Morgunblaðið - 18.03.1987, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987
39
Viltu
skrifast á?
Bamasíðan fékk bréf frá stelpu
á Djúpavogi. Hún vill gjaman
eignast pennavini og skrifast á
við bæði stráka og stelpur af öllu
landinu. Stelpan heitir Rán Freys-
aóttir og er 11 ára og verður 12
ára á árinu. Ahugamál hennar em
handbolti, fótbolti, dans, límmiðar
og Madonna. Heimilisfangið er:
Rán Freysdóttir,
Hvoli,
765 Djúpivogur.
Og nú er bara að drifa sig og
senda Rán bréf um leið og þið
skrifíð Bamasíðunni.
Hvert
fór
Guðjón?
Á síðustu Barnasíðu var
stafaþraut þar sem þið áttuð
að finna út hvert Guðjón var
að fara. Stafirnir sem vantaði
í stafrófið voru: E, G, í, M, R,
S, Y. Þegar þeim hefur verið
raðað rétt kemur út heiti stað-
arins og ef þið hafið gert þetta
rétt hafið þið fengið út
GRÍMSEY.
Kókoskúlur
Það er alltaf gaman að búa til eitthvað gott.
Hvemig væri að búa til kókoskúlur á næsta „nammi-
degi"? Bamasíðunni áskotnaðist þessi uppskrift um
daginn og hefur hún reynst vel.
Þið þurfið:
100 gr smjör
150 gr flórsykur
1 matsk. kaffiduft
2 matsk. heitt vatn
2 matsk. kakó
1 tsk. vanilludropar
100 gr hnetur
100 gr kókosmjöl
Hrærið smjörinu og sykrinum saman. Kaffiduftinu
(neskaffí) og vatninu blandað saman og iátið kólna
(ef ekki er til kaffiduft má nota 2 matsk. af sterku
löguðu kaffí, sem hefur verið kælt). Hnetumar em
hakkaðar. Öllu nema kókosmjölinu blandað saman
og búnar til kúlur. Kúlunum er að endingu velt upp
úr kókosmjölinu.
Þá er ekkert eftir nema bragða á góðgætinu.
Verði ykkur að góðu.
Brosum
Enn á ný gefst okkur tækifæri til að brosa með henni Eyrúnu.
Þetta em ljómandi skemmtilegar myndir. Eyrún er 11 ára og er
í Austurbæjarskólanum. Á næstu Barnasíðu er ætlunin að spjalla
við Eyrúnu.
Fimm villur
Hér em tvær ljósmyndir. Við fyrstu sýn virðast þær vera eins, en
ef betur er að gáð kemur í ljós að svo er ekki. A mynd 2 vantar
fímm atriði sem em á mynd eitt. Getui þú fundið þau?
SNJOKORN
Myndagátan 24
Eitthvað ætlar myndagátan að vefjast fyrir ykkur. Nú birtun við
tvo hluta myndarinnar í viðbót. Til að hjálpa ykkur ögn get ég sagt
að á fyrstu myndinni, þ.e. fyrsta hluta myndarinnar sem við birtum,
em hendur að vinna. Við hvað vinna þær? Það ætti að sjást á öðmm
myndum. Horfðu aftur á myndina og þér dettur ömgglega fljótt í
hug af hveiju hún er. Sendið svörin sem fýrst til:
Barnasíðan,
Morgunblaðinu,
Aðalstræti 6,
101 Reykjavík.
Hvemig væri að hafa samband og láta mig vita hvað þið viljið hafa
á síðunni? Ég bíð eftir bréfum frá ykkur.
í vetur hefur snjóað frekar
lítið, a.m.k. sunnanlands. Nú
hefur hins vegar snjóað öðru
hvoru. Ekki er auðvelt að sjá
með berum augum hvernig
snjókomið er, en með stækkun
sést að þar em kristallar, sem
geta verið í laginu eitthvað í
líkingu við myndina hér.
Hvemig væri að þú reyndir
að klippa út snjókorn? Til þess
þarf helst þunnan pappfr og
góð skæri. Notið ferkantað
blað og reynið að bijóta það
eins og sést á myndinni. Svo
getið þið klippt út annað hvort
fríhendis eða teiknað laust á
áður en þið klippið. Snjókomin
ykkar getið þið síðan notað
sem litla dúka eða sett í
glugga.
Þegar við vinnum með
pappír og skæri er gott að
hafa ruslafötu við hendina og
henda afklippunum jafnóðum.
Gangi ykkur vel.
ðrjti-tiíS
' -ícrto+'
0
í
Ctrtb
lÍMumar
íucpp
il
<3