Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 17 Hvað er í sögu- svuntunni? Leiklist Jóhann Hjálmarsson Brúðuleikhúsið Sögusvuntan á Litla sviði Þjóðleikhússins: SMJÖTBITASAGA. Handrit, brúður, leikmynd: Hallveig' Thorlacius. Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. Brúðustjórn og raddir: Hallveig Thorlacius. Eins og svo oft áður hefur verið vikið að er brúðuleikhús kjörinn vettvangur leikrænnar gleði og get- ur haft margt til mála að leggja. Það er greinilegt að þeir sem iðka brúðuleik og standa fyrir slíkum sýningum hafa náð árangri og tæknilega séð fer hlutur brúðuleik- sýninga vaxandi. Aftur á móti skortir margar íslenskar brúðuleik- sýningar frumleik, en nokkrar góðar undantekningar frá þessu hafa aukið hróður íslenskra brúðu- leiksýninga og valdið því að menn vænta sér mikils af þessari grein leiklistar. Brúðuleikhúsið Sögusvuntan sem á undanförnum árum hefur farið víða með sýningar handa leikskóla- og dagheimilakrökkum kynnti á sunnudaginn nýjar sögur. Smjör- bitasaga nefnist þessi dagskrá. Höfundur texta, hönnuður brúða og leikmyndar er Hallveig Thorla- cius og sér hún einnig um brúðu- stjórn og flutning. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. I Smjörbitasögu er með hefð- bundnum hætti sagt frá snáðanum Smjörbita og hundinum hans, Gull- intanna. Einnig koma við sögu móðir Smjörbita, sem er dugleg að baka kleinur, ráðagóður álfakóng- ur, ógnvekjandi skessa og fjölmörg dýr. Sögusvið er undir Jökli. Efnið og framsetning þess er fyrir yngstu áhorfendur og hentar þeim ágæt- • Lokaðir.olíu- kældir og sjálfsmyrj- andi • Vatnsþétting- IP 66 • Fyllsta gang- öryggi, lítið viðhald = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Hallveig Thorlacius og nokkrir „leikendur“ Smjörbitasögu lega. Auðveldlega gengur að fá þessa áhorfendur til að taka þátt í leiknum, enda eiga þeir að vera virkir. Eldri krakkar eru aftur á móti gagnrýnni og Smjörbitasaga þess vegna of einföld fyrir þá. Brúður eru skemmtilega gerðar og leikmyndin hin ævintýralegasta svo að þetta gleður allt saman aug- að. Framsögn Hallveigar Thorlacius er mjög skýr og hún nær beint til áhorfenda. Textinn er gæddur. þægilegri kímni. Smjörbitasaga náði þeim tilgangi sínum að kæta unga áhorfendur, sjá þeim fyrir hollri skemmtun með góðum boðskap. Svona sýningar eru líka æskileg þjálfun fyrir hug- myndaflugið. En eins og fyrr sagði þarf brúðuleikhúsfólk að huga að nýjum leiðum og ástunda meiri dirfsku í túlkun. Brúðuleikhúsið á að vera lifandi og síbreytilegt eins og önnur leikhús. Electrolux BW 200 K UPPÞVOTTA- VÉLAR 34.105 st.gr. Hljóðlátar, fullkomin þvottakerfi, öflugarvatns- dælur sem þvo úr 100 lítrum á mínútu, þrefalt yfirfallsöryggi, ryðfrítt 18/8 stál í þvottahólfi, barnalæsing, rúmarborð- búnað fyrir 12 til 14 manns. Vörumarkaðurinnlií. Eiöistorgi 11 - simi 622200 Margrét Björgvinsdóttir skrifar frá Winnipeg: Þorskastríð Kanadamanna Þorskastríðið er orð sem heyrist nú daglega í fréttum í Kanada. Tildrögin eru þau að 24. janúar sl. gerði sambandsstjórn Kanada fiskveiðisamninga við Frakka án þess að ráðfæra sig við stjórnvöld í Nýfundnalandi hvað þá að Ný- fundnalandsmenn ættu sæti í þeirri nefnd sem stóð að samningunum. Brian Peckford forsætisráðherra Nýfundnalands varð æfur vegna þessara samninga, sem leyfa Frökkum auknar veiðar á miðun- um sunnan Nýfundnalands, enda sagði hann þessar veiðar verða til þess að skerða enn þorskstofninn á þessum svæðum. Fiskveiðikvót- inn hefur þegar verið lækkaður verulega á umræddum svæðum fyrir kanadíska sjómenn til þess að viðhalda stofnunum, enda hafa þeir sjómenn sem stunda fiskveiðar á minni bátum upp við strendur Nýfundnalands og inni á fjörðun- um róið á næstum físklaus mið nú sl. ár. Er kennt um ofveiði verk- smiðjutogaranna, bæði franskra og kanadískra utar á miðunum. Forsaga máls er sú að Frakkar eiga nokkrar smáeyjar, St. Pierre- Miquelon, sem liggja um 20 km fyrir sunnan strönd Nýfundna- lands. Deilan hófst árið 1978 er Frakkar gerðu tilka.ll til 20 mílna lögsögu kringum eyjarnar, en árið áður hafði Kanada fært lögsögu frá Nýfundnalandi í 20 mílur. Af- leiðingin var sú að lögsaga þessara tveggja landa skaraðist á svæðun- um kringum St. Pierre-Miquelon. Sem bráðabirgðalausn var fallist á að Frakkar hefðu 6.400 tonna veiðikvóta, og fylgdu þeir því að mestu fram til 1984 er franskir togarar juku veiðamar upp í 26 þúsund tonn að Kanadamönnum forspurðum. Með nýju janúarsamningunum hefur Ottawa-stjóm fengið Frakka til að fallast á að leggja lögsögu- málið undir alþjóðadómstól, og er talið að úrlausn muni fást innan fjögurra ára. A meðan leyfa þeir Frökkum auknar veiðar við Ný- fundnaland, eða allt fram til ársins 1991. Sjávarútvegsráðherra sam- bandsstjómarinnar, Thomas Siddon, segir það ekki of hátt verð ef takist í staðinn að ná úrlausn í lögsögudeilunni. Ráðamenn og sjó- menn á Nýfundnalandi em á öðru máli og sama er raunar að segja um íbúa frönsku eyjanna St. Pi- erre-Miauelen. Þeir njóta ekki góðs af veiðum togaranna sem koma frá Frakklandi og fara þangað aftur með afla sinn. „Ofveiðin mun gera út af við þorskstofninn okkar sunnan við Nýfundnaland,“ sagði Gordon Cummings, forstjóri National Sea Products í Halifax. „Það hefði ve- rið nær að gera Frökkum úrslita- kosti, annaðhvort veiði þeir innan þriggja mílna lögsögu kringum St. Pierre-Miquelon eða við sendum kanadíska flotann gegn þeim.“ Margir þingmenn hafa tekið undir það með Brian Peckford að næsta ósæmilegt hafí verið af sjáv- arútvegsráðuneytinu í Ottawa að ganga til samninga án þess að hafa ráðamenn í Nýfundnalandi með í samninganefndum, þar sem Nýfundnaland er það kanadískt fylki sem mestu mun tapa á veiðum Frakka. Og í fjarveru Brian Mulro- ney forsætisraðherra sambands- stjómar féll það í hlut varaforsæt- isráðherra, Don Mazankowski, að biðja Brian Peckford formlega af- sökunar í þingsölum sambands- þingsins. Stjórnunarfélag Islands m X TOLVUPJALFUN ÞJÁLFUNARBRAUT TÖLVUSKÓLANS Þau notendahugbúnaðarkerfi (ritvinnsla, töflureiknar, gagnasafnskerfi) sem notuð eru í dag eru mjög öflug. Notendur nota hins vegar yfirleitt ekki nema hluta kerfanna, það sem á vantar eru yfirleitt þeir hlutar kerfanna sem mesta vinnu spara. Á stuttum námskeiðum ná þátttakendur ekki að tileinka sér þessa flóknu hluti. Nú er í boði námsbraut þar sem nemend- ur eru þjálfaðir í notkun þessara kerfa. Þessi braut er ætluð fólki í atvinnulífinu sem viil ná færni á þessu sviði. Og með færninni margfald- ast afköstin. Þessi braut er því tilvalin fyrir nýtt starfsfólk fyrirtækja. Námið er byggt upp sem 4 sjálfstæðir áfangar. Eftir að hafa tekið fyrsta áfangann, GRUNN, er hægt að taka þá áfanga af hinum þremur sem henta. ÁFANGAR: 1. GRUNNUR Kynning á einkatölvum. Helstu skipanir stýrikerfisins MS-DOS og öll helstu hjálparforrit þess. Kynning á ritvinnslukerfi, töflureikni og gagnasafnskerfi. Þetta er sami áfangi og áfangi 1 í Forritunar- og kerfisfræðibraut Tölvuskólans. Þetta er besta byrjendanámskeið um einkatölvur sem völ er á. Þrisvar til fjórum sinnum lengra og itarlegra en önnur byrjendanámskeið. 40 klst. 2. RITVINNSLA Nemendur fá þjálfun í notkun ritvinnslu. Farið verður i uppsetningu bréfa og skjala, helstu staðla, dreifibréf, samruna skjala og fleira. Nemendur velja annað hvort ritvinnslukerfanna Word eða Orðsnilld (WordPerfect). 32 klst. 3. TOFLUREIKNAR Þjálfun i notkun töflureikna. Helstu notkunarsviö, s. s. uppsetning likana, áætlanagerð, bókhald og töluleg úrvinnsla. Myndræn fram- setning gagna. Nemendur velja á milli kerfanna Lotus 1-2-3 og Multiplan. 32 klst. 4. GAGNASAFNSKERFI Þjálfun í notkun gagnasafnskerfisins dBase III + . Uppbygging gagna- safna, fyrirspurnir, skýrslugerð og póstlistar. Forritun i dBase III + . Einnig verður farið i flutning gagna milli kerfa t. d. ur dBase III + yfir í töflureikni eða ritvinnslu. 36 klst. Næsti GRUNN-áfangi hefst 3. mars 1987. Kennt verður á morgnana, frá kl. 8 til 12, þriðjudaga, fimmtudaga og annan hvern föstudag. Nánari upplýsingar verða gefnar hjá Stjórn- unarfélagi íslands í síma 621066. a Stjórnunarfélag Islands Jk TÖLVUSKOU Ánanaustum 15 • Símh 6210 66 1 i. x
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.