Morgunblaðið - 21.03.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. MARZ 1987
3
„Hitaveita Suðurnesja hefur
sparað íbúum 800 milljónir“
- sagði Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra
Morgunblaðið/Kr.Ben
Finnbogi Björnsson stjórnarformaður Hitaveitu Suðyrnesja og Matt-
hías Á. Mathiesen utanríkissráðherra undirrita samninginn um leigu
á Eldvarpasvæðinu. Standandi eru frá vinstri Ingóífur Aðalsteinns-
som, forsljóri Hitaveitu Suðurnesja, Ólafur G. Einarsson, alþingis-
maður, Þórarinn St. Sigurðssonm, sveitarsljóri í Höfnum, Jón Gunnar
Stefánsson, bæjarsljóri i Grindavík, Hannes Einarsson, bæjarráðs-
maður í Keflavík, Ólafur Thordersen, Njarðvík, Jóhann Einvarðsson,
aðstoðarmaður félagasmálaráðherra og Sverrir Haukur Gunnlaugs-
son, skrifstofusljóri varnarmáladeildar,
MATTHÍAS Á Mathiesen, utanrik-
isráðherra og Finnbogi Björnsson,
formaður stjóraar Hitaveitu Suð-
uraesja, undirrituðu í gær samn-
ing milli vamarmálaskrifstofu
utanríkisráðuneytisins og Hita-
veitu Suðurnesja um nýtingarrétt
Hitaveitunnar á jarðhita á Eld-
varpasvæðinu í landi Húsatófta i
Grindavik.
Er undirritun hafði farið fram, lýsti
Matthías Á Mathiesen, utanríkisráð-
herra, ánægju sinni með samninginn.
Hann rifjaði upp þegar hann sat á
skrifstofu fj'ármálaráðherra 1974 og
fyrstu ákvarðanimar voru teknar um
uppbyggingu hitaveitunnar, en það
kom síðar í hans hlut að útvega
fyrstu lánin til framkvæmdanna. „Á
þeim 10 árum frá því að heita vatnið
fór að renna til Grindavíkur hefur
Hitaveita Suðurmesja sparað íbúun-
um á svæðinu 800 milljónir króna,
eða 54.000 krónur á hvem einstakl-
ing,“ sagði Matthías Á Mathiesen.
Tildrög samnings þessa má rekja
til ársins 1981. Það ár fór stjóm
Hitaveitunnar þess á leit við vamar-
málaskrifstofu utanríkisráðuneytis-
ins að fá heimild til rannsókna á
þessu svæði. Þessi heimild var síðan
veitt sama ár. í framhaldi af þessu
var hafizt handa um rannsóknir og
einnig leitað samvinnu við Lands-
virkjun um málið. Var samningur um
samstarf þar að lútandi undirritaður
árið 1982.
Árið 1983 óskaði stjóm Hitaveit-
unnar eftir frekari réttindum og
nýtingu á jarðvarma svæðisins svo
og verðlagningu þessara réttinda.
Viðræður hafa síðan staðið yfir og
samningar tekizt.
Helztu efnisatriði samningsins em
þessi: Hitaveitan fær 1.007,4 hektara
lands úr landi Húsatófta auk tveggja
smærri svæða undir lvirkjun .
Hitaveitan fær rétt til jarðborana
og nýtingar jarðhita, sjávar og fersk-
vatns
Hitaveitan greiðir 4.500 krónur á
ári fyrir kílósekúndu af upptekinni
gufu og jarðsjó úr úr jarðhitageymin-
um.
Lágmarksgreiðsla er 500.000
krónur á ári frá þeim tíma að virkjun
er tekin í notkun.
Unz virkjun er tekin í notkun á
leigusali rétt á 20 lítramínutum af
heitu vatni út kerfi hitaveitunnar án
þess að greiðsla komi fyrir.
Samningurinn er gerður til 70 ára
og framlengist sjálfkrafa óbreyttur
um 20 ár ef honum er ekki sagt upp
með 6 mánaða fyrirvbara.
Við gerð þessa samnings er hita-
veitu Suðumesja tryggt orkuöflunar-
svæði, sem talið er svipað að stærð
og Svartsengissvæðið og ætti því
þörf Suðumesjamanna á þessu sviði
að vera fullnægt um alllangt árabil
Kr.Ben.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Frá fundi Skógræktarfélags íslands í gær. Arni Steinar Jóhanns-
son er í ræðustól en lengst til vinstri má sjá Snorra Sigurðsson,
Sigurð Blöndal og Jónas Jónsson.
Hvatt til samvinnu
smrn.
sveitar og skóg-
ræktarf élaganna
SKÓGRÆKTARFÉLAG ís-
lands hélt í gær fund með
fulltrúum aðildarfélaganna
víðs vegar að af landinu og
starfsmönnum Skógræktar
rikisins. Tilefni fundarins var
fyrst og fremst að ræða sam-
vinnu félaganna við eigið
sveitarfélag.
Framsöguerindi fluttu Björn
Friðfinnson formaður Sambands
íslenskra sveitarfélaga, Ámi
Steinar Jóhannsson frá Skóg-
ræktarfélagi Eyfirðinga og
Ólafía Jakobsdóttir frá Skóg-
ræktarfélaginu Mörk að Kirkju-
bæjarklaustri. Þorbergur Hjalti
Jónsson skógfræðingur gerði
grein fyrir vandaðri skógrækt-
aráætlun í máli og myndum fyrir
jörðina Fjósar í Austur-Húna-
vatnssýslu, sem lýtur stjóm
sérstaks sjóðs á vegum Skóg-
ræktarfélags íslands. Ætlunin
er að gera Fjósa að skógræktar-
jörð bæði til nytja og útivistar
þegar fram líða stundir.
Áður en fundi lauk var sam-
þykkt tillaga frá Jónasi Jónssyni
búnaðarmálastjóra sem vísa
skyldi til stjórnar Sambands
íslenskra sveitarfélaga þar sem
hvatt er til þess að sveitarfélög
gangi í ríkara mæli til liðs við
aðildarfélög Skógræktarfélags
Islands um gróðureyðingu á Is-
landi.
DAIHATSU ROCRY
Einn traustasti og tigulegasti jeppinn
á markaðnum í dag — Svo við tölum
nú ekki um verðið sem er hreint ótrú-
legt — á þessum frábæra vagni — kr.
Keflavik
RH
Reykjavík
Brimborg hf.
Ármúla 23.
S: 91-681733.
Akureyri
Bílvirki sf.
Fjölnisgötu 6b.
S: 96-23213.
Daihatsu
Keflavík
v/Reykjanesbraut.
S: 92-1811.
* Ofangreint verð er á Rocky El Wagon bensín m/hreinum lit. Verð m.v. gengi dags.
1. mars 1987 og án ryðvarnar og skráningar.
Innifalið í verði:
Hvítar spoke felgur.
Speglar beggja megin.
Fullklæddur.
Höfuðpúðar framan og aftan.
Miðstöð framan og aftan.
Sóllúga.
Driflokur.
5 gira.
Vökvastýri.
Fjaðrandi ökumannssæti.
Rúöupiss fyrir aðalljós.
Veltimælir.
Voltmælir.
Digital klukka.
Snúningshraðamælir.
Veltistýri.