Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.02.1987, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra . Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sfmi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö. Vímuefni og vændi Aðstæður í íslenzku sam- félagi hafa gjörbreytzt frá lyktum síðari heimsstyij- aldar. Flest hefur breytzt til hins betra. Við búum við at- vinnu- og afkomuöryggi, rétt til menntunar, grósku í menn- ingu og Iistum, dágóða heil- brigðisgæzlu, einstaklings- frelsi, lýðræði og þingræði. Samgöngutæknin hefur fært ríki heims í nábýli. ísland er nánast komið inn á gafl hjá öllum heimsálfum. Menn ferð- ast heimshoma á milli á fáeinum klukkustundum. Menningarlegt, viðskiptalegt og félagslegt samband okkar við umheiminn er meira og betra en nokkru sinni fyrr í þjóðarsögunni. Á sama tíma og tæknin hefur nánast þurrkað út fjar- lægðir í heiminum hefur orðið bylting í byggðaþróun í landinu. Þjóð, sem upp úr alda- mótum bjó að níu tíundu í strjálbýli, býr nú í sama yfír- gnæfandi hlutfalli í þéttbýli. Ollum þessum miklu þjóðlífs- breytingum, sem gerst hafa á ekki lengri tíma en meðalævi íslendings, hefur fylgt margs- konar rask í samfélaginu. I almennri hagsæld og góðæri hafa búið um sig meinsemdir, sem rætur — eða fyrirmynd — eiga í „botnfalli" milljóna- þjóða. Það neikvæða og hryggilegasta í mannmergð fyrrum flarlægra þjóða hefur sagt til sín í íslenzku sam- félagi líðandi stundar. „Fimmtán til tuttugu ungl- ingsstúlkur, sem háðar eru fíknieftium, stunda nú vændi í Reykjavík samkvæmt upplýs- ingum lögreglu og SÁA. Að sögn landlæknis teljast þær til þess hóps, sem erfíðast verður að ná til til að hindra út- breiðslu alnæmis." Þannig hljóðar frétt í Morgunblaðinu í gær, sem hlýtur að hafa snortið hvem hugsanði mann illa. Fíkniefni eru vaxandi vandi í íslenzku samfélagi, sem bregðast verður við í tíma. Vændi, jafnvel unglings- stúlkna, hefur ekki verið fréttaeftii hér á landi til skamms tíma. Þetta tvennt, vímuefni og vændi, eru nægj- anlegir hættuboðar til að kalla út allar tiltækar „hjálparsveit- ir“ samfélagsins. Þegar hér við bætist alnæmi, einn voðaleg- asti smitsjúkdómur í sögu mannkynsins, sem berst með kynmökum og vímuefnanál- um, er „útkallið" óhjákvæmi- legt. Hvenær er þörf þjóðarátaks ef ekki undir slíkum kringum- stæðum? Oft var þörf en nú er nauð- syn að taíca höndum saman um fyrirbyggjandi vamir og björgunarstörf. íþrótt hugans - skákin Igær hófst á Hótel Loftleið- um langöflugasta skákmót, sem haldið hefur verið hér á landi og raunar á Norðurlönd- um öllum. Það er IBM á íslandi sem heldur mótið í tilefni af afmæli fyrirtækisins og í sam- vinnu við Skáksamband ís- lands. Meðal keppenda eru margir úr hópi öflugustu skákmanna heims. í frétt Morgunblaðsins í fyrradag um mót þetta segir að „meðalstig keppenda á IBM-mótinu séu 2.582 stig og það sé það öflugasta sem hald- ið hefur verið í heiminum það sem af er þessu ári“. Það er lofsvert framtak hjá fyrirtækinu og Skáksamband- inu að efna til móts af þessu tagi, sem óhjákvæmilega hlýt- ur að efla áhuga, heima fyrir, á þessari hugaríþrótt, sem ýmsir flokka undir list, jafn- framt því að vera góð auglýs- ing fyrir Iandið út á við. Island hefur gert sig gild- andi í alþjóðlegum íþróttasam- skiptum, m.a. á sviði skáklist- arinnar. Beztu skákmenn okkar hafa gert garðinn fræg- an og verið góð auglýsing um íslenzkt atgervi út á við. At- hyglisverðasti árangur þeirra er þó sá að efla almennan áhuga á hollri og þroskandi íþrótt. Það mun þetta sterka skákmót einnig gera. Þess vegna er rétt að vekja á því verðuga athygli. IBM-SKAKMOTIÐ Endurtekur Short sög- una frá síðasta móti? Bretinn ungi, Nigel Short, var óumdeilanlga maður fyrstu umferðar IBM-skákmótsins sem hófst í gær á Hótel Loftleiðum. Short vann Júgóslavann Ljubojevic örugglega í 29 leikjum og renndi stoðum undir þá skoðun margra að hann sé sigurstranglegastur á mótinu, en hann sigraði ásamt Kortsnoj á sterku móti í Wijk aan Zee, sem lauk fyrir fáum vikum. IBM-skákmótið var sett á Hótel Loftleiðum í gær og við setninguna sagði Þráinn Guðmundsson forseti Skáksambands íslands að skákmót- ið, sem er það sterkasta sem haldið hefur verið á íslandi og Norðurlönd- .unum, væri viðurkenning í verki til ungu íslensku stórmeistaranna fyrir góðan árangur þeirra að undan- fömu. Þráinn sagðist einnig vona að á þessu móti yrði sáð þeim fræj- um sem skákmenn framtíðarinnar myndu blómstra úr. Matthías Á. Mathiesen utanríkis- ráðherra hélt einnig ávarp við setningu skákmótsins og sagði að það væri viðeigandi að fyrirtæki sem fengist við gervigreind og tölv- ur, stuðlaði að því að hér á Islandi hittust frjóustu hugsuðir skák- heimsins til að etja kappi við hvem annan. Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á íslandi, setti síðan mótið og í ræðu sinni sagði hann meðal ann- ars að þessu stórmóti í skák væri ekki síst ætlað að vekja athygli og glæða áhuga íslenskrar æsku á skáklistinni, og því teldi IBM-fyrir- tækið það eðlilegt framhald af þessu móti að bjóða íslenskri æsku til skákmóts í mars á næsta ári, þar sem þátttaka miðast við 16 ára og yngri. Síðan bað Gunnar bróður- son sinn, Hans Adolf Hjartarson, sem er 9 ára gamall áhugamaður um skák og félagi í Taflfélagi Reykjavíkur, að leika opnunarleik- inn í skák Margeirs Péturssonar og Viktors Kortsnoj. Undir ljósa- skothríð frá blaðaljósmyndumnum lék Hans d4 fyrir Margeir og skák- mótið var hafið. Fyrstu leikimir í öllum skákunum vom leiknir hratt og áhorfendur spáðu í stöðuna. Þeim þótti það strax vera merki um styrkleika mótsins að tveir af sterkustu skák- mönnum íslendinga, þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Áma- son, vom í hópi þeirra sem færðu leikina í skákunum upp á stóm veggtöflin sen hanga á veggnum í skáksalnum. Menn gerðu sér vonir um að skák gömlu meistaranna Portisch og Tal yrði skemmtileg því þar kom upp Meran-afbrigðið af slavneskri vöm. Tal slær í merina sögðu þeir eftir- væntingarfullir en skákin olli vonbrigðum og var einna fyrst að ljúka með jafntefli eftir tilþrifalitla 24 leiki. Snemma dró til tíðinda í skák Shorts og Ljubojevic. Ljubojevic valdi Naidorf-afbrigðið af Sykileyj- arvöm og og tefldi vægast sagt glæfralega, taldi sig greinilega standa betur að vígi en hann gerði. Short tefldi hinsvegar óaðfinnan- lega og þjarmaði jafnt og þétt að Ljubo og þegar óverjandi mát blasti við í næsta leik gafst Ljubojevic upp eftir 29 leiki. Frá upphafi skákar Shorts og Ljubojevic. Morgunblaðið/Einar Falur Sviptingaskák milli Timinan og Agdestein Hollenski stórmeistarinn Jan Timman og Simen Agdestein tefldu mjög spennandi skák þar sem Hol- lendingurinn virtist ætla að koll- sigla kollega sinn frá Noregi í byijuninni. Agdestein varðist hins vegar mjög vel og á tímabili virtist hann vera að ná undirtökunum. Þegar tímahrakið kom til sögunnar missti hann hins vegar þráðinn og þegar skákin átti að fara í bið var á borðinu vonlaust hróksendatafl sem Agdestein gaf án frekari tafl- mennsku. Hvítt: Jan Timman Svart: Simen Agdestein Drottningar-indversk vörn. 1. d4 - Rf6, 2. c4 - e€, 3. Rf3 - b6, 4. g3 - Ba6, 5. Rbd2 (5. b3 er algengari leikur, en Timman er kreddufastur og beitir ætíð textaleiknum.) — Bb7 6. Bg2 — c5?!, (6. — Be7 er mun öryggari leikur.) 7. e4! — cxd4, (Peðið á e4 var friðhelgt. 7. — Rxe4?, 8. Re5 — Rc3, 9. Dh5 — g6, 10. Dh3 og svartur tapar manni.) 8. e5 — Rg4, 9. 0-0 - Dc7,10. Hel - f6?! (Veik- ir kóngstöðuna á vafasaman hátt. 10. — Rc6 var betra.) 11. h3 — Rxe5, 12. Rxe5 — fxe5, 13. Bxb7 - Dxb7, 14. Dh5+ - Kd8, (Svarta staðan er ekki beint augna- yndi, en í slíkum stöðum nýtur Agdestein sín best og framhaidið teflir hann mjög vel.) 15. Rf3 — d6, 16. Rg5 — g6, 17. Dg4 — Kc8, 18. f4 - Rc6, 19. fxe6 - Dd7, 20. exd6 - e6, 21. Rf7 (Það er ótrúlegt að hvít áskotnist ekki meira en vesælt peð eftir vafasama taflmennsku svaita stjómandans.) — Dxg4, 22. hxg4 — Hg8, 23. Rxe5 — Rxe5, 24. Hxe5 — Bxd6, 25. Hd5 - Kc7, 26. Kg2 - Hae8, 27. Bh6 — He2+, (Svartur hefur nú öðlast undirtökin.en staðan er samt varasöm á báða bóga og tíma- hrak í aðsigi.) 28. Kh3 - Hxb2, 29. Hxd4 — g5?, (Slæm yfirsjón. Eftir 29. - He8l, 30. Hadl - Hee2, hefur svartur góða sigurmöguleika) 30. Hadl - Hg6, 31. Bxg5 (Lfklega hefur Agdestein yfírsést þessi einfalda flétta. Hvítur vinnur nú einfaldlega peð.) — Kc6, 32. Hld2 - Be5, 33. Hd5 - Hxd2, 34. Bxd2 — Hd6?, (Tímahraks af- leikur. Eftir 34. — He6 er alls óljóst um úrslit. Lokin þarfiiast ekki skýr- inga.) 35. Hxe5 — Hxd2, 36. He7 — Hxa2, 37. Hxh7 — a5, 38. g5 — He2, 39. Kg4 - He8, 40. g6 - Kd6, 41. Hb7 - Kc6, 42. Hf7 - Kc5, 43. g7 - Hg8, 44. Hc7+ - Kd6, 45. Ha7 - Kc5, 46. Kf5 - Kxc4,47. Kf6 og svartur gafst upp. Jón L. og Helgi tefldu sömu byij- un og Short og Ljubojevic. Sú skák var fremur róleg. Jón virtist þó vera að ná undirtökunum um tíma en slakaði síðan á og Helgi jafnaði taflið og þeir sömdu siðan um skipt- an hlut eftir 22 leiki. Najdorf-afbrigðið kom einnig upp í skák Jóhanns og Polugaev- skis. Jóhann fékk snemma verri stöðu á hvítt og náði aldrei að jafna taflið. Að auki lenti hann í tíma- hraki og missti að lokum tökin á stöðunni í hróksendatafli og gaf. Margeir lék d4 í fyrsta leiknum og upp kom Bogoindversk vöm. Margeir mun hafa gert ráð fyrir því að Kortsnoj myndi velja þá byij- un, og rannsakaði stöðuna kvöldið áður, „er kominn með hann á eld- húsborðið", eins og Guðmundur Siguijónsson orðaði það, en hann sá um skákskýringar á mótinu. Á tímabili virtist Margeir standa betur að vígi, en taflið jafnaðist síðan. Kortsnoj hafnaði jafnteflisboði og á endanum tók Margeir áhættu með vafasömum mannakaupum og missti við það tökin á stöðunni þeg- ar tímahrak bættist við. Skákin fór síðan í bið og var tefld áfram í gærkvöldi en Margeir gafst upp í 50. leik. Agdestein og Timman tefldu að lokum furðuskák. Agdestein beitti drottningarindverskri vöm og Timman fómaði snemma tveimur peðum fyrir sóknarfæri. Menn voru almennt sammála um það um mið- bik skákarinnar að staða Agde- steins væri gjörtöpuð en honum tókst að veijast vel og virtist síðan vera kominn með betra tafl. En þá var tíminn orðinn naumur og síðustu leikina lék Agdestein eins og hann væri að tefla hraðskák. Þá duttu göt á stöðuna og eftir 47 leiki gaf Agdestein. Önnur umferð IBM-skákmótsins verður tefld í dag og hefst klukkan 16.30. Orslit i 1. umferfi Hvitt Svart Úr s 1 i t Jón L Arnason - Helgi Olafsson 'i-'i Margeir Pétursson - Viktor Korchnoi Biðskák Nigel D Short Ljubomir Ljubojevic 1-0 Jan H Tiraman - Simen Agdestein 1-0 Lajos Portisch Mikhail N Tal 'i-'i Jóhann Hjartarson Lev Polugaevsky 0-1 Mótherjar i £. umferð Hvitt Svart Úrslit Helgi Olafsson - Lev Polugaevsky Mikhail N Tal - Jóhann Hjartarson Simen Agdestein - Lajos Portisch Ljubomir Ljubojevic - Jan H Timman Viktor Korchnoi - Nigel D Short Jón L Arnason Margeir Pétursson Short vann í 29 leikjum Skák Nigels Short og Ljubojevich hafði aðeins staðið í tæpar tvær klukkustundir og 29 leiki er júgó- slavneski stórmeistarinn, sem er stigahæstur keppenda á IBM skák- mótinu, neyddist til að rétta höndina til uppgjafar, enda mát eða stórfellt liðstap framundan. Byijun- in var Najdorf-afbrigðið í Sikileyjar- vöm sem Short er alkunnur sérfræðingur f. Heimsmeistarinn, Gari Kasparov, hefur þannig tvisvar mátt lýsa sig sigraðan gegn stór- meistaranum unga í sömu byijun. Stórmeistaramir alkunnu Portisch, Polugaevski, Ribli og Húbner eru þar einnig meðal fómarlamba. Því er auðvelt að gagnrýna byijunarval Ljubojevich, en hann lét sér fátt um fínnast, tefldi byijunina hratt og iðandi flækjur birtust skjótt á skákborðinu. Þar reyndist Short hinsvegar snjallarí, fómaði manni og eftir slæm mistök Ljubojevich innbyrti hann sigurinn glæsilega. Hvítt: Nlgel Short Svart: Ljubomir Ljubojevich Sikileyjarvörn: 1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. RcS - a6, 6. Be3 (Hvassasti leikurinn hér er 6. Bg5 en textaleikurínn hefur reynst Short vel) — e6, 7. f3 — Be7, (Polugaveski hafði annan hátt á gegn Jóhanni Hjartarsyni í sömu umferð. Áframhaldið þar varð 7. — b5, 8. Dd2 - Rbd7, 9. 0-0-0 - Bb7, 10. g4 - h6, 11. Bd3 - Re5, 12. Kbl - b4 13. Rce2 - d5I? og jafnaði taflið auðveldlega.) 8. Dd2 - b5, 9. g4 - Bb7, 10. 0-0-0 - 0-0, 11. h4 - Rc6, 12. Rxc6 —Bxc6, 13. g5 - Rd7, 14. Re2 - d5, (Ljubojevich vanmetur mögu- leika hvítu stöðunnar, enda kunnur fyrir óhóflega bjartsýni í tafl- mennskunni.) 15. Rd4 — Bb7, 16. Bh3 (Keppendur gagnrýndu þenn- an leik eftir skákina og álitu 16. f4 sterkari leik) — Re5, 17. Del — Rc4, 18. f4 — Rxe3, ( — Da5, 19. Dxa5 — Rxa5, 20. e5 var betra þótt möguleikamir liggi hjá hvítum). 19. Dxe3 — Da5, 20. Kbl — dxe4?, (Byggir á mistökum í útreikningi.) 21. Rxe6! - Hfe8? (Ein mistök leiða af sér önnur. Betra var að þiggja riddara- fómina þrátt fyrir að hvíta staðan sé mun ákjósanlegri eftir 21. — fxe6, 22. Bxe6+ - Kh8, 23. Hd7 því hvítur vinnur manninn til baka með forgjöf.) 22. h5! — Bd8?, (Jafn- gildir uppgjöf. Úrslitin eru enn óljós eftir 22 — Bf8, 23.,Rxf8 — Hxf8, 24. h6) 23. Hd7! (Glæsilega teflt! Hvíta sóknin nálgast nú svarta kónginn af meiri djörfung en fyrr og sigurinn er nú aðeins tímaspurs- mál.) — Bc6, 24. Dd4 (Hótar máti) - Bf6, 25. gxf6 - Bd7, 26. Dxd7 - Db6, 27. Rxg7 - Hed8, 28. Dg4 —Kh8, 29. Re8 og svartur gafst upp saddur lífdaga. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir SUE MASTERMAN Biðröð fyrir utan verslanir í Siebeburgen í þýskumælandi hluta Rúmeníu: „Matur! Þig dreymir hann og þú hugsar hvorki, né talar um annað.“ Rúmenía: Forboði byltingar? Verkföll i rúmenskum iðnverum og dreifing handskrifaðra flug- rita i Búkarest þar sem hvatt er til allsheijarverkfalla teljast ef til vill ekki til markverðra tíðinda í samanburði við starfsemi Einingarsamtakanna í Póllandi. En eitt er að mótmæla í Póllandi og annað að mótmæla í Rúmeniu. Pólveijar eiga yfir höfði sér fangelsisvist ef þeir ganga of langt. Rúmenar hætta lífinu ef þeir leyfa sér að mótmæla. Þriðja veturinn í röð þjást Rúmenar nú af kulda og hungri. Orka og matvæli eru skömmtuð. í opinberri tilskipun segir að herbergishiti megi ekki fara yfir 14 gráður á Celcius á heimilum, í skólastofum eða skrif- stofum, og aðeins megi loga á einni 40 kerta peru í hveiju her- bergi. Einkaakstur bfla er hrein- lega bannaður. Götulýsing er svo til engin, og ferðir almennings- farartækja eru einnig takmarkað- ar. Kuldi og vosbúð, biðraðir og skortur Fólk stendur í biðröðum, í krapi og snjó, ilia klætt og illa skóað, í von um að fá keyptan innmat úr kjúklingum eða bein til að búa úr súpu. Grænmeti er sjaldan á boðstól- um, og sama er að segja um ávexti, að frátöldum uppþomuð- um eplum, sem stundum fást keypt á svörtum markaði. Brauð eru skömmtuð, og er skammtur- inn hálft kfló á mann á dag, en þau eru oft orðin gömul þegar þau berast í búðimar. Þriðji hver maður starfar, ýmist af fúsum vilja eða tilneyddur, sem uppljóstrari fyrir leyniþjónustuna. Sú starfsemi felur meðal annars í sér að láta vita ef nágranninn er grunaður um að nota óleyfíleg rafmagnstæki. í öllum fjölbýlis- húsum hafa húsverðir lykla og geta farið inn í íbúðir hvenær sem er til að sjá hvort farið er eftir settum reglum. Flugritin, sem hvetja til alls- heijar verkfalla og að Nicolae Ceaucescu forseta og stjóm hans verði steypt af stóli, eru oftast handskrifuð. Það er vegna þess að allar ritvélar í landinu em skráðar hjá lögreglunni, og þar af leiðandi einnig hjá leyniþjón- ustunni, svo unnt er að fylgjast með þeim sem þær nota. Flugrit- unum er oftast lætt niður í vasana hjá fólki á stöðum þar sem margt er um manninn, eins og á við- komustöðum strætisvagna eða jámbrautastöðvum. Flugrit og andspyrna Þótt George Bush varaforseta Bandaríkjanna hafi orðið það á að segja að Rúmenar nytu forrétt- inda í Bandaríkjunum - vegna þess að þeir þyrðu að fara eigin leiðir gegn stefnu Sovétríkjanna í utanríkismálum og bæta sam- búðina við Kína og Israel - hefur ferill stjómar Ceaucescus í mann- réttindamálum farið versnandi. Ungverski minnihlutinn í vest- urhéruðum landsins verður fyrir stöðugum ofsóknum, og þýzku- mælandi minnihlutinn sem sækir um leyfi til að flytjast til Vestur Þýzkalands verður að greiða lausnargjald í erlendum gjaldeyri. Ceaucescu er tregur til að veita nokkmm manni leyfi til að flytj- ast úr landi þar sem hann stefnir að því að íbúafjöldi landsins tvö- faldist fyrir árið 2000. Fyrir þremur árum var haldið upp á dag kvenna 8. marz með opinberri tilskipun um að allar heilbrigðar konur skuli eignast í það minnsta fiögur böm. Síðan hafa konur er starfa í verksmiðj- um þurft að mæta mánaðarlega í skoðun hjá kvensjúkdómalækn- um. Verði þær þungaðar er fylgzt með þeim þar til bamið fæðist. Óútskýrt fósturlát getur leitt við- komandi konu í fangelsi vegna gruns um ólöglega fóstureyðingu. Barneignaskylda Rúmenía er auðugt land með mikla landbúnaðarframleiðslu og næga orku. Þjóðin þjáist hinsveg- ar af hungri og kulda vegna þess að Ceaucescu hefur mælt svo fyr- ir að greiða beri upp erlendar skuldir landsins, sem nema um 6.600 milljónum dollara (rúmlega 260 milljörðum króna), fyrir árið 1990. Af þeim sökum er svo til öll uppskera flutt út, og sömuleið- is heiztu orkugjafamir. Rúmenar fá svo leifamar. Vannæring og tilheyrandi sjúkdómar taka svo sinn toll á hveijum vetri. Undirrót byltingar er þegar farin að grafa um sig. Sérstaklega er rúmenskum konum nóg boðið. í sveitum geyma þær á laun hluta uppskerunnar til eigin nota og minnka þannig framboðið í borg- unum. Þær neita að láta gera sig að einskonar bamsburðarvélum, meðan þær þurfa einnig að sinna öllum útiverkum á búgörðunum þar sem karlamir starfa í iðn- vemnum á virkum dögum. í borgum neita konur nú að að senda böm sín á ríkisrekin dag- heimili meðan þær stunda vinnu sína í iðnaði, því dánartalan á dagheimilunum er mjög há, sögð allt að 50%. Stjóm Ceaucescus segir að þessi mótmælaalda eigi rætur að rekja til “erlendra ögrana". Er- lendir sendifulltrúar, sem til þekkja, telja að þetta geti að nokkm leyti átt við rök að styðj- ast, en nú blási þessir vindar úr Austri en ekki Vestri. Nýjum yfjr- völdum í Sovétríkjunum undir fomstu Gorbachevs blöskri per- sónudýrkunin í Rúmeníu, þar sem fyrirhugað er að eiginkona Ceauc- escus, Elena, verði eftirmaður hans í forsetastóli. Spilling, áfeng- isvandamál, forréttindi og klíku- skapur ráða þar ríkjum - en allt em þetta vandamál sem Gorb- achev hefur lýst yfír að hann muni uppræta. Ef Ceaucescu riðar til falls í forsetastólnum, væri Sovétmönnum það ekkert á móti skapi að flýta fyrir fallinu. Höfundur er blaðamaður hjá brezka blaðinu The Obser- ver.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.