Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 54
ðð 54 V86t flAöaaa'í .?,s HUOAcnraiVGiM .uiaAjavtuaHOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987 fólk í fréttum Andy Warhol allur J«\ndy Warhol — hinn föli fursti popplistarinnar lést síðastliðinn sunnudag af völd- um hjartaáfalls. Talið er að hann hafi verið 58 ára gamall. Warhol var einn áhrifamesti listamaður sinnar samtíðar og tvímælalaust einn hinn alfræg- asti. Frægð hans má rekja til mynda hans af algengum neysluvörum og þekktum kvik- myndastjörnum. Warhol var ekki síður þekkt- ur en list hans enda gaf útlit hans tilefni til þess. Upphaf- lega var hann þekktur auglýs- ingateiknari, en hann gaf þann feril upp á bátinn til þess að sinna list sinni. Hann ávann sér frægð í upphafi sjöunda áratugarins með raðmyndum af hversdagslegum hlutum svo sem Campells-súpudósum. Myndir hans voru yfírleitt sneyddar tilfínningu og sögðu gagnrýnendur Warhol vera skrásetjara „tilfínningalauss neysiuþjóðfélags" — hvemig sem menn vilja nú skilja það. Warhol sjálfur lagði mikið upp úr möguleikum upplýs- ingaþjóðfélagsins og spáði því t.a.m. að í framtíðinni yrðu allri heimsfrægir í 15 mínútur. Tilganginn með list sinni sagði hann einan: að græða sem mest af peningum með sem auðveldastum hætti. Þau áhrif sem hann hafði eru þó óumdeil- anleg — silkiþrykk hans eru Strax í kjölfar dauða Warhols hækkuðu verk hans í verði. Hér má sjá Sam nokkurn Lefrak, við tvær af þremur myndum sem hann keypti í New York á mánudaginn. Myndröðin var slegin honum á 5500 Bandaríkjadali. auðþekkt og honum tókst að breyta skilningi manna á hug- takinu „list“, sem hlýtur að ''EGETABIÉ Eittnvörumerkja“ Warhols - Campells-súpudósin. vera metnaður hvers lista- manns hvernig sem að er farið. Seint á sjöunda áratuginum fór Warhol út í kvikmyndagerð og urðu sumar þeirra býsna vinsælar í lokuðum hópum þrátt fyrir allt og allt, því að þær voru vægast sagt misjafn- ar að gæðum. Báru þær nöfn eins og „At“, „Klipping“ og „Svefn“. Þessar myndir fjöl- luðu um nákvæmlega það sem nöfnin gefa til kynna — um hversdagslegar athafnir og það á mjög óspennandi hátt; jafn- óspennandi og athafnimar sjálfar eru í eðli sínu. Sjálfsmynd af Warhol. 5 ' ' . í I xz^ f ! £S>M......... V. - I Warhol gerði endalausar raðmyndir af kvikmyndastjörnum eins og Marilyn Monroe. Warhol var skírður Andrew Warhola og var sonur tékkn- eskra innflytjenda, en hann var býsna viðkvæmur í æsku — fékk þijú taugaáföll áður en hann varð 14 ára, en þá lést faðir hans. Warhol tókst þó að afla sér námsíjár og lærði aug- lýsingateiknun í Tækniskóla Pittsburgh. Eftir að hann út- skrifaðist hélt hann til New York, breytti nafni sínu og varð fljótlega mjög vinsæll auglýsingateiknari — hafði orð á sér fyrir að vinna hratt og vel, auk þess sem að hugmynd- ir hans þóttu með söluvænleg- asta móti. Þegar hann ákvað að verða listamaður stóðu vinsældimar ekki á sér frekar en fyrri dag- inn og árið 1961 var risavaxið portrett hans af teiknimynda- hetjunni Dick Tracy hengt upp í einni af stórverslunum Man- hattans, en þar má segja að helstu straumar í lífi Warhols hafí mættst — New York, teiknimyndir og sölumennska. Árið 1969 hóf Warhol út- gáfu tímaritsins Interview, sem er einskonar slúðurblað þotu- liðsins í New York. Það blað þótti vera með mjög frumlegt útlit og jafnan áhugavert fyrir áhugafólk um tísku sem gáfu- mannaklíkur. Warhol var sýnt banatilræði árið 1968, en hann lifði það af þrátt fyrir talsverða áverka. Eftir það var hermt að hann sendi gjaman tvífara sinn þeg- ar nærvem hans var óskað við opinber tækifæri. Það uppá- tæki þótti hins vegar svo gersamlega í stíl við fyrri afrek listamannsins að enginn tók það óstinnt upp. Síðastliðinn föstudag var hann lagður inn á sjúkrahús í New York til þess að gera á honum gallblöðruskurðaðgerð, sem framkvæmd var á laugar- dag. Hún heppnaðist og að henni lokinni virtist líðan War- hols vera eftir atvikum góð. Snemma á sunnudagsmorgni fékk hann svo hjartaáfall í svefni og lést skömmu síðar. Hálfberir menntskæling- - ar á Spáni M enntaskólanemar á Spáni hafa verið órólegir að undanfömu og mótmælt ströngum inntökuprófum í háskólum, háum námsgjöldum, vondum háskólapró- fessomm og hveiju ekki. Til þess að sýna fram á að þeim væri full alvara með an- dófí sínu hafa námsmenn mætt í tíma á sundskýlu einni fata og haft í frammi af- káraskap hverskonar, söng, blístur og læti. Standa skólayfírvöld ráðþrota frammi fyrir þessum vanda og vona að menntamála- ráðuneytið í Madríd skerist í leikinn. Þessi mynd var tekin í borginni Vigo, sem er á norðvesturhluta Pýrenea-skaga, en hún hefur síst verið eindæmi í þessum efnum. Reutcr Sem sjá má er undarlegur bragur yfir þessari skólastofu. COSPER Halló Pétur, ég er að taka bílpróf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.