Morgunblaðið - 25.02.1987, Side 48

Morgunblaðið - 25.02.1987, Side 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 Ahætturannsóknir vegna Suðurlandsskjálfta: Bættar forsendur \dð hönnun mannvirkja EVRÓPURÁÐIÐ hefur lýst því yfir að Suðurlandsund- irlendið sé eitt af fimm virkustu jarðskjálftasvæðum í Evrópu. Vísindamenn fylgjast stöðugt með jarð- hræringum á svæðinu því búast má við að jarðskjálftar í líkingu við Suðurlandsskjálftana árið 1896 gangi yfir Suðurland á næstu áratugum samkvæmt þeirri kenningu að stórir jarðskjálftar verði að meðaltali einu sinni á öld. Bygging húsa og annarra mannvirkja í lok síðustu aldar voru með talsvert öðrum hætti en nú þekkist. Þá varð mikið tjón þegar hús hrundu yfir fólk og skepnur en hversu örugg eru mannvirkin í dag? Hvað með orkuverin sem flest eru staðsett við eða á jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi? Hversu snarpa jarðskjálfta þola þau? Hvað með fyrirbyggj- andi aðgerðir og rannsóknir? Landsvirkjun, Orkustofnun, — Er kostnaður rannsókn- Raunvísindastofnun Háskólans anna mikill? og Verkfræðistofnun Háskóla ís- lands hafa gert með sér samning um að afla gagna með það í huga að bæta forsendur við hönnun og rekstur orkuvera með tilliti til jarðskjálfta. Jarðskjálftamælar hafa verið settir upp við virkjanir og stíflugarða á hálendinu og eftirlit með skjálftavirkni og eld- stöðvum eflt. Ennfremur hefur verið komið fyrir neti jarð- skjálftamæla á Suðurlandsundir- lendi. Þeir Jan Henje verkfræðingur hjá Landsvirkjun og dr. Ragnar Sigbjörnsson hjá Verkfræðistofn- un voru beðnir um að svara nokkrum spumingum um verk- fræðilegan þátt mælinganna en það er sá þáttur sem höfuð áhersla er lögð á. „Markmiðið með rannsóknunum, er að geta tekið ákvörðun um réttar örygg- isráðstafanir bæði hvað varðar mannvirki sem þegar eru í notkun og þau sem fyrirhuguð eru,“ sagði Jan. „Landsvirkjun fram- leiðir í dag um 90% af allri raforku í landinu og er að undan- skilinni Hitaveitu Suðumesja, eina raforkufyrirtækið á Suður- og Suðvesturlandi þar sem tæp- lega 70% þjóðarinnar búa. Rannsóknirnar munu stuðla að auknu öryggi á þessu svæði, sam- ræma ráðstafanir og lækka kostnaðinn við þær.“ — Eru þessar athuganir ný tilkomnar hjá Landsvirkjun? „Athuganir í þeim tilgangi að verjast náttúruógnunum hafa árum saman verið gerðar á ýms- um hlutum raforkukerfís Lands- virkjunar. Þróun vísinda og rannsóknaaðferða gerir okkur hinsvegar kleift að kanna og þekkja styrkleika og þol mann- virkja og húsa á allt annan hátt, en áður var mögulegt. Þar af leiðandi hafa möguleikar á að gera ráðstafanir gegn hættu með virkum aðferðum aukist tals- vert.“ — Hversu umfangsmiklar geta slíkar ráðstafanir orðið? „Þær geta falið í sér breyting- ar á núverandi fyrirkomulagi bygginga, hönnunaraðferðum, eftirlits- trygginga- og vamar- kerfí og síðast en ekki síst geta þær miðað að því að bæta galla eða veikleika á eldri mannvirkjum og húsum.“ „Miðað við það tjón sem þær geta afstýrt er kostnaðurinn hverfandi. Auk þess geta þær bent á leiðir til spamaðar, til dæmis skerðingu á núverandi vamar- og öryggisfyrirkomulagi, lækkun vátryggingakostnaðar og fleira mætti telja til.“ Jan Heine verkfræðingur hjá Landsvirkjun og Dr. Ragnar Sigbjörnsson þjá Verkfræðistofnun Háskóla íslands. JARÐSK JALFT AMÆLING AR KERFÍSMYND n..Q qu • V MAQNARAft f SENOR TÖLVA I- Tr skrAníng SEBUL- PHtMTAR □SSKUR BAND PGEHTAffS ÖRVtNNSLA Kerfismynd jarðskjálftamælinga. Þrennskonarjarð- skjálftamælingar „í megin dráttum má flokka þær jarðskjálftamælingar sem hér em stundaðar í þrennt," sagði dr. Ragnar Sigbjömsson hjá Verkfræðistofnun, þegar hann var beðinn að skýra hvemig stað- ið væri að gagnaöflun. „í fyrsta lagi má nefna jarðeðlisfræðilegar mælingar Veðurstofunnar, sem gerðar eru undir umsjón dr. Ragnars Stefánssonar jarð- skjálftafræðings. I öðru lagi era mælingar Jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskól- ans, en þeim stjóma prófessor Austur-Vestur 0.0 9 ^ 6 2.0 4.0 6.0 B.O 10.0 12.0 Tíai ( s) 3° §-3 o i-e -3 Norður-Suður 0.0 2.0 4.0 B.O 10.0 Tl»i f 12.0 Lóörétt 2.0 4.0 B..0 10.0 12.0 Tl»4 t st Hröðunarraðir skjálfta, sem mældur var 23. ágúst 1986 á Hellu. Sveinbjöm Bjömsson og dr. Páll þarfir verkfræðinga, hönnuða og Einarsson. f þriðja lagi era svo stjórnenda." áðumefndar mælingar Verk- — Hvaða munur er á mæl- fræðistofnunar Háskóia íslands, ingunum? sem miðast fyrst og fremst við „Tilgangur mælinga Verk-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.