Morgunblaðið - 06.03.1987, Page 52

Morgunblaðið - 06.03.1987, Page 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 ©1966 Unlv«fMl Press Syndlcate PIZZA I HBlSEDlUú/ O'KBVPIS HElSEDiNiSAC'- þJÓNOSTA P!T______ nþr , Wann Spyr hi/ort viíS sendum til Afnku." Ast er... ... að 6era ^awa upp himnastiga hamingjunnar. TM Reg. 'J.S. Pat. Ott — all rights reserved ©1983 Los Angetes Tímes Syndicate <2? Maður fyrir borð! HÖGNI HREKKVÍSI Þesslr hringdu . . . Endursýnið þáttinn um Kristján fjalla- skáld Gömul kona í Hafnarfirði hringdi: Ég vil beina því til forráðamanna sjónvarpsins að þeir endursýni þátt- inn um Kristján fjallaskáld. Ég varð fyrir þeirri óheppni að missa af þessum þætti og veit að svo er um margt annað gamalt fólk. Leikfimi í sjón- varpið Svanlaug hringdi: Ég vil taka undir með konunni sem biður um að leikfímiþáttur verði sýndur í sjónvarpinu. Ég er með börn heima sem ég þarf að passa og kemst því lítið frá. Þetta myndi henta manni mjög vel. Nöldrari vinni fyrir sér sjálfur Valgerður Ólafsdóttir hringdi: Ég get ekki orða bundist vegna greinar „Nöldrara" í Velvakanda fyrr í vikunni um það að hann verði líklega að hætta við að vinna næsta sumar þar sem það myndi skerða námslánin hans. Hann á að mínu mati að vinna fyrir sér sjálfur og taka minna lán. Það þótti mann- dómur hér áður fyrr að vinna fyrir sér sjálfur. Ég er kominn á áttræð- isaldur og hef unnið fyrir mér síðan ég var sextán ára. Fann tösku Beggi hringdi: Eg fann iitla tösku með smá peningum í rétt hjá Glæsibæ sl. laugardagsmorgun. Eigandi getur hringt í síma 38954 eftir kl 17. Amman stór- kostleg Nokkar á Akueyri hringdu: Við viljum koma á framfæri þakklæti fyrir Brúðubílinn i sjón- varpinu. Nú hafa verið tveir þættir í röð með ömmunni og Lilla en þau höfða mjög vel til litlu krakkanna. Amman er stórkostleg fyrir litlu bömin. ■ VELVAKANDI SVARAR f SfMA 691100 KL. 13-1« FRÁ MÁNUDEGI ■TIL FÖSTUDAGS MUHáa MHII Slj órnmálamenn og þunglyndi Kæri Vdvakandi, Ég er að byija í háskólanámi og mun héreflir sem hingað til vinna i sumarleyfum. En nú stend ég frammi fyrir einkennilegu vanda- máli sem ég sé ekki fram á að geta leyst. Felst það í því að ég verð eiginlega að liggja í leti næsta sum- ar til þess að geta lifað af næsta vetur. Ótrúlecd <»- - til verðandi þingmanna: Beitið ykk- ur fyrir breytingum á þessu rugli. Ég held að ég sé ekki að tala fyrir hönd minnihlutahóps, allavega hafa mér ekki borist til eyma þær radd- ir sem halda því fram að letin göfgi manninn. . Nöldn Tl Víkverji skrifar Yfirleitt hefur það verið skoðun manna, sem Víkvetji hefurtal- að við, að landsfundur Sjálfstæðis- flokksins, sem hófst í gær, verði rólegur fundur og átakalaus. Reynslan sýnir þó, að ekkert er hægt að fullyrða um slíkt fyrirfram. Þessir fundir eru orðnir svo viða- miklir, að nánast ómögulegt er fyrir forystulið Sjálfstæðisflokksins, að hafa einhveija stjórn á þeim eða ráða atburðarásinni. Þess vegna getur allt gerzt á landsfundum. Kosning formanns og varafor- manns t.d. fer fram án tilnefningar. Atkvæðaseðlum er dreift á meðal landsfundarfulltrúa og þeir rita á seðlana nafn þess manns, sem þeir vilja kjósa sem formann og síðan í annarri kosningu sem varaformann. Þetta þýðir, að ef einhver óánægja er á ferðinni meðal landsfundarfull- trúa með þá, sem gegna þessum störfum hveiju sinni, getur hún komið fram í atkvæðagreiðslu, ekki endilega á þann hátt, að viðkom- andi falli í kosningu, heldur með þeim hætti, að áberandi mörg at- kvæði falli á aðra. Þetta hefur gerzt á landsfundum. Kosningar til miðstjórnar eru jafnan býsna harðar og fast sóttar af þeim, sem hug hafa á að komast í miðstjóm Sjálfstæðisflokksins. Sennilega er hún ekki jafn valda- mikil stofnun innan Sjálfstæðis- flokksins og hún var áður fyrr, þegar hún var tiltölulega fámenn. En skipan hennar nú og fjöldi mið- stjórnarmanna endurspeglar óneit- anlega þá breytingu, sem orðið hefur á Sjálfstæðisflokknum. Af þessu má sjá, að þótt engin stór- átök séu í flokknum um þessar mundir getur engu að síður orðið tíðindasamt í kosningum. XXX að var skemmtilegt að hlusta á franska bankastjórann, sem talaði á viðskiptaþingi Verzlunar- ráðsins á dögunum. Hann kemur úr dálítið öðru umhverfí en við eig- um að venjast. Yflrleitt eru slíkir fyrirlesarar sóttir til Norðurlanda eða hins enskumælandi heims, en það var vel til fundið hjá Verzlunar- ráðinu að leita til Frakklands í þetta sinn. Efnahagslíf Frakka er mjög öflugt og hið sama má segja um mörg atvinnufyrirtæki þar í landi og þess vegna fróðlegt fyrir okkur að heyra sjónarmið þaðan. Það er orðin föst venja hjá Verzlunarráð- inu að fá hingað erlenda fyrirlesara, sem hafa gegnt eða gegna ábyrgð- arstöðum í sínu heimalandi. Þessir menn hafa miðlað miklu af reynslu sinni til okkar, þótt sjálfsagt verði Svíamir Curt Nicolin og Per Gyllen- hammar eftirminnilegastir af þeim mönnum, sem hingað hafa komið. Hvemig væri að reyna að fá Iaccoca? xxx Bandaríkjamenn deila nú hart um afskipti eiginkonu Reag- ans, Bandaríkjaforseta af málum í Hvíta húsinu. Em þeir búnir að gleyma frú Carter eða Eleanor Roosevelt, en báðar þessar konur þóttu mjög umsvifamiklar í banda- rískum stjómmálum, þegar eigin- menn þeirra gegndu forsetaemb- ætti?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.