Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
Dómsmálaráðherra á Alþingí:
Nýtt fangelsi
er nauðsynlegt
TÍU TIL tuttugu fangelsisrými
vantar hér á landi auk þess sem
brýnt er orðið, að byggja nýtt
fangahús f stað Hegningarhúss-
ins við Skólavörðustíg og
Siðmúlafangelsisins, sem bæði
eru mjög vanbúin til að mæta
nútímakröfum. Fjárveitingar
hafa hins vegar ekki fengist,
nema hvað á fjárlögrum fyrir
Vegagerð ríkisins:
Starfsmönnum
fækkað um 90
á 4 árum
MATTHÍAS Bjarnason, sam-
gönguráðherra, sagði í framsögu
sinni fyrir vegaáætlunni á Al-
þingi í gær, að starfsmönnum
Vegagerðar ríkisins hefði fækk-
að um 90 á fjórum árum vegna
skipulegrar hagræðingar.
Ráðherra sagði, að í ársbyijun
1983 hefði verið ákveðið að taka
til hagræðingar alla verklega starf-
semi Vegagerðarinnar. Jafnframt
hefði sú stefna verið mörkuð, að
auka útboð verulega. Þetta tvennt
hefði leitt til þess, að starfsfólki
Vegagerðarinnar hefði fækkað
mjög á undanfömum árum. Um
áramótin 1982 -1983 hefðu starfs-
menn verið 461 en 371 um s.l.
áramót, þ.e. fækkun um 90 á fjórum
árum.
Ráðherra sagði, að þessi fækkun
væri að litlum hluta vegna beinna
uppsagna. Að mestu leyti væri um
það að ræða, að starfsmenn væru
ekki ráðnir í stöður, sem losnuðu.
árið 1987 er gert ráð fyrir nokkr-
um útgjöldum til viðhalds og
endurbóta á fangelsum.
Þetta kom fram í svari Jóns
Helgasonar, dómsmálaráðherra,
við fyrirspum frá Kristínu S. Kvar-
an (S.-Rn.) um fangelsismál á
Alþingi í gær.
Dómsmálaráðherra sagði, að á
síðasta ári hefðu fangar í afplánun
að meðaltali verið 87,67 á degi
hveijum. Árið 1985 vom þeir 73,25;
1984 vom þeir 59,16 og árið 1983
66,25. Hann sagði, að vistunarrými
væri fyrir alls 108 fanga, þar af
13 gæsluvarðhaldsfanga.
í máli ráðherra kom fram, að
heildarkostnaður við fangelsismál
hér á landi (þ.m.t. skilorðseftirlit,
fangavarðaskóla og framlag til
Vemdar) hefði numið 78,9 milljón-
um króna árið 1985, 56,3 millj.
króna 1984 og 45,1 millj. króna
1983.
■ n ym
Bæði fangelsin í Reykjavík, Hegningarhúsið við Skólavörðustíg og
Siðumúlafangelsið, eru vanbúin til að mæta nútímakröfum
Hafnaáætlun
1987-1990:
Austurland
með hæstu
áætlun
Samkvæmt hafnaáætlun
1987-1990, sem lögð hefur verið
fram á Alþingi, er áætlaður
framkvæmdakostnaður þessara
ára sem hér segir:
Vesturland: 1987 23,1 m.kr.,
1988, 49 m.kr., 89-90 102,5 m.kr.,
samtals 174,6 m.kr.
Vestfirðir: 1987 37,9 m.kr.,
1988 109 m.kr., 1980-90 219,5
m.kr., samtals 366,9 m.kr.
Norðurland vestra: 1987 50,8
m.kr., 1988 134 m.kr., 1989-90 191
m.kr., samtals 355,3 m.kr.
Austurland: 1987 28,8 m.kr.,
1988 134 m.kr., 1989-90 228
m.kr., samtals 390,8 m.kr.
Suðurland: 1987 13,9 m.kr.,
1988 23,0 m.kr. 1989-90 39 m.kr.,
samtals 75,9 m.kr.
Reykjanes: 1987 8,5 m.kr., 1988
45,5 m.kr., 1989-90 113,5 m.kr.,
samtals 167,5 m.kr.
Reykjavík fínnst ekki í tillögunni.
Jón Helgason, landbúnaðarráðherra:
Embættí dýralækna ekkí
eingönffu fyrir þá sjálfa
Starfsaldursregla Dýralæknafélagsins
aldrei neinu ráðið um veitingu embætta
Dýralæknafélags íslands hefði
nokkru sinni ráðið ferðinni, enda
JÓN Helgason, landbúnaðarráð-
herra, sagði á Alþingi í gær, að
hann hefði ætíð farið eftir Iögum
við veitingu embætta dýralækna.
Hann kvaðst ekki kannast við,
að svonefnd „starfsaldursregla"
væri hún sett án samráðs við
landbúnaðaráðuneytið og engin
ákvæði um hana í lögum.
Tilefni þessara orða var fyrir-
spurn frá Steingrími J. Sigfússyni
(Abl.-Ne.) um veitingu dýralækni-
sembætta. Fýrirspyijandi sagði, að
Dýralæknafélagið hefði sett sér
starfsaldursreglur, sem það vildi að
tekið yrði mið af við veitingu emb-
ætta. Samkvæmt þessum reglum
safna menn sér punktum og þeir,
sem flesta punkta hafa, eiga að
Vegaáætlun
1987-1990:
Fjögurra
ára veg’afé
1,3 milljarð-
ar króna
2150 m.kr. 1987
Matthias Bjarnason, sam-
gönguráðherra, mælti fyrir
vegaáæltun í gær. Samkvæmt
vegaáætlun 1987-1990 er gert
ráð fyrir því að markaðar tekj-
ur til vegamála (benzíngjald,
km.-gjald og þungaskattur)
gefi 2.150 m.kr. 1987, 2,220
m.kr. 1988, 2280 m.kr. 1989 og
2,340 m.kr. 1990. Framlög til
vegamála verða ekki önnur
1987. Hinsvegar er gert ráð
fyrir viðbótarframlagi næstu
ár: 1,380 m.kr. 1988, 1,410
m.kr. 1989 og 1,440 m.kr. 1990.
Áætlað er að veija 2,150 m.kr.
til vegamála 1987, 3,600 m.kr.
1988, 3,690 m.kr. 1989 og 3,780
m.kr. 1990.
í ár er gert ráð fyrir að undir-
búngings- og stjómunarkostnaður
verði 135 m.kr., viðhald þjóðvega
með vetrarþjónustu 878 m.kr.,
framkvæmdir við þjóðvegir(stofn-
brautir, þjóðbrautir, bundið slitlag
á þjóðvegi í kaupstöðum) 847
SKIPTING ÚTGJALDA (Fjárhæöir í m.kr.)
1987 1988 1989 1990
2.1. Sljóm og undirbúningur:
1. Skrifstofukostnaður 70 71 73 75
2. Tsknilegur undirbúningur .... 48 52 59 62
3. Umferðartaln. og vegaeftirlit .. 12 12 13 13
4. Eftirlaunagreiðslur 5 5 5 5
— 135 — 140 — 150 — 155
2.2. ViBhald þjóðvega:
1. Sumarviðhald
1. Viðhald malarvega 198 198 202 210
2. Viðhald vega mcð
bundið slitlag 151 151 154 160
3. Viðhald brúa 31 31 32 33
4. Viðhald varnargarða 4 4 4 4
5. Heflunvega 112 112 115 119
6. Rykbinding 41 41 42 44
7. Vinnsla efnis 105 105 107 111
8. Vatnask. ogófyrirsíð 23 23 • 24 25
9. Vegmerkingar 6 6 6 6
671 671 686 712
2. Vetrarþjónusta 207 209 221 227
— 878 — 880 — 917 — 939
2.3. Til nýrra þjóðvega:
1. Stofnbrautir
1. Stofnbrautir almennt 251 235 240 244
2. Bundin slitlög 174 170 170 171
3. Sérstök verkefni 193 173 175 176
4. ó-vegir 38 57 57 57
5. ReykjavfkuYsvæðið 20 49 52 56
676 684 694 704
2. Pjóðbrautir 133 134 137 139
3. Bundin slitlög á þjóðvegi f
kaupstöðum og kauptúnum .... 24 24 24 24
4. Girðingar og uppgræðsla 14 14 14 14
— 847 — 856 — 869 — 881
2.4. Til brúagerOa:
1. Brýr 10 m og lengri 56 57 58 58
2. Smábrýr 10 10 10 10
— 66 — 67 — 68 — 68
2.5. Til Qallvega o.fl.:
1. Aðalfjallvegir 5 6 6 7
2. Aðrir fjallvegir 5 5 5 7
3. Þjóðgarðavegir o.fl 4 4 4 5
5. Reiðvegir 1 1 1 1
2.6. TU sýsluvega: 75 115 118 i?i
2.7. TU vega f kaupst. og kauptúnum: 124 135 141 145
2.8. TU vélakaupa og óhaldahúsa: 0 0 0 0
2.9. TU tilrauna: 10 11 11 11
2150 2220 2280 2340
óráðstafað 1380 1410 1440
Samtals 3600 3690 3780
Skipting vegafjár 1987-1990 í tillögu til þingsályktunar um vegaáætl-
un 1987-1990.
m.kr., brúargerð 66 m.kr., fjall-
vegir 15 m.kr., sýsluvegir 75
m.kr., vegir í kaupstöðum og
kauptúnum 124 m.kr. ogtilraunir
10 m.kr.
Meðfylgjandi talfa sýnir hvem
veg áætlað er að vegafé skiptist
á kostnaðarliði 1987-1990.
Sterkar lík-
ur á afnámi
almennra
prestkosninga
STERKAR likur eru nú taldar á
þvi, að stjómarfrumvarp um
veitingu prestakalla, sem kveður
á um afnám prestkosninga í nú-
verandi mynd, verði að lögum
fyrir þingslit. Meirihluti mennta-
málanefndar efri deildar Al-
þingis hefur mælt með því, að
frumvarpið verði samþykkt, og
ekki hefur enn orðið vart veru-
legrar andstöðu við það í þing-
inu.
Frumvarpið felur í sér, að í stað
þess að sóknarböm kjósi presta sína
eins og nú er, verði komið á fót
sérstakri kjörmannasamkundu, er
þetta verk hafí með höndum. Sam-
kvæmt frumvarpinu eru kjörmenn
sóknamefndarmenn í hlutaðeigandi
prestakalli, en meirihluti mennta-
málanefndar efri deildar leggur til
að varamenn í sóknamefndum verði
einnig í hópi kjörmanna.
í áliti menntamálanefndar efri
deildar kemur fram, að frumvarpið
hefur verið alllengi í bígerð og er
vandlega undirbúið. Af hálfu flestra
kirkjunnar manna sé lögð áhersla
á, að það verði samþykkt, og hafi
kirkjuþing m.a. mælt með því.
Verði frumvarpið um veitingu
prestakalla samþykkt tekur það
þegar gildi. Almennar prestkosn-
ingar heyra þá sögunni til að því
undanskildu, að 25% atkvæðis-
bærra sóknarbama í prestakalli
geta krafíst slíkra kosninga innan
sjö daga frá því niðurstöður kjör-
mannafundar liggja fyrir.
hafa forgang um embætti. Dýra-
læknar, sem þjóna afskekktum og
tekjuiýrum héruðum fá aukapunkta
og eiga þá auðveldara með að fá
góð embætti síðar meir, sem umbun
fyrir erfíði sitt.
Þingmaðurinn sagði, að land-
búnaðarráðherra hefði sniðgengið
þessar reglur og vildi vita hvers
vegna. Benti hann á, að slík vinnu-
brögð gætu leitt til þess að hin
afskekktu héruð yrðu dýralæknis-
laus í framtíðinni.
Jón Helgason, landbúnaðar-
ráðherra, sagðist fara eftir lögum
um héraðsdýralækna frá 1981, en
þar væri hvergi kveðið á um starfs-
aldursreglur Dýralæknafélagsins.
Þessar reglur hefðu verið settar án
samráðs við ráðuneytið. Hann
kvaðst hafa veitt embætti dýra-
læknis tvívegis og í bæði skiptin
umsækjendum, sem hefðu verið of-
arlega á starfsaldurslistum frá
Dýralæknafélaginu, en ekki í efsta
sæti. Hann sagði, að enginn starf-
andi dýralæknir á landinu hefði
verið skipaður í embætti á grund-
velli starfsaldursreglunnar. Af þeim
sökum væri út í hött hjá fyrirspyij-
anda að tala um að þessi regla
hefði haft einhver áhrif á það,
hvemig dýralæknar hefðu valist í
héruð landsins.
Steingrimur J. Sigfússon sagði,
að nauðsynlegt væri að setja skýr-
ari reglur í lög um veitingu dýra-
læknisembætta. Hann mótmælti
þeim orðum ráðherra, að starfsald-
ursreglan hefði engin áhrif haft og
fullyrti hið gagnstæða. Hann kvað
tilefni fyrirspumar sinnar vera það,
að ráðherra hefði valið menn til
embætta sem væm neðstir á lista
Dýralæknafélagsins.
Jón Helgason sagði, að hafa
bæri í huga að embætti dýralækis
væri ekki eingöngu fyrir læknana
sjálfa heldur þá, sem notfærðu sér
þjónustu þeirra. Hann vísaði á bug
þeirri fullyrðingu þingmannsins, að
hann hefði valið dýralækna í emb-
ætti, sem neðstir væm á starfsald-
urslistum. í fyrra skiptið hefði hann
valið umsækjanda, sem var fjórði í
röðinni af sextán og í síðara skiptið
umsækjanda, sem var sjötti af sext-
án eða sautján. Taldi ráðherra, að
talnaþekkingu þingmannsins væri
ábótavant.