Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
35
Morgunblaðið/Gunnar
Fjölmenni var á afmælishátíðinni.
Sundlaug Bolung-
arvíkur 10 ára
Bolungarvík.
UM ÞESSAR mundir eru tíu
ár liðin frá því að sundlaugin
hér í Bolungarvik var tekin í
notkun, en það var þann 31.
janúar 1977. Sundlaugin var á
sínum tíma fyrst og fremst
byggð sem skólamannvirki og
grundvallarforsendur hönnun-
ar hennar voru við það miðað-
ar, þ.e. fyrst og fremst stærð
og dýpt sundlaugarkerins.
Hinsvegar var sundlaugin einn-
ig byggð til almenningsnota og
var reynt að gera hana sem
best úr garði með tilliti til þess.
Má þar nefna heitu pottana og
vistlegt útisvæði, saunabað og
ljósalampa.
Frá upphafi eru baðgestir sund-
laugarinnar orðnir 374.500 sem
svarar 37.400 baðgestum að með-
altali á ári. Almenningssundið
hafa sótt alls 26.200 baðgestir
að meðaltali á ári en það er 70%
af heildarsökninni. Þetta þýðir að
hver bæjarbúi hafi sótt sundlaug-
ina að meðaltali 21 sinni á ári og
mun það vera hæsta hlutfall á
landinu.
Skólasundið svarar til 21% af
heildarfjölda baðgesta eða að
meðaltali 7.773 á ári.
Aðsókn á vegum íþróttafélaga,
en það er nær eingöngu um að
ræða Sunddeild Ungmennafélags
Bolungarvíkur, hefur verið sem
svarar 9% af heildarsókn, eða sem
þýðir 3.500 baðgesti að meðaltali
á ári.
Aðsókn að lauginni á vegum
sunddeildarinnar hefur þó verið
mest hin síðustu ár eða á milli 6
og 7 þúsund baðgestir á ári. Eins
og af þessu sést nýtur sundlaugin
hér í Bolungarvík mikilla vin-
sælda.
Rekstrarkostnaður við sund-
laugina hefur alltaf verið mikill,
ekki síst þar sem orkuverð er
hátt hér um slóðir, en þrátt fyrir
það hefur sundlaugin frá upphafí
verið í heilsárs rekstri.
Frá upphafi hafa þeir bæjarbú-
ar sem eru 67 ára og eldri haft
aðgang að lauginni án endur-
gjalds, einnig hefur sjálfsbjargar-
félagið haft einn tíma á viku án
endurgjalds. Það er óhætt að
segja það að sundlaugin hér í
Bolungarvík hefur notið vinsælda
meðal allra bæjarbúa og eins og
fram kemur í tölum um aðsókn
þá stundar allstór hópur manna
sundlaugina reglulega.
Um sundiðkun unga fólksins
þarf ekki að fara mörgum orðum,
það er nóg að benda á þá athygli
sem bolvískt sundfólk hefur vakið
á landsvísu.
Tíu ára afmælis sundiaugarinn-
ar var minnst með sérstakri
dagskrá þann 1. febrúar síðastlið-
inn. Þar flutti Guðmundur Kristj-
ánsson bæjarstjóri ávarp þar sem
hann rakti sögu sundlaugarinnar
þessi tíu ár, auk þess sem efnt
var til kappsunds í léttum dúr þar
sem unglingar í sunddeild Bolung-
arvíkur kepptu við fulltrúa úr
félagasamtökum á staðnum og
er skemmst frá því að segja að
sundkappar sunddeildarinnar töp-
uðu í öllum greinum enda var
þeim gért að synda með þung
blýlóð eða þá í sjógöllum, en auk
þessara keppnisgreina sýndi
sundfólkið bringusund, baksund,
skriðsund og flugsund og að end-
ingu sýndi björgunarsveit slysa-
vamafélagsins ýmsan björgunar-
búnað, þar á meðal hina
margumræddu flotgalla, einnig
björgunarvesti og notkun þeirra,
þá settu þeir félagar uppblásinn
gúmmíbát út í sundlaugina og
sýndu viðstöddum hvemig fara á
um borð í slíka báta og hvemig
Starfsfólk sundlaugar Bolungarvíkur.
Sundfólkið sem sýndi bringusund, baksund, skriðsund og flug-
sund.
Jón Kr. Guðnason, einn af fastagestum sundlaugar Bolungarvikur.
Guðmundur Kristjánsson bæjarstjóri flytur ávarp á afmælishátið-
inni.
ber að fara að ef bátnum hvolfir.
Að lokum var öllum afmælis-
gestum boðið kaffi og meðlæti í
anddyri sundlaugarinnar.
Jón Kr. Guðnason er einn þeirra
sem stunda sundlaugina reglulega
og hefur gert það síðastliðinn
fimm ár eða síðan hann veiktist
af eitrunarsjúkdómi sem hann
fékk í fætuma. Jón sagðist hafa
farið að stunda sundlaugina fyrir
áeggjan góðra vina sinna, eða eins
og hann orðaði það, „þá fannst
mér eins gott að gera það eins
og að sitja og stara út í loftið því
læknamir vom búnir að segja að
það væri ekkkert hægt að gera
fyrir mig“.
Hann sagðist ekki hafa komið
í sundlaug síðan 1932 að hann
lærði að synda í gömlu sundlaug-
inni.
Jón, sem er á sjötugasta og
fímmta ári, fer í sund fímm sinn-
um í viku og einu sinni í viku fer
hann í sána, hann segir að það
sé alveg ólýsanlegt hvað þessar
sundferðir hafa gert sér gott og
styrkt sig líkamlega og það væri
hann búinn að sannreyna að betri
heilsubótarparadís væri ekki hægt
að hugsa sér, enda hefði hann
fengið algerlega bót meina sinna,
því fyrir rúmum ijórum ámm
hefðu fætumir varla borið hann
en í fyrra hefði hann getað borið
sementspoka í fangi sér stuttan
spöl.
— Gunnar
Verslunin Vísir stækkar
B18ndu6ai.
AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið
yfir miklar breytingar á verslun-
inni Vísi á Blönduósi jafnhliða
því að verslunin hefur verið
stækkuð um þriðjung. Breyting-
ar eru fólgnar í því að þar sem
áður var vélsmiðjan Vísir er nú
komin lageraðstaða og þar sem
áður var lager verður nú aukn-
ing við verslunarrýmið. Jafn-
framt þessu er komin mjög góð
kæliaðstaða og kæliborð fyrir
mjólkurvörur. Við þessar breyt-
ingar hefur öll aðstaða í verslun-
inni batnað til mikilla muna.
Ríkjum í versluninni Vísi ráða
þau hjónin Einar Þorláksson og
Amdís Þorvaldsdóttir og hafa þau
stundað verslunarrekstur á Blöndu-
ósi í fjölda ára. Verslunin er opin
frá klukkan átta á morgnana til
klukkan sjö á kvöldin alla daga vik-
unnar, nema sunnudaga, og em þau
hjónin Einar og Amdís mætt fyrst
og fara síðast.
Verslunin Vísir er fyrst og fremst
matvömverslun, en þar er einnig
hægt að fá fatnað ýmis skonar,
leikföng og margt fleira. Vömúrvai
er mikið og það er athyglisvert að
verslunin Vísir hefur fyllilega stað-
ist verðsamanburð við aðrar versl-
anir á Norðurland vestra, og þú
víðar væri leitað, í þeim verðlags-
könnunum sem gerðar hafa verið
af og til undanfarin ár. í verslun-
inni Vísi starfa núna 6 manns.
— Jón Sig.
Morgunblaðið/J6n Sig.
Verslunin Vísir á Blönduósi hefur tekið miklum breytingum að und-
anförnu. Hér má sjá hjónin Einar Þorláksson og Arndisi Þorvalds-
dóttir.