Morgunblaðið - 03.03.1987, Síða 27

Morgunblaðið - 03.03.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MARZ 1987 27 Georges Abdallah, líbanski hryðjuverkamaðurinn, sem var dæmdur i lifstiðarfangelsi. Frakkland: Ánægja með dóm- inn yfir Abdallah - þrátt fyrir ótta við aukin hryðjuverk París. AP. FRANSKA stjórnin hefur aukið öryggisráðstafanir í landinu af ótta við hryðjuverk, einkum í París, eftir að líbanski hryðju- verkamaðurinn Georges Abd- allah var dæmdur í lífstíðarfang- elsi. Abdallah var fundinn sekur um aðild að morði tveggja manna, bandarísks og ísraelsks sendi- manns, og hefur dómnum almennt verið fagnað í Frakklandi ef undan er skilinn kommúnistaflokkurinn. Hermenn hafa verið sendir til liðs við tollverði á flugvöllum í borginni og hafa þeir sérstaka gát á far- angri og vörum af ótta við, að í þeim kunni að leynast sprengjur. Þá hefur landamæragæslan einnig verið aukin. í september sl. létust 11 menn og 150 slösuðust í sprengj- utilræðum hryðjuverkamanna. sem kröfðust þess, að Abdallah yrði lát- inn laus. Dómararnir sjö, sem dæmdu Abdallah, sinntu ekki áköfum ósk- um saksóknarans um að sakborn- ingurinn yrði ekki dæmdur í lengra fangelsi en 10 ár vegna óttans við aukna hryðjuverkastarfsemi. í skoðanakönnun, sem gerð var í París, kemur fram, að langflestir fagna dómnum og telja, að dómar- arnir hafi sýnt mikið hugrekki. Svo er einnig um frammámenn flestra stjómmálaflokkanna nema komm- únistaflokksins. í málgagni hans, L'Humanité, sagði á sunnudag, að réttarhöldin hefðu verið „skrípaleik- ur“ og aðeins til „að þóknast Bandaríkjamönnum". Svlþjóð: Vilja svipta leigusalana rétti sínum Stokkhólmi, AP. HANS Gustafsson, húsnæðis- málaráðherra Svíþjóðar, lagði á fimmtudag fram frumvarp, sem gæti orðið til að svipta leigusala rétti sínum til að velja leigutaka, verði frumvarpið að lögum. Markmiðið með þessu er að reyna að draga úr þeim húsnæðisskorti, sem ríkir á sumum stöðum í landinu. Er ætlunin með fmmvarp- inu að knýja leigusala til þess að fá svonefndum „húsnæðisskrifstof- um“ umráð yfir íbúðum þeirra. Skrifstofurnar eiga síðan að úthluta íbúðunum til þeirra, sem helst þurfa á þeim að .halda og hafa beðið lengst. Forsvarsmenn húseigenda em mjög andvígir fmmvarpinu eins og að líkum lætur en það getur orðið að lögum á næsta ári. Svíþjóð: Boða viðskipta bann á S-Afríku Stokkhólmi. Reuter. Jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð hefur samþykkt, að stjórnin skuli grípa til einhliða viðskiptaþvingana gagnvart Suð- ur-Afríku. Skýrði Ingvar Carls- son, forsætisráðherra, frá þessu í gær. A fréttamannafundi, sem Carls- son efndi til, sagði hann, að flokkur- inn hefði ákveðið, að baráttan gegn aðskilnaðarstefnunni væri svo brýn, að rétt væri að grípa strax til að- gerða og bíða ekki eftir ákvörðun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Sagði hann, að stjórnin myndi síðar taka ákvörðun um aðgerðirnar og hve umfangsmiklar þær yrðu. Haft er eftir heimildum, að við- skiptabann á Suður-Afríku muni bitna mest á sænska stáliðnaðinum, sem er mjög háður hráefnisinn- flutningi þaðan, og nokkmm fyrir- tækjum öðmm, sem hafa viðskipti við suður-afríska námaiðnaðinn. Afgrciðslufrestur 3gO «i "J VlKUr í stað 2.-3. mánaða Pökkunarsérfræðingur Plastprents er öllum þeim til ráðgjafar er auka vilja hagkvæmni og þróa pökk- unaraðferðir. Minni birgðakostnaður — aukið öryggi Plastprent framleiðir áprentaða og óáprentaða poka til lofttæmingar. Afgreiðslufrestur er aðeins 3-5 vikur og lágmarkspöntunarmagn lægra en þekkst hefur. Pökkunaraðferð framtíðarinnar Lofttæming eykur geymsluþol og verðmæti stórlega og þeim framleiðendum fjölgar stöðugt er nota lofttæmdar umbúðir til að styrkja markaðsstöðu sína. * Brautryðjandi á sviði pökkunar P Plastprent hf. Höföabakka 9, sími 685600

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.