Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 41

Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 41 Stjörnu- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson í síðasta þætti beindist at- hygli okkar að keisurum Rómaveldis, en í dag skulum við skoða þann mann fomald- ar sem mest áhrif hafði á stjömuspeki, Claudius Ptol- emy. Ptolemy Claudius Ptolemy lifði á fyrstu og annarri öld eftir Krist og er talinn hafa náð 78 ára aldri. Hann starfði mestan hluta ævi sinnar í Alexandríu í Egyptalandi sem þá var nýlenda Róm- verja. Alexandría var merki- leg fyrir þær sakir að hún hafði þá að geyma stærsta bókasafn veraldar og var því merkasta lærdómssetur fom- aldar. Þar voru samankomnir allir helstu textar Austur- og Vesturlanda. Samantekt Framlag Ptolemys er merki- legt fyrir þær sakir að hann dró saman í tvö rit alla þekk- ingu manna á stjömuspeki og stjömufræði. Þessi rit hans áttu sfðan eftir að móta hugsun komandi kynslóða í • hvorki meira né minna en eittþúsund og fimmhundruð ár, eða fram á daga Kóp- emíkusar. Rit þessi voru Tetrabiblos og Almagest. Hið fyrmefnda var stjömuspeki- rit en hið síðameftida fjallaði um stjömufræði. Tetrabiblos Tetrabiblos þýðir í raun bæk- umar fjórar, en saman mynda þær heilsteypta úttekt á stjömuspeki fomaldar. Hverri bók er skipt í nokkra kafla. Við skulum lítillega skoða uppsetningu þeirra og innihald. Bók eitt í lauslegri þýðingu eru heiti kaflanna eitthvað á þessa leið: Að hægt sé að öðlast þekkingu í gegnum stjömu- speki og hversu mikla; Hvers konar þekkingu við getum öðlast; Um gagnsemi slíkrar þekkingar; Um plánetumar; Um mikilvægi afstaðna við Sól; Um gildi fastastjam- anna; Um áhrif árstíðanna; Um stjömumerkin; Um hús; Um virðingarstöðu pláneta; Um Kaldlea o.fl. Bók tvö Bók tvö er skipti í 13 kafla. Hún fjallar um einkenni fólks eftir því hvaða loftslagsbelti það býr. Um skyldleika milli landa. Um mismunandi spá- dómsaðferðir. Um þjóðir. Um það hvemig tímasetja og flokka eigi spádóma. Um sól- myrkva og halastjömur. Um ný tungl ársins. Um eðli merkjanna og áhrif þeirra á veður. Um veðurspár. Bókþrjú ogfjögur Síðari bækumar fjalla um foreldra. Um bræður og syst- ur. Um karl og konu. Um tvíbura. Um vanskapninga. Um böm sem fá ekkert upp- eldi. Um lengd lífsins. Um gerð líkamans og skapferli. Um slys og sjúkdóma. Um sálina. Um sjúkdóma sálar- innar. Um ríkidæmi. Um virðuleika. Um eðli athafna. Um hjónabönd. Um böm. Um vini og óvini. Um ferðalög. Um dauðann og um eðli tímans og aldursskeiða. Útgáfa Upp úr 100 e.Kr. er því búið að setja fram fullmótað kerfí sem er tilraun til að spá í og skilja alla helstu þætti mannlifsins. Ifyrir þá sem vilja kynna sér verk Ptolemys nánar má geta þess að Tetrabiblos hefur verið gefin út á bókaflokknum Loeb Classical Library of Harvard University Press og William Heineman í London. GARPUR GRETTIR ^\^N/VA/g/ TOMMI OG JENNI VAHADU þ/G.'éG HBFÆFTMIG t MPÓ 0(3 ÉG hef N/EGA KFAFFA j íFINGFONUVI T/L AÐ '/F/FBU64^ ÓOlNI SEA1 EFO Margfalf srÆee/ rQ5S, ÞÚ E&TAD6ABBA AIIG.f) UOSKA ALLTOF FF?AAAO»eOip (alltof FRAM- T OlSDlÐ? FERDINAND 'MOUi EL5E COULP THEV TELL YOU WHEN THEY'RE HAPPY ? Verða flugdrekar að hafa Auðvitað. skott? Annars gætu þeir ekki lát- ið mann vita þegar þeir eiu ánægðir ... BRIDS Fyrsta lota landsliðskeppn- innar var spiluð sl. sunnudag í húsakynnum Bridssambandsins í Sigtúni. Tömin var stíf, pörin sex í æfíngahópnum hófu spila- mennsku klukkan 10 um morguninn og settu síðasta spil- ið, númer 80, í bakkann um miðnætti. Spilin vom villt á köfl- um og þung viðureignar. Þá voru slemmur í tígli býsna al- gengar. Hér er ein þar sem punktarnir eru ekki margir, en 13 slagir þó nánast öruggir: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á97653 VÁ3 ♦ Á1093 ♦ 5 Vestur ♦ G1042 V G862 ♦ 8 + D864 Austur ♦ KD VD10754 ♦ G6 ♦ KG72 Suður ♦ 8 V k'Q ♦ KD7542 ♦ Á1093 Það eru einungis 24 háspila- punktar milli handa NS, en þeir eru allir bullandi virkir. Og sjö tíglar eru léttunnir með því að stinga þijú lauf í blindum. Einn- ig kemur til greina að fría spaðann. Urspilið er sem sagt ekkert vandamál, en hins vegar er ekki, hlaupið að því að ná alslemm- unni. Það verður jafnvel að teljast gott að ná sex tíglum. Guðmundur Hermannsson og Bjöm Eysteinsson komust í hálf- slemmuna eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður — — — 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 lauf 2 h|jörtu Pass 3 tíglar 6 tíglar Pass Pass Pass Pass Pass Kannski var það óþarfa flýtir hjá Guðmundi að stökkva beint í sex tígla, en hann hefur talið alslemmuna fjarlægan draum. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson voru á öðm máli. Þeir sögðu þannig á spilin: Vestur Norður Austur Suður - — — 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 4 lauf Pass 4 grönd Pass 5 lauf Pass 7 tíglar Pass Pass Pass Það einfaldar framhaldið að suður skuli tvísegja tígulinn. Fjögur lauf sýna stutt lauf og tígulsamþykkt, og fjögur grönd spyija um ása. Svarið fimm lauf gefur upp engan eða þijá. < SKAK Á alþjóðlega mótinu í Lugano um mánaðamótin kom þessi staða upp í skák stórmeistar- anna Yehuda GrUnfeld, ísrael, sem hafði hvítt og átti leik, og Predrag Nikolic, Júgóslavíu. 43. Hxe6! - fxe6, 44. Hf7+ - Kg8, 45. Hxc7 og svartur gafst upp, því hvíta peðið kemur til með að kosta hann heilan hrók. Röð efstu manna t Lugano varð þessi: 1. Seirawan (Bandaríkjun- um) 7>/2 v. af 9 mögulegum. ■ 2.-6. Van der Wiel (Hollandi, Curt Hansen (Danmörku), Piket (Hollandi), Simic og V. Sokolov (báðir Júgóslavíu) 7 v. Mótið var ekki sérlega vel skipað að þessu sinni og var ástæðan sú að margir öflugir skákmenn vom uppteknir við þátttöku á IBM- mótinu hér í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.