Morgunblaðið - 20.02.1987, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1987
Ellefu
íþróttamenn
heiðraðir
MORGUNBLAÐIÐ hefur undan-
farin ár heiðrað íslenskt afreks-
fólk í íþróttum og í gœr fengu
ellefu íþróttamenn viðurkenn-
ingu fyrir unnin afrek á sfðasta
ári.
Árangur íslenskra íþrótta-
manna var sérstaklega gófiur á
árinu sem leifi og hefur sjaldan
verifi betri. Hæst ber frækilegan
árangur landsliðsins í handbolta
á HM, en knattspyrnulandsliðið
stóð sig einnig vel í Evrópu-
keppninni í haust. Körfuknattleik-
urinn er á uppleifi, sundfólkifi er
í mikilli framför, skíðamenn
sækja á og kylfingar eru í stöð-
ugri sókn.
Eftirtaldir afreksmenn voru
heiðraðir:
Knattspyrna
Guðmundur Torfason, Fram,
markakóngur 1. deildar.
Viðar Þorkelsson, Fram, stiga-
hæsti leikmaður 1. deildar í
einkunnagjöf Morgunblaðsins.
Handknattleikur
Egill Jóhannesson, Fram,
markakóngur 1. deildar.
Guðmundur Guðmundsson,
Víkingi, handknattleiksmaður
ársins.
Körfuknattleikur
Valur Ingimundarson, UMFN,
stigakóngur úrvalsdeildarinnar.
Pálmar Sigurðsson, Haukum,
körfuknattleiksmaður ársins.
Linda Jónsdóttir, KR, körfuknatt-
leikskona ársins og stigadrottn-
ing.
Golf
Úlfar Jónsson, GK, kylfingur
ársins.
Steinunn Sæmundsdóttir,
golfkona ársins.
Sund
Eðvarð Þór Eðvarðsson, sund-
maður ársins.
Skfði
Einar Ólafsson, ísafirði, skíða-
maður ársins.
MorgunDlaöiö/Bjarm tiriKsson
• Morgunblaðið heiðraði ellefu fþróttamenn fýrir unnin afrek á sfðasta ári. Á myndinni eru f fremri
röð frá vinstri: Linda Jónsdóttir KR, körfuknattleikskona ársins, Haraldur Sveinsson, framkvæmda-
stjóri Morgunblaðsins, Steinunn Sæmundsdóttir GR, golfkona ársins, og Guðmundur Guðmundsson
Vfkingi, handknattleiksmaður ársins. Aftari röð frá vinstri: Halldór B. Jónsson, sem tók við viðurkenn-
ingunni fyrir hönd Guðmundar Torfasonar Fram, markakóngs 1. deildar í knattspyrnu, Halldór
Ólafsson, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd bróður síns, Einars Ólafssonar ÍBI, skíðamanns
ársins, Viðar Þorkelsson Fram, stigahæsti leikmaður 1. deildar f knattspyrnu í einkunnagjöf Morgun-
blaðsins, Valur Ingimundarson UMFN, stigahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik,
Pálmar Sigurðsson Haukum, körfuknattleiksmaður ársins, Egill Jóhannesson Fram, markakóngur
1. deildar f handknattleik, og Úlfar Jónsson GK, kylfingur ársins. Á myndina vantar Eðvarð Þór Eð-
varðsson UMFN, sundmann ársins.
-j® Nurnberg er spáð glæstri framtfð.
ZANUSSI
KÆLI-
SKÁPUR
Gerö Z—5250 H
200 lítra kælir.
Mál H x B x D =
142x53x60 cm.
50 lítra 4ra stjörnu sér
frystihólf.
Sjálfvirk afhríming í kæli-
skáp.
Frystigeta 5 kg/24 klst.
Val á huröaropnun
(hægri-vinstri).
Fæst í 5 litum.
Hagstætt verð.
Góð kjör.
Þýska knattspyrnan:
Mikil barátta
hjá botnliðunum
Frá Slgurði Bjömssyni f V-Þýskslandi.
NEÐSTU liðin f þýsku Bundeslig-
unni f knattspyrnu eiga erfiðar
vikur og mánuði fyrir höndum.
Tvö neðstu falla, en liðið, sem
hafnar f 16. sæti, leikur við þriðja
efsta lið 2. deildar um sæti f 1.
deild næsta tfmabil. Þvf er mikil
og hörð barátta framundan hjá
neðstu liðunum og ekkert iið mun
falla átakalaust.
Eintracht Frankfurt
Franljfurt-liðið upplifir nú aðra
tíma en áður. í stað þess að vera
með í toppbaráttunni, hefur liðið
undanfarin fjögur ár verið í botn-
baráttunni og í fyrra slapp liðið
rétt við fall. í lok fyrri umferðar dró
til tíðinda hjá Frankfurt en þá var
þjálfari liðsins, Weise, rekinn eftir
að hafa lent í útistöðum við for-
ráðamenn liðsins um nýráðinn
framkvæmdastjóra, Wolfgang
Krause, en hann leikur einnig með
liöinu. Weise þykir með virtari þjálf-
urum í Þýskalandi og er erfitt að
geta sér til um hvernig brottrekst-
ur hans virkar á liðið.
Frankfurt sýnir af og til mjög
góða leiki og eru mjög góðir menn
í liðinu eins og t.d. pólski landsliðs-
maðurinn Smolarek og þýsku
landsliðsmennirnir Thomas Bert-
hold og Ralf Falkenmayer svo og
Andreas Miiller, en hann er aðeins
átján ára gamall og þykir einn sá
efnilegasti í dag í þýsku knatt-
spyrnunni.
Seinni umferðin kemur til með
að verða erfið leikmönnum Frank-
furts, en iiðið hefur alla burði til
að hækka sig í stigatöflunni.
Niirnberg
Eins og Frankfurt lifir Nurnberg
á fornri frægð, en ekkert annað lið
hefur eins oft orðið Þýskalands-
meistari og Nurnberg. Liðið kom
upp úr annarri deild fyrir tveimur
árum og er skipað mjög ungum
og efnilegum leikmönnum. Meðal-
aldur leikmanna er sá lægsti í
Bundesligunni, rétt um tuttugu og
tvö ár.
Nurnbergliöinu er spáö glæstri
framtíð, en reynsluleysið hefur háð
liðinu mjög það sem af er tímabil-
inu. Nurnberg spilar sóknarknatt-
spyrnu og vill þá oft vörnin
gleymast. Því hafa þeir tapað
mörgum stigum af hreinum klaufa-
skap og segir fimmtánda sætið
ekkert til um getu liðsins.
Margir stórefnilegir leikmenn
eru í liðinu eins og Dieter Eck-
stein, en hann lék sinn fyrsta
landsleik gegn Austurríkismönn-
um í vetur svo og Stefán Reuter
aðeins tvítugur að aldri sem hefu'r
þegar skipað sér á bekk mefi bestu
leikmönnum í Þýskalandi. Með
sama áframhaldi verður hann „li-
beró" í þýska landsliðinu að sögn
Frans Beckenbauer.
í seinni umferðinni verður gam-
an að fylgjast með Nurnbergliðinu
því það er til alls líklegt.
Homburg
Homburg er það lið ásamt, Dús-
seldorf og Berlin, sem fyrirfram var
dæmt til að standa í botnbarát-
tunni. Þessi þrjú lið koma til með
að berjast um sextánda sætið, en
það veitir rétt til að spila viö það
lið sem verður í þriðja sæti annarr-
ar deildar um sæti í Bundesligunni.
Homburg, sem nú spilar í fyrsta
skipti í sögu félagsins í Bundeslig-
unni, var fyrir þremur árum
áhugamannaliö og hafa hlutirnir
gengið hratt fyrir sig. Aðeins tvö
ár í annarri deild og síðan sú fyrsta.
Velgengni liðsins hefur komið á
óvart og er takmarkið að halda sér
uppi fyrsta árið. Það hefur gengið
á ýmsu hjá Homburg og var þjálfar-
inn rekinn eftir aðeins þrjár
umferðir. Einnig hafa meiðsl hrjáð
leikmenn liðsins og hafa þeir oft-
ast teflt fram hálfgerðu varaliði.
Homburg hefur nú tveggja stiga
forskot á Dússeldorf og Berlin og
mun þetta verða mjög hörð bar-
átta milli þessa liða um sextánda
sætið.
Blau-Weiss Berlin
Berlin er eins og Homburg í
fyrsta skipti í sögu félagsins í Bun-
desligunni og bæði voru áhuga-
mannalið fyrir þremur árum.
Aðeins tveir leikmenn liðsins hafa
einhverja reynslu í Bundesligunni.
Þþað eru þeir Horst Feilzer, sem
í fyrra spilaði með Bayer Uerding-
en, og markvörður liðsins, Rein-
hard Mager, sem lengi spilaði með
Bochum. Er fyrri umferðin var
hálfnuð lánaði Ánderlecht Belgíu-
manninn Vanderberg og hefur
koma hans styrkt liðiö nokkuð, en
liðinu er ýmsu ábótavant og eru
erfiðir tímar framundan fyrir Blau-
Weiss.
Fortuna Dusseldorf
Dússeldorf vermir nú neðsta
sætið eins og svo oft áður, ón
síðastliðin ár hefur þeim tekist á
síðustu stundu að sleppa við fall.
En Dússeldorf-liðiö hefur þó sýnt
að það geti spilaö góða knatt-
spyrnu og þá sér í lagi í bikar-
keppninni, en þar sló liðið út lið
eins og Bayer Leverkusen og Bay-
ern Múnchen. Reynsla leikmanna
Dusseldorf mun eflaust reynast
þeim dýrmæt í fallbaráttunni og
eru þeir þar betur settir en leik-
menn Homburg eða Berlin.
Eins og sjá má á þessari úm-
fjöllun, má búast við spennandi
keppni þegar Bundesligan fer aftur
af stað á morgun, hvort sem litið
er á botn eða topp deildarinnar.
LÆKJARGÖTU 22 HAFNARFIRÐI SÍMI: 50022