Morgunblaðið - 18.03.1987, Side 9

Morgunblaðið - 18.03.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 9 °3 JÓLXA- á Herranótt í Félagsstofnun stúdenta ' Aukasýningar: í kvöld kl. 20, fimmtudaginn 19/3 kl. 20, föstudaginn 20/3 kl. 20. Miðasala í síma 17017. Opin allan sólarhringinn PAPPIRSSTATIV MARGAR GERÐIR KOMNAR AFTUR Giísm \ Sjávarútvegsráðherra á fundi á Sauðárkróki: Framsókn í forsvari fyrir næstu stjóm - Alþýðubandalag hefur dæmt sig úr leik. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur vilja leysa vandann með markaðshyggjusjónarmiðum Vill Framsókn vinstri stjórn? Halldór Ásgrímsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir, að flokkurinn eigi að verða í forsvari fyrir næstu ríkisstjórn. Þetta þykja slík tíðindi í herbúðum framsóknarmanna, að Tíminn greinir frá þeim með styrjaldarletri á forsíðu í gær. En spurning- in er, hvers konar stjórn varaformaðurinn hefur í huga. Það getur að minnsta kosti ekki verið ríkisstjórn með Sjálfstæðis- flokknum. Staksteinar huga að þessu efni í dag. Höfuðatriði Sú skoðun hefur um nokkurt skeið verið uppi meðal margra framsókn- armanna, að flokkurinn eigi að draga sig út úr ríkisstjórnarþátttöku eft- ir næstu þingkosningar. Tími sé kominn til þess, að íhuga stöðu flokksins og framtíð eftir nær samfellda aðild að ríkis- stjórnum i hálfan annan áratug. Á þessu timabili hefur sifellt sigið á ógæfuhliðina hvað stuðn- ing kjósenda áhrærir og nýjustu kannanir benda til þess að eftir næstu kosningar verði Fram- sóknarflokkurinn minnstur hinna hefð- bundnu fjórflokka. í skoðanakönnun Félagsvi- sindastofnunar Háskól- ans, sem birt var í Morgunblaðinu í gær, er fylgi flokksins komið nið- ur í 13,8% en i kosning- unum 1983 var flokkur- inn með 19% atkvæða. Nú hefur Halldór Ás- grímsson, sjávarútvegs- ráðherra og varaformað- ur Framsóknarflokksins, tekið af skarið um það, að flokkurinn eigi að stefna að áframhaldandi þátttöku í ríkisstjóm. í Tímanum í gær er vitnað til ummæla, sem hann lét falla á fundi með fram- bjóðendum á Sauðár- króki um helgina, en þar sagði hann orðrétt: „Ég fer ekkert leynt með það, að ég tel það vera höfuð- atriði að hér verði mynduð ríkisstjóm eftir kosningar, þar sem Framsóknarflokkurinn verður forystuafl." Samkvæmt Tímafrétt- inni tók varaformaður- inn það þó fram, að Framsóknarflokkurinn gæti ekki orðið forystu- afl „nema hljóta góða kosningu". Þessi orð rifja upp það sem gerðist í kjölfar hins mikla ósig- urs flokksins árið 1978, er hann var í ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokkn- um. Þá tók hann að sér að hafa forystu fyrir myndun nýrrar vinstri stjórnar með Alþýðu- bandalagi og Alþýðu- flokki. Eðlilegt er því að spyrja: Getur þetta ekki hæglega gerst aftur? Á fundinum á Sauðárkróki var svar Halldórs að til framsóknarmanna hefði verið leitað „eftir að hin- ir höfðu allir gefist upp“. Flokkurinn er greinilega opinn í báða enda! Ekkimeð Sjáif- stæðisflokkn- um Ljóst er að niðurstöður þingkosninganna 25. apríl ráða úrslitum um það, hvers konar ríkis- stjóm verður mynduð. í þvi sambandi ber ekki að útiloka neina möguleika fyrirfram, þótt líklegir kostir séu ekki margir. Það liggur hins vegar alveg fyrir, að haldi nú- verandi stjómarflokkar áfram samstarfi kemur ekki til greina að það verði undir forystu Framsóknarflokksins. Sjálfstæðisflokkurinn myndi að sjálfsögðu fá embættí forsætisráð- herra. Þetta vita fram- sóknarmenn raunar vel og í þvi Ijósi vekja um- mæli Halldórs Ásgríms- sonar ýmsar spumingar. Ef hann meinar það i alvöru, sem hann segir, hlýtur hann að vera að tala um, að Framsóknar- flokkurinn geti hugsað sér forystu i vinstri stjóm með Alþýðubanda- lagi, Alþýðuflokki og hugsanlega Kvennalista. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um „af- rek“ vinstri stjómanna, sem Framsóknarflokkur- inn hefur veríð í forsvari fyrir. Ef varaformaður- inn hefur i alvöru áhuga á að taka þar upp þráð- inn að nýju hefur hann ekkert lært af stjóm- málaf ram vindu siðustu ára. En engin ástæða er til að ætla að kjósendur séu á sama hátt útí að aka. Þeir hafa skýran samanburð milli rík- isstjóma, þar sem stefna Sjálfstæðisflokksins hef- ur ráðið ferðinni, og vinstri stjóma. Vilji þeir áframhaldandi sókn til bættra lifskjara og fijáls- ræðis er atkvæði greitt öðrum flokkum en Sjálf- stæðisflokknum sem leikur að eldi. Svavarílægð Skoðanakönnun Fé- lagsvisindastofnunar Háskólans, sem birt var hér í blaðinu i gær, getur naumast talist uppör- vandi fyrir Svavar Gestsson, formann AI- þýðubandalagsins. Fylgi flokksins er nú 15,8% samkvæmt könnuninni en var 17,3% i kosningun- um 1983. í Reykjavík, þar sem Svavar leiðir bar- áttuna en frambjóðendur eins og Ásmundur Stef- ánsson em hafðir í felum, er fylgi flokksins 14,5% en var 19% árið 1983. í Reylganeskjör- dæmi, þar sem Ólafur Ragnar er í forystu fyrir uppalista, hefur fylgið hins vegar aukist litil- lega, úr 13,8% 1983 i 14,2% i könnuninni. Þetta er nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar og verður vafalaust til að styrkja hann i innanflokksátök- unum. Vantar þig Smekklegar gjafír, léttar og hentugar, — og hitta í mark. Höföabakka 9 Reykjavik S. 685411 / ny skuldabréf hjá VERÐBRÉFAMARKADIIDNADARBANKANS HF. að Armúla 7 bankatryggð skammtíma- bréf með verðtryggingu og fasteignatryggð skuldabréf stórfyrirtækja Sala er nú hafin á tveimur nýjum flokkum skuldabréfa. I hinum fyrri eru skuldabréf trausts fyrirtækis tryggö með 1. veörétti í nýju stórhýsi í Reykjavík. Gjalddagi bréfanna er eftir 2, 3, 4 eöa 5 ár eftir vali og ávöxtun allt að 10,8% umfram verð- bólgu. í síðari flokknum eru nýskamm- tímaskuldabréf veðdeildar Iðnaðar- bankans og eru þau nú bundin láns- kjaravísitölu. Ávöxtun er 9,3% um- fram verðbólgu og binditími aðeins 3 til 24 mánuðir eftir vali. Minnum jafntramt á verðtryggð skuldabréf Glitnis hf., stærsta fjár- Verðbréfamarkaður 1= Iðnaðarbankans hf. mögnunarleigufyrirtækis á innlend- um markaði, með ávöxtun frá 10,3 til 10,8% umfram verðbólgu, og verð- tryggð skuldabréf veðdeildar Iðn- aðarbankans. Ávöxtun þeirra er 8,8- 9,3% umfram verðbólgu og gjald- dagi eftir 1,2, 3,4 eöa 5 ár eftir vali. Hjá okkur eru verðbréfaviðskiptin einföld og örugg. Síminn er 68-10-40.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.