Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 29 íurinn á að vera hugmynda o g ^ur ungs fólks Morgunblaðið/Olafur K. Magnússon Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur ræðu sína við setningu landsfundar flokksins í gær. stæðisf lokksins í gær á er haldið, hvaða grundvallar- stefnu er fylgt við stjóm efnahags- mála. Þetta sýnir okkur líka hversu mikilvægt það er að glutra ekki niður góðærinu, eins og gert var á árunum kringum 1980. Það hefur sýnt sig að það er hægur vandi. Verkefni okkar hlýtur að vera að varðveita árangurinn og treysta hann í sessi. Látum það ekki ger- ast aftur að góðærið glatist. Við höfum á undanfömum fjómm ámm tekist á við hvom tveggja — kreppu og góðæri. Við höfum sýnt fram á, að stefna okkar skilar árangri, hvort sem á móti blæs eða við höf- um óskabyr. Hallinn á viðskiptum við aðrar þjóðir var orðinn svo gífurlegur í tíð fyrri stjómar, að hann nam orð- ið tíu hundraðshlutum af allri framleiðslu þjóðarinnar. Slíkum halla má jafna til þess þegar laun- þegi fær fyrirfram greitt af launun- um sínum. Hann eykur kaupmátt sinn þann mánuð, en rýrir hann að sama skapi þegar endurgreiða þarf það sem fyrirfram hefur verið tek- ið. Á nákvæmlega sama hátt hlaut það að leiða til nokkurrar kjara- skerðingar, þegar ráðist var til atlögu við þessa meinsemd efna- hagslífsins i efnahagskreppunni sjálfri strax í byijun stjórnartíðar þeirrar ríkisstjómar, sem nú lætur senn af störfum. Halli á viðskiptum við útlönd leið- ir einnig til ójafnaðar á milli atvinnugreina. Hann styrkir inn- flutning og þjónustu á kostnað útflutningsframleiðslu. Og með því að atvinnulífið á landsbyggðinni byggist fyrst og fremst á fram- leiðsluatvinnugreinum hefur við- skiptahallinn það í för með sér, að staða atvinnulífsins á landsbyggð- inni veikist. Við lok kjörtímabilsins höfum við á ný náð jöfnuði í viðskiptum við útlönd. Það er ekki einungis árangur til að státa af í hagskýrslum, heldur hefur hann grundvallarþýðingu fyr- ir alhliða uppbyggingu atvinnulífs- ins í landinu og viðleitni okkar til að halda eðlilegu jafnvægi milli landsbyggðar og þéttbýlisins við Faxaflóa. Erlenda skuldasöfnunin varð ekki stöðvuð meðan við vomm enn í öldudal kreppunnar. En bætt skil- yrði þjóðarbúskaparins undangeng- in tvö ár hafa verið notuð til þess að lækka umtalsvert hlutfall er- lendra skulda af þjóðarframleiðslu. Einnig á þessu sviði höfum við náð verulegum árangri. í ríkisfjármálum búum við þó enn við allnokkum halla. Að stærstum hluta til má rekja hann til þess, að ríkisstjómin varð sammála um, að færa þá fóm í því skyni að ná öðr- um mikilvægari efnahagslegum nmarkmiðum. Á haustmánuðum 1984 höfðum við sjálfstæðismenn forystu um, að bjóða skattalækkan- ir, sem þátt f þríhliða viðræðum aðila vinnumarkaðarins og stjóm- valda. Þá var boðið til víðtækrar þjóðarsáttar við lausn kjaradeilna í ákveðinni viðleitni til þess að auka kaupmátt og treysta í sessi þann stöðugleika sem þá hafi náðst í verðlagsmálum. Því miður varð ekki samstaða um að fara nýjar leiðir með þessum hætti við lausn kjara- samninga það haust, með þeim afleiðingum að nokkur afturkippur varð í viðureigninni við verðbólg- una. Flokkur allra stétta En smám saman varð mönnum ljóst, að það var mikilvægt að reyna nýjar leiðir í þessu efni. Menn vildu freista þess að fara ekki troðnar verðbólguslóðir, heldur takast á við þetta nýja verkefni með nýjum hætti. Og því var það, að forystu- menn launþega innan Alþýðusam- bandsins og forvígismenn atvinnurekenda höfðu í byrjun síðasta árs fmmkvæði að tillögu- gerð, sem miðaði að þríhliða sátt á vinnumarkaðnum með aðild ríkis- ins. Þáttur ríkisins var fyrst og fremst í því fólginn að lækka skatta og tolla. í framhaldi af fyrri tillög- um okkar um þetta efni var auðvelt að koma til móts við aðila vinnu- markaðarins í þessum samningum. Þar sannaðist mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta. í miðstjóm era forvígis- menn bæði launamanna og atvinnu- rekenda. Forystumenn á þeim vettvangi beggja megin samninga- borðsins eiga miklar þakkir skildar fyrir framkvæði og áræði til þess að ryðja nýjar brautir. Enginn vafi leikur á því að þetta samkomulag er eitt það allra merkasta sem gert hefur verið á vinnumarkaði fyrr og síðar. Með því var sýnt fram á í verki, að grandvallarhugmyndir okkar um samvinnu stéttanna í stað stéttastríðs, eru vænlegustu leiðirn- ar til þess að bæta lífskjör og fryggja stöðugleika í þjóðarbú- skapnum og festu í öllum stjómar- háttum. Árangurinn lét ekki á sér standa. í kjölfarið fylgdi áframhaldandi hjöðnun verðbólgu með meiri kaup- máttaraukningu en nokkra sinni fyrr. Og einmitt þessi árangur varð til þess að unnt var að endurnýja samkomulag á svipuðum grandvelli fyrir lok síðasta árs, áður en að lq'arasamningar voru útrannir. Þar var á ný lagður grandvöllur að bættum kjöram án verðbólgu. Mik- ilsverðast við þá samninga var þó sú raunhæfa tilraun, sem í þeim fóist að bæta fyrst og fremst kjör þeirra, sem lakast vora settir. Segja má að þetta hafi verið fyrsta alvöra- sáttagjörðin um að breyta orðum um bætt kjör láglaunafólks í at- hafnir. Þessi merku tímamót annars vegar í samskiptum aðila vinnu- markaðarins sín á milli og hins vegar í samskiptum þeirra við ríkis- valdið gerðust auðvitað ekki af sjálfu sér. Jarðvegurinn, sem þetta samkomulag er sprottið upp úr, era nýjar efnahagslegar aðstæður í þjóðfélaginu. I þeirri ringulreið og óðaverðbólgu, sem ríkti, þegar nú- verandi ríkisstjórn tók við völdum, var óhugsandi að slíkt samkomulag gæti tekist. Það varð að plægja jarðveginn að nýju til þess að af honum yxi sá viður er borið gæti þennan ávöxt. Grundvallarbreyting-ar Þar koma til ýmsar grundvallar- breytingar sem núverandi ríkis- stjórn hefur beitt sér fyrir. í fyrsta lagi var horfið frá dag- legri gengisfellingu krónunnar til stöðugleikastefnu í gengismálum. Sú stefnubreyting var forsenda þess, að árangurs væri að vænta í baráttunni við verðbólguna. Hún skapaði einnig nýjar aðstæður fyrir atvinnulífíð í landinu og leiddi til aukins aðhalds og festu. í öðru lagi breytt stefna í pen- ingamálum til þess að sparnaður færi vaxandi á nýjan leik, en áður hafði hann farið minnkandi með ári hveiju. Og í þriðja lagi var opnað fyrir möguleika á að beita umtalsverðum skatta- og tollalækkunum í þeim tilgangi að búa til nýjar aðstæður á vinnumarkaðnum. Það var þetta sem skapaði þann jarðveg, sem þjóðarsáttin spratt upp úr. Við höfum náð árangri víðar en á efnahagssviðinu. Þannig tókst t.d. fyrir tæpum tveimur áram að koma fram á Alþingi nýjum útvarpslög- um. Þau heimiluðu hinar fijálsu útvarps- og sjónvarpsstöðvar, sem hafa þegar skapað sér stóran sess í daglegu lífi fólks, þar sem efni þeirra næst, en stöðvamar teygja nú dreifikerfí sín hröðum skrefum um landið. Við skulum ekki gleyma því, hvernig afturhaldsöfl í öllum hinum stjómmálaflokkunum beittu sér gegn þessu máli. Meira að segja greiddu einn ráðherra úr samstarfs- flokknum og formaður þingsflokks hans atkvæði gegn málinu, en sjálf- ur forsætisráðherra sat hjá. Al- þýðubandalagið var allt á móti málinu, eins og vænta mátti, en það vakti meiri furðu að enginn þing- maður Alþýðuflokks treysti sér til að fylgja því. Sjálfstæðisflokkurinn einn með stuðningi örfárra fram- sóknarmanna og þingmanna Bandalags jafnaðarmanna kom málinu í gegn. Það er svo lýsandi fyrir hringl- andaháttinn í stjómarandstöðunni, að talsmenn hennar lýsa því nú ýmist yfír að þeir sjái eftir að hafa verið á móti eða hafi aldrei í alvöra verið andvígir útvarpsfrelsinu. En skyldi það ekki vera svo um fleiri atriði, þar sem mál hafa verið færð til aukins frelsis, að afturhalds- flokkamir sjái alltaf eftir andstöðu sinni þegar frelsið er orðið að vera- leika og fólk er farið að njóta þess. Á sviði gjaldeyrismála hefur ver- ið rýmkað um ýmsar óeðlilegar hömlur. Fyrir nokkram áram, þegar gjaldeyrir til ferðamanna var sem naumast skammtaður, var svarta- markaðsbrask með gjaldeyri al- gengt. Það heyrir nú sögunni til að almenningur þurfi að hafa úti öll spjót til að afla sér eðlilegs gjald- eyris til utanferða. Einnig má nefna að greiðslukort til notkunar í útlöndum hafa verið gerð að almenningseign, en era ekki lengur forréttindi fárra for- stjóra og yfírmanna hjá hinu opinbera. Og fólk sem flyst til út- landa þarf ekki lengur að bíða í heilan mannsaldur eftir því að geta flutt eignir sínar þangað með sér. Þannig hefur verið haldið fram á við á fjölmörgum sviðum þjóðlífs- ins, bæði í smáu sem stóra. Þetta sýnir að það er ekki bara kerfinu og kerfiskörlunum, sem er treyst. Fólkinu er nú treyst. í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar var húsnæðislánakerfið brotið niður með því að kippa fjárhagslegum forsendum undan því. Það var því eitt af fyrirheitum okkar fyrir síðustu kosningar, að vinna að því í áföngum að byggja þetta kerfi upp á ný, þannig að unnt yrði að viðhalda sjálfseignarstefnunni í húsnæðismálum, sem verið hefur ein mikilvægasta undirstaða efna- hagslegs sjálfstæðis heimilanna í landinu. Þegar í stað var hafist handa við þetta verkefni, með því að flytja aukna fjármuni yfír í hús- næðislánakerfíð. Með þjóðarsáttinni við aðila vinnumarkaðarins náðist svo á síðast ári víðtækt samkomulag um aðild lífeyrissjóðanna að uppbygg- ingu þessa kerfis. Með því móti hafa undirstöður sjálfseignarstefn- unnar verið treystar. Lán eru nú mun hærri en áður og veitt til miklu fleiri aðila. Á hinn bóginn hefur það jafnframt verið stefna ríkisstjórnar- innar að fjölga ekki svo veittum lánum, að stefndi í óeðlilega þenslu á byggingamarkaði. Undanlátssemi í þeim efnum gæti brotið kerfíð niður og stefnt í tvísýnu öðram markmiðum. Skattamál Við hétum því einnig, sjálfstæðis- menn, í síðustu kosningum, að beita okkur fyrir lækkun skatta. Nú, við Iok kjörtímabilsins, era skatttelq'ur ríkisins um 2.800 milljónum króna lægri en þær hefðu verið, ef við hefðum búið við óbreytt skattalög fyrri ríkisstjómar. Um helmingur þessarar upphæðar hefur komið fram í minni tekuskattsálagningu. Um nokkum tíma hefur legið Ijóst fyrir að byggja þyrfti tekjuöfl- unarkerfí rfkisins upp frá granni. Framvarp um kerfísbreytingu úr söluskatti yfír í virðisaukaskatt hef- ur verið lagt fram á Alþingi, en verður ekki tekið til afgreiðslu nú, fyrir þá sök, að allt kapp hefur verið lagt á að koma fram á þessu ári staðgreiðslu tekjuskatts. í annan stað era tilbúnar tillögur um nýja tollskrá, en ekki hefur þótt fært að leggja þær tillögur fram eins og sakir standa, af kostnaðarástæðum. Um nokkurt skeið hafa farið fram víða um lönd umræður um grandvallarbreytingar á tekjuskatt- heimtu. Þær hafa yfírleitt hnigið í eina átt. Fjallað heftir verið um ein- földun skattkerfisins, fækkun frádráttarliða, lækkun skatthlut- falla og hækkun skattleysismarka. Bandaríkjamenn náðu á síðastliðnu sumri fram breytingum af þessu tagi og þær hafa víða verið til umræðu. í haust sem leið ákvað fjármálaráðuneytið að hefja athug- un og undirbúning að sams konar breytingum hér. Nefnd sérfræðinga var skipuð til að hefja það verk. Þegar umræður hófust milli aðila vinnumarkaðarins um endumýjun kjarasamninga komu fram svipaðar hugmyndir af hálfu launþegasam- takanna. Jafnframt var lögð áhersla á það af hálfu þeirra, að flýta áformum um upptöku staðgreiðslu skatta. Þessar hugmyndir vora í fullu samræmi við það sem unnið var að á vegum fjármálaráðuneytis- ins og var því tiltölulega auðvelt að ná samkomulagi um að hraða tillögugerð um þessa umfangs- mestu skattkerfísbreytingu og einföldun á skattkerfínu, sem gerð hefur verið. Þessar tillögur liggja nú fyrir Alþingi og samkomulag er um, að afgreiða þær fyrir þinglok. Stað- greiðsla tekjuskatts, nokkurra minni skatta og útsvar verður 35% að hámarki. Staðgreiðslugildi sömu skatta í núverandi kerfi er 40%. Með þessu nýja einfalda kerfí er því stigið stórt skref í þá vera að lækka skatthlutföll. Fjögurra manna ijölskylda bytjar ekki að greiða skatta, hvorki tekju- skatt né útsvár, fyrr en tekjur hennar era komnar yfír 850 þús. á ári. Fjölskylda af þessari stærð greiðir því ekki skatt af almennum launatekjum, eftir að þessi breyting er orðin að veraleika. Á þennan veg sýnum við fram á efndir þeirra fyr- irheita sem gefin vora. Einföldun skattakerfisins og staðgreiðsla skatta fela í sér miklar umbætur og réttarbætur frá því sem verið hefur. Sjálfstæðismenn hafa aldrei haft orð um að ganga lengra en að gera almennar launa- tekjur fjölskyldu skattlausar. Aug-ljósir og skýrir kostir Andstæðingar okkar rejma á stundum að núa okkur því um nas- ir að við gleymum að gæta hagsmuna þeirra sem lakast era settir. Áður fyrr hét þetta á vöram andstæðinganna að sjálfstæðis- stefnan gerði þá ríku ríkari og fátæku fátækari. Einnig hér afhjúpa staðreyndim- ar talsmenn stjórnarandstöðunnar. Þannig er kaupmáttur elli- og ör- orkulífeyris hærri en áður hefur þekkst. Við höfum fetað okkur fram á sviði menningar- og menntamála jafnt sem opinberam framkvæmd- um í samgöngumálum. Með hagræðingu hefur okkur tekist að halda áætlunum um lagningu bund- ins slitlags á þjóðvegi, svo dæmi sé nefnt. Þegar þjóðin gengur að kjörborð- inu í vor, stendur hún frammi fyri augljósum og skýram kostum: Hún getur valið á milli þess ann- ars vegar að varðveita þann árangur sem náðst hefur og byggja upp á þeim granni, ellegar á hinn bóginn að fá verðbólgu með hefð- bundinni kjaraskerðingu og þjóð- félagslegri upplausn. Þannig velur þjóðin á milli ríkis- stjómar þar sem Sjálfstæðisflokk- urinn er í lykilhlutverki, eða vinstri stjómar. Verði Sjálfstæðisflokkurinn áfram í ríkisstjóm, mun sá efna-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.