Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 4
4____________
Loðnuvertíðin
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Milljón lesta
niarkimi er náð
Búið að frysta um 4.000 lestir af hrog-num
Morgunblaðið/Jón Páll Ásgeirsson
MILLJÓN lesta markið náðist á
ioðnuvertíðinni á mánudags-
morgun, en alls hafa um
1.007.000 lestir borizt á land.
Veiðar ganga vel og er loðnan
eingöngu veidd við Reykjanes
nú. Bátar frá Homafirði hafa
fengið mikið af þorski við Háls-
ana, en þar er loðnutorfa á
ferðinni. Frysting hrogna hefur
gengið vel. I dag verður líklega
búið að frysta um eða yfir 4.000
lestir af rúmlega 5.000, sem sam-
ið hefur verið um. Því fer að
koma að því að takmarka verður
framleiðsluna, eigi hún ekki að
verða umfram samninga.
Áætlað útflutningsverðmæti
loðnuafurða á þessari vertíð er um
4,3 milljarðar króna. Verðmæti lýs-
is og mjöls, 265.000 lesta, er
rúmlega 3,5 miljarðar króna. 5.000
lestir af frystum hrognum kosta
480 milljónir og 6.000 af heilfrystri
loðnu seljast á um 270 milljónir
króna.
Auk þeirra skipa, sem áður er
getið, tilkynntu eftirtalin um afla á
föstudag. Höfrungur AK, 400, Sig-
hvatur Bjarnason VE 600, Huginn
VE 400, Guðmundur VE 550, og
500, Bergur VE 400, Erling KE
440, Sigurður RE 220 og Þórs-
hamar GK 170.
Á laugardag var Eldborg með
270 lestir og Víkurberg GK landaði
tvívegis, 200 og 500 lestum.
Á sunnudag tilkynntu eftirtalin
skip um afla: Keflvíkingur KE 500,
Jón Finnsson RE 750, Þórshamar
GK 570, Höfrungur AK 700, Sig-
urður RE 1.000, Júpíter RE 520,
Harpa RE 450, Börkur NK 1.000,
Guðrún Þorkelsdóttir SU 700, Er-
ling KE 650, Bjami Ólafsson AK
Á loðnumiðunum
700, Gígja VE 750, Öm KE 550,
Magnús NK 420, Hilmir SU 1.300
og Víkingur AK 400 lestir.
Á mánudag tilkynntu eftirtalin
skip um afla: Sighvatur Bjamason
VE 550, Kap II VE 550, Bergur
VE 350, Dagfari ÞH 300, Huginn
VE 500, Gullberg VE 600, Helga
II RE 500, Eldborg HF 900, Júpí-
ter RE 500, Beitir NK 1.050, Pétur
Jónsson RE 780, Keflvíkingur KE
520, ísleifur VE 600, Víkurberg
GK 500, Höfmngur ÁK 680 og
Sigurður RE 650 lestir.
Tveir á
slysadeild
eftir harð-
anárekstur
Tveir menn voru fluttir á slysa-
deild eftir árekstur tveggja
fólksbíla á mótum Snorrabrautar
og Egilsgötu um miðjan dag i
gær. Meiðsli mannanna voru ekki
talin alvarleg en báðir bilarnir
skemmdust mikið og voru fluttir
brott með kranabíl.
Talsverðar annir vom hjá lög-
reglunni í Reykjavík í gær vegna
umferðaróhappa. Var aðallega um
að ræða árekstra og virtist svo sem
sumir ökumenn hefðu gleymt því
hvernig aka á í snjó eftir þá lang-
vinnu góðvirðristíð sem verið hefur
í vetur. Ekki var vitað um alvarleg
slys á fólki, en talsvert tjón varð
vegna skemmda á ökutækjum.
Á mánudag urðu yfír 30 árekstr-
ar í Reykjavík.
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT á hádegi í gær: Milli Færeyja og Hjaltlands er 980 milli-
bara djúp lægð sem þokast suðaustur og þaðan lægðardrag til
vesturs skammt fyrir sunnan land. Austur af Jan Mayen er 992
millibara djúp lægðarmiðja. Yfir norðanverðu Grænlandí er 1035
millibara hæð.
SPÁ: Víða um land verður allhvöss (7 vindstig) norðanátt. Él norðan-
lands og nokkuð suður með austur- og vesturströndinni. Þurrt
veður um sunnanvert landiö. Frost verður á bilinu 5 til 10 stig.
I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FIMMTUDAGUR: Um austanvert landið verður norðanátt ríkjandi
með éljum norðan- og noröaustanlands. Sunnan gola eða hæg-
viðri og úrkomulítiö íöðrum landshlutum Frost á bilinu 6 til 10 stig.
FÖSTUDAGUR: Norðaustanátt, sumsstaðar allhvöss, og él norð-
an- og austanlands en að mestu úrkomulaust suðvestanlands.
Frost á bilinu 7 til 12 stig.
TÁKN:
O Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
-| 0 Hitastig:
10 gráður á Celsius
\j Skúrir
*
V El
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
CX0 Mistur
—|- Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐURVÍÐA UMHEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri -7 snjóél
Reykjavik —6 skýjað
Bergen -2 snjókoma
Helsinki -3 heiðskírt
Jan Mayen -15 snjóél
Kaupmannah. 0 þokumóða
Narssarssuaq -10 léttskýjað
Nuuk -9 léttskýjað
Osló -2 snjókoma
Stokkhólmur 0 þokumóða
Þórshöfn 0 snjókoma
Algarve 17 heiðsklrt
Amsterdam 5 súld
Aþena 12 skýjað
Barcelona 12 mistur
Beriín 1 snjóél
Chicago -1 léttskýjað
Glasgow vantar
Feneyjar 8 heiðskirt
Frankfurt 0 snjókoma
Hamborg 1 snjókoma
Las Þalmas 21 skýjað
London 11 skýjað
Los Angeles 12 heiðskírt
Lúxemborg 0 snjókoma
Madríd 12 heiðskírt
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 15 skýjað
Miami 18 skýjað
Montreal -5 skýjað
NewYork 0 léttskýjað
París 8 skýjað
Róm 10 heiðskírt
Vln 2 léttskýjað
Washington 1 heiðskírt
Winnipeg 1 alskýjað
*
Jón Baldvin um orð Halldórs Asgrímssonar:
„Skiptir litlu hvor
flokkurinn leggur til
sameiningartákmð“
„Gott á meðan framsóknarmenn treysta
sjálfum sér,“ segir Þorsteinn Pálsson
ÞEIR Þorsteinn Pálsson, formað-
ur Sjálfstæðisflokksins og Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður
Alþýðuflokksins virðast ekki
hafa miklar áhyggjur af orðum
Halldórs Ásgrímssonar, vara-
formanns Framsóknarflokksins,
sem hann lét falla á fundi með
frambjóðendum á Sauðárkróki,
þar sem hann sagðist telja höfuð-
atriði að Framsóknarflokkurinn
yrði forystuafl í næstu ríkis-
stjórn.
„Þessi yfirlýsing er nú varla til-
efni blaðaviðtals að mínu mati,“
sagði Þorsteinn Pálsson er hann var
sjjurður álits á ummælum Halldórs
Ásgrímssonar, „en fyrsta skilyrðið
fyrir menn í stjómmálum er það,
að treysta sjálfum sér. Það er gott
á meðan framsóknarmenn gera
það.“
Jón Baldvin Hannibalsson sagði
m.a.: „Þetta er eins og annað til-
brigði við stef stjórnarflokkanna
beggja. Þykjast þeir ekki vera á
réttri leið og þykjast þeir ekki hafa
náð árangri? Eru ekki yfirgnæfandi
líkur á því, að ef kosningaúrslit
yrðu í líkingu við niðurstöður ný-
birtrar skoðanakönnunar Félagsvís-
indastofnunar, að það sé ávísun á
áframhaldandi Framsóknarvist?"
Jón Baldvin sagði að ef það væri
satt að dæma ætti stjómmálamenn
og flokka af verkum þeirra, þá
hefðu menn 16 ára reynslu af Fram-
sóknarflokknum og 4 ára reynslu
af því hvers konar ríkisstjórn þess-
ara tveggja flokka væri, „og skiptir
þá litlu hvor flokkurinn leggur til
verkstjóra- eða sameiningartákn-
ið,“ sagði Jón Baldvin.
„Kjarni málsins er sá, ef þessir
tveir flokkar ná saman, þá standa
þeir sameiginlega vörð um þrönga
sérhagsmuni og munu binda okkur
áfram í viðjar úreltrar atvinnu-
stefnu og koma í veg fyrir nauðsyn-
legar breytingar á stjómkerfi, á
hagstjórn, á atvinnustefnu og fé-
lagslegum umbótum. Það væru
hræðileg kosningaúrslit, sem væru
ávísun á áframhaldandi Framsókn-
arvist Sjálfstæðisflokksins,“ sagði
Jón Baldvin.
Bíræfnir 14 ára þjófar í Keflavík:
Stalu mótorhjóli úr
vörslu lögreglunnar
TVEIR 14 ára piltar úr Keflavík
urðu uppvísir að þvi um helgina
að brjótast inn hjá lögreglunni
og stela mótorhjóli og tveimur
segulb.andstækjum. Þeir brutust
inn í geymslu fyrir óskilamuni
sem er í félagsheimili lögreglu-
manna sem stendur við lögreglu-
stöðina.
Þar tóku þeir mótorhjólið og eitt
segulbandstæki og bmtu sér síðan
leið inn í félagsheimilið og komust
þannig óséðir út um dyr sem sném
frá lögreglustöðinni. í félagsheimil-
inu tóku þeir með sér annað tæki
sem var í eigu lögreglunnar. Urðu
piltarnir að drösla hjólinu í gegnum
baðaðstöðu til að koma því út.
Lögreglan var fljót að hafa upp
á kauðum þegar upp komst um
þjófnaðinn, en þessir piltar hafa að
undanfömu margsinnis komist í
kast við lögin. „Þeir finna að við
getum ekkert gert og gangast upp
í að fremja verknað eins og þenn-
an,“ sagði Óskar Þórmundsson
lögreglufulltrúi sem sá um rann-
sókn málsins.
- BB