Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
23
Útvarp allan sólarhringinn:
Breytingatíllögur um Rás 2
samþykktar í Utvarpsráði
5 fulltrúar greiddu tillögunum atkvæði sitt, 2 sátu hjá
TILLÖGUR vinnuhóps sem skipuð var af Útvarpsráði, til að vinna
drög að breyttri dagskrá Rásar 2, var samþykkt samhljóma á fundi
Útvarpsráðs á aukafundi ráðsins á miðvikudag. Fimm manns greiddu
tiilögunni atkvæði sitt, en tveir sátu hjá, þeir Jón Þórarinsson og
Magnús Erlendsson.
Ríkisútvarpið hefur haft dag-
skrárstefnu og rekstur Rásar 2 til
endurskoðunar að undanförnu, en
samkvæmt útvarpslögum skal
Ríkisútvarpið senda út til landsins
alls, og næstu miða, tvær hljóð-
varpsdagskrár og minnst eina
sjónvarpsdagskrá, árið um kring. í
tillögum vinnuhópsins verður aðalá-
herslan, sem áður, á flutningi
léttrar tónlistar í fjölbreyttu úrvali,
fréttum og fréttatengdum þáttum,
dægurmálaumræðum og íþróttum.
Þar kemur ennfremur fram, að með
hagræðingu í rekstri verði unnt að
lengja dagskrána verulega, eða í
sólarhringsútsendingu, án mikils
aukakostnaðar
Tillögumar grundvallast á þeim
meginlínum að á Rás 2 verði útvarp-
að léttri tónlist, auglýsingum og
almennum upplýsingum, sem varða
öryggi og velfarnað hlustenda um
land allt. Efnisval og efnistök mið-
ist, í aðaldráttum, við hinn almenna
hlustanda á fullorðinsaldri, en í sér-
stökum dagskrárliðum verði eink-
um höfðað til fólks á aldrinum
10—20 ára. Einnig á því að dag-
skrárgerð á Rás 2 verði, að öllum
jafnaði, einföld og tiltölulega ódýr.
Efni verði nær allt í beinni útsend-
ingu og aðallega í höndum dag-
skrárgerðarmanna sem verða einir
við útsendingarborð. Að lokum er
gert ráð fyrir því í dagskrártillögum
að nokkrir þættir flytjist af Rás 1,
yfir á Rás 2, auk þess sem iagt er
til að nokkrir þættir á núverandi
dagskrá Rásar 2 verði þar áfram á
dagskrá enn um sinn.
Tillögurnar um breytta dagskrá
eru í þrennu lagi: Að dagskrá mánu-
daga til föstudaga verði frá
miðnætti til kl. 19.30, kvölddagskrá
virkra daga verði frá klukkan 19.30
til miðnæítis og að dagskrá verði
um helgar, það er laugardaga og
sunnudaga. Aðalefni á breyttyri
dagskrá Rásar 2 er skemmtitónlist
af ýmsu tagi og hefur sú stefna
verið mörkuð að tónlistin verði fjöl-
breyttari og blandaðri en verið
hefúr til þessa.
Gert er ráð fýrir að Næturútvarp
hefjist að loknum samtangdum
fréttum klukkan 24.00 og að efni
þess verði létt tólist. Þó er gert ráð
fyrir lágmarkskynningum fram til
klukkan 01.00. Einnig er stefnt að
því að endurtaka óskalagaþátt sjó-
manna, „Á frívaktinni," í næturút-
varpi Rásar 2 og fleiri þætti sem
falla vel að þessum útsending-
artíma.
Ráðgert er að Morgunútvarp
Blóðþrýstingiir mæld-
ur í Hagkaup í dag
í DAG getur að líta nýstárlegan atburð í stórmarkaði Hagkaups í
Skeifunni. Þar verða fulltrúar Félags velunnara Borgarspítalans og
bjóða til sölu bók, sem félagið gaf út að beiðni starfsfólks á hjarta-
deild Borgarspítalans: „Listin að lifa með kransæðasjúkdóm — Það
sem þú og fjölskylda þín þurfa að vita um hjartakveisu".
Með þeim verða hjúkrunarfræð-
ingar, sem mæla blóðþrýsting
þeirra sem óska, en blóðþrýstingur
er einn þeirra áhættuþátta, sem
valda kransæðasjúkdómi.
Að dómi hjartasérfræðinga getur
þessi bók bætt verulega úr þeim
skorti, sem verið hefur á fræðslu-
efni um kransæðasjúkdóm, sem er
mannskæðasti og alvarlegasti kvilli
sem hrjáir ibúa hins vestræna heims
í dag. Bókin var fyrst gefin út af
bandarískri stofnun, Medecine in
the Public Interest, og er í röð rita
sem ætlað er að fræða sjúklinga
og aðstandendur þeirra um eðli
ýmissa sjúkdóma og meðferð við
þeim. Hjúkrunarfræðingar í hjarta-
deild Borgarspítalans fengu
hugmyndina að þýðingu bókarinn-
ar, en á þeim brenna heitast ýmsar
spumingar, sem bókin svarar.
Um 2000 Islendingar leggjast
árlega í sjúkrahús vegna kransæða-
sjúkdóma, eða u.þ.b. 5 á dag til
jafnaðar. Bókin á því erindi til
margra, og sjúkdómurinn raunar
svo algengur, alvarlegur og mann-
skæður, að enginn veit hver verður
næsta fórnarlamb sjúkdómsins.
Helstu áhættuþættir eru skýrðir í
bókinni og þar eru á mjög alþýðleg-
an hátt settar fram upplýsingar um
það, hvernig má bregðast við ein-
kennum sjúkdómsins, varast hann
og lifa eðlilegu lífi þó hann geri
vart við sig.
(Fréttatilkynning)
hefjist klukkan 06.00 til klukkan
9.00, en þá hefjist Árdegisútvarp
fram til klukkan 12.20, eða fram
að samtengdum aðalfréttatíma
Rása 1 og 2. Eftir það heíjist Mið-
degisútvarp til klukkan 16.00, en
þá taki Síðdegisútvarp við til klukk-
an 18.30. Kvöldfréttir verða
samtengdar milli Rása 1 og 2 klukk-
an 19.00. Auk þess verða sam-
tengdar fréttir á um það bil
klukkustundar fresti allan daginn.
Sem fyrr segir, sátu tveir út-
varpsráðsfulltrúar hjá við atkvæða-
greiðslu með tillögunni, þeir Jón
Þórarinsson og Magnús Erlendsson.
Létu þeir gera eftirfarandi bókun:
„1) að „samkeppni" Ríkisútvarpsins
við einkastöðvar eigi að vera um
efnisgæði dagskrár fremur en magn
hversdagslegs afþreyingarefnis, 2)
að lenging dagskrár á rás 2 sé
ónauðsynleg og færi ekki Ríkisút-
varpið nær því höfuðmarkmiði sínu
að „leggja rækt“ við íslenska tungu,
sögu þjóðarinnar og menningararf-
leifð,“ eins og kveðið er á um í
útvarpslögum, 3) að kostnaðaráætl-
anir varðandi lengingu á dagskrá
Rásar 2 séu óraunhæfar, ef eitt-
hveija marktæka viðleitni á að sýna
til að laða að hlustendur, 4) að
tekjuvonir sem tengdar eru fram-
lögðum tillögum séu allt of óvissar
til að veijandi sé að leggja út í það
áhættufyrirtæki sem hér um ræð-
ir.“ Af þessum ástæðum sögðust
þeir Jón Þórarinsson og Magnús
Erlendsson ekki sjá sér fært að
styðja fyrirliggjandi tillögu um
lengingu á dagskrá Rásar 2 og því
sætu þeir hjá við atkvæðagreiðsl-
una.
I samtali við Morgunblaðið sagði
Magnús Erlenddsson: „Á sama tíma
og upplýst er að auglýsingatekjur
Rásar 2 drógust saman jrfir 60 pró-
sent á síðustu mánuðum liðins árs,
miðað við sömu mánuði ársins á
undan, tel ég það mjög alvarlegt
ábyrgðarleysi að eyða um 45 millj-
ónum króna af skattpeningum
landsmanna í sólarhringsútsend-
ingu á efni sem að meginhluta er
ómerkileg, lágkúruleg popptónlist.
Auglýsingatekjur munu aðeins
dekka brot af þessum kostnaði. I
íjármálum eiga að gilda sömu lög-
mál um opinberan rekstur, sem um
einstaklinga og heimili, að ekki sé
eytt meiru en aflað er.“
í vinnuhópnum störfuðu þeir Jón
Örn Marinósson, tónlistarstjóri,
Friðrik Páll Jónsson, varafrétta-
stóri, Ingólfur Hannesson, íþróttaf-
réttamaður og Ólafur Þórðarson,
tónlistarfulltrúi. Bogi Ágústsson,
sem nýlega tók við starfi fulltrúa
framkvæmdastjóra hljóðvarps, hef-
ur einnig unnið að skipulagsbreyt-
ingunum.
Reykjavíkurdeild Rauða
kross fslands
5skar eftir tilboðum í breytingar og inn-|
réttingar á tveimur sjúkrabílum.
Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu deildarinnar i
Öldugötu 4, gegn 1.500 kr. skilatryggingu.
Tilboð skulu hafa borist á skrifstofu RRKÍ fyrir
kl. 16.00 fóstudaginn 20. mars.
Reykjavíkurdeild RKÍ
iRauði kross Islands
RITVINNSLA II
íslensk ritvinnsla
ítarlegt og vandað námskeið í notkun
Ritvinnslu II.
Forritið er á íslensku.
Dagskrá:
★ Grundvallaratriði við notkun PC-tölva.
★ Ritvinnsla með tölvu.
★ Ritvinnsla II.
★ Aðalvalmynd.
★ Ritvinnsluskipanir.
★ Útprentanir.
★ Kerfisaðgerðir.
★ Umræður og fyrirspurnir.
Tími: 9.—11. mars kl. 13—17.
Innritun í símum 687590,
686790, 687434 og 39566.
Tölvufræðslan
Borgartúni 28.
AUK M 3 158