Morgunblaðið - 25.02.1987, Síða 21

Morgunblaðið - 25.02.1987, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 Það var vel tekið á móti greinarhöfundi á neðanjarðarbrautarstöð- inni á 155. götu, rétt við mörk Harlem og Bronx. Grímurnar glotta að Tryggrya Ólafssyni, þar sem hann er niðursokk- inn í athuganir sínar á Indiánasafninu. Þau voru margvísleg höfuðleðrin sem indíánarnir tóku af óvinum sínum. veru þeirra var ógnað og á þá ráðist. Sú mynd, sem við fáum af þeim í amerískum kvikmyndum er alröng og þarlendum til lítils sóma, enda er þetta smám saman að brejdast. List .þeirra var í senn fjölskrúð- ug, einföld og mikilfengleg. Ljóst var við skoðun safnsins, að margt munanna liggur undir skemmdum vegna þess að ekki er nægilega vel búið að þeim og hita og rakastig trúlega ekki rétt í glerskápnum — hér þarf sérstakan útbúnað, svo sem sjá má í hinum veglegri söfn- um. Þetta er mikilvægt atriði, sem hæð og niður, þrátt fyrir að yfirlit- ið sé víða gott og sjónarhorn óvænt, en það er bara ekki nóg. Hér er eins konar færibandabragur á hlut- unum. Við mættum á þetta safn rétt fyrir opnun að morgni og hafði þá þegar myndast álitleg biðröð og fólk dreif jafnt og þétt að! — Einn daginn skoðuðum við Tryggvi tvö söfn og vorum að því til kvölds — annars vegar var það Indíánasafnið við 155. götu og Breiðveg (Broadway), en hins vegar listasafnið í Brooklyn. Ef til vill ekki mjög skynsamleg áætlun, því miklar vegalengdir eru á milli þeirra. Við vorum komnir á Indíána- safnið laust eftir að það opnaði og skoðuðum það vel. Safnið á fjöl- margt góðra muna, en heldur þótti mér illa búið að því og það var af vanefnum sett upp — líkast sem fagmenn hafi þar hvergi komið nærri. Kom mér mjög á óvart að sjá svo illa búið að safni í New York-borg, og var það út af fyrir sig nokkur lærdómur. Safnið var til húsa í mikilli byggingu, er rúm- aði fleiri söfn, en satt að segja þá var lítill áhugi fyrir her.di að eyða dýrmætum tíma í að skoða þau öll eftir reynsluna af Indíánasafninu. Miklar deilur munu lengi hafa staðið yfir um safnið, sem ég gat vel skilið eftir skoðun þess og kannski eiga deilurnar einhvern þátt í því, hve safnið er frumstætt. Þetta fór hálfilla í mig, enda er ég mikill aðdáandi þjóðflokka indí- ána og menningar þeirra. Þeir eiga að hafa komið frá Mongólíu yfir Norðurheimskautið og forfeður þeirra voru hirðingjar, sem flökk- uðu um og lifðu af því, sem náttúran hafði að gefa og í fullkomnu sam- ræmi við hana. Tóku aldrei meira en þeir gáfu til baka, því að þeim var það meðfætt að bera virðingu Sigurði Örlygssyni líður vel við hlið þessa fjallmyndarlega kven- manns þótt úr óæskilega hörðu efni sé, því að hann veit, að löngu eru liðnir þeir tímar, er Laxness Iýsti svipaðri höggmyndalist í Alþýðubókinni þannig:... „hafði maðurinn smiðað kvenmann nokkurn ferlegan ásýndum, als- beran og feitan, með sviplaust, lítið andlit og dularfullan klepp upp úr höfðinu, — bijóst, býfur og armar ákaflega bólgið. Ég spurði hvort þetta ætti að sýna hrylling vatnssýkinnar." Höggmynd: Gaston Lachaise. fyrir náttúrunni og það var þeirra guðstrú. Varla gat friðsamara fólk en þessa hirðingjaflokka né afkomend- ur þeirra, er dreifðu sér frá norður- hveli jarðar til ystu odda Suður-Ameríku. Þeir snérust þó til varnar sem að líkum lætur, ef til- 21 jafnvel þarf að taka til gaumgæfi- legrar athugunar hér í Reykjavík. Minjagripaverslunin á staðnum var lítil, dýr og frumstæð, — en þrátt fýrir allt var það ávinningur og mikilvægt að hafa komið á þenn- an stað. Ekki vorum við alveg klárir á því, í hvaða hverfi við vorum, en vísast var þetta útnárinn af Harlem enda alveg á mörkum Bronx, því að fólkið var trúlegast af spænskum ættum eftir útliti og máli að dæma og að auki virtist það margt varla skilja ensku, — og frumstætt var þetta allt... Það var löng leið, sem beið okkar í neðanjarðarlestinni að lokinni skoðun safnsins, og stefnan tekin á Brooklyn, en ferðalagið bauð upp á litríkan mannsöfnuð, sem kom og fór og var sífellt að breytast, þótt víst megi telja, að efnaðra fólk- ið lqosi skiljanlega leiguvagna, enda þeir ekki ýkja dýrir þarna. A Brooklyn-safninu stóð yfir merkileg sýning um innreið vélaald- ar í Bandaríkjunum á árunum 1918-41 og var það hið fróðlegasta yfirlit. Hér gat að lita hina upprunalegu hönnun á margvíslegum hlutum, sem maður þekkti frá fyrri árum — frá hinum smæstu brúkshlutum og upp í bíla og flugvélar. En einhvem veginn komst maður ekki alveg í samband við þessa sýn- ingu eftir skoðun Indíánasafnsins fýrr um daginn og hins litríka mannlífs í neðanjarðarlestinni, og þó var þetta einmitt hin lær- dómsríkasti samanburður eftir á að hyggja — á milli nægjuseminnar og h'fsgæðakapphlaupsins. Kannski sat í okkur nokkur þrejda og tortryggni í garð véla- menningarinnar eftir að hafa skoðað svo margt upprunalegt og í beinum tengslum við móður nátt- úm. Sjálft Brooklyn-safnið býður ekki upp á margt eftirminnilegra hluta þrátt fyrir stærð sína, en hins veg- ar heilmikið af meðalmennsku og er að auki kuldaleg bygging að inn- an sem utan. Þessar staðreyndir munu heimamönnum fullljósar, enda er fyrirhuguð ný og vegleg safnbygging, sem þegar hefur verið teiknuð og samþykkt. Minnisstæð- ust er mér smástund á efstu hæð safnsins, er ég beið eftir seinvirkri lyftunni og horfði út um glugga í ganginum. Útsýnið var svo fagurt og magnað í ljósaskiptum síðdegis- ins, að ég hefði getað unað við það lengi ekki síður en meistaraverkin sjálf. Það var nýbyrjað að snjóa og snjófölin sáldraðist svo fagurlega yfir trén í garðinum og tilveruna allt um kring. Því er nefnilega þann- ig farið, að næmið fyrir slíkum leik náttúmnnar virðist skerpast dijúg- um við skoðun safna... Merkjasala á vegum Kattavinafélags Islands KATTAVINAFÉLAG íslands efnir til merkjasölu dagana 27. og 28. febrúar nk. til styrktar húsbyggingu félagsins, Katt- holti á Artúnshöfða. Merkja- salan fer fram undir kjörorðunum „Ég styrki Katt- holt“. Félagið hefur starfað í nær ell- efu ár og em félagsmenn um 900 talsins víðsvegar á landinu. Til- gangur félagsins er að vinna að betri meðferð katta, sjá til þess að kettir njóti gildandi dýravernd- unarlaga og stuðla að því að allir kettir eigi sér húsaskjól, mat og aðhlynningu. Starfsemi félagsins hefur meðál annars verið fólgin í því að koma óskilaköttum til heimila sinna og að finna ný heimili fyrir ketti. A síðasta ári hafði félagið afskipti af 92 óskilaköttum og fann nýtt heimili handa 101 ketti. Kattavina- félagið efndi einnig til kattasýning- ar í Gerðubergi fyrir tveimur ámm og er önnur slík sýning fyrirhuguð. iðnlAimasjóður KVNNINGARFUNDUR í HAFNARFIRÐI í kvöld, miðvikudaginn 25. febrúar, verður starfsemi Iðnlánasjóðs kynnt á fundi í Skútunni, Dalshrauni 15 Hafnarfirði. Á fundinn mæta frá Iðnlánasjóði: — Bragi Hannesson, bankastjóri, — Gísli Benediktsson,skrifstofustjóri, — Stefán Melsted, forstöðumaður útflutnings- og tryggingardeildar, — Hreinn Jakobsson, forstöðumaður vöruþróunar- og markaðsdeildar. Fundurinn hefst klukkan 20.30. Iðnaðarmannafélagið í Hafnarfirði Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.