Morgunblaðið - 25.02.1987, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 25.02.1987, Qupperneq 18
18________________MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987_ Vinstri menn í vanda! eftir Sólveigv Pétursdóttur Það var grein í Þjóðviljanum hinn 15. febrúar sl. eftir Guðrúnu Helgadóttur, þingmann Alþýðu- bandalags. Fyrirsögn greinarinnar van „Þegar líður að kosningum." Þingmaðurinn biður kjósendur um samúð og svolítið skopskyn. Hann verði nefnilega ekki skemmtilegur frambjóðandi, því að kosningabar- átta sé svo leiðinleg. Þetta finnst mér skrítinn kvíði. Eðlilega eru stjómmálamenn, þingmenn og ráð- herrar, dæmdir af verkum sínum og ættu flokkar þeirra að hljóta fylgi í kosningum í samræmi við það. Þetta er staðreynd, sem t.d. Sjálfstæðismenn þekkja og byggja á. Þannig vil ég ekki leggja neinn dóm á það, hvort frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina hafa verið skemmtilegir eða ekki. Þó koma upp í hugann menn, í mínum flokki, sem höfðu og hafa spauggreindina í góðu lagi og það er auðvitað alltaf góður kostur. En slíkt hefur tæplega ráðið úrslitum um það, að Sjálfstæðisflokkurinn er nú sem fyrr stærsti stjómmála- flokkur landsins. Ég held þess vegna, að nefndur þingmaður þurfí ekkert að reyna að vera skemmti- legur í kosningabaráttunni. Stærð og fylgi Alþýðubandalagsins fer ekki eftir húmor frambjóðenda. Brostinn málefnagrundvöllur Hins vegar er skiljanlegt, að Guðrún Helgadóttir skuli í grein sinni minnast á, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi beitt sér fyrir ýmsum félagslegum úrbótum, m.a. leiðréttingu á málefnum fatlaðra. Af því tilefni segir þingmaðurinn orðrétt: „Þorsteinn Pálsson er mað- ur hinna fötluðu. Það er eins víst, að á morgun verði hann maður ein- hverra annarra." Það er mjög tímabært, að Alþýðubandalags- menn átti sig á því, að þeir geta ekki eignað sér málefni einstakra þjóðfélagshópa. Það virðist m.a.s. þannig, að þeir verði hálfergilegir, þegar aðrir flokkar láti hagsmuna- mál slíkra hópa til sín taka. Sú staðreynd blasir nefnilega við öllum vinstri flokkunum, og þar með Al- þýðuflokksmönnum, („vinstra megin við miðju!“) að málefna- Sólveig Pétursdóttir „Mönnum er auövitað frjálst að skipta um skoðun ogþað er jafnan gleðilegt, þegar menn snúa frá villu síns veg- ar. En það verður að minna á í þessu tilviki hvað stutt er síðan sami maður, Jón Baldvin, var mikill hernámsand- stæðingur.“ grundvöllur þeirra virðist meira og minna vera brostinn eða í það veg- inn að bresta. Af því hafa þeir skiljanlega miklar áhyggjur. Þess vegna hafa þeir upp til hópa brugð- ið á það ráð að taka upp breyttar baráttuaðferðir, sbr. nú viðreisnar- hjal Alþýðuflokksmanna og auglýs- inga- o g skemmtiherferð Alþýðubandalagsins. Hætt er við, að þessi tilþrif dugi skammt, þegar á hólminn kemur. Ekki bara á íslandi Ég las nýlega athyglisverða grein í hinu virta fréttatímariti, „News- week“, undir fyrirsögninni: „The left in trouble", eða „Vinstri menn í vanda". Þar kemur fram sú skoð- un greinarhöfundar, að vinstri flokkamir um gjörvalla Evrópu eigi í vök að verjast og séu að tapa fylgi. Að sama skapi gangi borgara- legum flokkunum allt í_ haginn og styrki sífellt stöðu sína. Ástæðurnar telur greinarhöfundur þær, að vinstri menn hafi ekki lengur sama málefnagrundvöll að byggja á og beijast fyrir. Það sé vegna breyttr- ar þjóðfélagsskipunar og vegna þess, að búið sé að framkvæma í þessum löndum stórkostlegar fé- lagslegar úrbætur á undanfömum ámm og áratugum. Umræða og tal um stéttabaráttu og nauðsyn bylt- ingar eigi ekki hljómgmnn í vitund fóiks nú á tímum breytts og betra hagkerfís. Auðvitað ber þjóðfélaginu alltaf skylda til að hjálpa þeim, sem minna mega sín. Til dæmis hefur slík fé- lagsleg vemd alltaf verið í stefnu- skrá Sjálfstæðisflokksins. Óhætt er að halda því fram, að margar kenn- ingar og klisjur vinstri manna í áranna rás, séu í dag hrein tíma- skekkja. Oft reyna þeir, að breiða yfír málefnafátækt sína með tali um afvopnun og umhverfísmál og reyna að gera þau mál að sínum. Rétt eins og þessi mál brenni ekki á öllum hugsandi manneskjum; en til að leysa þau verða forsendur að vera réttar. Formaður Alþýðu- flokksins ræðir nú fjálglega um nauðsyn þess, að íslendingar haldi sér við óbreytta utanríkisstefnu. Mönnum er auðvitað frjálst að Guðrún Helgadóttir: Verð ekki skemmtilegur frambjóðandi því að kosningabaráttan er leiðin- Ieg(!). Dr. Magni Guðmundsson „Breytt staðgreiðslu- fyrirkomulag tekju- skatts og útsvars á ekkert erindi í lög núna, nema síður sé.“ Tilgangurinn virðist sá einn á kosn- ingaári að ginna einfaldar sálir.með svokölluðu „skattleysisári". Höfundur er hagfræðingur og starfar sjálfstætt við hagkönnun og ráðgjöf. skipta um skoðun og það er jafnan gleðilegt, þegar menn snúa frá villu síns vegar. En það verður að minna á í þessu tilviki hvað stutt er síðan sami maður, Jón Baldvin, var mik- ill hemámsandstæðingur. Það er einnig athyglisvert, að í áramóta- hugvekju formannsins í Alþýðu- blaðinu snýst umræðan að mestu um friðarmál og afvopnun. Það er auðvitað alþjóðlegt markmið, að friður ríki um gjörvallan heim. En á meðan forsendur em ekki til þess, er ljóst, að vera okkar í vestrænu vamarbandalagi tryggir tilvem okkar í samfélagi lýðræðisþjóða. Ríkisforsjá — einkaforsjá Núverandi ríkisstjóm hefur tek- ist að ráða niðurlögum verðbólg- unnar. Áframhaldandi stöðugleiki í efnahagsmálum er okkur íslending- um nú lífsnauðsynlegur. Reynslan sýnir, að Sjálfstæðisflokknum og forystumönnum hans er þar best treystandi til að ná árangri. Verið er að vinna að og koma á nýskipun í skattamálum einstaklinga og hjóna. í þeirri umræðu reyna vinstri flokkamir að drepa málinu á dreif með því að klifa í sífellu á nauðsyn mikilla skattahækkana á fyrirtæki. Það er til vitnis um málatilbúnað þessara manna, að þá em taldar til viðmiðunar þær greiðslur fyrir- tækja, sem inntar em af hendi í formi tekjuskatts. Skoðun á skatt- greiðslum fyrirtækja leiðir hins vegar í ljós, að einungis lítið brot, Hvað vill Jón Baldvin? eða ca 19% af skattgreiðslum fyrir- tækja, er vegna álagðs tekjuskatts. 81% af skattgreiðslum fyrirtækja er alfarið óháð afkomu fyrirtækj- anna. Þ.e.a.s. gjöldin verður að greiða hvort sem fyrirtækið er rek- ið með tapi eða gróða. En vel á minnst — hvar em tekjur okkar af fyrirtækjum stjómmálamannanna? Hvar em verðmætin, sem áttu að streyma til fólksins í landinu af fyrirtækjunum, sem stofnuð vom á Álþingi fyrir tilverknað glaðbeittra stjómmálamanna? Við getum nefnt til sögunnar Steinullarverksmiðju, Þömngavinnslu og t.d. Sjóefna- vinnsluna! Er þá ætlunin að auka álögur á fyrirtæki í landinu til að standa m.a. undir enn frekari tap- rekstri á áðumefndum og öðmm fyrirtækjum Alþingis? Það má ekki una því, að helsti munur á fyrirtækj- um í einkaeign og ríkiseign sé sá, að einkafyrirtækin greiði skatta sína og skyldur og ríkisfyrirtækin gleypi þá fjármuni í taprekstur. Áuðvitað er það sjálfsagt að end- urskoða reglulega skattamál fyrir- tækja og vitanlega ber þeim að greiða ríflega til sameiginlegra þarfa þjóðfélagsins. En öll slík umræða verður að vera heiðarleg og málefnaleg. Undarlegur málflutningur Mig langar að lokum að benda Guðrúnu Helgadóttur og væntan- legum kjósendum á nýlega þings- ályktunartillögu þeirra félaga Ragnars Amalds og Svavars Gests- sonar. Hún er þess efnis, að nefnd geri rannsókn á markaðshyggju ríkisstjómarinnar. (!) í lok tillög- unnar segir orðrétt: „Nefndin skal starfa svo hratt, að hún geti skilað áliti fyrir næstu Alþingiskosningar. Alþingi greiði kostnað af störfum nefndarinnar." Hér virðist ekki ver- ið að hugsa um að spara almannafé, öllu heldur sjóði Alþýðubandalags- ins. Væntanlega í því skyni m.a., að verða sér úti um „áróðursefni" í komandi kosningum. Þá er kannski von til þess, að eitthvað verði aflögu til að gera kosninga- baráttuna skemmtilegri fyrir Guðrúnu Helgadóttur. Má vera, að það nægi til að hressa upp á skop- skyn alþingismannsins og fram- bjóðandans. En vissulega hefur hann samúð mína fyrir að vera einn af helstu talsmönnum vinstri manna i vanda. Höfundur er lögfræðingur og skipar 8. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík við alþingiskosningamar i vor. Staðgreiðslukerfi skatta og einföldun skattkerf- is eru tvö óskyld mál eftirMagna Guðmundsson Ég ætla að bæta nokkrum línum við grein um skattmál, sem ég skrif- aði í Morgunblaðið 22. jan. sl. Einfoldun skattkerfis, sem fyrir- huguð er, má teljast tímabær í meira lagi, eins og frá var greint. Einn og sami skattstofn fyrir bæði tekjuskatt og útsvar og afnám und- anþáganna gera skatteftirlit mun auðveldara. Það er aðalkosturinn við breytinguna, því að skattur, sem fleiri eða færri hópar geta skotið sér undan, er ekki virtur af þegnun- um. Hófleg skattprósenta stuðlar að réttum framtölum. Það er að sjálfsögðu mikið verk fyrir starfsfólk á skattstofum að koma á og framfylgja virku skatt- eftirliti. Tækifærið, sem nú býðst með einföldun kerfísins, má ekki ganga úr greipum. Hætt er þó við, að tilraun í þessa átt renni út í sandinn ef skattstofum er jafn- framt og samtímis uppálagt að he§a nýtt staðgreiðslukerfí. Það tekur sinn tíma og á þess vegna að bíða. Fyrirframgreiðsla skatta, sem viðgengist hefir, tekur mið af tekj- um ársins á undan. Skattar eru greiddir ári seinna en teknanna er aflað — og þá með minni krónu. Er lítt skiljanlegt, hví verkalýðs- foringjar vilja hafa af launþegum þá kjarabót, sem í þessu felst á verðbólgutímum. Enn óskiljanlegra er hitt, hví þeir vilja afnema stighækkun tekju- skattsins. Nýja frumvarpið gerir ráð fyrir flötum tekjuskatti, sömu skattprósentu á háar tekjur sem lágar. Stighækkandi tekjuskattur er sjálfvirkt hagstjómartæki. í upp- sveiflu eykst skattheimtan vegna stighækkunarinnar tiltölulega meira en telg'umar og kemur fram sem tekjuafgangur hjá ríkissjóði. í haglægð gerist hið gagnstæða. Vegna stiglækkunar skattsins niður tekjustigann minnkar skattheimtan tiltölulega meira en nemur tekju- fallinu. Ráðstöfunartekjur haldast því stöðugri og þar með kaupgetan. — Flatur tekjuskattur hefir engin slík áhrif. Breytt staðgreiðslufyrirkomulag telq'uskatts og útsvars á ekkert er- indi í lög núna, nema síður sé. Píanótónleikar í Norræna húsinu Tönlist Jón Ásgeirsson Erik Berchot, franskur píanóleikari, kom fram á tón- leikum í Norræna húsinu á vegum Alliance Francaise og lék tónverk eftir Chopin og Debussy. Chopin verkin voru Impromtu óp. 51, Sónatan með sorgarmarsinum og b-moll schersóið. Berchot er tekniker og töluverður túlkandi, en þó liggur ýmislegt á yfirborðinu í hinni leiktæknilegu útfærslu, þannig að hlustunin snýst meira um hvemig hann, pía- nistinn, gerir tiltekna hluti en innviðu tónlistarinnar sjálfrar. Þetta kom einkar skýrlega fram í sorglausum sorgarmarsi sónötunnar. Schersóið var einnig svolítið yfírborðslegt og eins og vantaði tóndýptina í ásláttinn í hröðum hljóma- hlaupum sem í stað þess að vera spennuþrungin, voru í líkingu við óljósa mynd er flögraði hjá eins og örstutt leiftur. Þrátt fyrir þetta á Berc- hot það til að staldra við viðkvæm atriði og leikar þar ljúfum tóni. Þessar andstæður áttu oft vel við í tólf Prelúdíum eftir Debussy, þeim úr öðm heftinu, þó yfírborð leiksins væri meira áberandi og minna skyggnst inn undir, en samt ávallt með aðdáunarverðum glæsileik leiktæknisnillings. Þrátt fyrir það kapp sem Erik Berchot hefíir att við líkamlegt getusvið sitt í leiktækni, býr með honum sérkennileg tiífínn- ing fyrir blæbrigðum tónmáls- ins og þó enn vanti á djúphygli í tónrænni útfærslu hans, er hér á ferðinni athyglisverður tónlistarmaður, sem líklegur er til stórræðanna er tímar líða og honum eykst þroski.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.