraða sem boðið er upp á, á vegum bæjarins í miðbænum hinumegin við götuna. Grindavík: Myndbandstæki stolið úr grunnskólanum Algengt að myndbandstækjum sé stolið úr bátum Grindavík. BROTIST var inn í grunnskólann í Grindavík aðfaranótt miðviku- dagsins og stolið Panasonic myndbandstæki ásamt spennu- breyti. Að sögn lögregiunnar var farið inn um glugga á norðurhlið skólans og síðan brotin rúða í dyram kenn- arastofu, en þar var allt látið vera. Reynt var að komast inn á skrif- stofu skólastjórans og efnafræði- stofu, án árangurs, en hurðir skemmdar. Myndbandstæki stóð á vagni utan við eina kennslustofuna og höfðu hinir óboðnu næturgestir það með sér. Fyrir nokkram dögum var einnig stolið myndbandstæki úr netabátn- um Hragni GK í Grindavíkurhöín og er það mál enn óupplýst. Mynd- bandsþjófnaður úr bátum er orðinn mjög algengur og virðist vera þægi- legt að ná tækjunum og losna við þau, þó af og til komi tæki f leitim- ar þegar stór þjófnaðarmál upplýs- ast hjá lögreglunni í hinum ýmsu byggðalögum. Kr.Ben. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Grínland er ungt fyrirtæki í „skemmtibransanum“. Aðstandendur þess eru þó engir nýgræðingar í faginu: Gunnar Þórðarsson, Björn Björnsson og Egill Eðvarðsson. Frumsýning á Broadway: Gullöld rokksins mynd- skreytt í dansi og tónum Til átaka kemur miHi stríðandi fylkinga: Töffarinn og gleraugnaglámur bítast um sömu stúlkuna. LJÚFIR tónar og trylltir, sóttir f sjóð „Gullaldar*1 rokksins eins og hún er stundum nefnd, eru í öndvegi sýningar Grinlands og skemmtistaðarins Broadway sem frumsýnd verður í kvöld. Þeir þremenningar Egill Eð- varðsson, Björn Björnsson og Gunnar Þórðarsson eru skrif- aðir fyrir handriti og útliti dagskrárinnar sem þeir kjósa að nefna „Allt vitiaust." „Við vildum fjör, mikla tónlist og mikinn dans,“ sagði Egill. „Þetta er ekki söngleikur, ekki leikrit og ekki upprifjun í anda rokkhátfðanna sem Broadway hefur haldið. Við vinnum ein- faldlega úr tfðaranda, tökum allt það skemmtilega frá þess- um árum; kfmnina, fjörið og tónlistina. Afraksturinn er sýn- ing sem höfðar tíl allra aldurs- hópa.“ Bjöm sagði þeir félagar hefðu sest niður í byijun janúar og ákveðið þráðinn í sýningunni. Síðan hefðu lögin verið valin. Hin elstu frá árinu 1956, hin yngstu frá árinu 1962. „Við sátum saman helgi eftir helgi, Gunni með gítar- inn og við hinir raulandi." Þeir sögðust að ætlunin hefði verið að búa til viðameiri sýningu sem skotið hefði verið á frest vegna þess að hún krefðist meiri undirbúnings. Þeir hefðu kosið að nota rokkárin sem efnivið og því búið til litlar myndskreytingar við tónlist. Hún réði samt ferðinni. „Umgjörð sýningarinnar er djús- barinn þar sem unglingamir koma saman og úr útvarpinu hljómar kynnirinn, Jón Axel Ölafsson, sem bregður sér á næturvaktina fyrir tæpum þremur áratugum," sagði Egill. „Þeir sem fylgst hafa með verkefhum okkar í auglýsinga- gerð munu kannast við ýmsar hugmjmdir sem við notum hér.“ Gunnar hefur sér til fulltingis hljómsveit sem hann segir „draumabandið", skipaða 7 lands- þekktum hljóðfæraleikuram úr ýmsum áttum. Fjórir söngvarar flytja lögin með hljómsveitinni, þau Sigríður Beinteinsdóttir, Björgvin Halldórsson, Eiríkur Hauksson og Eyjólfur Kristjáns- son. Ástrós Gunnarsdóttir og Nanet Nelms bára hitann og þungann af þvf að semja dansat- riðin og æfa dansarana sem era 28 talsins. „Þetta er mikil keyrsla allan tíman, stöðugar skiptingar og erf- iðir dansar. Krakkamir sam- þykktu að fóma öllu fyrir sýningamar, hér hefur verið æft á hveijum degi undanfamar vik- ur. Á æfíngu á mánudag vildi svo óheppilega til að einn dansaranna lenti vitlaust úr stökki, braut í sér tvö rifbein og brákaði mjöðm. Hann er samt búinn að ákveða að vera með á framsýningunni. Sýnir það best hvílík harka er í hópnum að standa sig,“ sagði Egill. „Um eiginlegan söguþráð er ekki að ræða. Við reynum að setja upp myndskreytingar en látum tónlistina ráða ferðinni," sögðu höfundar sýningarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.