Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
Stefna ungs fólks er styrk-
ur Sjálfstæðisflokksins
Þrettán atriði í þágu ungs fólks
eftir Árna Johnsen Ungt f ólk og ef nahagur
Það er aðalsmerki Sjálfstæðis-
flokksins að vinna í anda ungs fólks,
vinna af áræði og þrótti með skyn-
semissjónarmið að leiðarljósi,
treysta athafnafrelsi fólks og
tryggja aðstöðu og þjónustu við þá
sem minna mega sín í þjóðfélaginu,
treysta heimilið, kirkjuna, skólana
og íslenska menningu með höfuð-
áherslu á íslenska tungu og með
þessa þætti í stafni vilja sjálfstæðis-
menn byggja upp atvinnulíf lands-
ins, grundvöllinn að efnahagslegri
þróun og stöðu íslendinga. Menn í
stjómmálum verða að hafa þrek til
þess að taka af skarið til árangurs,
takast á við vandamálin af festu
og einurð, og það er einmitt í anda
ungs fólks að segja hlutina eins og
þeir eru, byggja á staðreyndum en
ekki falsvonum. Það skilar árangri
að horfast í augu við veruleikann,
meta möguleikana og hrinda málum
síðan fram.
Hér fara á eftir þrettán atriði sem
sjálfstæðismenn hafa haft forgöngu
um og náð fram sem leiðandi stjóm-
málaafl í núverandi ríkisstjóm,
þrettán atriði sem varða sérstak-
lega ungt fólk þótt það komi öllu
samfélaginu að sjálfsögðu til góða.
Hvað hefur áunnist fyrir ungt
fólk að frumkvæði Sjálfstæðis-
flokksins?
1. Verðbólgan slegin niður.
2. Húsnæðislánakerfíð stóreflt.
3. Staðgreiðslukerfi skatta
— stórkostleg framför.
4. Námslánin meiri en í öðrum
löndum.
5. Greiðslukortin færa réttinn til
fólksins.
6. Fijálsar útvarpsstöðvar fyrir
atbeina sjálfstæðismanna.
7. Stórlækkun tolla á bifreiðum
auðveldar ungu fólki að eignast
bíl.
8. Skattlausa árið gefur einstakl-
ingum og heimilum tækifæri.
9. Verkmenntun hefur verið stór-
aukin á kjörtímabilinu.
10. Minnkandi erlendar skuldir
spara ungu fólki í framtíðinni.
11. Jöfnuður við útlönd í viðskipt-
um markar tímamót.
12. Aukinn innlendur spamaður
styrkir íslenska byggð og fram-
þróun.
13. Veruleg aukning fjármagns til
íþrótta- og æskulýðsmála.
Dæmi um
möguleika
ungs fólks
sem kaupir
eða byggir
fyrstu íbúð
Ungt fólk með tilskilin lífeyr-
issjóðsréttindi fær allt að 2,5
millj. kr. lán til húsnæðis, sem
greiðist út í tvennu lagi með 6
mánaða millibili, en seinni
greiðslan hækkar eftir því sem
verðtrygging býður. Um er að
ræða allt að 70% af byggingar-
kostnaði. Afborganir fyrstu 2
árin eru 21.500 kr. ársfj'órð-
ungslega, eða 7 þús kr. á
mánuði, en eftir tvö ár er af-
borgunin 29.338 kr. ársfjórð-
ungslega, eða 10 þús. kr. á
mánuði.
1. Að verðbólga skuli komin úr
130% niður í um það bil 10%
er grundvallaratriði fyrir því
að ungt fólk geti skipulagt líf
sitt og starf, náð áttum í verð-
mætamati, bæði siðferðilegum
og peningalegum. í stuttu máli:
Menn skynja einfaldlega miklu
betur hvar þeir standa. Jafn-
vægi í efnahagsmálum tryggir
ungu fólki að ekki sé jafnóðum
grafíð undan því sem það er
að gera.
Bylting’ í húsnæöislánum
2. Það gjörbyltir möguleikum
venjulegs fólks til þess að koma
sér upp þaki yfir höfuðið og
miðað við eðlilega þörf í ný-
byggingum á ári hverju eiga
þeir sem byggja eða kaupa íbúð
í fyrsta sinn tryggt lán sem
ræður úrslitum og auðveldar
fólki að komast fljótt í varan-
legt húsnæði til lengri tíma á
mjög hagstæðum greiðsluskil-
málum.
Staðgreiðslu-
kerfi skatta
3. Staðgreiðslukerfi skatta trygg-
ir lægri skattbyrði ungs fólks,
gerir mönnum kleift að standa
alltaf í skilum jafnóðum og
auðveldar fólki öll frávik, svo
sem að fara í nám, minnka við
sig vinnu t.d. vegna bameigna,
en fram til þessa hafa menn
gjaman setið fastir í vítahring
skattakerfísins. Nú verður
hreint kort um hver mánaða-
mót.
Sterkur námslánasjóður
4. íslenski námslánasjóðurinn er
tvímælalaust sá rausnarlegasti
í heimi. Enginn ágreiningur er
um markmið sjóðsins, að hvetja
fólk til framhaldsnáms og
tryggja eðlilegt jafnrétti, en
það verður ekki gert nema að
tryggja fjárhagsgrundvöll
sjóðsins til frambúðar og þar
verða hagsmunir námsmanna
og skattgreiðenda að fara sam-
an.
Greiðslukortin
og nýrtími
5. Notkun greiðslukorta í útlönd-
um var áður bundin við for-
stjóra í fyrirtækjum og
siíkihúfu hjá rfkinu, en sjálf-
stæðismenn færðu þennan rétt
til almennings í landinu sem
nú getur ferðast erlendis án
þess að þurfa að sækja allt sitt
til skömmtunarstjóranna.
Sjálfstæður útvarps-
og sjónvarpsrekstur
6. Við afgreiðslu laga 1985 um
fijálsar útvarpsstöðvar munaði
aðeins 1 atkvæði á Alþingi,
enginn alþýðuflokksmaður
treysti sér til að styðja málið,
allir alþýðubandalagsmenn
voru á móti, allir kvennalista-
þingmenn voru á móti og
margir framsóknarmenn voru
á móti. Aðeins Sjálfstæðis-
flokkurinn stóð heill og óskipt-
ur að framgangi málsins og
tókst að koma því í gegn með
aðstoð Bandalags jafnaðar-
manna, sem nú er búið að
útskrifa úr Alþýðuflokknum.
Morgunblaðið/Þorkell
Útvarp framhaldsskólanema tók til starfa fyrir skömmu, en fjöl-
breytni í útvarpi og sjónvarpi er mikið kappsmál ungs fólks ekki
siður en þeirra sem eldri eru. Myndin er tekin í hljóðstofu unga
fólksins.
Það er vissara að allt sé í lagi.
m
Þeir ganga léttstígir og rösklega þessir ungu menn eins og vera
ber og þannig á takturinn einnig að vera i stjórnmálum landsins.
Stórlækkun tolla
á bílum
7. Tollalækkun 1985 og 1986 úr
90% í 10% á mörgum tegundum
bifreiða auðveldar mjög þeim
sem kaupa bíla í fyrsta sinn
að kaupa gott tæki. Undir for-
ystu sjálfstæðismanna hefur
bíllinn því verið viðurkenndur
sem bráðnauðsynlegt tæki til
daglegra nota. Þessi ráðstöfun
lækkaði einnig verð notaðra
bíla og auðveldar því ungu fólki
að eignast bíl hvar sem á mál-
ið er litið.
Skattlaust ár
7. Skattlausa árið sem sjálfstæðis-
menn komu í gegn gefur ungu
fólki möguleika á að gera átak
í tekjuöflun án þess að eiga
yfír höfði sér þyngingu gjalda.
Þannig vilja sjálfstæðismenn
gefa fólki tækifæri til að gera
hreint fyrir sínum dyrum og
treysta stöðu sína til framtíð-
arinnar.
Verkmenntun í öndvegi
9. Veruleg áherzla hefur verið
lögð á aukna verkmenntun á
Arni Johnsen
þessu kjörtímabili enda mikil-
vægt að aðlaðandi sé fyrir ungt
fólk að mennta sig í greinum
sem skila fjáröflun og fram-
þróun til samfélagsins.
Lækkun er-
lendra skulda
10. Lækkun verðbólgunnar og
jafnvægi í efnahagsmálum er
grundvallaratriði fyrir lækkun
erlendra skulda og vaxtabyrði
sem leggst á komandi kynslóð-
ir. Allt stefnir í, vegna mark-
vissarar stjómunar í efnahags-
málum, að erlendar skuldir sem
fóru hæst í um 60% af þjóðar-
framleiðslu lækki í 44% í ár og
haldi áfram að lækka verulega
ef jafnvægi helst í efnahags-
málum. Það er einfaldlega
verið að lækka greiðslubyrði
unga fólksins í framtíðinni.
Hagstæð viðskipti
við útlönd
11. í fyrsta skipti um langt árabil
höfum við íslendingar selt okk-
ar framleiðslu fyrir meira en
við keyptum inn fyrir erlendis
frá. Þessi þróun gefur bjartar
vonir fyrir Island morgundags-
Aukinn sparnaður
12. Tekist hefur að ná verulega
auknum spamaði með aðgerð-
um í efnahagsmálum, en
aukinn spamaður á fjölbreytt-
an hátt gefur jafnframt meiri
möguleika á fjölbreyttari upp-
byggingu í landinu og dregur
úr þörfum fyrir erlent lánsfé.
Efling íþróttalífs
13. Á því kjörtímabili sem er að
ljúka hefur Qármagn til íþrótta-
og æskulýðsmála verið aukið
svo um munar á fjárlögum, því
sterk ástæða er til að styrkja
vel möguleika íþrótta- og
æskulýðsstarfs í landinu. Sókn
í þeim málum er besta vömin
gegn alþóðlegum vandamálum
sem vofa yfír.
Höfundur er einn afþingmönnum
Sjálfstæðisflokksins fyrir
Suðurlandskjördæmi.
Ungftfólk að
stofna heimili
Dæmi um árangur í skattamál-
um með tilkomu staðgreiðslukerf-
is skatta:
Einstæð móðir með 2 böm und-
ir 7 ára aldri borgar ekki skatt
fyrr en eftir 60 þús. kr. mánaðar-
tekjur, hvorki til ríkis né sveitarfé-
lags.
Skattleysismörk hjá barnlaus-
um hjónum em 66 þús. kr. á
mánuði, ef viðkomandi fer að
byggja á hann rétt á 55 þús. kr.
afslætti frá skatti á ári í 6 ár sem
verða borgaðar út ef þær em
hærri en skattgreiðslu nemur.
Breytt fyrirkomulag á sjó-
mannafrádrætti gagnast ekki sízt
ungum sjómönnum sem em
marga daga á sjó á ári.
Hjón með 2 ung böm borga
ekki tekjuskatt til ríkisins sam-
kvæmt hinu nýja kerfí fyrr en þau
hafa meira en 90 þús. kr. á mán-
uði í tekjur.