Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 27
T8er HAÚHaa’? .22 HUDAamnvaiM .aiaAjaviUDHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 ae 27 Símon Sigurjónsson og sonur hans Guðmundur á barnum í Naustinu, en Guðmundur er starfandi þjónn þar. Símon aftur í Naustið „ÉG verð nú bara þarna sem gestaþjónn til að byrja með, á fimmtudags- og sunnudags- kvöldum, tvo til þrjá tíma í senn. Ég ætla að sjá til hvað ég get,“ sagði Simon Sigurjóns- son framreiðslumaður, sem nú er kominn aftur á sinn gamla stað á barnum í Naustinu, tvö kvöld í viku. Símon hóf störf í Naustinu þeg- ar húsið var opnað, 6. nóvember 1954 og starfaði þar nær óslitið síðan, eða þar til hann veiktist í júlí 1985. Síðan hefur Símon ve- rið frá vinnu þar til nú, að hann hefur aftur komið sér fyrir á sínum gamla stað fyrir innan bar- borðið. „Það er nú varla hægt segja að ég sé byijaður aftur. Ég verð þarna sem gestaþjónn, aðallega til leiðbeiningar og aðstoðar öðr- um þjónum hússins sem verða líka þama á bamum. Svo sjáum við til hvað setur", sagði Símon. Landssamband smábátaeigenda: Veiðum í drag- nótina mótmælt LANDSSAMBAND smábátaeigenda hefur sent sjávarútvegsráðherra bréf, þar sem mótmælt er þeirri ákvörðun að leyfa áframhaldandi og nánast óbreyttar veiðar í dragnót á því veiðitímabili, sem nú er hafið. í bréfi landssambandsins segir svo: „Landssamband smábátaeig- enda vill gjarnan benda yður á að aðalfundur þann 26. október síðast- liðinn samþykkti ítarlegar tillögur um tilhögun dragnótarveiða hér við land. Þar sem sjávarútvegsráðu- neytið hefur marglýst því yfir að stofnun Landssambands smábáta- eigenda hafi verið bráðnauðsynleg til að ráðuneytið gæti haft það í samráði um hluti, sem varða félags- menn L.L. er það kaldranaleg staðreynd að þessum tillögum hefur algjörlega verið stungið undir stól. Ekkert veiðarfæri, sem notað er við íslandsstrendur, er jafn umdeilt og dragnótin. Því telur S.L. eðlilegt að mjög varlega sé farið í leyfisveit- ingar fyrir þetta veiðarfæri.“ Rey ðarfj örður: Snæfugl kom með 158 tonn fyrir helgina SNÆFUGL kom inn fyrir helgi með 158 tonn af fiski, aðallega þorski, og er Snæfugl þá búinn að veiða 540 tonn í 4 veiðiferðum frá áramótum. Einn sölutúr var farinn til Þýskalands og seld voru 180 tonn. Um 360 tonnum hefur verið landað hér heima og þeim skipt á milli tveggja fyrir- tækja, frystihúss KHB og Fisk- verkunarstöðvar GSS. Búið er að taka á móti 18000 tonnum frá áramótum í Síldarverk- smiðju ríkisins, af því er búið að bræða 12500 tonn. Nægt þróarrými er fynr 2500 tonn og von var á einum báti í gærkvöld með loðnu. Bræðsla hefur gengið mjög vel. Afkastageta verksmiðjunnar er um 500 tonn á sólarhring. Þess má geta að frá því loðnuvertíð hófst í haust er búið að landa 29000 lestum af loðnu. Gréta. Ingólfur Margeirsson Blaðamenn samþykktu Nýgerðir kjarasamningar blaða- manna og blaðaútgefenda voru samþykktir á félagsfundi í Blaðamannafélagi íslands á mánudag. 26 voru samningunum fylgjandi, 10 voru á móti og 12 sátu hjá. Samningurinn er í anda annarra kjarasamninga, sem gerðir hafa verið að undanförnu. Lægstu laun blaðamanna með tilskylda menntun verða 38.000 krónur á mánuði. Samingurinn gildir frá síðastliðnum áramótum til þeirra næstu og á hann koma sömu áfangahækkanir og í jólaföstusamningunum með sömu ákvæðum og þar eru. Alþýðublaðið: Ingólfur Margeirs- son ráðinn ritstjóri BLAÐ hf. sem gefur Alþýðublað- ið út ákvað á fundi sínum í gær að ráða Ingólf Margeirsson sem ritstjóra Alþýðublaðsins, að hlið Árna Gunnarssonar, ritsljóra, sem mun á næstunni verða fjar- verandi til þess að sinna kosn- ingaundirbúningi i kjördæmi sínu, Norðurlandskjördæmi eystra. „Það var samþykkt af Blaði hf. í dag, að ráða Ingólf Margeirsson sem ritstjóra," sagði Ámi Gunnars- son í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagðist verða áfram rit- stjóri Alþýðublaðsins um sinn og Ingólfur yrði ritstjóri í fjarveru hans, þar sem hann myndi nú heila sér út í kosningabaráttuna í kjör- dæmi sínu. Ámi mun láta af rit- stjórastarfinu í vor. Ámi sagði að það væm einungis formsatriði, sem eftir væri að ganga frá, varðandi ráðningu Ingólfs, en það er framkvæmdastjóm Alþýðu- flokksins sem gengur endanlega frá ráðningu ritstjóra Alþýðublaðsins. Ámi kvaðst eiga von á því að geng- ið yrði frá þessu máli, nú alveg á næstunni, þar sem hann væri á fömm norður, og hygðist vera þar fram yfir kosningar. Sj ávarútvegsr áðuneytið: Togveiðibann við Hom- banka og í Reykja- fjarðarál afnumið Sjávarútvegsráðuneytið hef- ur afnumið bann við við togveiðum á Hornbanka og í Reykjafjarðarál. Veiðar á þess- um miðum hafa verið bannaðar frá því í maí á síðasta ári. Í frétt frá ráðuneytinu segir svo um afnám bannsins. „Síðan í maí á síðasta ári hafa togveiðar verið bannaðar á allstóm svæði í Reykjaíjarðarál og Hornbanka. í lok síðustu viku var svæði þetta kannað undir eftirliti veiðaeftir- litsmanns sjávarútvegsráðuneyt- isins og vom niðurstöður þær að afli í flestum togum var undir viðmiðunarmörkum og afli var allgóður allt upp í 6 tonn í sumum hölum. Með hliðsjón af þessu hefur ráðuneytið ákveðið að ofangreint togveiðibann verði fellt úr gildi klukkan 12.00 á hádegi 24. febrú- ar.“ Fyrirlestur um öldrunarþjónustu PRÖFESSOR Hall frá Southamp- ton I Englandi flytur fyrirlestur í boði fræðslunefndar læknafé- lags íslands og Öldrunarfræðifé- lags íslands föstudaginn 27. febrúar nk. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsakynnum Krabbameinsfélags íslands að Skógarhlíð 8 og hefst kl. 17.00. Prófessor Hall mun fjalla um óskir og þarfir í öldmnarþjón- ustu (Wants and Needs in geriatric Service) og verður fyrirlesturinn fluttur á ensku. Prófessor Hall er einn af fyrstu prófessomm í öldmnarlækningum (geriatrics) á Bretlandseyjum. Hef- ur hann ritað um efni það sem verður til umfjöllunar og ennfremur hefur hann stundað talsvert lyfja- rannsóknir, einkum meðal einstakl- inga með einkenni af heilabilun. Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa. (Fréttatilkynning) Lokanámskeið vetrarins er að hefjast. 7 VIKNA NÁMSKEIÐ FRÁ 25. FEBR. TIL 15. APRÍL. Sjaldan og/eða aldrei hefur verið betri og/eða brýnni ástæða og/eða aðstæður (EF ÞÚ pælir ( því) til að vippa sér á námskeið í! Hér er pláss fyrir flest allt og alla. í rauninni frábært úrval námskeiða og pottþéttir kennarar. Sérstaka athygli vekjum við á sem er á förum eftir þetta námskeið. Sem sagt síðasta tækifæri að komast í nám hjá þessum frábæra dans- og kennara. ^pao$ -Ssgs& s Bragadö" s. 0G SSS&*0* B«eilíuSa*M B^ KfflNARI J»»" KENN/ innwh/n XUADACAV.KUNW s 1SI03 + ‘7««0 Dans- og leiksmidja v/Bergstadastr. Daosspum KENNARAR: Anna Richardsdóttir og Joa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.