Morgunblaðið - 06.03.1987, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
25
Meðaldrægu eldflaugarnar:
Sovétmenn segja svar
Bandaríkjannajákvætt
Moskvu, Reuter.
GENNADY Gerasimov, talsmað-
ur sovézka utanríkisráðuneytis-
ins, lét í gær í ljós varfærna
bjartsýni um hugsanleg-a mögu-
leika á því, að bráðlega verði
gerður samningur milli risaveld-
anna um útrýmingu meðal-
drægra eldflauga í Evrópu.
Gerasimov sagði á fundi með
fréttamönnum í Moskvu, að Sovét-
stjómin væri ánægð með að hafa
fengið Jákvætt svar frá nær því
sérhveiju landi" við tillögum hennar
um síðustu helgi um að aðgreina
meðaldrægu eldflaugamar frá öðr-
um sviðum afvopnunarmála í von
Góð ræða
frá mál
skrafssjón-
armiði
- sagði Sam Don-
aldson
New York, frá ívari Guðmundssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
Stjórnmálamenn hér í
Washington og fjölmiðlar yfir-
leitt taka ræðu Reagans í
fyrrakvöld vel og telja að hann
hafi snúist um hæl í vopnasölu-
málinu og sé nú á réttri braut
til að vinna á ný traust almenn-
ings og vera fær um að stjórna
af krafti þau tæplega tvö ár
sem hann á eftir af kjörtíma-
bilinu.
Þekktur frammámaður demó-
krata, Robert S. Strauss, fyrver-
andi formaður Demókrataflokks-
ins sagði: „Forsetinn sagði það
sem segja þurfti.“
Garry Hart, sem er efstur á
lista, sem væntanlegur frambjóð-
andi demókrata í forsetakosning-
unum 1988, sagði, að forsetinn
væri nú farinn að taka á vanda-
málum, sem skekið hefðu undir-
stöður stefnu hans í utanríkismál-
um.
Bæði fyrir og eftir tuttugustu
ræðu forsetans kepptust sjón-
varpsfréttamenn við að segja sitt
álit á forsetanum og ræðu hans.
Þær athugasemdir og ráðlegging-
ar voru ekki allar jafn vingjamleg-
ar og ummæli stjórnmálamann-
anna. Flestir sjónvarpsmenn
kvörtuðu yfir að forsetinn hefði
ekki beðist afsökunar á framferði
sínu. Sálfræðingar og aðrir sér-
fræðingar á ýmsum sviðum voru
kallaðir fram á skjáinn til að segja
sitt álit á líðan forsetans, andlega,
eða líkamlega. Sérfræðingur í öld-
runarmálum fullyrti, að það yrði
Reagan forseta hollt að fá sér
síðdegislúr daglega.
Það vakti nokkra athygli, að
einn af hatrömmustu umvöndun-
armönnum forsetans, Sam Don-
aldson frá ABC-sjónvarpsstöðinni,
lét svo ummælt, að ræðan hefði
verið góð, „frá málskrafssjónar-
miði“.
ERLENT
um að fljótlega næðist samkomulag
um þær.
Garasimov sagði ennfremur, að
tillögur Bandaríkjamanna, sem
lagðar hefðu verið framí afvopnun-
arviðræðunumí Genf í þessari viku,
væru í samræmi við það þær hug-
myndir, sem samkomulag hefði
verið um á fundi þeirra Gorbachevs
Sovétleiðtoga og Reagans Banda-
ríkjaforseta í Reykjavík á sl. ári.
„Fyrstu viðbrögð okkar gagnvart
þessu eru mjög jákvæð," sagði
Ggerasimov. „Við sjáum, að hreyf-
ing er komin á hlutina og við
vonum, að hún verði hröð, en hvort
okkur tekst að ná samkomulagi eða
ekki á eftir að sjást."
Maynard Glitman (til vinstri), aðalfulltrúi Bandaríkjamanna í viðræð-
unum í Genf um meðaldrægu eldflaugarnar heilsar Lev Masterkov,
aðalfulltrúa Sovétmanna í þessum viðræðum. Mynd þessi var tekin,
er Glitman afhenti uppkast Bandaríkjamanna að samningi um útfym-
ingu meðaldrægn eldflauganna i Evrópu á miðvikudag.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands:
Ekki má horfa framhjá
skammdrægn eldflaugxmum
Gengi
gjaldmiðla
Bonn og París, Reuter, AP.
HELMUT Kohl, kanslari Vestur-Þýzkalands, hefur varað við því,
að horft verði framhjá skammdrægum kjarnorkueldflaugum risa-
veldanna, ef samkomulag næst milli þeirra um að flytja burt
meðaldrægar eldflaugar þeirra frá Evrópu.
Friedhelm Ost, talsmaður kansl- meðaldrægu eldflaugarnar burt frá
arans skýrði fra þessu í fyrrakvöld.
Hann tók það jafnframt fram, að
kanslarinn fagnaði því skrefi, sem
bæði risaveldin hefðu þegar stigið
í átt til samkomulags um að flytja
URVALS
FILNUR
Kvnninaarverö
## Dreifing:
TOLVUSPIL HF.
sími: 68-72-70
Evrópu. Ost benti hins vegar á, að
skammdrægar eldflaugar Sovét-
manna í Tékkóslóvakíu og Austur-
Þýzkalandi myndu sennilega lenda
á Vestur-Þýzkalandi, ef til þess
kæmi, að þeim yrði beitt.
Frönsk stjómvöld, sem í upphafi
voru andsnúin tillögum Sovét-
manna, hafa dregið úr andstöðu
sinni. Þannig var haft eftir Jacques
Chirac, forsætisráðherra Frakka í
gær, að „það væri fráleitt að ætla
sér að snúast gegn hugsanlegri
núll-lausn Bandaríkjamanna og
Sovétmanna" varðandi meðaldrægu
eldflaugarnar.
Japanska utanríkisráðuneytið
fagnaði í gær fram komnum tillög-
um um, að fyrst yrðu gerðir
samningar um meðaldrægu eld-
flaugamar og önnur svið afvopnun-
armála skilin eftir á meðan.
Talsmaður ráðuneytisins lagði hins
vegar áherzlu á, að útryma yrði
meðaldrægum eldflaugum í Asíu
ásamt þeim, sem fyrir væru í Evr-
ópu.
London, AP.
BANDARÍKJADOLLAR lækkaði
í gær gagnvart helztu gjaldmiðl-
um heims, eftir að Robert
Ortner, aðstoðarviðskiptaráð-
herra Bandaríkjanna lét hafa
eftir sér, að japanska jenið væri
of lágt skráð gagnvart dollarn-
um og ætti að hækka um 10-15%
enn.
Síðdegis í gær kostaði brezka pund-
ið 1,5775 dollara (1,5665), en
annars var gengi dollarans þannig,
að fyrir hann fengust 1,8315 vest-
ur-þýzk mörk (1,8350), 1,5437
svissneskir frankar (1,5435),
6,0950 franskir frankar (6,0975),
2,0795 hollenzk gyllini (2,0685),
1.308.75 límr (1,302,50), 1,33425
kanadískir dollarar (1,3323) og
153.75 jen (153,47)
Gullverð hækkaði og var 411,00
dollarar únsan (406,30).
LYSínG
LADA
Bílar dagsins
Árg. Ekinn Verð
Samara 5 gíra 86 11 þ. 230 þ.
Sport5gira 87 4þ. 345 þ.*
Lux 85 40 þ. 185 þ.
Station 85 50 þ. 135þ.*
LuxCanada 85 15 þ. 190 þ.
1200 84 26 þ. 110 þ.
* = stgr.
Vegna mikillar sölu bráð-
vantar okkur nýlega bíla
í sal á skrá.
Opið 9—19 virka daga,
laugardaga 10-18.
Verlð velkomln
Suöurlandsbraut 12
84060 £ 38600
Brunabótafélagið, Búnaðar-
bankinn, Landsbankinn og
Sjóvá hafa tekið höndum saman
og stofnað alíslenskt fyrirtæki á
sviði fjármálaþjónustu:
Lýsing hf.
Suðurlandsbraut 22
Reykjavík
Sími 91-689050
Lýsing hf. býður þjónustu á
sviði fjármögnunarleigu, þ.e.a.s.
kaup og útleigu á flestum vélum,
tækjum og búnaði til atvinnu-
rekstrar.
Stofnun Lýsingar hf. sýnir að
með sameiginlegu átaki eru öflug
íslensk fyrirtæki fullfær um að
mæta erlendri samkeppni á þessu
sviði sem öðrum.
Kynntu þér hvað við höfum að
bjóða áður en þú tekur ákvörðun
um fjárfestingu í vélum og
tækjum.
BRunnBár
-AfÖRVGGSÁST/eEIUM
1 Jr BUNADÁRBANKJ
ÍS1.ANDS
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
um
Lýsing hf.
Suðurlandsbraut 22
Reykjavík
Sími 91-689050
SVONA OíRUM VIO