Morgunblaðið - 20.02.1987, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987
íslandsmeistarakeppnin í dansi í Laugardalshöll:
Yiljum gera dans að íþróttagrein
— segir Heiðar Ástvaldsson, danskennari
Morgunblaðið/Sveinn
Frá fegurðarsamkeppninni sem var meðal skemmtiefnis.
Barðaströnd:
Árshátíð grunnskólans
Barðaströnd.
í BYRJUN febrúar hélt grunn-
skóli Barðastrandar árshátíð
fslandsmeistarakeppnin í dansi
verður haldin i Laugardalshöllinni
sunnudaginn 1. mars. Keppnin er
haldin á vegum Dansráðs íslands,
en að ráðinu standa Félag
islenskra danskennara og Dans-
kennarasamband íslands. Yfir-
dómari verður Englendingurinn
Denis Tavener og meðdómendur
verður danska parið Laxholm,
sem hafnaði i öðru sæti i Stand-
ard- dönsum i heimsmeistara-
keppninni.
-í
í eftirmiðdaginn keppa böm og
um kvöldið unglingar og fullorðnir.
Setningarathöfnin hefst kl. 15.00
með ávarpi Hermanns Ragnars Stef-
á.
Þorri seldi
í Aberdeen
ÞORRI SU seldi afla sinn, 53,3
Iestir í Aberdeen á miðvikudag.
Heildarverð var 3,3 milljónir
króna, meðalverð 61,40.
Fremur sjaldgæft er að íslenzk
fiskiskip selji afla sinn annars staðar
í Bretlandi en í Hull og Grimsby, en
þar eru helztu fiskmarkaðir landsins.
Hins vegar sparast um tveggja sólar-
hringa sigling á því að selja í
Aberdeen í stað þess að fara á fyrr-
nefnda staði. Á miðvikudag var verð
ennfremur hærra í Aberdeen en það
var fyrri hluta vikunnar í Hull og
Grimsby.
ánssonar, formanns dansráðsins,
framkomu keppenda. Því næst munu
Laxholm-hjónin sýna svokallaða
„Standard" dansa, sem eru enski
valsinn, foxtrot, quickstep, tangó og
vínarvalsinn. Einnig munu nemendur
úr jazzballettskólum innan dansráðs-
ins og nemendur annarra ballettskóla
verða með sýningaratriði. Eftir það
hefst keppnin í riðli 7 ára krakka
og yngri. Nú þegar hafa yfir 100
pör látið skrá sig í bamariðlana og
yfir 50 pör í unglinga- og fullorðins-
riðla. Bamariðlar era flórir: 7 ára
og yngri, 8 og 9 ára krakkar, 10 og
11 ára krakkar og 12 og 13 ára
krakkar, en frá og með þeim aldri
keppa allir í tveimur dönsum, suð-
rænum og standard dönsum. í
unglinga- og fullorðinsflokki era
einnig flórir riðlan 14 og 15 ára
unglingar, 16 til 34 ára, 35 til 49
ára og 50 ára og eldri. Einn riðill
er síðan ætlaður þeim sem hafa at-
vinnu að því að kenna dans.
Heiðar Ástvaldsson, danskennari
og stjómarmaður Dansráðs íslands,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
með því að halda þessa Islandsmeist-
arakeppni væra danskennarar að
vonast til að hægt verði að byggja
upp dans á íslandi, hægt verði að
gera keppnina að árlegum viðburði
og að íslenskir dansarar geti keppt
við „kollega" sína erlendis í þessari
íþróttagrein, sem stunduð er um alla
veröld. „Við eram að vonast til þess
að hér á íslandi sem annars staðar
verði dans viðurkenndur, sem hver
önnur íþróttagrein og hægt verði að
halda mót í dansi eins og tíðkast
annars staðar. Að þessu sinni eram
við aðeins með tvo dansa og í fram-
tíðinni er hugmyndin að flö'.ga þeim
þannig að keppt verði í fimm suðræn-
um dönsum og fimm standard
dönsum."
Heiðar sagði að áhugi á dansi
væri gífurlega mikill hér á landi.
Hinsvegar væri aðstaðan til dansiðk-
unnar fyrir neðan allar hellur. „Ég
hef hreint ekki hugmynd um hvert
ég á að vísa því fólki sem virkilega
vill fara út til að dansa. Ástandið á
danshúsunum er þannig að fólki er
staflað inn eins og síld í tunnu og
er alls ekki gert ráð fyrir því að fólk
vilji dansa. Það eina sem það getur
gert er að hreyfa sig í takt við tón-
list undir nafninu „diskóhopp". Við
eram að vonast til þess að ástandið
batni og hægt verði til dæmis að
setja upp veitingastað fyrir það fólk
sem vill fara út gagngert til að
dansa. Hinsvegar þýðir ekkert að
stafla okkur inn á lélegustu lélegustu
húsin, ekkert frekar en á sínum tíma
var sagt að miðvikudagar skyldu
vera þurrir dagar og þá gátu allir
þeir sem ekki vildu smakka áfengi
farið út að skemmta sér. Ég held
sjálfur eftir öll þessi ár í dansinum
að áhugafólk um dans taki sig sam-
an um að koma hreinlega upp
danshúsi. Hugmyndin er ekki langt
komin og húsnæði er ekki í sjónmáli
ennþá, en fullviss um að þessi draum-
ur á eftir að verða að veraleika,"
sagði Heiðar.
í stjórn Dansráðs íslands era auk
Heiðars og Hermanns Ragnars, Iben
Sonne, sem allir era fulltrúar Dans-
kennarasambands íslands í ráðinu
og fyrir hönd Félags íslenskra dans-
kennara sitja þau Níels Einarsson
og Bára Magnúsdóttir í stjóm dans-
ráðsins.
sína með skemmtidagskrá sem
þau sáu sjálf um.
Meðal skemmtiefnis var hljóm-
sveitin Æði sem spilaði og söng,
fegurðarsamkeppni, frumsaminn
dans hjá 7 og 8 ára bömum,
spumingaþáttur ofl.
Um 70 manns komu á hátíðina
og fengu allir kaffi og kökur sem
krakkamir sáu um sjálf.
Kynnir á hátíðinni var Elísabet
Ragnarsdóttir sem er í 5. bekk.
SJÞ
Ólafsfjörður:
Snjótroðarinn kominn
ÓLAFSFIRÐINGAR hafa ráð
undir rifi hveiju. Að minnsta
kosti vafðist það ekki fyrir
þeim að ná snjótroðara sínum
upp úr Ólafsfjarðarvatni fyrir
skömmu. Svo ilia vildi til, þegar
verið var að fara með troðar-
ann yfir vatnið fyrir nokkru,
að ísinn lét undan.
Gerð var út sérstök björgunar-
sveit undir stjóm Kristins Gísla-
sonar, bæjarverkstjóra, til að ná
troðaranum upp. Björgunar-
mennimir komu miklum tijám
undir troðarann, sem hékk á
tönninni á ísskörinni og var nær
lóðréttur í vatninu. Þeir notuðu
síðan krafttalíu til að hnika troð-
aranum upp á trén og síðan var
hann dreginn á þurrt. Troðarinn
reyndist ekki gangfær eftir bað-
ið, en síðar tókst að ræsa vélina.
Meðfylgjandi myndir tók Svavar
B. Magnússon, ljósmyndari
áþurrt
Morgunblaðsins á Ólafsfírði, og
sýna þær hvemig til tókst. Á
hópmyndinni eru, talið frá vinstri
Bjöm Þór Ólafsson, Sigurgeir
Svavarsson, Ámi Helgason,
Gunnólfur Ámason, Kristinn
Gíslason, Guðmundur Gíslason
og Gísli kristjánsson.
fþrótta og tóm-
stundaráð:
Hátíðarhöld
á Lækjartorgi
á Oskudag
ÍÞRÓTTA og tómstundaráð hefur
nú hafið undirbúning að hátíðar-
höldum í Reykjavík á öskudag,
sem er hinn 4. mars næstkom-
andi. f því skyni hefur verið
auglýst eftir skemmtiatriðum f
grunnskólum f höfuðborginni.
Á Öskudegi undanfarin ár hafa
böm og unglingar haft það fyrir
venju að klæða sig í furðuföt og
mála sig í stfl, um leið og þau koma
í bæinn til að sýna sig og sjá aðra.
Til þess að eitthvað verði um að vera
í bænum á þessum degi mun íþrótta
og tómstundaráð efna til skemmtun-
ar á Lækjartorgi. Öll böm og ungl-
ingar, sem hafa áhuga á að koma
fram með skemmtiatriði af einhveiju
tagi, geta haft samband við skrif-
stofu íþrótta og tómstundaráðs og
látið skrá sig til þáttöku f hátíðar-
höldunum.
GENGIS-
SKRANING
Nr. 34 -19. febrúar 1987
Kr. Kr. Toll-
Ein. KI. 09.15 Kaup Sala gengi
Dollarí 39,480 39,600 39,230
St.pund 60,108 60,291 60,552
Kan.dollari 29,512 29,602 29,295
Dönskkr. 5,6460 5,6632 5,7840
Norskkr. 5,5933 5,6103 5,6393
Sænskkr. 6,0178 6,0361 6,0911
Fi.mark 8,5882 8,6143 8,7236
Fr.franki 6,3868 6,4062 6,5547
Belg.franki 1,0277 1,0308 1,0566
Sv.franki 25,1786 25,2551 26,1185
Holl. gyllini 18,8318 18,8891 19,4303
V-þ. mark 21,2658 21,3305 21,9223
Ítlíra 0,02992 0,03001 0,03076
Austurr. sch. 3,0247 3,0339 3,1141
Port escudo 0,2755 0,2763 0,2820
Sp.peseti 0,3028 0,3037 0,3086
Jao.ven 0,25537 0,25615 0,25972
Irsktpund 56,666 56,838 58,080
SDR(Sérst) 49,5341 49,6856 50,2120
ECU, Evrópum. 43,9807 44,1144 45,1263