Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987
Shevardnadze í Indónesíu:
Hyggst treysta sam-
skiptín á nýjan leik
Jakarta, Reuter.
EDUARD Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna lagði
áherslu á hernaðarlegt mikilvægi Indónesiu i stuttu ávarpi er hann
hélt við komu sína til Jakarta í gær. Kvaðst ráðherrann vænta þess
að samskipti Sovétríkjanna og Indónesíu yrðu treyst á nýjan leik.
Shevardnadze hélt frá Ástralíu hugðist mótmæla kjörum gyðinga
til Indónesíu á aðfaranótt fímmtu-
dags. Ráðherrann fékk nokkuð
blendnar viðtökur í Ástralíu. Hópur
fólks kastaði að honum eggjum og
svífyrti hann er hann kom til Syd-
ney á þriðjudag. Við brottför hans
safnaðist fjöldi fólks saman í ná-
grenni flugvallarins í Sydney og
í Sovétríkjunum. Lögreglumenn sáu
til þess að fólkinu var ekki hleypt
inn á flugvallarsvæðið. She-
vardnadze lét mótmælin sem vind
um eyru þjóta og kvaðst sannfærð-
ur um að samskipti Ástralíu og
Sovétríkjanna myndu batna eftir
komu hans.
Shevardnadze mun í dag eiga
viðræður við Mochtar Kusuma-
atmadja, utanríkisráðherra Indó-
nesíu, og á laugardag mun eiga
fund með Suharto forseta. She-
vardnadze sagði þann fund vera
sérlega mikilvægan og kvaðst
vænta þess að unnt yrði að treysta
samskipti ríkjanna, sem hafa verið
lítil undanfarna tvo áratugi.
Indónesía hefur snúist frá fylgi-
spekt við kommúnismann í valdatíð
Suhartos. Hins vegar voru lands-
menn einna traustustu bandamenn
Sovétríkjanna í Asíu í valdatíð Suk-
arnos, fyrrum forseta. Til marks
um það má nefna að Nikita Khrusc-
hev Sovétleiðtogi sendu Sukarno
aldinmauk og sultutau á tveggja
vikna fresti er hann sat að völdum
eystra.
Reuter
Tékkneskir her-
foringjar flýja land
TVEIR foringjar úr tékkneska hernum flúðu í herþyrlu
til Vestur-Þýskalands á miðvikudag, að því er talsmaður
lögreglunnar þar sagði. Lentu þeir þyrlunni, sem er af
gerðinni MI-2 og sérfræðingar vestur-þýska hersins sjást
skoða hér á myndinni, skammt frá borginni Regensburg,
um 100 km. frá landamærunum að Tékkóslóvakíu.
Pollard dæmdiir í lífstíð-
arfangelsi fyrir njósnir
Reuter
Shultz, utanríkisráðherra heim-
sótti fæðingarstað kínverska
heimspekingsins Konfúsiusar, i
Kínaferðinni og var þessi mynd
tekin við það tækifæri, er hann
klappaði á höfuð risastórrar
steinskjaldböku.
George Shultz:
Kína og
Taiwan
sameinist
í eitt ríki
Shanghai, Reuter.
KÍNAFÖR George Shultz, ut-
anrikisráðherra Bandaríkjanna,
lauk i gær. í ræðu i lokahófi
sagði utanrikisráðherrann að
Bandarikjamenn stæðu fast við
þá stefnu sina að Kina og Taiwan
ættu að sameinast.
Bandarískir embættismenn
sögðu við fréttamenn að Shultz
hefði sagt þetta til að fullvissa
stjómina á Taiwan um að hún nyti
stuðnings stjómarinnar í Washing-
ton hvað þetta varðaði, en sterk öfl
innan stærsta stjómarandstöðu-
flokksins á Taiwan vilja að eyjan
verði sjálfstætt ríki. Nýskipaður
formaður utanríkismálanefndar
öldungadeildar Bandaríkjaþings,
demókratinn Claibome Pell, hefur
lýst því yfír að hann álíti að Taiwan
eigi að vera sjálfstætt ríki án
tengsla við Kína.
Shultz sagði á blaðamannafundi
í gær að í Suður-Kóreu, sem er
næsti viðkomustaður hans á ferð
hans um Asíuríki, þyrftu landsmenn
sjálfír að fínna lausn sinna deilu-
mála. Halda yrði uppi lögum og
reglu, en virða yrði rétt manna til
fundahalda og annarra athafna er
teldust til mannréttinda. í síðasta
mánuði hafði Gaston Sigur, einn
aðastoðarutanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, látið í ljósi óánægju með
stöðu mála í Suður-Kóreu og sagt
að bæði ríkisstjómin og stjómar-
andstaðan yrðu að sýna meiri
sveigjanleika við að jafna ágrein-
ingsmál sín.
Washington, Tel Aviv, AP, Reuter.
DÓMARI í bandaríkjunum hefur
dæmt Jonathan Pollard, sem ját-
aði á sig njósnir, í lífstíðarfang-
elsi fyrir að láta ísraela hafa
hernaðarleyndarmál. Mál þetta
hefur skaðað stjórnmálasam-
band Bandaríkjamanna og
Israela. Shimon Peres, utanríkis-
ráðherra ísraels, sagði í gær að
ísraelar myndu ekki gera þau
mistök aftur að njósna um
Bandaríkjamenn.
Aubrey Robinson dómari hafnaði
beiðnum um að sýna Pollard, fyrr-
um sérfræðingi bandaríska sjóhers-
ins um njónsamál, og konu hans,
sem var flækt í málið, miskunn.
Anne Henderson-Pollard var
dæmd til fímm ára fangelsis fyrir
að hafa skjöl frá Bandaríkjastjórn
í fómm sínum og fimm ára fangels-
is fyrir að vera samsek manni
sínum.
Þegar dópmurinn yfir manni
hennar var lesinn upp féll hún á
gólfið grátandi og hrópaði: „Nei.“
Pollard hjálpaði henni fölur og fár
á fætur.
Sækjendur í málinu fóru fram á
langan fangelsisdóm, en samþykktu
að krefjast ekki lífstíðarfangelsis,
þar sem Pollard hefði verið sam-
vinnufús. Sækjendumir og Caspar
Weinberger vamarmálaráðherra
hafa sagt að njósnahringur Pollards
hefði valdið einna mestum skaða í
öryggismálum í sögu Banda-
ríkjanna.
Pollard er gyðingur og kvaðst
hann hafa látið ísraela hafa gögn
vegna þess að hann taldi að banda-
rískir _ embættismenn stofnuðu
öryggi Israels í hættu með því að
liggja á upplýsingum.
Israelar hafa verið skömmustu-
legir vegna þess að þeir voru gripnir
við að njósna um helstu bandamenn
sína. Þeir hafa beðist formlegrar
afsökunar á því að hafa leyft þess-
ar njósnir um helstu góðgerðar-
menn sína og reyna nú að bæta
fyrir.
Abba Eban, talsmaður fijáls-
lyndra á ísraelska þinginu, gagn-
rýndi í gær ísraelsku stjómina fyrir
það hvernig Pollard-málið hefði
verið meðhöndlað. Hann sagði að
stjómin hefði getið af sér mestu
erfíðleika Israela í samskiptum við
erlend tíki frá upphafi. Hann kvað
háttseta embættismenn hafa sýnt
fullkomið ábyrgðarleysi og skaðað
mikilvægustu hagsmuni ísraela.
Eban, sem er formaður utanríkis-
og varnarmálanefndar þingsins og
fyrrum utanríkismálaráðherra,
sagði að kominn væri tími til að
ísraelar færu að veita Bandaríkja-
mönnum fullar upplýsingar um
málið. Eban gagnrýndi einnig
stjómvöld fyrir að hækka Autem
Sella í tign. Bandaríkjamenn
stefndu Sella á þriðjudag fyrir að
fá Pollard og konu hans til að
njósna.
Sovézki sagnfræðingurinn Isaak Mints:
Fómarlömb Stalins
fái uppreisn æru
Moskvu, AP.
KUNNUR sovézkur sagnfræð-
ingur krafðist þess í fyrradag,
að þeir, sem týnt hefðu lífi í hin-
um blóðugu hreinsunum Stalins
á fjórða áratug þessarar aldar,
fengju uppreisn æru.
„Enn vitum við ekki nándar nærri
um nöfn allra þessara manna,“
sagði sagnfræðingurinn Isaak
Mints í viðtali við TASS-fréttastof-
Bandaríkin:
Nýtt kíghósta-
lyf væntanlegt
Atlanta, Georgíu. AP.
SÆNSKIR vísindamenn telja, áð þeim muni takast að framleiða
nýtt kíghóstalyf í stað DPT-bóluefnisins, sem getur valdið heila-
skemmdum og öðrum hliðarverkunum.
Dr. Per Askelof, einn vísinda-
mannanna, segir, að þeir hafí
framleitt bóluefni, sem vinnur á
kíghóstabakteríunni.
Hann segir, að enn sé óunnið
um tveggja ára rannsóknastarf,
þá taki við tveggja ára tilraunir
á mönnum og loks líði ef til vill
tvö ár, þar til unnt verði að mark-
aðssetja lyfíð.
í Svíþjóð var hætt að nota
DPT-bóIuefnið 1979, eftir að
rannsókn leiddi í ljós, að einn af
hveijum 100.000, sem fengu Iyf-
ið, urðu fyrir heilaskemmdum.
Rannsóknimar eru að mestu
kostaðar af bandarískum heil-
brigðisstofnunum, að því er
Askelof sagði, er hann greindi frá
þessum niðurstöðum á árlegum
fundi bandarískra örverufræðinga
á þriðjudag.
Askelof sagði enn fremur, að
tilraunir til að búa til nýtt
kíghóstalyf hefðu hingað til
strandað á því, hversu óvenjuleg
kíghóstabakterían væri að allri
gerð.
una. Mints, sem er meðlimur
sovézku vísindaakademíunnar,
sagði að umbótaáform Mikhails
Gorbachevs nú ættu rætur sínar
að rekja til októberbyltingarinnar í
Rússlandi 1917, en breytingamar
nú myndu eiga sér stað smám sam-
an. Ýmsir sovézkir rithöfundar, sem
hefðu verið í ónáð, hefðu nú fengið
uppreisn æm og verk þeirra gefin
út. Þá hefðu ýmsir andófsmenn
verið látnir lausir úr fangelsi og
meiri opinber umræða verið leyfð
um ýmsa þætti þjóðfeálgsins.
Yfír sumum málefnum hvíldi þó
enn þögn, þar á meðal um stjóm
Josefs Stalin og þá stefnu hans að
knýja fram með valdi samyrkjubú-
skap í landbúnaðinum, en síðast en
ekki sízt um hreinsanir hans á raun-
verulegum og ímynduðum andstæð-
ingum sínum. „Nöfn margra
byltingarmanna og baráttumanna
fyrir sovézku stjómarfari hafa
gleymzt að ógleymdum þeim, sem
hurfu í hreinsunum 1936-1938,“
segir Mints, en á þeim árum voru
hreinsanir Stalins í hámarki.
„Það er skylda okkar sagnfræð-
inganna að kalla nöfn þessara
manna á ný fram á spjöld sögunn-
ar,“ hefur TASS ennfremur eftir
Mints.
Að áliti vestrænna séfræðinga
týndu 8-10 millj. manna lífi í hreins-
ununum 1936-1938.
Kýpur:
Blaðamaður setur
bankarán á svið
Nicosia, Kýpur, Reuter.
Starfsmenn banka eins á Kýp-
ur ráku upp stór augu þegar
maður nokkur vatt sér inn,
kvaðst hafa sprengju undir hend-
inni og heimtaði 10.000 dollara
(um 400 þúsund isl.kr.). Maður-
inn hafði ekki fyrr tekið við fénu
en hann skilaði því aftur.
Demetris Mamas, blaðamaður
Kyrikas kvaðst í gær hafa sett rán-
ið á svið og þóst hafa sprengju
vafða inn í dagblaðapappír undir
hendinni til að sýna fram á hversu
lítill öiyggisviðbúnaður er í bönkum
á Kýpur. í febrúar var framið
bankarán á Kýpur, en þar höfðu
slíkir glæpir ekki þekkst.
„Lögreglan var æf af bræði,"
sagði Mamas. „Þeir ætla að gefa
út yfírlýsingu, en ég hugsa að þeir
kæri mig ekki.“