Morgunblaðið - 25.02.1987, Blaðsíða 64
Þjónusta
íþínaþágu
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
VJterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
SHtfgniiHfltt*
Keflavíkur-
flugvöllur;
Skotheldar
hlífðarplöt-
'ur fundust í
flugstöðinni
KeflavtkT
LÖGREGLAN á Keflavíkurflug-
velii var kölluð til þegar að
torkennilegir hlutir fundust í
flugstöðinni. Rannsókn leiddi í
ljós að hér var um að ræða sex
skotheldar hlífðarplötur. Plöt-
urnar voru i tveimur stærðum,
þær stærri 20x30 sentimetrar og
voru þijú kíló hver. Starfsfólk,
sem sér um hreinsun flugvéla,
fann þennan búnað í aðstöðu sem
það hefur við inngang þann, sem
~'r farþegar verða að fara um þegar
þeir koma til landsins.
Ingvi Brynjar Jakobsson, rann-
sóknarlögreglumaður á Keflavíkur-
flugvelli, sagði að við rannsókn
hefði ekkert komið fram sem upp-
lýst gæti málið. Hann taldi senni-
legast að viðkomandi hefði viljað
losa sig við þennan útbúnað, sem
væri ein 12-14 kíló og því engin
léttavara. Eina vísbendingin sem
lögreglan hefði væru tákn á plötun-
um, sem bentu til að þær væru frá
^ Austurlöndum. Plötumar væru úr
fíber og keramiki og það væri senni-
legasta skýringin á að vopnaleitar-
tæki hefðu ekki numið þær.
í flugstöðinni á Keflavíkurflug-
velli eru vopnaðir lögreglumenn á
vakt allan sólarhringinn. BB
MIÐVIKUDAGUR 25. FEBRÚAR 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 50JŒ.
Flugfargjöld innan-
lands hækka um 10%:
Farmiðinn
til Akureyr-
ar hækkar í
5.508 krónur
HEIMILUÐ hefur verið 10%
hækkun fargjalda í innanlands-
flugi, 10% hækkun taxta Land-
leiða á milli Reykjavíkur,
Garðabæjar og Hafnarfjarðar og
6—8% hækkun á flutningatöxtum
flutningabifreiða á langleiðum.
í hækkunarbeiðni Flugleiða var
óbeint beðið um 30% hækkun far-
gjalda á árinu, 10% núna, 10% í maí
og 10% í ágúst. Verðlagsráð heimil-
aði hækkunina nú vegna hallarekstr-
ar á innanlandsfluginu á síðasta ári,
en tók ekki afstöðu til frekari hækk-
ana síðar á árinu.
Sem dæmi um áhrif hækkunarinn-
ar má nefna að venjulegt fargjald
Flugleiða á milli Akureyrar og
Reykjavíkur, báðar leiðir og með
flugvallarskatti, hækkar um tæpar
500 krónur, úr 5.010 krónum í 5.508
kr., til Egilsstaða mun kosta 7.343
kr. í stað 6.678 kr., til ísafjarðar
hækkar fargjaldið úr 4.680 í 5.145
krónur og til Vestmannaeyja úr
3.266 í 3.589 kr. í öllum tilvikum
er miðað við hæsta verð.
Fargjöld Landleiða í Garðabæ eru
nú 50 krónur og hækka því væntan-
lega í 55 og úr 60 krónum f 66 til
Hafnarfjarðar. Búast má við að
kostnaður við að senda smápakka á
milli Reykjavíkur og Akureyrar með
flutningabflum hækki úr 124 krónum
í 133 krónur, eftir að hækkunin kem-
ur til framkvæmda.
Stórglæsilegur sigur
ÍSLENDINGAR unnu einn sinn stærsta sigur á fþróttasviðinu þegar þeir lögðu að velli heimsmeist-
arana frá Júgóslavíu 24:20 í Laugardalshöll í gærkvöldi. Fagnaðarlætin voru gífurleg í troðfullri
Höllinni þegar fyrsti sigur okkur yfir heimsmeisturum í handknattleik var staðreynd.
Sjá frásögn, viðtöl og myndir á íþróttasíðu 63.
Morgunblaðið/Einar Falur.
íslenzku landsliðshetjurnar fagna glæstum sigri, þeir Guðmundur Guðmundsson, Þorgils Óttar
Mathiesen, Atli Hilmarsson og Alfreð Gíslason.
Morgunblaðið/Þorkell
Mikil ös var á Bókamarkaðnum i gær sem og aðra daga síðan
opnað var.
Bókamarkaðurinn slær öll met:
Yfir 25 þúsund bækur
seldar fyrstu 4 dagana
„SALAN hefur slegið öll met
og farið fram úr okkar björt-
ustu vonum“, sagði María
Gunnarsdóttir, verslunarstjóri
hjá Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar, sem veitir for-
stöðu Bókamarkaðnum í
Nýjabæ við Eiðistorg. María
kvaðst ekki hafa nákvæma tölu
yfir söiuna, en fjóra fyrstu
söludagana er áætlað að yfir
25 þúsund bækur hafi verið
seldar.
María sagði að líklegasta skýr-
ingin á þessari miklu sölu væri
sú að nú væri mikið um góðar
bækur á tiltölulega lágu verði og
gengið væri eftir því að allar
bækur sem settar væru í sölu
væru á verulega niðursettu verði.
„Fólk finnur að það er ekki verið
að pranga inn á það neinu rusli
og það er meðal annars skýringin
á hversu salan hefur verið mikil.
Annars hefði ég aldrei trúað því
að óreyndu hversu bókhneigðir
íslendingar eru í raun og veru,
sem þessi aðsókn hjá okkur ber
vott um“, sagði María.
Það er Félag íslenskra bókaút-
gefenda sem stendur að Bóka-
markaðnum og að þessu sinni er
það Bókaverslun Sigfúsar Ey-
mundssonar sem annast fram-
kvæmdina. Bókamarkaðnum
lýkur 3. mars næstkomandi.
Sluppu með skrámur
eftir 7 0 metra veltu
niður snarbratta hlíð
„Vorum ótrúlega heppnir,“ sagði Guðni
Benjamínsson, einn þeirra sem í bílnum voru
„VIÐ vorum ótrúlega heppnir,"
sagði Guðni Benjamínsson, 17
ára gamall piltur, sem ásamt
tveimur félögum sinum var í bil,
sem valt 50-60 metra vegalengd
niður snarbratta brekku i Selgili
við Siglufjörð og stöðvaðist i
lækjarfarvegi niðri í gilinu.
Guðni slapp með viðbeinsbrot,
skrámur og mar en félagar hans
sluppu að mestu með rispur og
mar. Að sögn þeirra, sem séð
hafa staðhætti þar sem bíllinn
valt og bílinn eftir velturnar, er
ótrúlegt hvemig þeir sem í hon-
um voru sluppu svona vel.
Guðni Benjamínsson var á mánu-
dagskvöldið, ásamt Arinbimi Kurt
og Eyjólfi Sigmarssyni, á ferð á
þjóðvegi 76 utan við Siglufjörð á
Broncojeppa árgerð 1966 í eigu
Guðna. Daginn áður hafði snjóað
töluvert á þessum slóðum en á
mánudaginn gerði hláku og því var
vegurinn mjög erfiður yfírfærðar,
bæði sökum snjómðninga og hálku.
„Bíllinn fór skyndilega að rása í
slóðinni og renna til og að lokum
snérist hann og rakst á stóran stein
við veginn og þaðan útaf. Þegar
við sem frammí sátum fundum að
hann var að byija að velta fram
af veginum skriðum við aftur í
bílinn og lögðumst þar á gólfíð. Við
höfðum smá tíma til þess því ég
var ekki á mikilli ferð. Ég man eft-
ir fyrstu veltunum, það má sjálfsagt
lflqa þessu við að vera í þvottavél,
en eftir það held ég að ég hafi
misst meðvitund. Þegar ég raknaði
við mér var ég fastur undir bflnum
en tókst fljótt að losa mig og síðan
að klöngrast upp á veginn aftur,
þar sem einn okkar hafði stöðvað
bfl sem kom aðvífandi," sagði Guðni
í samtali við Morgunblaðið í gær.
Guðni sagði að bfllinn væri alger-
lega sundurtættur eftir veltumar.
Hann væri nýbúinn að kaupa hann
og eftir að hafa gert aðeins við
VERÐLAGSRÁÐ hefur sam-
þykkt 7,5% hækkun á töxtum
leigubifreiða og sendibifreiða
frá og með deginum í dag. Sem
dæmi má nefna að fargjald úr
miðbæ Reykjavíkur upp í Breið-
holt, 7 km, hækkar að meðaltali
úr 240 í 255 krónur.
Bandalag íslenskra leigubifreiða-
stjóra óskaði eftir að verðleggja
þjónustu leigubifreiða i samræmi
við nýjan taxtagrunn, sem gerður
hann hefði hann verið í ágætu lagi.
Bíllinn var ekki búinn öryggisbelt-
um og sagði lögreglan á Siglufirði
að það hefði í þessu tilfelli bjargað
lífí piltanna sem frammí sátu að
þeir voru ekki spenntir fastir.
Vegurinn á þessum stað er með
bundnu slitlagi en að sögn lögregl-
unnar á Siglufírði er hann mjög
mjór. Aðstæður voru síðan mjög
erfiðar vegna snjóa og hálku. Lög-
reglan sagðist hafa bent eftirlits-
manni Vegagerðar ríkisins á það,
fyrr um. daginn, að þennan veg
þyrfti að ryðja en það hefði ekki
verið gert.
hefur verið, og þýtt hefði 18%
hækkun á núgildandi töxtum. Því
hafnaði verðlagsráð, meðal annars
vegna þess að það taldi að leigu-
bílar væru of margir og að þessi
þjónusta væri rekin á óhagkvæman
hátt.
Talsmenn leigubifreiðastjóra
telja þessa afgreiðslu verðlagsráðs
á misskilningi byggða en hafa engu
að síður lýst sig samþykka þeirri
skoðun ráðsins að leigubflstjórar
séu of margir.
Leigubílar hækka