Morgunblaðið - 20.02.1987, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987
Tveir lögreg’luþjón-
ar myrtir í Róm
Talið fullvíst að Rauðu herdeildirnar hafi verið þar að verki
Tórínó, frá Brynju Tomer fréttaritara Morgnnblaðsins.
Rannsóknir og yfirheyrslur í tengslum við ránið sem fram-
ið var i Róm sl. laugardag og leiddi til dauða tveggja
lögregiuþjóna, benda til þess að Rauðu herdeildimar hafi
verið að verki. Þœr hafa lýst yfir ábyrgð á ódæðinu og
þykir flest benda til þess að hér hafi verið um hefndar-
verk að ræða. Tveir meðlimir Rauðu herdeildanna em nú
eftirlýstir, en þeir komust undan með 1150 milljónir líra,
sem svarar til um 35 milljói
Ódæðið í Róm síðastliðinn laug-
ardag, er tveir lögreglumenn voru
myrtir að störfum. hefur vakið
mikinn óhug meðal ítaia. Mál þetta
hefur verið til umræðu á ítalska
þinginu og á miðvikudag hélt Luigi
Scalfaro innanríkisráðherra langa
ræðu um málið í báðum deildum
þingsins. „Hryðjuverkastarfsemi
ýmiskonar eykst sífellt þrátt fyrir
aukið öryggiseftirlit á flestum svið-
um,“ sagði ráðherrann meðal
annars."
Síðastliðinn laugardag var póst-
flutningabifreið rænt framan við
aðalpósthúsið í Róm. Er lögreglu-
menn hugðust stöðva ræningjana
hófst mikill skotbardagi sem end-
aði með því að tveir lögreglumann-
anna féllu. Ræningjamir komust á
brott og eru nú eftirlýstir.
Þegar í upphafi beindust böndin
að Rauðu herdeildunum, sem
rejmdar lýstu yfír ábyrgð á verkn-
aðinum skömmu síðar. Ránið var
vel skipulagt, ræningjamir töluðu
við íbúa og verslunareigendur í
götunni og vöruðu þá við skot-
íslenskra króna.
bardaga sem mundi hefjast innan
stundar. Þóttust þeir vera lög-
reglumenn og báðu fólk að vera
rólegt.
í desember 1984 gerðu meðlim-
ir Rauðu herdeildanna tilraun til
að ræna brynvörðum bfl sem flutti
mikla fjármuni. Tilraunin mistókst
og einn meðlimur Rauðu herdeild-
ánna lét lífíð. Félagi hans, kona
að nafni Cicilia Massara, slasaðist
töluvert en hélt þó lífí. Hún starfar
enn með Rauðu herdeildunum og
er nú í gæsluvarðhaldi vegna ráns-
ins síðasta laugardag. Hún hefur
gefið I skyn að hér hafí verið um
hefndarverk að ræða „í minningu
látinna félaga“. Einnig lýsti hún
því yfír að Rauðu herdeildimar
mundu berjast áfram fyrir „góðu
lífí íbúa landsins" og stríða gegn
einveldi og NATO. í kjölfar þessar-
ar yfírlýsingar hefur öryggisgæsla
á starfsmönnum NATO verið hert
til muna, en talið er að hermenn
og yfírmenn hersins séu í hættu
gagnvart morðóðum félögum
Rauðu herdeildanna.
James Webb skipaður flotamálaráðherra;
Sagður líkjast
fyrirrennara
sínum í flestu
Bandaríkjaþing kann að reynast
honum þungnr ljár í þúfu
Waahington, Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti hefur skipað James
Webb eftirmann Johns Lehman
flotamálaráðherra. Webb er
þekktur rithöfundur og m.a.
verið útnefndur til Pulitzer-
verðlauna. Hann er sagður
minna um margt á Lehman og
er þvi talið að stjómin muni
fylgja óbreyttri stefnu þótt nýr
maður muni setjast í stól flota-
málaráðherrans.
James Webb er fertugur að
aldri, lögfræðingur að mennt, og
gat sér gott orð í Víetnam-stríð-
inu. Hann hefur verið aðstoðar-
vamarmálaráðherra í stjómartíð
Reagans og hafði yfírstjóm vara-
liðs Banadaríkjahers með hönd-
um.
Líkt og John Lehman er Webb
lýst sem manni sem setur sér
markmið og gerir allt til að ná
þeim. „Webb er gáfumenni og
hann mun ekki láta niðurskurðar-
menn setja sig út af laginu þegar
hann krefst aukinna Qárveitinga
til flotamála. Hann er maður geðs-
legur og fullur sjálfstrausts,"
sagði embættismaður í vamar-
málaráðuneytinu í viðtali við
fréttamann Reuter-fréttastofunn-
ar. Lehman var óhræddur við að
krefjast gífurlegra flármuna til
uppbyggingar flotans og setti
saman sérstaka áætlun í þessu
skyni þar sem ráðgert er að
Bandaríkjafloti ráði yfir 600 her-
skipum árið 1989. Þá mótaði hann
nýja herfræðikenningu en sam-
kvæmt henni er gert ráð fyrir að
Bandaríkjafloti sendi öflug flug-
móðurskip til svæða þar sem
óvissuástand kann að skapast
m.a. á norðurslóðum.
Lehman hikaði ekki við að hafa
afskipti af málum, sem að öllu
jöfnu heyra ekki undir valdsvið
flotamálaráðherra, og hlaut oft-
lega litlar þakkir fyrir. Þeir
embættismenn sem til þekkja
segja að James Webb muni
óhræddur beita sömu aðferðum
til að ná fram markmiðum sínum.
Hins vegar benda þeir hinir sömu
á að Webb kunni að eiga við
ramman reip að draga þar sem
þingmenn muni reynast ófúsir að
samþykkja þær flárveitingar sem
flotinn þarf til reksturs og við-
halds.
Webb lauk námi frá Sjóliðs-
foringjaskólanum og starfaði
einnig fyrir hermálanefnd full-
trúadeildar Bandaríkjaþings.
Hann var sæmdur fjölmörgum
heiðursmerkjum fyrir framgöngu
sína í Víetnam-stríðinu. Fyrir
skömmu kvaðst hann ætla að láta
af störfum í vamarmálaráðuneyt-
inu og helga sig skriftum. Sem
fyrr sagði hefur hann skrifað
nokkrar bækur. Þekktust mun
vera Fields of Fire, sem fjallar á
gagnrýninn hátt um, Víetnam-
stríðið. Webb ritaði einnig A Sense
ofHonour, sem íjallar um Sjóliðs-
foringjaskólann og A Country
Such as This en fyrir þá bók var
hann útnefndur til Pulitzer-verð-
launa.
Reuter
John Runnings. Myndin til hægri sýnir hann ganga i hægðum sínum eftir Berlínarmúrnum.
Austur-Berlín:
Hlaut 18 mánaða skílorðs-
bundinn fangelsisdóm
- fyrir mótmæli við Berlínarmúrinn
AuHtur-Berlín, AP.
Bandaríkjamaðurinn John
Runnings var í gær dæmdur i
18 mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir mótmæli við
Berlínarmúrinn. Dómari i Aust-
ur-Berlin kvað dóminn upp í
gær en Runnings var hand-
tekinn á Berlínarmúmum 18.
nóvember siðastliðinn.
Þegar Runnings var handtek-
inn var hann vopnaður hamri og
hafði hann brotið upp steinsteypu
ofan á múmum. Austur-þýskir
landamæraverðir höfðu hins veg-
ar oft séð til Runnings þar sem
hann hljóp eftir múmum hrópandi
vígorð gegn honum. Höfðu verð-
imir oftylega afskipti af Runn-
ings, sem er 69 ára gamall, en
komu honum jafrian í hendur yfír-
valda í Vestur-Berlín. Eitt skiptið
óku austur-þýskir landamæra-
verðir Runnings að landamæmn-
um og þóttust þess fullvissir að
hann yrði fluttur til Banda-
ríkjanna. Svo fór þó ekki og
skömmu síðar sást til hans við
múrinn þar sem hann veifaði fána
með áletruðum slagorðum.
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Austur-Berlin sagði að
samkvæmt dómnum yrði Runn-
ings rekinn úr landi og dæmdur
í 18 mánaða fangelsi ef hann
kæmi aftur til Austur-Þýskalands
innan þriggja ára. Kvaðst hann
búast við að Runnings yrði fluttur
til Vestur-Þýskalands í dag. Tals-
maðurinn sagði Runnings hafa
fengið að segja álit sitt á Berlín-
armúmum frammi fyrir dómaran-
um. Ákærandinn hafði krafíst 18
mánaða fangelsisdóms og þóttist
Runnings heppinn að sleppa með
skilorðsbundinn dóm.
Bandaríkjaþing:
Frumvarp um bann við
sígarettuauglýsingum
að auglýsingum þeirra sé beint til tilgangurinn sé aðeins að fá fólk
unglinga og baraa. Þeir segja að til að skipta um tegund.
Fjárlög fyrir
EB samþykkt
Straabourg;, Reuter.
EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti
loks í gær fjárlög fyrir Evrópu-
Waghington, Reuter.
FRUMVARP um bann við síga-
rettuauglýsingum i dagblöðum,
tímaritum og á götum úti var
lagt fram í gær af 26 banda-
riskum þingmönnum. Þingmenn-
irnir, sem eru bæði úr flokki
repúblikana og demókrata, segja
að auglýsingarnar örvi reyking-
ar barna.
Árið 1971 lagði Bandaríkjaþing
fram bann við tóbaksauglýsingum
í útvarpi og sjónvarpi.
Frummælandi frumvarpsins
Mike Synar f fulltrúadeildinni sagði:
„Nú er tími kominn fyrir þingið að
banna villandi auglýsingar sem
hvetja ungt fólk til þess að taka
upp þennan vanabindandi ósóma,
sem banar u.þ.b. 1000 Bandaríkja-
mönnum á dag. Við heimilum nú
tóbaksframleiðendum að auglýsa
eftir staðgenglum fyrir þær tvær
milljónir reykingamanna sem hætta
á ári hverju og þær 350.000 sem
deyja af völdum reykinga. Við vit-
um að fullorðnir byija ekki að
reykja, svo að augljóst er að auglýs-
ingamar beinast að börnum," sagði
Synar á blaðamannafundi. Þingið
vill lfka banna tóbaksframleiðend-
um að styrkja rokktónleika og
íþróttakeppni með fjárframlögum.
Tóbaksframleiðendur mótmæla þvf,
bandalagið (EB) fyrir árið 1987.
Með þvi var komið í veg fyrir
öngþveiti í fjármálum bandalags-
ins og bundinn endir á deilur
þær, sem staðið hafa yfir milli
þingsins og ríkisstjóraa aðild-
arrílga bandalagsins.
Evrópuþingið, sem hefur flárveit-
ingavald ásamt með ríkisstjómum
aðildarríkjanna, samþykkti með
301 atkvæði gegn 41 að fallast á
endurskoðað Qárlagafrumvarp ráð-
herranefndar bandalagsins, en
niðurstöðutölur þess eru um 41
milljarðar dollara. Gert var ráð fyr-
ir því, að Henry Plumb lávarður,
forseti þingsins, myndi undirrita
fjárlögin sfðdegis f gær.
Ekki tókst að ná samkomulagi
um fjárlög EB fyrir 1. janúar sl.,
sem leiddi til þess, að grípa varð
til neyðarúrræða, sem ekíd gátu
orðið til að ieysa flárhagsvanda EB,
þegar til lengdar lét. Fjárlögin, sem
samþykktu voru, gera ráð fyrir
halla að fjárhæð um 5,7 milljarðar
dollara. Halli þessi á fyrst og fremst
rót að rekja til hinna miklu útgjalda
EB til landbúnaðarmála, en þau
gleypa um 2/3 af útgjöldum banda-
lagsins.
I gær lagði Jacques Delors, for-
seti framkvæmdaráðs EB, til að
gerðar yrðu róttækustu breytingar
í flármálum bandalagsins, allt frá
því að það var stofnað fyrir 30
árum. Gert er ráð fyrir, að fjármála-
ráðherrar aðildarríkja EB kynni sér
þessar tillögur fyrir næsta sunnu-
dag.