Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 56
FOSTUDAGUR 6. MARZ 1987
VERÐ 1 LAUSASOLU 50 KR.
Hreyf ing á
viðræðum
HÍKog
ríkisins
Nýjar tillögur vænt-
anlega lagðar fram
á fundi á morgun
„Það er hreyfing á viðræð-
unum. Við erum að tala um
raunverulegar breytingar á
samningnum. Launatölur hafa
ekki verið teknar til umfjöllun-
ar ennþá, enda þarf fyrst að
átta sig á því hvaða afleiðingar
þessar breytingar á samningn-
um hafa,“ sagði Kristján
Thorlacius, formaður Hins
íslenska kennarafélags, í sam-
tali við Morgunblaðið um gang
samningaviðræðna félagsins
við ríkisvaldið, en HÍK hefur
boðað verkfall frá og með
mánudeginum 16. mars hafi
samningar ekki tekist fyrir
þann tíma, fyrst aðildarfélaga
BHMR.
Næsti fundur með fulltrúum
ármálaráðherra hefur verið
ákveðinn á morgun, laugardag,
en tveir fundir hafa verið í þess-
ari viku. Sagði Kristján að
ætlunin væri að leggja fram
áþreifanlegar tillögur um breyt-
ingar a samningnum á fundinum
á laugardaginn og tíminn þangað
til yrði notaður til þess að móta
þær.
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
Laugardalshöll var þéttsetin við upphaf Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær. Alls sitja fundinn um 1200 fulltrúar. Þorsteinn Pálsson er
í ræðustól.
27. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins settur í gær:
„Höfum málefna-
lega sterka vígstöðu“
-sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins
LANDSFUNDUR Sjálfstæðis-
flokksins, sá 27. í röðinni, var
Morgunblaðið/Þorkell
Páll Guðmundsson hjá Snælaxi hf. vitjaði eldiskvianna á Grund-
arfirði í gær. Fiskurinn virtist vel haldinn þótt .enn vottaði fyrir
oliubrák á sjónum.
Fiskeldi Snælax
virðist úr hættu
Þriðji olíulekinn á skömmum tíma
ÓHAPPIÐ á Grundarfirði, þar
sem 80.000 lítrar af gasolíu
láku i sjóinn og menguðu eldis-
kvíar Snælax, er þriðja slysið
af þessu tagi á einu og hálfu
ári. Að sögn Þorvaldar Ólafs-
sonar starfsmanns Siglinga-
málastofnunar er frágangi
mannvirkja sem notuð eru til
oliudreifingar úti á landi viða
ábótavant. Geymir Oliuverslun-
ar íslands á Grundarfirði sem
menguninni olli er einn þeirra
sem ekki standast núgildandi
reglur.
íslenskt vetrarveður kom
Grundfírðingum til bjargar í gær
og flýtti fyrir dreifingu og niður-
broti olíunnar. Eldi Snælax virðist
ekki hafa orðið fyrir skaða, en
staðfesting á því hvort fískurinn
sé ósýktur fæst ekki fyrr en að
nokkrum tíma liðnum. Stefnt er
að því að 100.000 laxar og regn-
bogasilungar sem í kvíunum eru
nái sláturstærð næsta haust og
er söluverðmæti þeirra áætlað 45
milljónir króna.
Sjá ennfremur frétt á bls. 2.
settur við hátíðlega athöfn í
Laugardagshöll kl. 17.30 í gær,
að viðstöddu miklu fjölmenni, en
alls hafa um 1200 fulltrúar rétt
til setu á landsfundinum. Lúðra-
sveit Reykjavíkur lék nokkur lög
á meðan gestir komu sér fyrir
og því næst lék Léttsveit Ríkisút-
varpsins nokkur lög. Þá söng
Kristinn Sigmundsson óperu-
söngvari nokkur lög, við mikinn
fögnuð fulltrúa.
Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæðisflokksins, sagði m.a. í
ræðu sinni við upphaf fundarins:
„Kosningar til Alþingis standa fyrir
dyrum. Við komum hér saman til
þess að hefla lokasókn kosninga-
baráttunnar:
- Til þess að þétta raðimar,
- til þess að efla samstöðuna,
- til þess að skerpa brand málstað-
arins og hugsjónarinnar."
Þorsteinn sendi Geir Hall-
grímssyni, fyrrverandi formanni
Sjálfstæðisflokksins, kveðjur sínar
og landsfundarins, þar sem Geir er
nú til stuttrar dvalar á sjúkrahúsi
og situr að þessu sinni ekki lands-
fund, í fyrsta sinn frá 1943.
Þorsteinn gerði grein fyrir þróun
landsmála síðastliðin fjögur ár, eða
frá því að núverandi ríkisstjóm tók
við völdum. Hann sagði meðal ann-
ars: „Engum blöðum er um það að
fletta, að það stjórnarsamstarf sem
stofnað var til við framsóknarmenn
í maímánuði 1983, hefur í öllum
meginatriðum verið árangursríkt."
Hann sagði að óðaverðbólgan hefði
auðvitað verið höfuðviðfangsefni
ríkisstjómarinnar, og þó að ekkert
annað hefði gerst undanfarin fjögur
ár, væri árangurinn í baráttunni við
verðbólguna nægjanlegur, einn út
af fyrir sig, til þess að sjálfstæðis-
menn gætu gengið til kosninga með
málefnalega sterka vígstöðu. Hann
benti á að andstæðingar Sjálfstæð-
isflokksins segðu að baráttan við
verðbólguna hefði verið auðveld í
því góðæri sem verið hefði, en um
þessa athugasemd væri tvennt að
segja: Árangurinn hefði náðst í
upphafi kjörtímabils, „þegar þjóðin
gekk í gegnum einhveija dýpstu
efnahagslægð í þijá áratugi ... í
öðm lagi er rétt að hafa í huga,
að upp úr góðæriskaflanum í kring-
um 1980, spratt mesta óðaverð-
bólga sögunnar, mesta erlenda
skuldasöfnun sögunnar og mesti
viðskiptahalli sem við höfum glímt
við,“ sagði Þorsteinn Pálsson.
Landsfundarfulltrúar fögnuðu
máli formanns síns ákaft að ræðu
lokinni.
Ungir landsfundarfulltrúar hitt-
ust í gærkveldi á fundi, svo og
konur á landsfundi. Fundi verður
haldið áfram kl. 9 árdegis í dag.
Sjá ennfremur ræðu Þorsteins
Pálssonar á miðopnu og frétt
og myndir á bls. 5.
Fyrsta Holiday-Inn
hótelið opnar í júní
FRAMKVÆMDIR við byggingu
fyrsta Holiday Inn-hótelsins hér
á landi eru nú að komast á loka-
stig og að öllu forfallalausu er
gert ráð fyrir að hótelið opni 17.
júní næstkomandi. Að sögn Guð-
björns Guðjónssonar, eiganda
hótelsins, hefur orðið vart mikils
áhuga fyrir hótelinu og eru bók-
anir þegar farnar að berast.
Hótelið, sem er í Sigtúni 38 í
Reykjavík, verður rekið í tengslum
við Holiday Inn-hótelkeðjuna, sem
þó á ekki hlut í því, heldur fær
hótelið að nota nafn keðjunnar að
uppfylltum ákveðnum skilyrðum og
gæðakröfum varðandi húsnæði,
búnað og þjónustu. Má þar nefna
að gerðar eru ákveðnar kröfur um
stærð herbergja, stærð rúma, sér-
stakan húsbúnað, gerð gluggatjalda
og þykkt gólfteppa svo nokkuð sé
nefnt.
Hótelið verður yfir 7.000 fer-
metrar að grunnfleti og þar verða
100 vel búin gistiherbergi, sem
rúma rúmlega 200 manns í gist-
ingu. Þá verða þar nokkrir ráð-
stefnu- og veislusalir, tveir
veitingasalir, tveir barir, minja-
gripaverslun, ferðaskrifstofa,
hárgreiðslustofa og heilsurækt.
Teiknistofa Gunnars Hanssonar
teiknaði hið nýja hótel.
Sjá viðtal og myndir á bls. 22.
BRunnBór
-AfÖRYGGISASTÆÐUM
Nýjungar
í 70 ár
V^terkurog
k-/ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
jllgtgiittiftlaftift