Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 44

Morgunblaðið - 06.03.1987, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 4 t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR BREIÐFJÖRÐ JÓHANNSSON, andaðist 4. mars í Borgarspítala. Mfnerva Hafliðadóttir. t Bróðir minn, GUNNAR G. JÚLÍUSSON, Laugabóli, Laugadal, Reykjavfk, andaöist 3. mars í Landakotsspítala. Baldvin Júlíusson. t Sonur minn og bróðir okkar, HALLDÓR GÍSLi ODDSSON, skipstjóri, Háaleitisbraut 44, andaðist í Landakotsspítala 5. mars. Áslaug Guðjónsdóttir, Bjarni Oddsson, Guðjón Oddsson. t Móöir okkar, SALOME JÓHANNSDÓTTIR, andaðist þriðjudaginn 3. mars. Karl Sveinsson, Borgar Sveinsson. t Föðurbróðir minn, BALDVIN ODDSSON frá Grœnuborg, verður jarðsunginn frá Kálfatjarnarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 11.00. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Elfsabet Vormsdóttir. t Faðir okkar og tengdafaðir, EGILL FRIÐRIKSSON, Skarði, Þykkvabœ, sem andaöist í Landspítalanum þann 27. febrúar, verður jarðsung- inn frá Hábæjarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 13.00. Þeirsem vildu minnast hins látna láti Hábaejarkirkju njóta þess. Fyrir hönd aðstandenda, Fanney Egilsdóttir, Grettir Jóhannesson, Helgi Egilsson, Guðríður Magnúsdóttir. t Eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA BÖÐVARSDÓTTIR, Sólheimum 23, er lést 1. mars sl., verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudag- inn 9. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Krabbameins- félagiö. Siggeir Blöndal Guðmundsson, Sigrún Þorláksdóttir, Garðar Siggeirsson, Erla Ólafsdóttir, Sigrún Siggeirsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Ómar Bl. Siggeirsson, Sigurborg Sigurjónsdóttir, Kristfn Siggeirsdóttir, Ólafur Hafsteinsson, Snorri Bl. Siggeirsson, Guðbjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓHANN ÁRNI SIGURGEIRSSON, Hlfðarvegi 16, Isafirði, veröur jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 7. mars kl. 14.00. Una Ó. Thoroddsen, Ingibjörg Þ. Jóhannsdóttlr, Jón Þórðarson, Kolbrún S. Jóhannsdóttir, Poul Vestereng, börn og barnabörn. Þór Alexanders- son - Minning Fæddur 10. október 1965 Dáinn 27. febrúar 1987 Nú legg ég augun aftur ó, guð þinn náðarkraftur mín væri vöm í nótt. Æ virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sveinbjöm Egilsson) Fátt er meira virði en að kynn- ast góðu fólki á lífsleiðinni og eignast vináttu þess. í dag kveðjum við vin okkar og vinnufélaga, Þór Alexandersson, í hinsta sinn, en honum kynntumst við er við unnum saman að vegagerð síðastliðið sum- ar. Þór var sérstaklega ljúfur í allri umgengni og ef einhver þurfti á hjálp að halda var Þór ávallt tilbú- inn og alltaf var stutt í brosið. Vegna þessara eiginleika sinna er Þór okkur sérstaklega minnis- stæður. Viljum við þakka góðum dreng og félaga þær samverustund- ir er seint gleymast og hið stóra skarð sem hann skilur eftir verður seint fyllt. Við vottum unnustu hans, dóttur og foreldrum okkar dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Eddi, Steini, Óskar og fjölskyldur. í dag verður kvaddur frá Nes- kirkju Þór Alexandersson sem lést af slysförum aðeins 21 árs. Þór var fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp fyrstu átta ár ævi sinnar, en við upphaf eldgossins 1973 flutt- ist fjölskylda hans til Reykjavíkur. Það hefur verið erfitt fyrir átta ára dreng að flytjast burt úr rólegu og vemduðu umhverfi í ys og þys borgarinnar þar sem miklar vega- lengdir skildu að frændfólk og vini. En Þór var bam síns tíma og lifði lífinu hratt, svo hratt að við sem eldri emm áttum oft bágt með að fylgja honum eftir. Leitina að starfí, sem gæti gert honum kleift að veita litlu Qölskyldunni sinni gott lífsvið- urværi, framkvæmdi hann af áræði og bjartsýni því hennar hag bar hann fyrir brjósti svo unun var með að fylgjast. Okkur fínnst óréttlátt þegar ung- menni er hrifið burt frá okkur í blóma lífsins. Við stöndum eftir hljóð og klökk. Við biðjum algóðan Guð að taka vel á móti vininum okkar og styðja foreldra hans, Hafdísi og Hjördísi litlu í þeirra miklu sorg. Við geymum minninguna um góðan og hjartahlýjan dreng. Hví var þessi beður búinn barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín.“ Kristur tók þig heim til sín. Þú er blessuð hans í höndum, hólpin sál með Ijóssins öndum. B. Halld. Mágkona í dag verður litli bróðir, Þór Alex- andersson, borinn til grafar, aðeins 21 árs gamall. Það fyrsta sem við hjónin hugsuðum, þegar fregnin um að hann Þór hefði beðið bana í bflslysi barst, var að það gæti ekki verið. Síðan kom hver hugsunin af annarri. Af hverju hann, sem átti allt lífið framundan? En enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Góði guð, hugsar maður, vegir þínir eru órannsakanlegir, en við vitum að þú hefur ætlað litla bróður annað og meira hlutverk. Þess vegna segjum við „verði þinn vilji“. Þór lætur eftir sig unnustu, Haf- dísi Bylgju Guðmundsdóttur, og dóttur, Hjördísi Dögg, einnig ófætt bam þeirra, sem aldrei fær að kynn- ast föður sínum. Elsku Hafdís, Hjördís Dögg, mamma og pabbi, megi guð styrkja ykkur í ykkar miklu sorg. Við sjáum elsku litla bróður seinna. Siggi og Erna I>júpt snortin kveðjum við í dag ástkæran bróður, Þór Alexanders- son, sem yngstur var í hópi okkar systkina. Hann fæddist í Vestmannaeyjum 10. október 1965 og ólst þar upp í góðu umhverfi hjá foreldrum og ijórum systkinum og oft undir handleiðslu afa og ömmu í Eyjum. Þegar jarðeldar brutust út í Vest- mannaeyjum 1973 fluttist fjölskyld- an til Reykjavíkur og síðar að Nesbala 18 á Seltjamamesi. Sam- stillt ólumst við systkinin upp í hinum nýju heimkynnum en skyndi- leg brottför frá rólegu bæjarlífí Vestmannaeyja til höfuðborgarinn- ar, sem hafði öllu hraðari hjartslátt, virtist hafa meiri áhrif á Þór en okkur sem eldri vorum. Á hinum erfiðu árum táningsins var sem hann ætti örðugt með að finna lífi sínu réttan farveg og mark að stefna að en er hann eign- aðist unnustuna, Hafdísi, og dóttur- ina, Hjördísi, fannst honum að hann hefði fundið rétta stefnu og ótrauð- ur og hamingjusamur lagði hann af stað út í lífsbaráttuna. 28. janúar sl. tók hann sig upp með fjölskylduna sína litlu og hélt til ísafjarðar til að hefja störf hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar hf. í samtölum við okkur ættingjana fyr- ir sunnan geislaði af honum gleðin og sagðist hann aldrei hafa verið jafn hamingjusamur og ánægður í starfi. Hann ræddi af bjartsýni um framtíðina og litla bamið sem þau Hafdís áttu í vændum. Aðeins mánuði eftir að hann hóf nýjan kafla í lífí sínu kom reiðar- slagið. Þegar við systkinin fréttum af hinu hörmúlega slysi, sem varð honum að aldurtila, urðum við hljóð og spurðum hvort annað í van- mætti okkar hvers vegna okkar yngsti bróðir þyrfti að falla frá svo ungur að árum, einmitt þegar ham- ingjan tók að brosa svo blítt við honum. Við þeirri spumingu finnum við engin svör. Um leið og við biðjum algóðan Guð að styrkja foreldra okkar, unn- ustu hans og bam í sorg þeirra, þökkum við góðum dreng fyrir sam- fylgdina. Þessum fátæklegu kveðjuorðum viljum við ljúka með orðum úr Jó- hannesarguðspjalli sem innrömmuð héngu yfir rúmi Þórs á heimili for- eldra okkar: Jesús sagði við hana: Ég er upp- risan og lífið; sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sá, sem trúir á mig, hann skal aldr- ei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? (Jóh. 11. 25-26.) Systkinin t Útför eiginkonu minnar, móöur og tengdamóður, MARGRÉTAR HALLDÓRSSON, Tómasarhaga 31, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 10. mars. kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlega bent á styrkt- arsjóði íþróttamanna. Gfsli Halldórsson, Leifur Gíslason, Þórdfs Jónsdóttir. t Við þökkum öllum þeim er auðsýndu okkur samúð og vináttu vegna fráfalls GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, blfreiðastjóra, Kársnesbraut 90, Kóp. Súsanna Magnúsdóttir, Jón Þ. Guðmundsson, Kristrún Danfelsdóttir, Helgi A. Guðmundsson, Erlendur A. Guömundsson, Fanney Jónsdóttlr. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HANS MEYVANTSSONAR, Kjartansgötu 15, Borgarnesi. Lára Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og sambýlismanns, SAMÚELS TORFASONAR frá Kollsvfk, Bólstaðarhlfð 7. Hlff Samúelsdóttir, Pótur Stefánsson, Árni Samúelsson, Guðný Á. Björnsdóttir, Torfhildur Samúelsdóttir, Guðmundur Ágústsson, Sigurlaug Sigurjónsdóttlr og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.