Morgunblaðið - 18.03.1987, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 18.03.1987, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. MARZ 1987 Handbolti: Lengi lifir í gömlum glæðum VALSMENN hittast á veitinga- húsinu Torfunni í hádeginu, leysa landsmálin, skjóta á hvern annan á milli bita. Þetta er upphitunin fyrir leik kvöldsins, sem reyndar er ekkert minnst á, en þess meira talað um aðra leiki. Leikmenn 1. flokks Vals í handbolta taka sig hæfilega alvarlega. Þeir hafa skil- að si'nu dagsverki fyrir félagið og landsliðið, en handboltinn er þeirra li'f og yndi og i' keppni kem- ur greinilega í Ijós, að lengi lifir í gömlum glæðum. Þegar einum leik er ólokið í íslandsmótinu, eru þeir þegar orðnir meistarar, hafa unnið alla sína leiki, eru með 24 stig og á annað hundrað mörk í plús. íslandsmelstararnir eiga að baki 448 landsleiki og hafa gert í þeim 734 mörk. Með meistaraflokki Vals haf þeir leikið tæplega þrjú þúsund leiki og skorað um tíu þúsund mörk. Fimm þeirra hafa verið fyrir- liðar landsliðsins og nokkrir leikið með erlendum liðum. Þeir spila fótbolta innanhúss einu sinni í viku, en handþolta snerta þeir að- eins í leikjum. Evrópukeppni í veði í síðustu viku lék liðið gegn 1. deildarliði FH í bikarkeppninni. í hádeginu var sagt að sjö fyrstu myndu hefja leikinn, en tuttugu mínútum fyrir leik voru aðeins tveir mættir. Guðni Bergsson kom fyrst- ur, en „bara af því að hann átti leið framhjá" eins og einhver sagði og fékk því ekki að byrja. Skot- hríðin frá því í hádeginu hélt áfram í þúningsklefanum, en fimm mínút- um fyrir leik tilkynnti Pétur liðs- stjóri byrjunarliðið og ráölagði mönnum að spila langar sóknir. „Er ekki hægt að fá buxur, sem ekki er búið að pissa í,“ spurði Jón Pétur. „Þessi leikur á greinilega ekki að vinnast, því ég fæ engar buxur,“ sagði Stebbi Gunn. í hálfleik höfðu Valsmenn þriggja marka forystu og sigurg- lampi var í augum þeirra. „Eigum við ekki að halda þessu áfram og ná í pening fyir félagið," sagði Hemmi. „Það er Evrópukeppni í veði.“ Aðrir vildu keyra upp hrað- Morgunblaðið/Bjarni • „Gleymum þessum leik. Það þýðir ekkert að svekkja sig á þessu, við tökum þá bara næst.“ Gunnsteinn Skúlason ráðleggur strákunum að æfa betur fyrir næsta leik. Af svip Ólafs H. Jónssonar að dæma veitir ekki af því hann virðist aiveg búinn. ann, en Pétur bað menn um að slappa af. Leikurinn tapaðist með tólf mörkum og var dauft yfir mönnum, þegar þeir komu inn í búnings- herbergið. „Við erum ekki í formi til að hugsa," sagði Jón Karls. Aðrir sögðu að til að sigra topplið í 1. deild þyrfti að æfa. „Við vorum taplausir, en ég var ekki með og því fór sem fór,“ sagði Ágúst Ög- munds. Leikurinn gleymdist fljótt og hádegisskothríðin hófst. Islandsmeistarar Á laugardaginn var leikið gegn Aftureldingu í deiidinni. Leikurinn var jafn, en Valsmenn höfðu ávallt undirtökin og unnu 25:20. Þar með voru þeir orðnir íslandsmeistarar enn einu <-inni. Strákarnir í Valsliðinu hafa leikið saman meira eða minna á þriðja áratug. Snerpan er heldur minni nú en áður, en leikgleðin leynir sér ekki. Menn komast upp með að reyna ýmislegt í leikjum, sem þeim hefði aldrei dottið í hug að gera, þegar alvaran réð ferðinni. Sprellið og kátínan sitja í fyrirrúmi, þeir hafa gaman af því sem þeir eru að gera, hugarfarið er rétt. Morgunblaöiö/Bjami • Gamlir og glæsilegir taktar! Gunnsteinn Skúlason svífur hér inn úr horninu og skorar glæsilega. Það er greinilegt á þessari mynd að „gömlu" mennirnir i' Val hafa ekki gleymt neinu í sambandi við hand- boltann. Alla vega kann Gunnsteinn enn að koma sér f góða stöðu fyrir Ijósmyndarann. • „Púff! Eins gott að það er ekki vikt hér í hús- inu. Hvað ætli ég sé orðinn þungur,“ gæti Jón Karlsson verið að hugsa á þessari mynd sem var tekin af honum í hvíldarstöðu fyrir leikinn. • Hér hefur Jón uppgötvað að fylgst var með honum og þá er auðvitað ekki hægt að vera í hvíldarstöðu. Kassinn fram og þá er maður svipað- ur og í gamla daga. 1. flokkur: íslands- meistarar Vals • Aftari röð frá vinstri: Bergur Guðnason aðstoðarliðsstjóri, Stefán Gunnarsson, Jón Pétur Jónsson, Bjarni Jónsson, Ólafur H. Jónsson, Guðni Bergsson, Guðjón Magnússon, Ágúst Ög- mundsson og Pétur Guðmunds- son, liðsstjóri. Fremri röð frá vinstri: Sigrún Stefánsdóttir, Linda Björk Bjarnadóttir, Gunn- steinn Skúlason, Jón Breiðfjörð, Jón Karlsson, Páll Guðnason, Hermann Gunnarsson og Ing- var Guðmundsson. Á myndina vantar Gísla Blöndal, Ólaf Ben- ediktsson og Inga Björn Al- bertsson. Morgunblaöið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.