Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
25
Helgi Hálfdanarson:
Hvaða prósenta?
Sveimér ef ég er ekki orðinn
gáttaður á þeirri umræðu, sem
spunnizt getur út af jafn-hlálegu
fyrirbæri og orðinu prósentustig!
Þar hefur kraumað í kolum síðan
ég benti á það hér um árið, hvað
þetta orð er klaufalega smíðað
og vanhæft í því hlutverki, sem
verið er að ætla því.
Því miður hefur minn góði
málstaður goldið þess, hve óskýr
ég hef verið í tali, eða svo tel ég
hljóti að vera, fyrst gáfaður hag-
fræðingur, minn kæri fornvinur
dr. Benjamín Eiríksson, misskilur
mig, því glöggt er að hann hefur
mín orð í huga í grein sinni í
Morgunblaðinu 19. þ.m. Og fyrir
þennan misskilning leggur hann
það á sig að útskýra allsendis
sjálfsagða hluti, sem vissulega
þarf enga skólagöngu til að skilja.
Að vísu hefur sá lævísi prakk-
ari, prentvillupúkinn, reynt að
gera athugasemd hans óskiljan-
lega, því ef eitthvað hækkar í
þrepum og reiknuð skal hækkunin
samtals, þá er aðferðin, eins og
dr. Benjamín veit manna bezt,
ekki sú að leggja saman prósentu-
hækkanirnar; að réttu lagi verður
hækkunin í prósentum og hækk-
unin í svo kölluðum prósentustig-
um sú sama.
Á því hefur aldrei leikið neinn
vafi, hvernig reynt hefur verið
að nota orðið prósentustig. Hitt
var til álita, hversu ráðlegt væri
að reyna það.
Það sem máli skiptir um eining-
una prósent er það, að hún er
jafnan söm við sig að því leyti að
vera ævinlega einn hundraðasti
hluti tiltekinnar heildar, það felst
í sjálfu orðinu. Hins vegar er hún
að sjálfsögðu misstór eftir því, af
hvaða heild hún er reiknuð. Þess
vegna þarf jafnan að geta þess,
hver sú heild er, liggi það ekki í
augum uppi. Frá þeirri þörf er orð
eins og prósentustig engin lausn;
í því felst engin vísbending af því
tagi. Klaufaskapurinn í gerð þess
felst m.a. í þeim tvískinnungi að
gefa í skyn einhverja aðra merk-
ingu en prósent, enda þótt það
sé jafnframt látið merkja hundr-
aðshluta af einhverju. Raunar
væri skást að skilja það sem eitt
prósentið í tiltekinni prósentu,
sem að vísu er öndvert því sem
elskhugar orðsins ætlast til.
Þegar alls er gætt, er pró-
sentustig, svo sem það orð er úr
garði gert, ekki aðeins óþarft;
heldur blátt áfram villandi. I
reynd hefur það, sem vonlegt er,
fengið reikula merkingu og í frét-
taflutningi valdið ruglingi fremur
en skýrleika; enda hefur eitt og
sama fyrirbæri oft verið kallað
sitt á hvað prósent og prósentu-
stig, án þess um nokkra hlut-
verkagreiningu þeirra orða væri
að ræða. Reyndar verður naumast
betur séð en að oftar en ekki sé
prósentustig sett í stað prósents
af hreinni tilgerð, líkt og árs-
grundvöllur í stað árs, og hitastig
í stað hita.
Ég hef stundum haldið því
fram, að lítil von sé til að losna
við óþurftar-orð, sem ijölmiðlar
hafa verið narraðir til að taka í
fóstur. Þó skal enn mælt með
því, að jafnan sé sagt á eðlilegan
hátt það sem segja þarf, til dæm-
is þegar um áfangahækkun
vöruverðs er að ræða, fremur en
að koma sér upp orðum sem ráða
ekki við merkingu sína.
Hreppsráð Búðarhrepps ályktar
við hér á landi nánast hegnir konum
fyrir að ala böm og viðhalda eðli-
legri fjölgun hjá þjóðinni. Til að
komast frá ungbami út á vinnu-
markaðinn á ný hafa margar
mæður orðið að fínna gæslu fyrir
böm sín, þar sem dagvistarrými
mun ekki vera til nema fyrir um 1
prósent ungbama.
Breyting á þeim málum er, að
sögn, ekki í sjónmáli. En launa-
greiðslur til starfsfólks dagvistar-
stofnanna em sagðar vera mjög
þungur útgjaldaliður sveitarfélaga.
Ef til vill heftir sá liður frekari úr-
bætur í dagvistarmálum. Foreldrar
þurfa að koma mun virkari inn í
umræðuna um þessi mál og vinna
sjálfir að úrbótum þar sem bömin
þeirra geta aldrei orðið sjálfstæður
þiýstihópur.
Þegar umbætur í dagvistarmál-
um hafa komið til umræðu hafa þær
oftast verið í formi kröfu á hendur
hins opinbera, um hærri laun fyrir
fóstmr á dagvistarstofnunum.
Fóstmr eiga vissulega skilið hærri
laun. En komi foreldrar börnum
sínum ekki inn á dagvistarstofnanir
leita þeir til velvilja aðila úti í bæ
og greiða umyrðalaust þær íjár-
hæðir sem viðkomandi setur upp
fyrir bamagæslu, jafnvel þó sá að-
ili hafí ekki sérmenntun til starfsins.
Flestir foreldrar gera sér þó fulla
grein fyrir mikilvægi þess að sér-
menntaðar fóstmr sinni bömum
þeirra á meðan þeir em á vinnu-
stað. Spuming er því á hvem hátt
foreldrar geti best veitt sérmennt-
uðum fóstmm meiri stuðning.
Stefnan að allir eignist þak yfir
höfuðið og það sem fyrst hefur
nánast fallið undir náttúrulögmál
hér á landi. Það er ekki óeðlilegt
þar sem leiga á íbúðum er há mið-
að við almenn laun. Híbýlakaup á
íslandi hafa krafist talsverðs fjár-
magns, nokkur árslaun fólks með
meðaltekjur. Afla verður hárra fjár-
hæða á tiltölulega skömmum tíma,
og þeim mun skemmri tíma sem
verðbólguhjólið snýst hraðar. Það
hefur aftur leitt til óeðlilega mikils
vinnuálags margra foreldra. Til
skamms tíma voru langtímalán ekki
fáanleg og áttu þá margir erfítt
með að standa straum af þungum
afborgunum skammtímalána.
Það segir sig sjálft að fólk þarf
að afla talsvert mikilla tekna til að
geta staðið við þungar greiðslur af
vöxtum og afborgunum lána. En
takist fólki að afla mikils fjármagns
á skömmum tíma er það um leið
komið í hátekjufiokk og hátekjufólk
greiðir þunga skatta jafnvel árum
eftir að teknanna var aflað. Þeim
vítahring hefur mörgum reynst er-
fítt að komast frá. Þannig hafa
stjómmálalegar ákvarðanir oft haft
bein áhrif á líf margra foreldra og
um leið erfíð æskuár margra
íslenskra barna.
Nú er margt sem bendir til að
framundan séu betri tímar. Stað-
greiðslukerfí skatta hefur komið til
umræðu nokkuð reglulega þau ár
sem kosið er til þings, en aldrei
orðið að veruleika, þjóðinni til mik-
ils skaða. Við hljótum að treysta
því að stjómmálamenn bresti ekki
kjark til að setja þau í lög nú, svo
að jafnvægi komist á fjárhag heim-
ila og þjóðar. Meira jafnvægi mun
einnig fylgja langtímalánum til
híbýlakaupa nú eftir að nýju hús-
næðismálalögin taka gildi.
En það er einmitt frá þessum
þáttum, þ.e. opinberum ákvörðun-
um í skatta- og lánamálum, sem
örlagaþræðir orsaka og afleiðinga
liggja í þjóðfélagsmynstrinu. Við
verðum að skilja samhengið og
bæta það sem betur má fara. Það
gerum við einnig með því að setja
okkar upprennandi kynslóð í for-
gangshóp í þjóðfélaginu. Þannig
treystum við best framtíð bama
okkar og um leið þjóðarinnar.
Höfundur er höfundur þáttanna
„Réttur dagsins" í Morgvnblaðinu.
HREPPSRÁÐ Búðahrepps hefur
sent samgönguráðherra og sigl-
ingamálastjóra áskorun. Eru
þeir hvattir til að kvika ekki frá
akvörðun sinni að velja umdæm-
isskrifstofu Siglingamálastofn-
unar á Austurlandi stað á
Fáskrúðsfirði.
Undanfarin ár hafa starfsmenn
Siglingamálastofnunar á Austurl-
andi haft aðsetur á Höfn í Homa-
firði, Fáskrúðsfirði og Norðfirði.
Vart hefur orðið andstöðu Norð-
firðinga við þau áform að stofna
umdæmisskrifstofu Siglingamála-
stofnunar á Fáskrúðsfírði.
A - LISTINN
25. APRÍL NÁLGAST!
NÚ HAFA ALLIR FLOKKAR
KYNNT LISTA SÍNA.
GERIÐ SAMANBURÐ
Á ÞESSUM LISTA OG
LISTUM ANNARRA
FLOKKA.
ástæður fyrir því að kjósa kratana
ALÞÝÐUFLOKKURINN í REYKJAVÍK leggur út í
l ANUM '87. Styrkur hans helgast af fjölbreyttum
starfsferli þess fólks sem hann skipar, ólíkri lífsreynslu þess og
hæfileikum. Þetta eru fulltrúar þess fólks, sem myndar íslenskt
NÚTÍMASAMFÉLAG og vill móta framtíö þess í anda
JAFNAÐARSTEFNUNNAR.
JAFNAÐARSTEFNAN ER í SKRIÐÞUNGRI SÓKN
UM ALLT LAND. Taugaveiklun í herbúöum andstæðinganna
er því skiljanleg.
Alþýöuflokkurinn stefnir ákveðið að því að 5 EFSTU MENN
LISTANS í REYKJAVÍK TAKI SÆTI Á ALÞINGI ÍSLENDINGA
EFTIR KOSNINGAR. 5 ÁSTÆÐUR fyrir því að KJÓSA KRATANA
eru íólkift ^ 5 tPSTú sætin.
1. JÓN SIGURÐSSON, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, einn helsti
efnahagssérfræðingur þjóðarinnar,
2. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR, alþm., sem með atorku sinni á
þingi hefur þokað íslensku samfélagi á brautir velferðarríkisins,
3. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON alþm., sem með festu sinni og
sókndirfsku hefur fylkt Alþýðuflokknum í fremstu víglínu íslenskra
stjórnmála,
4. LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR, lögfræðingur ASÍ og formaður
Kvenréttindafélags íslands með nána reynslu af kjara- og
jafnréttisbaráttu.
5. JÓN BRAGIBJARNASON lífefnafræðingur, talsmaður nýrra leiða
í atvinnumálum íslendinga.