Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 33
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
Útgefandi Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 50 kr. eintakiö.
Kerfisviðbrögð
Stjórnendur Granda hf. í
Reykjavík, stærsta útgerð-
arfyrirtækis hér á landi, telja
sig geta sparað 600 til 700
þúsundir króna með því að nota
gasolíurafstöð (díselstöð) við
frystingu á loðnu og loðnu-
hrognum í stað þess að kaupa
orku frá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. í Morgunblaðinu
í gær er haft eftir þeim, að
stjómendur Rafmagnsveitunn-
ar hafi ekki verið til viðræðu
um lækkun taxta og vegna
þess, meðal annars, hafi þessi
leið verið farin.
í samtali Morgunblaðsins við
Aðaistein Guðjohnsen, raf-
magnsstjóra, kemur fram, að
ekkert formlegt erindi um þetta
mál hafi borist Rafmagnsveit-
unni, en hann sé reiðubúinn að
ræða það og hyggist boða til
fundar með stjómendum fyrir-
tækisins. Þá segir rafmagns-
stjóri, að unnt sé að gera
sérsamninga við þá notendur
orku, sem kaupi hana á há-
spennu. Slíku sé ekki til að
dreifa hjá Granda hf. og því í
raun ekki svigrúm til sérsamn-
inga. Loks segir rafmagns-
stjóri, að rekstur gasolíuvéla sé
háður leyfi yfirvalda, en rafstöð
Granda hf. hafi ekkert slíkt
leyfi fengið og sé því ólöglega
tengd.
Það er umhugsunarvert og
að sjálfsögðu áhyggjuefni, að
innlend raforka, sem svo mikið
hefur verið lagt í að virkja,
skuli ekki lengur vera sam-
keppnisfær við gasolíu. Grandi
hf. er ekki eina fyrirtækið, sem
hefur uppgötvað þann spamað,
sem felst í einkarafstöðvum
knúnum með gasolíu. M.a.
munu einhver veitingahús í
Reykjavík vera farin að nota
gasolíu við matseld. Rafmagns-
veitumar hljóta að bregðast við
þessu með því að taka gjald-
skrár sínar og allt skipulag
raforkusölunnar til endurmats.
Það er ekkert svar að tala um
að „formlegt erindi“ hafi ekki
borist eða „leyfi yfirvalda“
skorti, eins og rafmagnsstjóri
Reykjavíkur gerir hér í blaðinu
í gær.
Opinber fyrirtæki, sem önn-
ur, verða að laga sig að
aðstæðum á markaðnum hveiju
sinni. Þegar fyrirtæki eins og
Rafmagnssveita Reykjavíkur
standa frammi fyrir því, að
þeir sem þjónustu hafa keypt
af þeim sjá sér ekki hag í
áframhaldandi viðskiptum og
finna nýjar og ódýrari leiðir til
að fá sömu eða sams konar
þjónustu, hljóta þau að hugsa
sinn gang. Sá tími er liðinn, að
opinber fyrirtæki geti átölu-
laust í skjóli einokunar og
margs konar forréttinda sett
framtaki einstaklinga stólinn
fyrir dymar, haft að engu leik-
reglur heilbrigðra markaðsvið-
skipta eða látið, sem þau taki
ekki eftir hræringum og fram-
vindu í atvinnu- og viðskiptalif-
inu.
„Ofsagróði
í verslun“
jóðviljinn segir frá „ofsa-
gróða í verslun" með
styijaldarletri á forsíðu í gær.
Tilefnið er upplýsingar frá
Þjóðhagsstofnun um að brúttó-
hagnaður smásöluverslunar á
síðasta ári hafi numið 4,7% af
tekjum samanborið við 2,7%
árið áður. (Að sjálfsögðu er
ekki tekið fram, að árið 1985
versnaði hagur verslunar miðað
við fyrri ár). Blaðið telur þetta
sýna svart á hvítu „að það eru
til nógir peningar í þjóðfélag-
inu. Það þarf einungis að skipta
þeim á annan hátt en gert er.“
Það hlýtur að vera fagnaðar-
efni, að smásöluverslun okkar
skili hagnaði en sé ekki rekin
með tapi. Sá hagnaður kemur
ekki bara verslunareigendum
til góða heldur og þeim þúsund-
um manna, sem starfa í þessari
þjónustugrein. Verslunin skilar
þá líka hinu opinbera meira fé.
Og hagnaður smásöluverslunar
sýnir ennfremur, að viðskipta-
vinir verslana hafa talsvert fé
handa á milli. Hneykslun Þjóð-
viljans er ekki annað en gamalt
öfundarmerki úr herbúðum sós-
íalista, sem alla tíð hafa hatast
við fijáls viðskipti, þar sem ein-
staklingar hafa möguleika á að
hagnast fyrir framtak sitt og
hugvit. Hugmynd blaðsins um
að skipta fjármagninu í þjóð-
félaginu á annan hátt en gerist
í nauðungarlausum samskipt-
um fólks, s.s. verslun og
viðskiptum, er hin gamla kenn-
ing sósíalista um nauðsyn hafta
og skömmtunar og opinberrar
íhlutunar um atvinnustarfsemi.
Þessi kredda er dauð, jafnt
hugmyndalega sem í verki, og
meira að segja hin sósíalísku
ofstjómarríki eru um þessar
mundir að reyna að feta sig út
úr ógöngunum, sem hún hefur
leitt þau í, með því að auka
hlutdeild einkaframtaks og
markaðsviðskipta.
ISNO hf. í Vestmannaeyjum:
Sjóeldið í Klettsvík tvö
faldað næsta sumar
Stefnt að 500 til 1.000 tonna
framleiðslu í framtíðinni
LAXELDIÍSNÓ hf. í sjókví-
um í Klettsvík í Vestmanna-
eyjum hefur gengið
áfallalaust í vetur og er
vöxtur seiðanna góður. Þar
eru nú 45—50 þúsund laxar
sem slátrað verður fyrir
árslok og í sumar er ætlun-
in að setja út 100 þúsund
seiði til viðbótar.
Björn Ágúst Sigurðsson vinn-
ur við eldið í Eyjum ásamt
tveimur öðrum starfsmönnum
ÍSNÓ hf. Hann sagði að seiðin,
sem eru frá Laxamýri, hefðu
verið sett í fjórar sjókvíar í
Klettsvík síðastliðið sumar. Þá
hefðu þau verið 55 grömm að
þyngd en nú væru sum orðin
yfir 300 grömm. Sagði hann að
menn væru mjög ánægðir með
þennan vöxt í vetur, hann væri
jafnvel betri en menn hefðu gert
sér vonir um í upphafi.
Klettsvíkin er utarlega í inn-
siglingunni til Vestmannaeyja-
hafnar, og veitir^ nýja hraunið
gott skjól. Björn Ágúst sagði að
skilyrði til sjóeldis væru hin
ákjósanlegust á þessum stað.
Sjávarhiti gerðist ekki betri hér
við land, til dæmis hefði hitinn
í sjónum sjaldan farið niður fyrir
6 gráður í vetur.
Eyjólfur Konráð Jónsson,
stjórnarformaður ÍSNÓ hf.,
sagði að laxinum yrði slátrað í
árslok, og vonuðust menn til að
hann yrði þá orðinn 2,5—3 kg.
að þyngd, enda hefði vöxturinn
verið mjög góður. Sagði hann
að eldið í Klettsvík yrði aukið á
næstu árum. í sumar yrði það
tvöfaldað og sett út 100 þúsund
seiði og síðan yrði það aukið
smám saman. Sérfræðingar
teldu mögulegt að Klettsvíkin
bæri framleiðslu á 500—1.000
tonnum af laxi á ári og væri
stefnt að þeirri framleiðslu í
framtíðinni.
Hann er vænn þessi, um 4
grömm. Fyrir hálfu ári var ha
innan við 80 grömm að þyngd.
Björn Agúst Sigurðsson mælir laxaseiðin og vegur. Vöxtur seiðanna hefur verið mjög góður í vetur
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
33
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Laxar háfaðir upp úr sjókvíunum í Klettsvik.
Fiskikör tekin um borð í hraðbát ISNÖ-manna við bryggju í Vestmanna-
eyjahöfn. Það tekur fiskeldismennina innan við fimm mínútur að fara
á bátnum að sjókviunum í Klettsvík, yst í innsiglingunni.
w_____________________________________________
Björn Agúst Sigurðsson og Þór Bjarkar, starfsmenn hjá
mannaeyjum, skoða laxaseiði.
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ÖNNU BJARNADÓTTUR
Flóttamönnum reynist
æ erfiðara að fá griða-
stað á Vesturlöndum
BRESKA útlendingaeftirlitið stöðvaði 58 tamíla á Heathrow-
flugvelli fyrir skömmu og neitaði að hleypa þeim inn i landið.
Fólkið sagðist vera flóttafólk frá Sri Lanka og ætlaði að sækja
um pólitiskt hæli í Bretlandi. Það hafði borgað milligöngumanni
mörg þúsund pund fyrir að koma því inn í Bretland. En leiðsögu-
maður þess hvarf í Dubai, þar sem var millilent á leiðinni til
griðastaðarins, og hafði öll vegabréf og flugmiða á brott með
sér. Bresk yfirvöld töldu að tamílamir væru ekki sannir flótta-
menn og ætluðu strax að senda þá nauðuga aftur til Asíu. Þeir
fengu brottflutningsfrest á siðustu stundu og var leyft að bíða
þess að formaður breska flóttamannaráðsins, Chitnis lávarður,
ræddi við David Waddington, innanríkisráðherra, fyrir þeirra
hönd.
essi saga frá Heathrow-
flugvelli er aðeins eitt dæmi
um harðnandi afstöðu vestrænna
stjómvalda til flóttamanna sem
óska eftir pólitísku hæli. Tugir
þúsunda flykkjast frá rómönsku
Ameriku, Afriku og Asíu til landa
í Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku á hvetju ári í leit að
griðastað. Aðeins hluti þessara
flóttamanna hefur orðið að flýja
land af stjómmálaástæðum.
Margir em einfaldlega í leit að
betri afkomu og bjartari framtíð
á Vesturlöndum. Þeir segjast vera
ofsóttir og óttast um líf sitt í
heimalandi sínu af því að það er
oft eina leiðin til að fá dvalarleyfi
í hinum þróaðri löndum. Vandi
Vesturlandaþjóða er að dæma um
hveijir em pólitískir flóttamenn
og hveijr em það ekki, hveijir
hafa rétt á dvalarleyfi og hveijir
geta óhultir snúið aftur heim.
Hliðunum lokað í kjölfar
efnahagskreppu
íbúar hinna fátækari þjóða áttu
auðveldara með að finna atvinnu
og fá dvalarleyfl á Vesturlöndum
á sjötta og sjöunda áratugnum
þegar hagvöxtur var sem mestur.
Þá skorti fóik til vinnu og inn-
flutningsreglur ekki eins strang-
ar. Frakkar og Bretar fengu
vinnuafl frá fyrrverandi nýlendum
í karabíska hafinu, Ásíu og
Afríku; Vestur-Þjóðveijar fluttu
inn vinnukraft frá Júgóslavíu og
Tyrklandi og Hollendingar frá
Súrinam. 16% íbúa Sviss, þar sem
búa um 6 milljónir manna, vom
útlendingar um miðjan áttunda
áratuginn.
Atvinnuleysi sigldi í kjölfar
olíu- og efnahagskreppunnar á
síðasta áratug. Þá var ekki lengur
þörf fyrir erlent vinnuafl. Vestur-
lönd hertu innflutningsreglumar
og sum vísuðu útlendingum úr
landi. Ólöglegum innflytjendum
fjölgaði við þetta og æ fleiri sóttu
um pólitískt hæli. Einna flestir
sóttu til Vestur-Þýskalands. Yfir
100.000 flóttamenn, flestir frá
Tyrklandi og íran, sóttu um griða-
stað þar árið 1985. Þeim fækkaði
niður í 94.500 í fyrra eftir að
Vestur-Þjóðveijar sömdu við
Austur-Þjóðverja um að hætta að
hleypa ólöglegum innflytjendum
inn í landið í gegnum Berlín.
Mitterrand Frakklandsforseti
náðaði alla, eða 180.000, ólöglega
innflytjendur árið 1981 áður en
innflutningsreglumar vom hert-
ar. Aðeins 11.000 af 29.000
umsækjendum um pólitískt hæli
í Frakklandi árið 1982 fengu já-
kvætt svar. Og nýlega vom tvær
þéttsetnar flugvélar sendar til
baka til Malí með pólitíska flótta-
menn.
Andstaða við því að senda
flóttamenn heim
Miklar deilur urðu í Sviss fyrr
í vetur þegar Elisabeth Kopp,
dómsmálaráðherra, ákvað að
senda 25 tamíla heim til Suður-
Sri Lanka eftir að þeim var neitað
um pólitískt hæli. Fjölskylda guð-
fræðiprófessors faldi þá og kirkju-
deildir, flóttamannafélög,
Amnesty International, vinstri
flokkar og meirihluti almennings
gagnrýndu ákvörðun ráðherrans.
Kopp sagði að stjómmálaástandið
í suðurhluta Sri Lanka væri mun
betra en í norðurhluta landsins
og kvað óhætt að senda flótta-
mennina heim. Ríkisstjómin lýsti
yfír stuðningi við ákvörðun henn-
ar, en allt kom fyrir ekki. Tamíl-
amir fengu að vera áfram í
landinu á meðan sérstök nefnd
fjallar um málið.
Alls 8.546 flóttamenn sóttu um
pólitískt hæli í Sviss í fyrra. Það
er rúmlega þúsund færri en árið
áður. Um helmingur flóttamann-
anna er Tyrkir. Útlendingaeftirlit-
ið tekur sinn tíma til að skera úr
um hvort umsækjendumir eru
pólitískir flóttamenn eða ekki og
nú bíða 20.750 manns eftir úr-
skurði þess. Stór hluti þessa fólks
þarf að bíða eftir endanlegu svari
í nokkur ár. Staða flóttamann-
anna er orðin að hápólitísku máli.
Svisslendingar lqósa um strangari
innflutningsreglur í apríl og málið
mun örugglega setja svip á kosn-
ingabaráttuna í haust.
Samhæfðar regflur til að
draga úr flóttamanna-
straumi
Samstarf Vesturlanda á þessu
sviði hefur aukist á undanfömum
árum og embættismenn ríkjanna
hittast nú reglulega og bera sam-
an bækur sínar. Fulltrúar tólf
landa og yflrmaður Flóttamanna-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna,
Svisslendingurinn Jean-Pierre
Hocke, héldu fyrir skömmu
þriggja daga fund í höll fyrir utan
Bem í Sviss. Hann fór fram fyrir
luktum dyrum en Hocke sagði á
blaðamannafundi að honum lokn-
um að ríki hefðu rétt til að senda
hvern flóttamann sem fær ekki
pólitís-ct hæli aftur til síns heima.
Embættismennimir voru sam-
mála um að það þarf að auka
vemd þeirra sem er neitað um
hæli og sögðu að það ætti aðeins
að senda þá til baka þegar þeir
væm með öllu óhultir.
Landið sem flóttamenn biðjast
fyrst hælis í ber ábyrgð á þeim.
Þeir geta því ekki fyrst knúið
dyra í Sviss og síðan í Vestur-
Þýskalandi, Þjóðverjar geta vísað
þeim aftur til Sviss þótt þeir hafi
ekki dvalarleyfi þar. Embættis-
mennimir sögðu að það væri
nauðsynlegt að öll Vesturlönd
hefðu sambærilegar innflutnings-
reglur ef draga ætti úr flótta-
mannastraumi og lögðu áherslu á
mikilvægi upplýsingastreymis
milli landanna.
Fulltrúi Kanada sótti fundinn
ásamt fulltrúum frá Bretlandi,
Svíþjóð, Noregi, Danmörku,
Belgíu, Hollandi, Frakklandi,
Vestur-Þýskalandi, Austurríki og
Ástralíu. Bretar bmgðust hart við
þegar tamílamir 58 lentu á He-
athrow og Kanadamenn ætla nú
að herða innflutningsreglur sínar.
Pólitískir flóttamenn munu í
framtíðinni aðeins hafa þtjá daga
til að sanna að þeir þurfi í raun
og vem að óttast um líf sitt í
heimalandi sínu. Þeir sem geta
það ekki verða umsvifalaust send-
ir til baka. Kanadamenn þekkja
mörg dæmi þess að flóttamenn
frá Mið-Ameríku sem biðja um
pólitískt hæli hafi starfað ólöglega
í Bandaríkjunum í nokkur ár og
geti því ekki kallast pólitískir
flóttamenn. Samgöngufyrirtæki
sem flytja ólöglega flóttamenn til
landsins verða skyldug til að flytja
þá aftur til baka á eigin kostnað
ef þeir fá ekki inngönguleyfl.
Tamílamir sem lögðu upp frá
Vestur-Þýskalandi í fyrra og
fundust um borð í björgunarbáti
fyrir utan Nýfundnaland og var
hleypt inn í landið á fölskum for-
sendum vöktu mikla athygli og
reiði í Kanada. Stjómvöld vilja
koma í veg fyrir að slíkt endur-
taki sig. Nú er sagt að annað
„tamílaskip" sé að verða ferðbúið
í Hollandi eða Vestur-Þýskalandi
og ætli vestur um haf. Kanada
er land innflytjenda og hinar
ströngu reglur em mjög umdeild-
ar. Hvort þær verða látnar gilda
í öllum tilvikum á eftir að koma
í ljós.
Bátafólkið frá Víetnam hefur í mörg ár sett svip á umræður um
flóttafólk. Á Vesturlöndum vilja menn, að gildi samræmdar og
hertar reglur um móttöku á flóttafólki.