Morgunblaðið - 20.02.1987, Page 16

Morgunblaðið - 20.02.1987, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRUAR 1987 Karlinn sem brýndi hnifa á hjóli Styttumar i Róm era svo yfirþyrmandi stórar og vöðvastœltar Hinn mannlegi þáttur/ Asgeir Hvítaskáld Blóðsugan í Róm Ég stóð á stuttbuxum með bak- poka á miðju torginu við Péturs- kirkjuna í Róm. Hitinn var að drepa mig. Ég var í 4 daga pakkaferð ásamt öðru fólki. Og enn einu sinni hafði ég dregist aftur úr. Ég var búinn að fá nóg af öllum þessum steinrústum. Og kirkjumar voru ofhlaðnar skrauti, fullar af gulli slegnum Jesúmyndum og marmara- styttumar hlaðnar vöðvum. Þetta var yfirþyrmandi. Og nú var bara einn dagur eftir af þessari ferð og ég hafði ekki lent í neinu ævintýri. Morguninn eftir yrði flogið til baka. Hópur af nunnum var í uppnámi út af flókinni myndavél. Gömul og skítug kerling var að gefa dúfum brauðmylsnu. Ég nam staðar við gosbmnn og leyfði ferðahópnum að hverfa inn í Péturskirkjuna. Ég ætlaði að lenda 1 ævintýri. Ég ráfaði fijáls um götur og torg Rómaborgar. Nú skoðaði ég mannlífið. Mest langaði mig til að fara til Cinecittá. Cinecittá er mið- punktur ítalskrar kvikmyndagerð- ar, sjálf kvikmyndaborgin. Þargerir Fellini allar myndir sínar. Nokkurs- konar Hollywood Italíu. Þar myndi ég örugglega fá eitthvað til að skrifa um. En það var kolbrjáluð hugmynd. Settist inn á veitingastað og fékk mér lasagne. Æðislega góð spagetti- kaka með heitri tómatsósu. Þjónar á þeytingi fram og aftur. Maður sat á næsta borði og skrallaði sér epli, skar í báta og borðaði sem desert svo safinn spýttist út. Hann horfði undarlega á mig. Þetta gat næstum verið sjálfur Fellini, hugsaði ég. Á Ítalíu er sérstök kvikmynda- menning. ítaiir líta á kvikmynda- gerð sem æðstu listgrein og þeir gera ekki yfirborðskenndar vellur eins og Ameríkanamir. Dymar á veitingastaðnum stóðu opnar út á heita götuna þar sem fólksstraumur þaut hjá og bflaflaut- ið minnti á rifrildi. Japönsk stúlka kom inn, mjög mikið máluð, eld- rauður varalitur og þröngt pils. Gekk um gólf á pinnaskóm og dill- aði rassinum. Hún settist ein við borð og gaf mér homauga. Ég fékk mér annað rauðvinsglas og dró upp minnisbókina mína. Nú leið mér vel. Stór ítölsk flölskylda kom og sett- ist við langt borð og þjónamir vom á þönum. Einnig þetta minnti mig á mynd eftir Fellini. Því meira sem ég reyndi að hugsa ekki um það því meira leitaði það á mig: CINE- CITTÁ. Mig langaði að fara inn í kvik- myndaverið og sjá leikara, leikstjóra og kvikmyndatökumenn við vinnu. Kannski sæi ég Fellini bregða fyrir. En ég þurfti að fara í neðanjarðar- lest og það kunni ég ekki á. Því verið er í úthverfí Rómar. En akk- úrat þar vora allar finu itölsku myndimar gerðar. Og hugsunin um að koma þangað bar mig hálfa leið til himins. Litlir sígaunakrakkar rejmdu að ræna úr bakpokanum mínum, þar sem ég myndaði gamlan karl sem brýndi hníf á reiðhjóli. Á göngu minni var bíll næstum búinn að keyra yfir mig í þröngu sundi. Göm- ul svartklædd kona æpti mér til aðvöranar. Ég rétt náði að stökkva til hliðar, en bflamir keyra eins og andskotinn sé undir stýri. Þegar bfllinn var farinn gekk konan upp að mér og rétti fram lófann: „Money, money." Leigubflstjóramir gáfu manni aldrei til baka. Verð á póstkortum hækkaði ef þeir vissu að maður var túristi. Og þessi sómakona hefði sem sagt ekki hrópað ef hún vissi hún fengi ekkert borgað. Ég náði ekki upp í eyran á mér fýrir hneykslun. Eftir langa mæðu fann ég loks neðanjarðarlestarstöðina. óttasleg- inn og utan við mig steig ég varlega upp í lestarvagninn. Vagninn kippt- ist af stað og ég kastaðist á bekk. Ég taldi stoppin með fingram beggja handa, þóttist vera að nudda finguma. En fólkið horfði á mig rannsakandi. Allt þetta framandi fólk; gul augu Indveijanna, svört andlit og ítölsku stúlkumar vora æðislegar. Skelfdum tókst mér að hoppa út á réttum stað. Er ég kom upp á yfirborðið var komin rigning, köld rigning. Úr bakpokanum dró ég buxur. Eg var kominn í kuldalegt úthverfi og fólk streymdi upp úr neðanjarðar- göngunum. Beint fyrir framan lá endilöng hraðbraut og bflamir frassuðu vatninu upp af malbikinu. Troðfullir strætisvagnar tóku upp fleira fólk. Sá engin hús, engar verslanir, aðeins bensínstöð í flarska og stór bflastæði. Hinum megin við veginn var brénnd auðn. Hátt þil var samsíða veginum. Ég fékk á tilfinninguna að ég væri að fara á Melavöllinn að sjá Val og KR. Þetta blessaða CINECITTA sást hvergi. Hafði ég farið úr lest- inni á vitlausum stað? Akkúrat þar sem ég stóð var stórt hlið þar sem bflar og fólk streymdu út og inn, eins og inngangur á fót- boltavelli. Pulsusjoppa á hjólum stóð þama fyrir utan. Svartklaeddir verð- ir vora ( hliðinu og fólk þurfti að sýna passa til að komast inn. Ég var orðinn gegndrepa og gekk að pulsuvagninum. Þar stóð stór feitur karl með hvíta svuntu og seldi alls konar steiktar pulsur og kaffí. „Senjor, Cinecittá," sagði ég og lyfti öxlum. Hann skildi að ég var að spyijast til vegar. Hann benti með þumal- puttanum aftur fyrir sig á svart- klæddu dyraverðina. Ég var staddur við innganginn í ítölsku kvikmynda- borginni, þar sem Fellini gerði allar myndir sínar, CINECITTA. „Hér fær enginn að fara inn án passa,“ sagði vörður á hræðilegri ensku og stoppaði mig f hliðinu. Ég dró upp alþjóða free-lance rithöfundapassann minn. En hann hristi hausinn. Hliðið var eins og kastali með tveim göngum í gegn. Þar keyrðu bflar út og inn á steinilagðri göt- unni svo marraði í gúmmídeklqun- um. En á milli hliðanna var nokkurskonar glerskýli þar sem verðimir héldu til. Ég fór í hitt hlið- ið en þar var ég líka stoppaður. Ég fór inn í skýli. Þar inni sat alls konar lýður. Reyndi að tala yfir- vörðinn til, sem var þrekvaxinn og með talstöð hangandi á sér. „Ég er rithöfundur og kem alla leið frá íslandi til að skrifa um kvikmyndaborgina, “ sagði ég. „Nei, verður að hafa passa," sagði yfirvörðurinn. Nú var hann strangur á svipinn og ég vissi að þetta vora hans sfðustu orð. Allt í einu spratt upp maður við hliðina á okkur. Hann var með prestakraga, stóra ístru og á þunnri peysu. Á öxlinni hékk stór taska í langri ól. Minnti á íslenskan prest. „Get ég hjálpað þér eitthvað?" spurði hann á góðri ensku. „Já, ég er rithöfundur og mig langaði til að komast inn. En það virðist ekki vera nein leið. Ég kem alla leið frá íslandi." „Ég get hjálpað þér,“ sagði hann og benti mér að fylgja sér. Við fóram út. Það var eins og hann vildi losna við verðina. „Svo þú kemur frá íslandi," sagði hann. „Já.“ „Hef alltaf ætlað að taka kvik- mynd á íslandi. Styrlqa stjómvöld kvikmyndagerð þar?“ Ég yppti öxlum. „Eg hef séð myndir frá fslandi, fullt af heitum uppsprettum og rennandi hraunið vellur fram og aftur, fin náttúra til að taka mynd. Þekkir þú nokkum í ríkisstjóm- inni?“ „Nei, ekki beint.“ Hann horfði á mig rennblautan um stund. „Þegar þú kemur svona langa leið áttu að skrifa bréf áður, svo þú komist inn. Hér getur ekki hver sem er farið inn, sjáðu.“ „Já, rétt segirðu." Nú horfði hann aftur, eins og hann væri að skoða mig. „Langar þig til að leika?" spurði hann. Hugsanir þutu f gegnum huga minn. Það tryggði mér inngöngu. „ Alveg eins,“ sagði ég vandræða- legur. „Þú hefur sérstakt andlit. Ég er umboðsmaður fyrir leikara, sjáðu Frá Péturstorgi til.“ „Mig langaði nú aðallega bara til að komast inn og skoða, fá við- tal við kvikmyndaleikstjóra í mesta lagi.“ „Hvaða leikstjóra?" Ég hugsaði mig um. Lét það svo fiúka. „Fellini." Nú tók bumban á honum að ganga upp og niður og hann fór allur á ið, eins og hann ætti erfitt með að einbeita sér. „Ég get komið því í kring. Hringdu f mig í kvöld," sagði hann og gekk frá mér. Mér fannst eins og allt væri tap- að því ég nefndi Fellini. Ákkúrat f þessu komu tveir ung- ir strákar út um hliðið, annar var rauðhærður með burstaklippt hár. „Hei, Felix," kallaði hann kampa- kátur. Þessi undarlegi umboðsmaður hét sem sagt Felix. Hann gekk til strákanna. „Hei, vá. Þú hefðir átt að sjá, þeir settu stóra hárkollu á mig og allt,“ sagði strákurinn og var upp- numinn. Strákamir tveir töluðu amerfsku. Þeir klöppuðu hvor öðrum og áttu fjörugt samtal. „Hringdu í mig í kvöld," sagði Felix er hann var að kveðja þá. Strákamir skunduðu burt. Felix kom þétt upp að mér. „Þú gætir fengið hlutverk sem vampíra. Þú hefur gott andlit í vampíra, veistu," sagði hann. „Heldurðu það?“ sagði ég og þreifaði f munninum eftir augntönn- unum. „Bfddu hér,“ sagði hann snöggt og fór. Út um hliðið kom gangandi lítill gamall maður f rólegheitum. Hann hafði langan trefíl sem hann hafði sveiflað um hálsinn að listamanna- sið. Svo var hann með montprik. Felix gaf sig á tal við hann og þeir horfðu báðir til mín. Gengu sfðan að mér og gamli maðurinn rannsak- aði mig með augum sfnum. Svo kinkaði hann kolli. „Þú getur komið f fyrramálið og þú færð hlutverk sem vampíra," sagði Felix. Gamli maðurinn gekk burt. „Já, en flugvélin fer í fyrramál- ið.“ „Nú,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.