Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 Húsnæðismálin og upp- hlaup Alþýðuflokksins eftir Guðmund G. Þórarinsson Alþýðuflokksmenn hafa að und- anförnu ráðist mjög að hinu nýja húsnæðislánakerfi: Þeir nota í því sambandi stór orð og upphrópanir. Röksemdafærsla alþýðuflokks- manna virðist lítils virði og þar stangast allt á. Verst er þó, að upphlaupið getur stórlega skaðað þá sem þurfa að útvega sér hús- næði. Nýja húsnæðis- lánakerfið Nokkur atriði verða menn að hafa í huga þegar rætt er um Bygg- ingarsjóð ríkisins. 1) Lánin eru nú til lengri tíma en þau hafa nokkru sinni verið áð- ur, þ.e. til 40 ára. 2) Lánsupphæð er hærri en hún hefur líklega nokkru sinni verið áður, þ.e. allt að 70% af kaup- verði eða byggingarkostnaði. 3) Byggingarsjóður ríkisins hefur aldrei lánað svo stórar upphæð- ir, sem nú síðastliðin ár, miðað við þjóðarframleiðslu. 4) Þegar rætt er um biðtíma gleyma menn breyttu fyrir- komulagi. a) Áður þurftu menn að hafa lóð og teikningu eða kaup- Guðmundur G. Þórarinsson samning, áður en þeir sóttu um lán. b) Nú geta menn sótt um þótt þeir hafi hvorugt. 60% þeirra 4.260, sem sóttu um lán síðustu 4 mánuði ársins 1986, hafa hvorki lóð eða kaup- samning, heldur eru að afla sér lánsréttinda. 5) Umsóknir eru því eðlilega vegna breytts fýrirkomulags miklu fleiri en áður, en nú verður því að leggja allt aðra merkingu í orðin umsóknir og biðtími en áður. Sprenging á fast- eignamarkaði Alþýðuflokksmenn gera mikið úr gífurlegum verðhækkunum á fast- eignamarkaði síðan nýja húsnæðis- lánakerfið tók gildi og kenna því um. Lítum nánar á málið. Meðfylgj- andi mynd sýnir verðsveiflur á íbúðum í fjölbýlishúsum í Reykjavík frá ársbyijun 1982 til ársloka 1986. Myndin sýnir, að talsverðar sveiflur eru í fasteignaverði og frá árslokum 1984 til miðs árs 1986 hefur orðið mikið verðfall á íbúðum í fjölbýlishúsum í Reykjavík. Af myndinni er ljóst, að ekki er rétt að tala um verðsprengingu. Ástæður þess, að verð fer hækk- andi eru margar aðrar en nýja húsnæðislánakerfið. 1) Verð hefur líklega verið orðið „óeðlilega" lágt og því mátt búast við að það hækkaði á ný. Fasteignaverð var orðið það lægsta, sem mælst hefur í ára- tug. 2) Eftirspurn hefur aukist fram yfir framboð vegna: a) Aðfluttir til Reykjavíkur um- fram brottflutta 1985 og 1986 eru á þriðja þúsund og þurfa húsnæði. b) Byggingarframkvæmdir drógust mjög saman um tíma og framboð minnkaði því. c) Almennur efnahagur hefur batnað en kaupmáttur at- vinnutekna heimilanna hefur aldrei verið meiri en núna samkv. upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar. Upphrópanir alþýðuflokksmanna um sprengingu á fasteignamarkaði, sem afleiðingu af nýja húsnæðis- lánakerfinu, eru því rangar. Enda sýnir línuritið, að ekki er um neitt „óeðlilegt" fyrirbæri að ræða. Hins vegar er ekki ólíklegt að alþýðuflokksmenn hafi með upp- hlaupi sínu og flugeldasýningu valdið nokkurri verðhækkun um- fram það, sem orðið hefði ella og þannig skaðað íbúðarkaupendur, sem síst máttu við slíkri hækkun. Biðtími og fjárvöntun Alþýðuflokksmenn hafa í upp- hlaupi sínu gert mikið úr löngum biðtíma og fjárvöntun. Sá málflutningur er einkar skrítinn. Það er alrangt að reikna bið- tíma út frá umsóknarfjölda á þann hátt sem gert er, vegna þess að 60% umsækjenda hafa hvorki lóð eða kaupsamning. Hvað halda menn að unnt sé að gera mörg hundruð lóðir byggingarhæfar í hvelli? Sagt er að 80% þeirra umsókna, sem inn komu séu vegna kaupa á eldri íbúðum. Skyldi sá fjöldi íbúða vera falur? Krafa alþýðuflokksmanna er að auk þeirra 4.482 milljóna króna, sem Byggingarsjóður ríkisins mun hafa til umráða árið 1987, verði þegar útvegaðar um 1.700 milljónir króna til viðbótar og 8.000 milljón- ir króna fyrir árið 1988. Líklega er þetta nú nokkuð und- arlegur hlutfallareikningur ef forsendurnar eru skoðaðar. En meginspumingin hlýtur að vera sú, hvort menn gera sér grein fyrir hvað þessi krafa alþýðuflokks- manna þýðir og hvemig hún fellur við annan málflutning þeirra. Hvaða áhrif mundi það nú hafa á fasteignamarkað og byggingar- kostnað ef öllu þessu fjármagni væri hellt út í einu? Áhrifin Reynum aðeins að velta fyrir okkur samhenginu í málflutningi alþýðuflokksmanna. 1) Ef öllum umsóknum um lán til . kaupa á eldri íbúðum væri full- nægt á stuttum tíma risi gífur- leg eftirspumaralda. Hér er um að ræða líklega um 3.400 um- sóknir síðast á árinu 1986, fyrir utan þær sem bámst fyrstu mánuði 1987. Þessar íbúðir em ekki á boð- stólum nú og þótt einhver innbyrðisfærsla sé er Ijóst, að MYND: UOMUNOUR t. ff Ný unglinga- og fjölskyldusaga gefin út í kilju ÚT ER komin hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi skáldsagan Mislitt mannlíf eftir Guðmund L. Frið- finnsson á Egilsá. Þetta er fjórtánda bók höfundar. I frétt frá bókaútgáfunni segir að sagan fjalli um dreng sem er að alast upp í Reykjavík og býr í upp- hafi við öryggi en mótlætið er á næsta leiti. Foreldrar hans skilja og lífið verður drengnum smám saman óbærilegt. Samfélagið hefur ekkert að bjóða nema ny Cg nl' vandræði. A eftir fara afbrot og afskipti lögreglu og sagan tekur nýja stefnu. Þetta er bók handa unglingum og fullorðnu fólki, bók sem vekur umhugsun um marga þætti í íslenska velferðarþjóðfélaginu. Bókin er sett og brotin um hjá Filmur og prent en prentuð og bundin í Prentstofu G. Benedikts- sonar. Kransæöarabb eftir Guðmund Oddsson Kransæðasjúkdómur er alvar- legasti og mannskæðasti kvilli sem hrjáir menn um hinn vest- ræna heim í dag. Honum hefur verið líkt við farsótt, svo ör hefur útbreiðsla hans verið á þessari öld. Geysimiklum tíma og fjár- munum hefur verið varið í rannsóknir á kransæðasjúkdómn- um og mikil vitneskja fengist um eðli sjúkdómsins, gang hans og einkenni. Mikilvægt er að greina sjúkdóminn áður en hann hefur valdið óbætanlegu heilsutjóni eða jafnvel dauða. Þrátt fyrir rann- sóknir sem náð hafa til milljóna manna hefur enn ekki fundist nein ein ákveðin orsök kransæða- sjúkdóms. Með langtímarann- sóknum þar sem fylgst er náið með lifnaðarháttum fólks og heilsufari hafa þó komið í ljós ein- stakir áhættuþættir, sem eru tengdir tíðni sjúkdómsins. Ef ein- hverjir þessara áhættuþátta eru til staðar hjá einstaklingi aukast greinilega líkur á að hann fái kransæðasjúkdóm. Suma þessara áhættuþátta getum við ekki haft nein áhrif á svo sem arfgengi, sykursýki, aldur og kyn en hættan á að fá sjúkdóminn eykst stöðugt eftir fertugt og hann er mun al- gengari hjá körlum. Alvarlegir áhættuþættir sem vio geíCiT. hzft áhrif á eru reykingar, hækkuð blóðfíta (kólesteról), háþrýsting- ur, offíta og streita. í stórri bandarískri rannsókn kom í ljós að áhætta kransæðastíflu er 2,5 sinnum meiri ef þú reykir pakka af sígarettum á dag og vex með auknum reykingum. Þetta á sérs- taklega við um fólk yngra en 65 ára. Hátt kólesteról í blóði er einn- ig alvarlegur áhættuþáttur sem hægt er að hafa áhrif á með því „Almenningsfræöslu hefur verið talsvert ábótavant í sambandi viö hjarta- og æða- sjúkdóma en hún er nauðsynleg forsenda þess að árangur náist ef við ætlum að breyta áhættuþáttum okkur í hag.“ að minnka neyslu á mettaðri fltu og í sumum tilfellum með lyíja- gjöf. Háþrýstingur er einnig alvarlegur áhættuþáttur og hefur því verið lögð ríkari áhersla á meðferð hans en áður. Offíta er ekki eins ljós áhættuþáttur og hinir fyrmefndu en sjálfsagt er að reyna að halda kjörþyngd og minnka þannig möguleika á syk- ursýki og lækka blóðþrýsting. Aðrir minni áhættuþættir eru streita og hreyfíngarleysi og er mun erfíðara að meta þessa þætti en þó er hægt að sýna fram á að líkamleg áreynsla breytir hlut- falli fituefna í líkamanum og minnkar hættu á kransæðakölk- un. Engin lækning er til við krans- æðasjúkdómnum. Aðgerðir lækna ”7 * — - •** * /ii . l og annarra heilbngðisstecta uem- ast því að tvennu: 1. Fyrirbyggjandi aðgerðum þar sem reynt er að hafa áhrif á hina ýmsu áhættuþætti t.d. með breytingu á mataræði og minnkun reykinga. 2. Lyfjameðferð og skurðaðgerð- um sem fyrst og fremst miða að því að minnka einkenni sjúkdómsins og gera fólk starf- hæfara og lengir að öllum líkindum líf manna í mörgum tilfellúm. Á síðustu árum hefur sjúk- dómurinn greinilega verið í nokkurri rénun og varð þess fyrst vart í Bandaríkjunum. Á þingi hjartasérfræðinga sem haldið var í Osló 1985 um tíðni og út- breiðslu kransæðasjúkdóma á Norðurlöndum kom fram að sjúk- dómurinn er greinilega í rénun í Finnlandi, Noregi og á íslandi og á síðasta áratug og á síðustu árum sjást merki þess sama í Danmörku og Svíþjóð. Er talið að breytingar á fæðu og minnkun reykinga hafi átt þátt í þessari gleðilegu þróun. Tíðni kransæðasjúkdóma er langhæst í Finnlandi og Finnar eru með hæstu kólesterólgildi í blóði og neyta meiri fítu en aðrar Norðurlandaþjóðir. Á síðustu 10 árum hafa kólesterólgildi lækkað um 10—15% í Finnlandi og Nor- egi og er þakkað breyttum neyzluvenjum. Jafnframt hafa sígarettureykingar minnkað tölu- vert meðla karla í þessum löndum. Mikil áhersla hefúr verið lögð á aukna almenningsfræðslu í mörg- um löndum og reynt að breyta neyzluvenjum fólks til batnaðar. Hér á landi sem víða annars stað- ar hefur verið hafín mikil herferð gegn reykingum bæði með au- kinni fræðslu og með löggjöf sem ætluð er til að vemda þá sem ekki reykja gegn reykmengun á yjnnnstöðum og öðrum opinberum stöðum. Vonandi tekst að eria almenningsálitið gegn þessum sóðalega og heilsuspillandi ávana og væri þá talsvert unnið í barát- tunni við æðasjúkdóma. Almenn- ingsfræðslu hefur verið talsvert ábótavant í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma en hún er nauð- synleg forsenda þess að árangur náist ef við ætlum að breyta áhættuþáttum okkur í hag. Fyrir Þaó sem þú oif fjölsk y/r/a þin þurfa að vita um hjartakveisu rúmu ári gaf Félag velunnara Borgarspítalans út bókina „Listin að lifa með kransæðasjúkdóm". Bók þessi er mjög vel skrifuð og auðveld aflestrar og veitir ótrú- lega miklar upplýsingar um kransæðasjúkdóminn, þó ekki sé hún stór í sniðum. Þetta framtak velunnara félagsins er mjög þakk- arvert og gott framlag í barát- tunni við kransæðasjúkdóminn. Ég vil eindregið mæla með þess- an agætu bÓk tí! almenn- ingsfræðslu og fyrir þá sem eru með kransæðasjúkdóm því í henni fá þeir einföld og greinargóð svör við flestum spumingum varðandi sjúkdóminn., Höfundur er hjartasérfræðing- ur og stnrfar á hjartadeild Borgarspítalans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.