Morgunblaðið - 18.03.1987, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
17
HÁSKÓLAKÓRINN
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Tónleikar Háskólakórsins, sem
haldnir voru í kirkju Langholts-
safnaðar sl. sunnudag, hófust
samkvæmt venju á Gaudeamus.
Þá strax mátti heyra að kórinn
er fallega hljómandi og vel sam-
stilltur. Fyrst á efnisskránni voru
madrigalar, tveir enskir eftir Mor-
ley og Wilbye og þrír ítalskir eftir
Gastoldi, Arcadelt og Lasso. í
heild var flutningur madrigalanna
eilítið við hægferðugri mörkin,
sem naut sín vel í mikilli hljóman
Langholtskirkju og auk þess í
sumum tilfellum eins og vantaði
eilítið upp á samæfinguna. Allur
síðari hluti tónleikanna var helg-
aður íslenskri tónlist. Fyrst voru
§órar raddsetningar á fslenskum
þjóðlögum. Utanlands í einum bý,
eftir Jónas Tómasson eldri, er
sérlega falleg útsetning og ber í
sér heillandi og nokkuð fornlegan
blæ. Vinaspegill eftir Róbert A.
’Ottósson er hressileg raddsetning,
er ber sterk einkenni evrópskra
hefða. Móðir mín í kví, kví, eftir
Jakob Hallgrímsson, er nokkuð
krómatískt unnin og síðasta radd-
setningin, Stóðum tvö í túni, eftir
Hjálmar H. Ragnarsson var
nýtískulegust. Þetta sýnir listrænt
afl þjóðlaganna að þar er rými
fyrir svo margvíslega hugsun og
útfærsluleiðir að engan enda er
þar á að finna. Öll voru þessi lög
vel flutt, bæði með fallegri hljóm-
an og æskugleði.
Þijú lög eftir undirritaðan, úr
Húsi skáldsins, voru næst á eftiis-
skránni. Þessi „alþýðulög“ voru
ágætlega flutt, einkum Maístjam-
an. Eftir hlé var slegið á nýrri
strengi og flutt verk eftir stjóm-
andann, frumfluttar nýjar
tónsmíðar eftir John Speight og
Hauk Tómasson og síðast gamall
kunningi, Fenja Úhra, eftir fyrr-
verandi stjómanda kórsins,
Hjálmar H. Ragnarsson, við texta
Karls Einarssonar Dunganon.
Spjótalög eftir Árna Harðarson,
við texta eftir Þorstein frá Hamri,
hafa áður verið flutt af Háskóla-
kómum. Þetta er vel gerð kórtón-
list. Þó má fínna að því, að textinn
sé einum of höggvinn í sundur,
með stuttum tónhendingum. A
Shepherd’s Carol, við texta eftir
W.H. Auden, var fyrri frumflutn-
ingurinn og er þetta lag sérlega
falleg vögguvísa, með alls konar
kárínum inn á milli. Tónverkið
fellur einstaklega vel að textanum
og vögguvísan sjálf er einkar fal-
leg. Haustljóð við sjó, við texta
eftir Hannes Pétursson, var seinni
frumflutningurinn og eftir Hauk
Tómasson. Tónmálið er fallegt en
greinir sig oft frá textanum. í
fyrra ljóðinu er nær ekkert dvalið
við stemmningar textans en í því
seinna er þá fyrst farið að vinna
úr stemmningunni, þegar kemur
að „Á jörðu: borgarljós og byggða
í sveig" og aðeins við síðustu
textahendingamar. Viðvist
stemmninga í tónlist má þenja
yflr lengri tíma en í tpluðu orði
og minnir aðferðin sem beitt er í
fyrra ljóðinu á þá venju sem
tíðkast í „lagsmíði", þar sem sögð
er saga, en ekki gerð tónverks,
þar sem unnið er úr stemmning-
um.
Síðasta lagið var svo Fenja
Úhra eftir Hjálmar H. Ragnars-
son, skemmtilegt lag og vel
sungið._ Háskólakórinn, undir
stjóm Árna Harðarsonar, er góður
kór. Auk þess að vera fallega
hljómandi, er söngurinn frísklegur
og leikandi, svo sem ungu og
söngglöðu fólki er eiginlegt.
Mánudagsmynd Regnbogans:
Tartuffe eftir Moliére
MÁNUDAGSMYND Regnbogans
að þessu sinni er gerð eftir leik-
riti Moliéres; Tartuffe. Franski
leikarinn Gerard Depardieu fer
með aðalhlutverkið og leikstýrir
myndinni jafnframt. Eiginkona
Gerards fer með hlutverk eigin-
konu Orgons og Francois Perier
leikur Orgon.
Myndin fjallar um góðborgarann
Orgon sem býður skálkinum
Tartuffe að búa í húsi sínu og ger-
ir hann að sínum trúnaðarvin.
Fjölskylda Orgons reynir að koma
honum í skilning um að Tartuffe
sé aðeins loddari sem ætli sér að
notfæra sér góðvild Orgons. Það
gerist margt áður en augu Orgons
opnast og hann sér hið rétta inn-
ræti Tartuffes, segir í frétt kvik-
myndahússins.
Reyklaus dagur 27. mars
ÁKVEÐIÐ hefur verið að einn
dagur í marsmánuði, föstudagur-
inn 27. mars, verði „reyklaus
dagur“ hér á landi. Ráðgert er
að framkvæmd hans verði með
svipuðum hætti og var á reyk-
lausum degi í febrúar 1982. Sá
dagur þótti takast vel. Fjölmarg-
ir reykingamenn tóku að fullu
þátt í deginum, eins og til stóð,
og vitað er að margir þeirra
notuðu tækifærið til að hætta að
reykja fyrir fullt og allt.
Löggjöf um tóbaksvamir hefur
verið í gildi um tveggja ára skeið
og haft ómetanlega þýðingu fyrir
það starf sem unnið hefur verið.
Því er nú lag til að nýta meðbyrinn
og hefja öfluga sókn að markmiðinu
um Reyklaust ísland árið 2000. Það
er von tóbaksvamamefndar og Rís
2000 að sem allra flestir reykinga-
menn gangi í „Reyklausa liðið“ þó
ekki væri nema þennan eina dag.
Markmiðið með reyklausum degi
er fyrst og fremst:
1. Að fá sem flesta til að reykja
ekki þann 27. mars.
2. Að fram komi fjölbreyttar upp-
lýsingar og fróðleikur um afleiðing-
ar tóbaksreykinga og að umræða
skapist um óbeinar reykingar og
skaðsemi þeirra og um reyklausa
staði.
3. Að sem flestir hætti að reykja
þennan dag og að skipulögðum leið-
beiningum verði dreift til þeirra sem
þess óska.
4. Að styrkja þann vilja sem fyrir
er hjá reykingamönnum að hætta
reykingum. Kannanir hafa leitt í
ljós að mikill meirihluti þeirra hefur
hug á að hætta, en vantar tilefnið.
Eins og áður segir verður reyk-
laus dagur þann 27. mars_ og óska
tóbaksvamamefnd og RÍS 2000
eftir því að sem flestir láti þetta
mikilvæga málefni til sín taka.
„Þessir strákar halda boltanum gangandi
Þeir verða að geta treyst á reglulegar
tekjur liðsins.”
Sigurður Svavarsson
Umsjónarmaður getraunamála
Knattspyrnudcildar FRAM
„íslenskar getraunir eru félag
sem stofnað er til að afla fjár til
stuðnings íþróttaiðkunar á
vegum áhugamanna um íþróttir
á Islandi í félögum innan Ung-
mcnnafélags íslandsog íþrótta-
sambands Islands.“
Úr rcglugerð fyrir
Islenskar getraunir
ÍSLENSKAR GETRAUNIR