Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÓAR 1987 41 konu á sjúkrahús, sem gat ekki fætt. Hún hafði komið tveimur eða þremur dögum áður í sjúkraskýlið í leit að hjálp. Þar var henni tjáð að hún yrði að komast undir læknishendur á spítala langt þaðan. Eiginmaðurinn þvertók fyrir það. Er heim kom, var geit slátrað og allri kunnáttu beitt til að hrinda þessari ógæfu frá, en allt kom fyrir ekki. Þrautarlendingin var þá að senda hana á sjúkrahúsið varasama. Betri tímar I tímans rás hefur mönnum lærst að meðöl hjúkrunarkonunnar hafa hjálpað vel og smám saman hefur byggst upp traust á sjúkraskýlinu. Nú er meir en nóg að gera þar. Mikil- vægur þáttur í þessu starfi er að gefa skólabömum bamasprautur. Fljótlega var bamaskóli byggður á kristniboðsstöðinni og síðan hafa fleiri bæst við úti í héraðinu þótt engir séu vegimir. Akurinn var lengi harður í safnað- arstarfmu. Auk alls kyns hindurvitna og fordóma voru margir nágrannar fáskiptir. Tækifæri til að hitta aðra hvíta menn voru fá svo að einangrun- in tók oft verulega á kristniboðana. En þeir gáfust ekki upp, heldur héldu áfram að boða þann boðskap, sem hafði breytt lífí þeirra sjálfra og flutt þá alla leið suður á miðbaug í Afnku. Smám saman fór fólk að koma til kirkju og starfíð óx í öllum greinum. Nú er þar trúarvakning og moldar- kirkjan, sem er nokkuð stór, er löngu orðin allt of lítil. Bygging nýrrar fínnar kirkju er þegar hafín. Strákamir, sem mættu trúfastlega á skímamámskeiðin fyrir 6 árum fara nú með gleðiboðskapinn um kærleiksríkan Guð, sem brennur af kærleika til sérhvers manns, langar leiðir inn í afkima fjallgarðsins. En það eru ekki bara böm og ungling- ar, sem hafa tekið við boðskapnum. Leiðtogar fólksins í veraldlegum efn- um ganga nú fram fyrir skjöldu og játa trú sína. Þeir hafa sagt drykkju- bölinu stríð á hendur og leita uppi víntunnumar til þess að höggva göt á þær og hella brugginu niður. Vegna þessara aðgerða hefur drykkjuskap- ur minnkað til muna. Róttækþjóðfé- lagsbreyting I Sekerr á sér nú stað róttæk þjóð- félagsbreyting, bæði hið innra sem ytra fyrir áhrif hins kristna boðskap- ar. Fólk vaknar upp og leitar leiða til að bæta lífskjör sín. Stofnaðir hafa verið framfarahópar fyrir konur og menn spyija hvemig leiða megi hreint vatn ofan úr fjöllunum. Nýr og jákvæður andi hefur borist til hreppsins. Kristniboð og hjálparstarf? Á síðustu mánuðum hafa miklar umræður verið á íslandi um hjálpar- starf og sýnist mönnum sitt hvað um markmið og leiðir. í allri slíkri umræðu hlýtur velferð móttakend- anna að vera leiðarljósið. Starfsað- ferðir skipta miklu máli, en ágreiningur um þær má ekki verða til þess að árar verði lagðar algjör- lega í bát. Starfíð í Sekerr sýnir, að besta þróunarhjálpin, sem við getum veitt er í formi kristniboðs í orði og verki. Slíkt starf veitir ómælda blessun þeim, sem að því standa. Lifandi kirkja vex stöðugt vegna þess að líf hennar er eins og eldur, sem breiðist út. Lífíð, hinn kristna boðskap, fengum við ókeypis og því ber okkur að flytja það áfram ókeyp- is líka. Aldrei í sögu mannkynsins hafa jafn margir lifað á jörðinni án þess að þekkja það. Það er því mikið starf óunnið af okkur kristnum mönnum! Leggjum okkar skerf af mörkum og það mun styrkja líf kirkju okkar eins og bensín eldinn. Höfundur er kristniboði í Kenýu oghefur um lengrí tíma sent Morgunblaðinu pistla um land og þjóð. Ferðamál á íslandi eftir Einar Þ. Guðjohnsen Það var ánægjuiegt að heyra og sjá tölur um þróun ferðamálanna hér undanfarin ár, og þá einkum tölur frá síðasta ári. Eftir algera stöðnun hér á íslandi í mörg ár hefir útlitið nú gerbreyst og virðist sæmilega bjart framundan, ef ekki koma til verkföll og annar auiahátt- ur okkar, sem gæti eyðilagt þessa þróun. Á sama tíma sem framan- greind stöðnun varð hér hjá okkur margfaldaðist ferðamannaþjónust- an víðast hvar í heiminum og í dag er ferðamannaþjónusta (túrismi) orðin mikilvægasta atvinnugreinin. Margir eru sammáia mér, að okkur beri að stefna að mikilli fjölgun ferðamanna hingað, og má færa margvísleg rök fyrir því og hvaða heillavænleg áhrif það geti haft á alit líf okkar í þessu harðbýla landi. Mörgum þykir það fullmikil bjart- sýni hjá mér og fleirum að nefna milljón erlendra ferðamanna á ári, sem takmark til að stefna að. Auð- vitað tekur það langan tíma að ná því marki, og þessvegna getum við alveg eins nefnt hálfa milljón til að bytja með og farið svo að tala um milljón þegar því marki er náð. Þetta er aðeins til að sýna það ákveðið hvert okkur ber að stefna. Það stóð hinsvegar ekki á því að úrdráttarmenn létu einnig í sér heyra á sama tíma. Friðrik Haralds- son, leiðsögumaður, í byijun desember, leiðari Morgunblaðsins nokkru seinna og svo sjálfur ferða- málastjórinn í áramótaboðskap sínum, sem Víkvetji tekur svo upp eftir honum sem sjálfan sannleik- ann frá vísum manni. Talað er um örtröð á ferðamannastöðum, rán- yrkju gróðahyggjumanna og svo að jafnvel þurfi að koma til takmörkun ferðamanna og ítala á ýmsum stöð- um. Ég þykist þekkja allvel til á ferða- mannastöðum okkar og ég hefi líka víða farið erlendis og séð hvernig þar horfir. Ég fullyrði að því sem næst allt meinið liggur hjá okkur sjálfum og í umgengnisvenjum okk- ar sjálfra, og skiptir sáralitlu máli í þeim efnum hvort 100 þúsund erlendir gestir sækja okkur heim á ári hveiju eða milljón. Það þarf ekki að fara neitt inn á fjöll til að sjá sóðaskapinn og umgengnisvenjurnar. Lítum bara á næsta nágrenni okkar. Glerbrot, bréfadrasl, plast, eldspýtur, sígar- ettustubbar og allskyns annað rusl er út um allt. Ef við stöndum á götuhorni og horfum í kringum okkur um stund sjáum við fólk, jafnvel virðulegt og prúðbúið fólk, henda frá sér rusli. Ef einhver dirf- ist að gera athugasemd fær hann fyrirlitningarsvip, þögn eða jafnvel óþvegin orð til baka. Umgengni á almannfæri kemur okkur greinilega ekkert við, og við eigum ekki að vera með neina afskiptasemi. Já, það er augljóst, að almennn- ingsálit er ekki til hér í þessum efnum og enn síður lög sem fram- fylgt er. Meðan svo er um umgengni okkar við sjávarsíðuna eða inn til fjalla verður þetta áfram vandamál á ýmsum viðkvæmum stöðum ferðamanna, en við skulum ekki skella skuldinni á erlenda gesti okk- ar, sökin er öll okkar sjálfra. Ef hinsvegar of mikilí átroðning- ur verður á gróðri er einfalt að gera göngustíga eða annað, sem eyðir vandamálinu. Þetta má gera þegjandi og hljóðalaust og án þess að væla um það í fjölmiðlum að þetta þurfi að gera hér og annað þar, og alltaf er það einhver óþekkt- ur aðili í fjarlægð, sem allt á að gera. Kannski er það ríkið, en ríkið er jú þjóðin, samsafn okkar allra, og því berast böndin fyrst og síðast að okkur sjálfum. Menn og konur ættu bara að bretta upp ermamar og gera hlutina sjálf á hveijum stað, fremur en að benda alltaf á ein- hveija aðra. Þetta geta verið í Kaldalóni „Það er enginn vafi, að í dag höfum við meðbyr og gætum snaraukið ferðamannastraum til landsins, og sett markið miklu hærra en gert hefir verið.“ heimamenn-á hveijum stað eða ein- hveijir aðrir, sem til þess eru virkjaðir, og svo þegar þetta er orð- ið hveijum og einúm eðlislægt taka allir sjálfkrafa til hendinni þegar eitthvað sést fara aflaga. Um- gengni á almannafæri er ekki einkamál neins, það er mál sem alla varðar. Skömmu fyrir áramót voru ferða- málaráðherrann og formaður Ferðamálaráðs hvor í sínu lagi að kvarta yfir því í fjölmiðlum að Ferðamálaráð fengi ekki það fé, sem til er ætlast samkvæmt lögum, og því verði ráðið nánast að leggja upp laupana með vorinu. I Lögum um skipuiag ferðamála nr. 79/1985 segir svo í 8. grein: „Fríhöfnin í Keflavík skal greiða til Ferðamálaráðs gjald er nemur 10% af árlegri vörusölu. Fríhöfnin skal greiða gjald þetta beint til Ferða- málaráðs af sölu hvers mánaðar og fellur það í gjalddaga eigi síðar en 15 dögum eftir lok hvers mánað- ar . . .“ Áframhald greinarinnar er svo um það hvemig þessu fjár- magni skuli varið. Þetta er alveg skýrt og skorinort og ættu þarna að renna einar 40—50 milljónir á ári beint til Ferðamálaráðs og kannski meira þegar umferð og sala eykst. Maður skyldi ætla, að áhugasömum ferða- málaráðherra reyndist ekki erfítt verk að sjá til þess að lögunum væri framfylgt, jafnvel þó að Fríhöfnin heyri undir utanríkisráð- herra, sem reyndar er flokksbróðir eins og nú er háttað. En framan- greindir frammámenn ferðamál- anna hafa auglýst getuleysi sitt að framfylgja þessum lögum. En hver er það þá, sem verið er að ásaka þótt ekki sé hann nefndur og ekki lætur réttmætt fé af hendi rakna? Greinilega er það fjármála- ráðherra, einnig flokksbróðir í þessu tilfelli. í fjárlögunum nýju stendur að til ferðamála skuli renna skv. 8. gr. laga nr. 79/1985 15 milljónir og þar að auki 5,1 milljón í almennan rekstur félagsins. Þetta mál heyrir því undir 3 ráðherra, alla úr Sjálfstæðisflokknum, og virðist augljóst að um algert áhuga- leysi er að ræða, enda hefir ferða- þjónusta sem mikilvægur og gjaldeyrisaflandi atvinnuvegur aldrei verið á stefnuskrá flokksins. Það er undarlegt að ég skuli vera yfirlýstur stuðningsmaður þessa flokks, sem hafnar alveg þeim málaflokki, sem ég tel vera mál málanna fyrir okkur íslendinga í dag og sem ég er að reyna að skrifa og tala fyrir. En sjaldan er ein báran stök. Það er ekki aðeins þessi skerti peninga- flutningur frá' Fríhöfninni til Ferðamálaráðs, sem sýnir skiln- ingsleysið. Onnur atlaga að ferða- þjónustunni var mikil hækkun flugvallarskattsins, sem er með því hæsta sem gerist í heiminum. Það hefði mátt bíða þar til nýja flug- höfnin tekur til starfa í apríl og hækka heldur minna en gert var. Þriðja atlagan átti svo að verða virðisaukaskatturinn, sem hefði snarhækkað alla gistingu og mat. Ég er alveg sammála Júlíusi Sól- nes, prófessor, sem skrifaði um þennan skatt fyrr í vetur í Mbl. og vona að sú vitleysa fari beint í vask- inn og verði aldrei að lögum. Það er svo allt annað mál hvem- ig Ferðamálaráð ver þessu fé sem til umráða er, hvort aðhaldssemi eða bruðl sitji þar í fyrirrúmi og hve mikil þörfin er. Um það má sjálfsagt deila ef öll kurl koma til grafar. Ég ætla ekki að ræða þá hlið meira að sinni, en hver veit nema ég geri það seinna. Mig vant- ar meiri upplýsingar. Svo er enn ein hlið á þessu laga- máli. Hvemig stendur á því að sett eru lög, sem segja fyrir um hvemig unnið skuli að ákveðnu verkefni en síðan eru sett íjárlög sem segja hið gagnstæða, eða að verkefninu skuli ekki sinna nema að mjög svo tak- mörkuðu leyti. Hliðstætt dæmi er í fræðslumálunum, sem valdið liefir þessum úlfaþyt og fjaðrafoki á Norðurlandi eystra. Slík vinnubrögð eru ósiðleg og ekki r.æmandi stjóm- málamönnum okkar og Alþingi. Það er ekki liægt að lofa einu í dag og svíkja það á morgun, allavega ekki heiðarlegt. Það er eriginn vafi, að í dag höf- um viðmeðbyr og gætum snaraukið ferðamannastraum til landsins, og sett markið miklu hærra en gert hefír verið. Fyrr í vetur nefndi ég nokkur atriði sem laga þarf og breyta til þess að þróun ferðamál- anna geti orðið nógu jákvæð og hröð og þar er það mikilvægast að endurskoða og gerbreyta lögum um skipulag ferðamála og auka at- hafnafrelsi í þessari atvinnugrein. Því miður hefir athafnafrelsi verið stórlega skert í sjávarútvegi og í landbúnaði, þannig að ein allsheijar hringavitleysa er að verða á þessum sviðum. Öll þessi miðstýring í gegn um flöskuhálsa ráðuneytanna er af hinu illa. Yfir öllu tróna svo ráð- herramir og senn dugar þeim ekki sæmdarheitið herra ef svo heldur áfram sem horfír. Við verðum að fara að kalla þá kónga, keisara eða jafnvel drottna. Höfundur hefur unnið að ferða- málum íyfir fjörutíu ár. Bæjarlistamaður Um starfslaun bæjar- listamanns Kópavogs Lista- og menningaráð Kófjavogs auglýsir eftlr umsóknum um starfslaun til iistamanna samkvæmt reglum sem samþykktar voru 16/12 1986 í bæjarstjóm Kópavogs. Heimilt er að vetta starfslaun fyrir 6-12 mánaða timabil. Laun mlðast við 8. þrep 139. launaflokks skv. kjarasamningi Bandalags háskóla- manna. Að jafnaði koma þeir einir listamenn til grelna við úthlutun starfslauna sem búsettir em i Kópavogi. Ltstamenn skuiu skuldbinda sig tll þess að gegna ekki fastlaunuðu starfl meðan þeir njóta starfslauna. Listamaður sem starfslauna nýtur skal að loknu starfstimabili gera grein fyrir starfl sínu. Starfslaun verða veitt frá 1. júní nk. Umsóknarfrestur er til 1. mars. Umsóknir um starfslaun listamanns skv. framan- skráðu sendist: Lista- og menningaráði Kópavogs, Hamraborg 12, 200 Kópavogi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.