Morgunblaðið - 25.02.1987, Side 63

Morgunblaðið - 25.02.1987, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 63 Alfreð Gíslason: Frábært „ÞAÐ er frábœrt að sigra Júgó- slava og ég tala ekki um með fjögurra marka mun. Við ætluðum að sigra, en satt best að segja gerði ég ráð fyrir að mjög mjótt yrði á mununum," sagði Alfreð Gíslason. „Leikurinn hjá okkur var mjög góður, mun betri en sá fyrri. Mark- varslan hjá Einari var frábær, vörnin þótt og sóknarleikurinn góður. Við vorum ákveðnir í að selja okkur dýrt, börðumst vel og nær allt gekk upp.“ Einar Þorvarðarson: Ánægður „ÉG er ánægður með leikinn. Við gerðum það sem fyrir okkur var lagt, vömin var mjög góð sem og sóknin og í seinni hálfleik gekk nær allt upp. Bogdan lagði dæmið þannig upp að Júgóslavarnir myndu aðal- lega „keyra" á sömu mönnunum eins og í fyrri leiknum og því skyld- um við reyna að brjóta þá niður á réttu augnabliki í seinni hálfleik. Dæmið gekk þá upp, en öryggið var ekki eins mikið í fyrri hálfleik. Miðað við undirbúninginn var þetta mjög góður leikur og með meiri undirbúningi verðum við enn betri." • Alfreð Gíslason átti stórleik gegn heims- og Ólympíumeisturum, Júgóslava, í gærkvöldi. Hann skoraði sjö mörk hvert öðru glæsilegra og er eitt þeirra hér f uppsiglingu. Heimsmeistaramir lagðir að velli „ÍSLAND, ístand, ísland," ómaði frá áhorfendum sem troðfylltu Laug- ardalshöll þegar íslenska handknattleikslandsliðið lagði heims- og Ólympíumeistara, Júgóslava, að velli, 24:20, f stórkostlegum leik í gærkvöldi. Sjaldan eða aldrei hafa fagnaðarlæti verið jafn mikil f Höllinni enda ástæða til. Þetta er í annað sinn á tveimur árum sem íslendingum tekst að vinna Júgóslava hér á landi. Það segir meira en mörg orð um styrkieika fslenska liðsins og ætti þvf ekki að vera fiarlægur draumur að liðið blandaði sór f toppbaráttuna á næstu Olympfuleikum ef svo heldur áfram sem horfir. Áhorfendur voru vel með á nót- markið á fætur öðru, alls fimm unum allt frá fyrstu mínútu. íslend- ingar byrjuðu leikinn vel og komust í 4:2 eftir 10 mínútur. Júgóslvar náðu að jafna, 4:4, þegar fyrir hálf- leikur var hálfnaður. Á þessum kafla átti Kristján Arason þrjú skot í stöng og náði sér ekki vel á strik í sókninni það sem eftir var leiks- ins. Hann skilaði þó varnarhlut- verki sínu með sóma. Alfreö Gíslason var mjög sterkur og tók við hlutverki Kristjáns í sóknar- leiknum og skoraði hvert glæsi- Páll Ólafsson: mörk í fyrri hálfleik. Þáttur Páls Júgóslavar höfðu eins marks forystu í ieikhléi og hófu seinni hálfleikinn með því að taka Alfreð úr umferð. Það reyndist þó ekki gefast vel því þá losnaði um aðra, sérstaklega Pál Ólafsson sem fór á kostum síðari hluta hálfleiksins. Hann skoraði sex stórglæsileg mörk með sinni alkunnu aðferð, að brjótast inn í vörnina og hleypa af þegar markvörðurinn er kominn úr jafnvægi. Frábær varnarleikur Þegar 20 mínútur voru til leiks- loka var staðan jöfn, 15:15. Næstu 10 mínútur sýndi íslenska liðið hreint frábæran varnarleik sem gerði út um leikinn. Skoruðu þá sex mörk á móti einu frá Júgóslöv- um og staðan orðin, 21:16, og sigurinn aldrei í hættu eftir það. Alfreð setti síðan endapunktinn á þennan frábæra leik með því að skora beint úr aukakasti þegar 2 sekúndur voru til leiksloka og tryggði fjögurra marka sigur. Bogdan landsliðsþjálfari: Margir samverkandi þættir skópu sigurinn Sælutil- finning „ÞAÐ er sælutilfinning sem fer um mann eftir svona lelk. Það er ekki á hverjum degi sem heims- og Ólympíumelstarar eru lagðir að velli," sagði Péll Ólafsson eftir leikinn. „Þaö var fyrst og fremst baráttan í vörninni og árangursríkur sóknar- leikur sem skóp þennan sigur. Þessi úrsiit gefa okkur aukið sjálfs- traust og vekja menn aftur til lífsins," sagði Páll. „VID vorum mun betri en í fyrri leiknum og ég er mjög ánægður með sigurinn gegn ólympíu- og heimsmeisturum Júgóslavfu. Marglr samverkandi þættir skópu þennan sigur. [ fyrsta lagi vorum við ákveönir fyrir leikinn að leggja allt í sölurnar til að sigra. Strákarnir voru ein- beittir og á fullu allan leikinn — keppnisskapið var í lagi. í öðru lagi var samvinna og samleikur til fyrir- myndar, strákarnir léku mjög vel í vörn sem sókn og gerðu fá tækni- leg mistök. í þriðja lagi naut einstaklingsframtakið sín, þegar svo bar viö. Einar var mjög góður í markinu og Alfreð sýndi stórgóð- an leik. Og síðast en ekki síst er andinn í hópnum stórkostlegur," sagði Bogdan Kowalzcyk, lands- liðsþjálfari, við Morgunblaðið strax að sigurleiknum í gærkvöldi lokn- um. Markviss sóknarleikur Það er langt síðan íslenska liðið hefur leikið eins vel og í gær- kvöldi. Vörnin og markvarslan var mjög góð allan tímann og sóknar- leikurinn var markviss og leikmenn gáfu sér góðan tíma til að undirbúa leikfléttur sem oftast gengu upp. Munurinn á liðinu í þessum leik og þeim fyrri var að sóknarleikur- inn gekk betur upp í gær. Það er ekki á hverjum degi sem heims- og Ólympíumeistarar eru lagðir að velli. Eiga hrós skilið Allir íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir þennan leik. Þó ber að geta stórleiks þeirra Alfreðs, Páls og Einar Þorvarðarsonar, sérstakiega. Einar varði mjög vel og oft á mikilvægum augnablikum, alls 16 skot og þar af eitt vítakast undir lokin. Guðmundur, Geir, Kristján, Þorbjörn, Alferð og Bjarni mynduðu þétta vörn og voru mjög hreifanlegir. Páll og Ottar skiptu við Þorbjörn og Geir í sókninni og gafst það vel. Mikil breidd er í lið- inu og á Bogdan, þjálfari, auðvelt með að skipta inn leikmönnum ef eitthvað fer miður. Lið Júgóslava er mjög gott, val- inn maður í hverju rúmi. Þeir eru með sterka leikmenn sem búa yfir mikilli boltatækni. Þeir keyrðu á sama liðinu í vörn og sókn mestan hluta leiksins og voru hreinlega sprungnir í seinni hálfleik. Puc (nr3) og Portner (nr8) voru bestu menn þeirra í gærkvöldi. Einng var hornamaðurinn, Holpert (nr11), mjög stekur í vinstra horninu og gerði laglega hluti. Það veikti lið þeirra að markvörðurinn, Pusnic, gat ekki leikið vegna meiðsla sem hann hlaut í fyrri leiknum. 24:20 Leikurinn ítölum Laugardalshöll, 24. febrúar 1987 Landsleikur í handknattleik fSLAND - JÚGÓSLAVÍA 24:20 (9:10) 1:0, 1:1, 3:1, 4:2, 4:4, 4:5, 5:5, 5:7, 6:7, 6:8, 7:8, 7:10, 9:10, 10:10, 10:11, 12:11, 12:12, 13:12, 13:13, 14:13, 14:14, 15:14, 15:15, 18:15, 18:16, 21:16, 21:17, 22:17, 22:18, 23:18, 23:20, 24:20. MÖRK ÍSLANDS: Alfreð Gíslason 7, Páll Ólafsson 6, Þorgils Óttar Mathi- esen 5, Guðmundur Guðmundsson 3, Kristján Arason 2/2, Bjami Guð- mundsson 1. MÖRK JÚGÓSLAVÍU: Iztok Puc 6, Zlatko Portner 4/1, Jozet Holpert 3, Goran Perkovac 3/1, Boris Jarak 2, Mirzet Uzeirovic 1, Zlatan Saracevic MÖRK ÍSLANDS Utanafvelli: 11 Með gegnumbrotum: 1 Aflínu: 3 Úrhornunum: 3 Úr hraðaupphlaupum: 4 Úr vítakö8tum: 2 MÖRK JÚGÓSLAVÍU Utanafvelli: 9 Aflínu: 3 Úr hornunum: 4 Úrhraðaupphlaupum: 2 Úrvítaköstum: 2

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.