Morgunblaðið - 18.03.1987, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
Alþjóðleg samtök lögfræðinga:
Börn eru pyntuð
í Suður-Afríku
Genf, Reuter.
BÖRN eru pyntuð í Suður-Afríku
af öryggislögreglu landsins, að
því er fjórir lögfræðingar sem
dvöldu þar þijár vikur í síðsta
mánuði, á vegum alþjóðlegra
samtaka lögfræðinga um mann-
réttindamál (The International
Commission of Jurists-ICJ), segja
í skýrslu er kom út í Genf á
mánudag.
í skýrslunni segir að fram til 5.
febrúar 1987 hafi a.m.k. 885 börn
undir 18 ára aldri setið í varðhaldi
frá því neyðarlög hafi verið sett í
S-Afríku í júní á síðasta ári. Bömin
eru pyntuð og virðast rafmagnslost
og táragas, sem hvorugt skilur eft-
ir varanleg merki, vera mikið notuð.
Einnig hafa börn slasast alvarlega
og jafnvel látist vegna pyntinga.
Lögfræðingarnir, sem eru frá
Bretlandi, Sviss, írlandi og Þýska-
landi sögðu að ástandið væri jafnvel
enn verra í svokölluðum heimalönd-
um svartra, þar sem neyðarlögin
gilda ekki. Þeir sögðu að yngsta
barnið sem þeir sáu og bar merki
pyntinga hafi verið 14 ára og eitt
barn var svo illa farið eftir slíka
meðferð að það hafði misst sjónina.
I skýrslunni sagði að Rolf Mey-
er, aðstoðarráðherra, hefði fullviss-
að þá um að lögreglumönnum, er
misbeittu valdi sínu, væri strang-
lega refsað, en ekki sögðust lög-
fræðingarnir hafa séð merki þess.
Þeir sögðust einnig álít.a að dómar-
ar í Suður-Afríku, sem stjórnvöld
útnefna, væru ekki fullkomlega
sjálfstæðir í sínum störfum.
ICJ, er hlaut mannréttindaverð-
laun Evrópuráðsins árið 1980, hefur
ekki sent rannsóknarnefnd til S-
Afríku síðan um miðjan sjöunda
áratuginn.
Bretland:
Israelar f ölsuðu
bresk vegabréf
Fundust í símaklefa í Vestur-Þýskalandi
ísrael:
Nýja testa-
mentið
bannað í
skólum
Tel Aviv, Reuter.
ISRAELSKA menningarmála-
ráðuneytið hefur bannað að
notast verði við biblíur, þar sem
bæði gamla og nýja testamentið
er skráð, í gyðingaskólum, að því
er sagði í dagblaðinu Jerusalem
Post á mánudag.
í blaðinu var haft eftir talsmanni
ráðuneytisins að bannið hefði verið
sett á eftir að kristnir trúboðar
gáfu biblíur með bæði gamla og
nýja testamentinu í skóla í sam-
yrkjubúum í Israel.
Mati Dagan, yfirmaður þeirrar
deildar menntamálaráðuneytisins,
sem fer með trúfræðslu, sagði við
Jerusalem Post að gamla testa-
mentið kæmi frá guði, en maðurinn
hefði skrifað nýja testamentið, þeg-
ar hann skýrði þessa ákvörðun.
Nýja testamentið er ekki kennt í
biblíutímum í gyðingaskólum í Ísra-
el, þótt bókmenntakennarar vísi oft
og tíðum til þess er þeir útskýra
vestrænar bókmenntir.
„Gyðingar hafa verið myrtir og
ofsóttir öldum saman vegna nýja
testamentisins," Moshe Edelstein,
skólastjóri barnaskóla, í viðtali við
blaðið. „Gamla testamentið verður
að vera okkur heilagt, jafnvel þeim
okkar, sem ekki lúta gyðingatrú,
vegna þess að það felur í sér allt
það, sem gerir okkur að gyðingum.“
London. AP.
BRESK stjórnvöld hafa sakað
ísraela um að hafa falsað bresk
vegabréf en breska blaðið The
Sunday Times skýrði frá því á
sunnudag, að þau hefðu fundist
í símaklefa í Vestur-Þýskalandi
og verið ætluð útsendurum
Mossads, israelsku leyniþjón-
ustunnar.
Talsmaður utanríkisráðuneytis-
ins sagði, að Yehuda Avner, sendi-
herra Ísraelaí London, hefði verið
boðaður í ráðuneytið í október sl.
og honum afhent harðorð mótmæli
vegna fölsuðu vegabréfanna. Var
þess jafnframt krafist, að þetta
kæmi ekki fyrir aftur. „ísraelsk
yfirvöld báðu okkur afsökunar og
fullvissuðu okkur um, að séð hefði
verið til, að þetta endurtæki sig
ekki. Þar með töldum við, að málið
væri úr sögunni," sagði talsmaður-
inn, sem ekki vildi láta nafns síns
getið eins og venja er á Bretlandi.
í fréttinni í The Sunday Times
sagði, að fölsuðu vegabréfin hefðu
fundist sl. sumar í poka í símaklefa
í Vestur-Þýskalandi og verið fyrir
„launmorðingja ísraelsku leyniþjón-
ustunnar erlendis“. Sagði blaðið,
að á síðasta áratug hefði Mossad
tvisvar sinnum notað „fölsk, bresk
vegabréf þegar verið var að eltast
við palestínska hryðjuverkamenn".
Var ennfremur fullyrt, að ísraelar
hefðu í fyrstu neitað að biðjast af-
sökunar og hefðu ekki gert það
fyrr en Sir Geoffrey Howe, utanrík-
isráðherra, kvartaði við Shimon
Peres, starfsbróður sinn ísraelskan.
Pólland:
Falið atvinnuleysi
ekki minna en 5-10%
- segir rektor háskólans í Wroclaw
Varsjá, AP.
I Póllandi er „falið atvinnuleysi“
ekki minna en 5-10%, sem hefur
í för með sér mikið tjón fyrir
efnahag landsins. Kemur þetta
fram í blaðaviðtali við hagfræð-
inginn Jozef Kaleta, rektor
Oskar Lange-háskólans i
Wroclaw. Þar vefengir hann þá
skoðun, sem yfirleitt er haldið
fram í kommúnistalöndunum, að
atvinnuleysi sé aðeins landlægt í
þeim löngum, sem búa við fijálst
markaðskerfi.
„Enda þótt við höfum að forminu
Weinberger á Spáni:
Segir Spánverja skilja þörf-
ina fyrir vestrænt samstarf
Madrid, AP.
CASPAR Weinberger, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
kvaðst í gær fullviss um að Spán-
veijar gerðu sér grein fyrir
þörfum vestrænna ríkja í örygg-
ismálum og myndu semja í
samræmi við það, þótt þeir vildu
fækka bandarískum hermönnum
á Spáni.
„Ég komst að því að bæði ríki
vilja af einhug viðhalda styrku vest-
rænu samstarfi," sagði Weinberger
við blaðamenn þegar eins og hálfs
sólarhrings heimsókn hans til
Madrid lauk í gær. Weinberger
ræddi í heimsókn sinni við Juan
Carlos Spánarkonung, Felipe Gonz-
alez forsætisráðherra og Narcis
Serra varnarmálaráðherra í hart-
nær sex klukkustundir.
Weinberger kemur í dag til Tyrk-
lands til viðræðna við þarlenda
ráðamenn. Þar náðist á mánudag
samkomulag milli George Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
og Vahit Halefoglu, utanríkisráð-
herra Tyrklands um herstöðvar
Bandaríkjamanna þar í landi til
ársloka 1990.
Ummæli Weinbergers við brott-
forina stangast á við umfjöllun í
spænskum fjölmiðlum. Þar sagði
að samningaviðræður um að fækka
þeim tíu þúsund bandarísku her-
mönnum, sem nú eru á Spáni, væru
í sjálfheldu. Bandaríkjamenn vildu
ekki fallast á að spönsk stjómvöld
þyrftu að uppfylla viss skilyrði í
innanríkismálum og fækka banda-
rískum hermönnum talsvert.
Serra sagði við blaðamenn eftir
að hann kvaddi hinn bandaríska
starfsbróður sinn að „aðila greindi
enn jafn mikið á“.
Reuter
Caspar Weinberger, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, ræðir við
Juan Carlos Spánarkonung.
til fulla atvinnu, þá höfum við í
reynd atvinnuleysi, en það er falið,“
segir Kaleta í viðtalinu, sem birtist
upphaflega í stúdentablaði, en vakti
enn meiri athygli fyrir það á mánu-
dag, að PAP, hin opinbera frétta-
stofa Póllands, birti viðtalið í heild.
„Ég tel, að atvinnuleysið sé ekki
minna en í helztu löndum markaðs-
hyggjunnar og sé að minnsta kosti
5 til 10 prósent,“ er ennfremur
haft eftir Kaleta. Hann bendir á,
að „falda atvinnuleysið“ komi fram
í hinum mikla fjölda, sem ekki
mæti til vinnu, lélegum vinnuaf-
köstum og „þeim mikla fjölda
manna, sem vinni gagnslaus störf
í stjórnsýslunni." Alls vinna um 12
millj. Pólverja við störf hjá ríkinu.
Þá sé það áberandi, að fjöldi
manns vinni við störf, sem séu fyr-
ir neðan starfskunnáttu þeirra.
„Við eigum flesta verkfræðinga í
heimi miðað við hveija 1.000 íbúa,
en kunnátta þeirra er ekki hag-
nýtt.“
„Fjölmennir hópar starfsmanna
eru ráðnir í vinnu af duglausum
framleiðendum, sem leiðir til taps
fyrir efnahag landsins. Þetta fólk
eyðir hráefnum og fær jafnvel borg-
að fyrir það til þess eins að reglunni
um fulla atvinnu sé fullnægt."
Kaleta heldur því fram, að um
helmingur þeirra skatta, sem
greiddur er af fyrirtækjum, er rekin
eru af ríkinu, sé notaður í styrki
handa framleiðendum, þar sem tap
er á starfseminni. „Fýrr eða síðar
hlýtur það að leiða til kreppu, þeg-
ar pólitísk markmið eru sett ofar
almennum efnahagslegum mark-
miðum,“ segir Kaleta ennfremur.
Hvetur hann stjórnvöld til að endur-
vekja markaðshyggju og samkeppni
og koma á nánari samvinnu við þau
lönd, þar sem iðnaður sé kominn
lengra.